Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Page 2
2 | Fréttir 5. september 2011 Mánudagur H elgi S. Guðmundsson, ná­ inn samstarfsmaður og viðskiptafélagi Finns Ing­ ólfssonar til margra ára, var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar gengið var frá óuppsegjanlegum húsaleigu­ samningum við aðila tengda Fram­ sóknarflokknum á árunum 2004 og 2006. Meðal þeirra samninga sem gerðir voru í framkvæmdastjóra­ tíð Helga S. voru leigusamningur um húsnæði undir heilsugæslu við Íslenska aðalverktaka í Glæsibæ og leigusamningur við Landsafl, fyrrum dótturfélag Íslenskra aðal­ verktaka, um skrifstofuhúsnæði fyrir heilsugæsluna í Álfabakka og Þönglabakka í Mjóddinni. Megin­ verkefni starfsviðs Helga var meðal annars „útboð verkþátta og meiri háttar innkaupa, byggingamál og eignaumsýsla“, samkvæmt ársreikn­ ingum heilsugæslunnar frá þessum tíma. DV hefur í síðustu tölublöðum fjallað um óuppsegjanlega leigu­ samninga sem hið opinbera, með­ al annars heilsugæsla Reykjavíkur og heilbrigðisráðuneytið, gerði við einkaaðila á árunum 2002 til 2004. Í nokkrum tilfellum voru flokkspóli­ tísk tengsl á milli þeirra aðila sem gerðu samningana og þeirra sem samningarnir voru gerðir við. Gengið frá flutningi í húsnæði Landsafls Helgi S., sem meðal annars var for­ maður bankaráðs Landsbanka Ís­ lands fyrir einkavæðingu hans vegna tengsla sinna við Framsókn­ arflokkinn og síðar formaður banka­ ráðs Seðlabanka Íslands, starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar­ sviðs Heilsugæslunnar á höfuð­ borgarsvæðinu frá því árið 1999 og þar til árið 2006. Eitt af síðustu verk­ um Helga sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu var að koma að því að gengið væri til samninga við eignarhaldsfélagið Landsafl, fyrrverandi dótturfélag Íslenskra aðalverktaka, um leigu á húsnæði í Mjóddinni í Breiðholtinu undir skrifstofur heilsugæslunnar. Ástæða flutninganna var sú að þáverandi skrifstofur Heilsugæslunnar á höf­ uðborgarsvæðinu á Barónsstígnum voru seldar til eignarhaldsfélagsins Mark­húss árið 2005. Einkavæðing Íslenskra aðalverktaka var úrskurð­ uð ólögmæt í Hæstarétti Íslands í maí 2009, líkt og rakið er í hliðar­ grein, enda var talið að flokkspóli­ tískar ástæður hefðu haft mikil áhrif á söluferlið. Aðilar tengdir Fram­ sóknarflokknum fengu að kaupa verktakafyrirtækið á endanum. Í ársreikningi heilsugæslunnar fyrir árið 2006 var flutningurinn út­ skýrður með þeim hætti að heilsu­ gæslan hefði „leitað eftir“ samningi við Landsafl um leigu á húsnæðinu í Mjóddinni. Um þetta segir í árs­ Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Rannsókn Hægri Hönd Finns við völd í Heilsugæslunni reikningi félagsins: „Í framhaldi af sölu húsnæðis Heilsuverndarstöðv­ arinnar að Barónsstíg 47 leitaði heil­ brigðis­ og tryggingamálaráðuneyti eftir samningi við Landsafl um leigu á frekara húsnæði að Álfabakka 16 og einnig að Þönglabakka 1 í Reykja­ vík. Gagngerðar breytingar þurfti að gerða á hinu leigða húsnæði og varð nokkur frestur á afhendingu hús­ næðis af þeim sökum.“ Landsafl hafði keypt hluta hús­ næðisins af Greiðslumiðlun hf., Visa­Íslandi, í ársbyrjun 2006 og hafði átt í erfiðleikum með að finna leigutaka að því, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu frá sumrinu 2006, þrátt fyrir að hafa auglýst húsnæð­ ið til leigu nokkrum sinnum. Sá hluti húsnæðisins var tæplega 1.800 fermetrar og var í Álfabakka. Hinn hluti húsnæðisins var keilusalur í Þönglabakka sem Landsafl festi kaup á vorið 2006. Enginn ráðinn í hans stað Helgi S. lét af störfum sem fram­ kvæmdastjóri rekstrarsviðs Heilsu­ gæslu höfuðborgarsvæðisins sum­ arið 2007, samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar. Út frá ársreikning­ um Heilsugæslunnar á höfuðborg­ arsvæðinu var enginn ráðinn í stað Helga S. og virðist fjármálastjóri stofnunarinnar hafa tekið við hans störfum. Árið eftir, 2008, lét forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgar­ svæðinu, Guðmundur K. Einarsson, af störfum hjá stofnuninni. Flutningur heilsugæslunnar í þetta húsnæði í Mjóddinni olli tals­ verðum deilum á sínum tíma og voru ekki allir á eitt sáttir með valið á húsnæðinu. Til að mynda sagði Geir Gunn­ laugsson, núverandi landlækn­ ir og þáverandi yfirlæknir mið­ stöðvar heilsuverndar barna, í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 að húsnæðið í Mjódd væri of lítið undir starfsemi heilsugæslunnar. Sagði Geir í viðtalinu að vinnu­ brögð stjórnsýslunnar í málinu væru „fyrir neðan allar hellur“ og að ótrúlegt væri að ekki skuli hafa verið reynt að semja við Mark­Hús sem keypti Heilsuverndarstöðina á Barónstíg en eigendur þess fé­ lags vildu leigja heilsugæslunni húsnæðið áfram. Hugur Geirs stóð n Helgi S. Guðmundsson, einn nánasti samverkamaður Finns Ingólfssonar, stýrði rekstri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þegar aðilar tengdir Framsókn fengu góða samninga Geir gagnrýndi flutninginn Geir Gunn- laugsson, núverandi landlæknir, gagnrýndi stjórnsýsluna harðlega á sínum tíma vegna flutnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins upp í Álfa- og Þönglabakka. Helgi bendir á ráðuneytið Helgi S. Guðmundsson vísar á Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Hann segist sjálfur ekki hafa komið að leigusamningum við aðila tengda Íslenskum aðalverktökum. Tengslin við Finn Ingólfsson Helgi S. Guðmundsson er fæddur árið 1948. Helgi hóf starfsferil sinn sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli árið 1969 en upphaflega ætlaði hann að verða múrari og hafði hafið iðnnám, samkvæmt viðtali í Morgunblaðinu 1998. Helgi starfaði sem lögreglumaður í 13 ár, lengst af í Keflavík en einnig á Höfn. Samhliða starfi lögreglumanns í Keflavík ók Helgi leigubíl. Árið 1982 hóf Helgi störf hjá Samvinnutryggingum og starfaði þar til 1989 og síðar hjá Vátryggingafélagi Íslands VÍS til 1998 eftir að starfsemi Samvinnutrygginga hafði verið flutt þangað inn. Helgi var skipaður í bankaráð Landsbanka Íslands árið 1995, eftir að Finnur Ingólfsson varð iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og tók við formennsku í því tveimur árum síðar að tilstuðlan Finns. Árið 1999 hóf Helgi S. störf hjá Heilsugæslunni á höfuðborgar- svæðinu. Helgi var formaður bankaráðs Lands- bankans árið 2002 þegar S-hópurinn svokallaði, með Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson í broddi fylkingar, keypti tæplega 50 prósenta hlut bankans í Vátryggingafélagi Íslands í ágústlok árið 2002. S-hópurinn greiddi 6,8 milljarða króna fyrir hlutinn, samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur á Alþingi í febrúar árið 2005, en seldi hlutinn síðan til Exista á 31,5 milljarða árið 2006. Finnur Ingólfsson varð í september 2002 forstjóri og einn af helstu eigendum VÍS en S-hópurinn var þá orðinn allsráðandi í félaginu. Bankaráð Landsbankans ákvað að selja S-hópnum hlutinn en talið var að verð hans hefði verið alltof lágt. Árið 2003 keypti sami hópur Búnaðar- bankann eftir umdeilda einkavæðingu hans. Helgi hætti í bankaráðinu eftir einkavæðingu Landsbankans árið 2003. Eftir þetta starfaði Helgi S. áfram sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Heilsu- gæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu þar til hann hætti þar árið 2006 til að einbeita sér að viðskiptum. Á þeim tíma sat Helgi S. í bankaráði Seðlabanka Íslands og hafði gert það um nokkurra ára skeið. Hann tók við formennsku í bankaráðinu af Ólafi G. Einarssyni árið 2006. Helgi S. situr í dag í stjórnum ýmissa eignarhalds- félaga sem tengjast Finni Ingólfssyni, meðal annars Dufli ehf. og Landvar ehf. auk eignarhaldsfélaginu Andvöku. Helgi hefur því á liðnum árum haldið áfram að vinna náið með Finni Ingólfssyni enda hefur hann komist í ýmis konar góðar stöður vegna tengsla sinna við hann í gegnum tíðina. Salan dæmd ólögmæt Á fyrri hluta árs 2003 seldi íslenska ríkið kjölfestuhlut sinn í Íslenskum aðalverktökum til þáverandi stjórnenda í einkavæðingarfram- kvæmd sem dæmd var ólögleg af Hæstarétti Íslands í maí 2008. Þótti líklegt að flokkspólitísk tengsl kaupendanna við Framsóknarflokkinn hefðu ráðið úrslitum um hver það var sem fékk að kaupa hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum. Framsóknarflokkurinn átti sína fulltrúa í einkavæðingarnefnd sem annaðist söluna. Í kjölfarið á sölunni á hlut ríkisins til eignar- haldsfélagsins AV ehf. keypti félagið aðra hluthafa út úr fyrirtækinu. Í dómnum kom fram að stjórnendur Ís- lenskra aðalverktaka hefðu verið fruminn- herjar í fyrirtækinu og hefðu ekki virt skyldur sem lagðar voru á þá vegna viðskipta með hlutabréf í fyrirtækinu. Í dómnum sagði að með því að láta „þetta undir höfuð leggjast var tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt.“ Meðal þess sem rætt var um í héraðs- dómnum í málinu þar sem rök stefnenda, JB Byggingarfélags og Trésmiðju Snorra Hjartarsonar, eru rædd var að Stefán Frið- finnsson hefði haft óheppileg afskipti af sölunni á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu þar sem hann hefði á sama tíma og hann átti að veita upplýsingar um fyrirtækið verið einn þeirra sem stóð að tilboði AV ehf. Um aðkomu Stefáns að málinu segir í héraðsdómnum: „Stefnendur álíti að eigendur Eignarhalds- félagsins AV ehf. hafi búið yfir þekkingu á stöðu félagsins, langt umfram aðra bjóð- endur og hafi Stefán Friðfinnsson, forstjóri, viðurkennt það í sjónvarpsviðtali. Glöggt dæmi séu upplýsingar um verðmæti dulinna eigna félagsins, sérstaklega Blikastaðalands í Mosfellsbæ, en stærstur hluti endurmats eigna Íslenskra aðalverktaka hf. á árinu 2003 hafi verið vegna þeirrar eignar. Telji stefnendur að stjórnendum einum hafi verið kunnugt um nýtingu þess lands. Þær upplýsingar fengjust ekki með því að lesa ársreikning Íslenskra aðalverktaka hf. fyrir 2002.“ Eftir að hafa fengið að eignast Íslenska aðal- verktaka með þessu móti fengu fyrirtækið og dótturfélag þess, Landsafl, svo góð verkefni frá hinu opinbera, eins og byggingu Borga á Akureyri árið 2003 og 25 ára óuppsegjan- legan leigusamning, byggingu heilsugæslu- stöðvarinnar í Glæsibæ árið 2004 og 25 ára óuppsegjanlegan leigusamning sem og 20 ára leigusamning vegna húsnæðisins í Álfa- og Þönglabakka árið 2006. Stefán Friðfinnsson Vændisathvarf opnað: Fengu öll hús- gögnin gefins Stígamótakonur skáluðu í kampa­ víni síðasta föstudag þegar lang­ þráður draumur varð að veruleika og nýtt athvarf fyrir konur í vændi og fórnarlömb mansals var form­ lega opnað. Á hverju ári leita um þrjátíu konur og nokkrir karlar til Stígamóta vegna vændis og man­ sals. Steinunn Gyðu­ og Guðjóns­ dóttir framkvæmdastýra athvarfs­ ins segir að hlutverk þess sé tvíþætt. Annars vegar sé það neyðarathvarf fyrir fórnarlömb mansals og þá fyrsta stopp. Hins vegar sé þar lang­ tímameðferð fyrir konur sem eru að koma úr vændi. Þær geta þá dvalið í athvarfinu í þrjá til sex mánuði eða lengur ef þörf krefur. Sex herbergi eru í athvarfinu og áhersla er lögð á að allir fái sitt eigið herbergi. Heim­ ilisfang athvarfsins er leynilegt til að tryggja öryggi þessara kvenna. Athvarfið fær fjárhagsstuðning frá ríki og Reykjavíkurborg en Stígamót kalla nú eftir stuðningi almenn­ ings. Átakið Stingum ekki höfðinu í sandinn gengur út á að safna mán­ aðarlegum styrktaraðilum. Búið er að tryggja rekstur athvarfsins fyrsta árið, það er að segja laun Steinunnar og húsaleiguna. Annað þarf að fjár­ magna og bendir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, á að enn sé ekki til peningur fyrir mat handa þeim sem munu dvelja í athvarfinu. „En við vitum af miklum velvilja hjá almenningi og ætlum að bjóða fólki að taka þátt í þessu með okk­ ur.“ Hún hvetur alla til að fara inn á stigamot.is og skrá sig: „Horfumst í augu við raunveruleikann og styrkj­ um Stígamót.“ Nú þegar hafa Stígamótakon­ ur fundið fyrir miklum meðbyr, til dæmis þegar athvarfið var innrétt­ að. Þær höfðu ekki undan að taka á móti húsgögnum eftir að þær sendu út hjálparkall á Facebook. „Ein kona hringdi á leiðinni í IKEA til að spyrja hvað okkur vantaði. Svo kom hún með fullan farm af húsgögnum,“ segir Steinunn, sem er því bjartsýn á framhaldið. Hundar drápu 13 kindur Að minnsta kosti 13 kindur hafa drepist á síðustu tveimur vikum vegna dýrbíta sem ganga lausir í Rangárvallasýslu. Talið er að hundar hafi drepið féð, að því er Vísir hefur eftir lögreglunni á Hvolsvelli. Sjö kindur og þrjú lömb fundust dauð í Vestur­Landeyjum um helgina en áður höfðu þrjú lömb drepist á svæðinu. Þá fundust einnig þrjú dauð lömb í Fljótshlíð. Lögreglan telur að um tvo hunda sé að ræða, annan ljósan, líklega íslenskan fjár­ hund, en hinn dökkan. Hún hvetur fólk til að fylgjast með hundum sín­ um og tilkynna ef þeirra er sakn­ að, til að fyrirbyggja frekara tjón á sauðfé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.