Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Page 4
4 | Fréttir 5. september 2011 Mánudagur
Fyrrverandi eiginkona stefnir Karli Wernerssyni:
Takast á fyrir dómstólum
Karl Wernersson, fyrrverandi eig-
andi Milestone, og Sigríður Jóns-
dóttir, fyrrverandi eiginkona hans,
takast á fyrir dómstólum um þessar
mundir. Sigríður hefur stefnt fyrr-
verandi eiginmanni sínum. Fyr-
irtaka í skuldamáli Sigríðar gegn
Karli, fór fram í Héraðsdómi Reykja-
víkur síðastliðinn föstudag.
Hjónin skildu árið 2004 og sam-
kvæmt heimildum DV gerðu þau
samninga sín á milli við skilnaðinn
sem kváðu á um skiptingu eigna
þeirra og líklegt er að samningarn-
ir hafi náð nokkur ár fram í tímann.
Hugsanlegt er að Karl hafi ekki
staðið við skuldbindingar sínar
gagnvart Sigríði eða að forsendur
samninganna sem þau gerðu sín
á milli séu brostnar og því þurfi að
endurmeta þá og að umrætt dóms-
mál sé höfðað vegna brota á þessum
samningum.
Við fyrirtökuna lagði Þórður
Bogason, lögmaður Sigríðar, fram
matsgerð og sagði skjólstæðing
sinn ekki sjá ástæðu til að breyta
kröfugerð í málinu. Matsmenn voru
kvaddir til í héraðsdómi þann 8.
apríl og má nánast fullyrða að til-
gangur þeirra hafi verið endurmeta
einhverjar eignir sem komu til
skiptanna við skilnað Karls og Sig-
ríðar á sínum tíma. Matsgerðin sem
lögð var fram er því væntanlega nið-
urstaða þeirrar vinnu.
DV greindi frá því í vor að með-
al þess sem var hluti af skilnaðar-
samningi þeirra hjóna var að Karl
átti að tryggja Sigríði nokkrar flug-
ferðir á ári með einkaþotu, sam-
kvæmt heimildum blaðsins. Þá
herma sömu heimildir að meðal
eigna í sameiginlegu búi þeirra hafi
verið íbúð í borginni Lucca í Tosk-
ana á Ítalíu.
Ólafur Eiríksson, lögmaður
Karls, óskaði eftir fresti til 6. október
næstkomandi til að kynna sér ný
gögn í málinu, en hvorki Sigríður né
Karl voru viðstödd fyrirtökuna.
solrun@dv.is
Karli stefnt Fyrirtaka í málinu fór fram síðastliðinn föstudag.
Bauhaus opnar á Íslandi:
Bauhaus
fylgist með
keppinautum
Nokkur titringur er á byggingavöru-
markaðnum eftir fréttir í síðustu
viku um að verslunarkeðjan Bau-
haus hafi í hyggju að opna versl-
un sína á næstunni. Líkt og flestir
þekkja á Bauhaus 20 þúsund fer-
metra húsnæði undir Úlfarsfelli sem
byggt var fyrir bankahrunið. Hætt
var við opnun verslunarinnar vegna
hrunsins á Íslandi en nú telja for-
svarsmenn Bauhaus að rétti tíminn
gæti verið til að fara í samkeppni við
BYKO og Húsasmiðjuna.
Fréttablaðið greindi frá því á mið-
vikudaginn að Mads Jørgensen, for-
stjóri Bauhaus á Norðurlöndunum,
hefði verið staddur hérlendis fyrir
stuttu ásamt Kenn Pedersen, sölu-
og markaðsstjóra Bauhaus á Norð-
urlöndunum. Greindi blaðið frá því
að þeir hefðu verið hér til að meta
stöðuna í hagkerfinu og hafi upp frá
því skoðað opnun verslunar Bau-
haus hérlendis á næstunni.
Samkvæmt heimildum DV sást
til þeirra Mads Jørgensen og Kenns
Pedersen í verslunum Húsasmiðj-
unnar og BYKO. Segir heimildar-
maður DV að þeir hafi eiginlega litið
út fyrir að vera að njósna í verslun-
unum. Þeir hafi verið með bílstjóra
sem hafi ekið þeim á milli verslana.
Í samtali við DV segir Grethe
Juhl, aðstoðarmaður Mads Jørgen-
sen að forsvarsmenn Bauhaus hafi
komið hingað til lands til að kanna
aðstæður. Hluti af því hafi verið að
skoða önnur fyrirtæki sem selja
byggingavörur. „Við heimsækjum
margar búðir á Íslandi til að meta
stöðuna. Öðruvísi er ekki hægt að
greina markaðinn. Það gerum við
líka hérna í Danmörku sem dæmi til
að meta stöðu fyrirtækisins,“ segir
Grethe Juhl.
„Það er ekki búið að taka neina
ákvörðun varðandi opnun á Íslandi.
Við höfum verið í heimsókn á Ís-
landi og þangað förum við nokkuð
oft. Höfum við verið að meta stöð-
una og teljum að nú sé útlit fyrir að
stöðugleiki sé að komast á í efna-
hagsmálum á Íslandi,“ segir hún.
Framtakssjóður Íslands, sem er
í eigu 16 lífeyrissjóða, er eigandi
Húsasmiðjunnar í dag. Hefur bygg-
ingavörufyrirtækið verið sett í sölu-
ferli. Er fyrirtækjaráðgjöf Lands-
bankans ætlað að sjá um söluferlið
og gefst fjárfestum kostur á að bjóða
í fyrirtækið til 29. september. Sam-
kvæmt heimildum DV er talið að
Framtakssjóðurinn muni þurfa að
bókfæra töluvert mikið tap vegna
sölu Húsasmiðjunnar. Rekstur fyrir-
tækisins dróst verulega saman við
bankahrunið enda má segja að
framkvæmdir á fasteignamarkaði
hafi nánast verið við frostmark í
meira en tvö ár.
Heimildarmaður sem DV ræddi
við segir að það sem sé helst að sliga
Húsasmiðjuna um þessar mund-
ir, auk lítillar sölu, séu leigusamn-
ingar vegna verslana fyrirtækisins
víðs vegar um landið. Húsasmiðj-
an er með leigusamninga við Eik
Fasteignafélag en þriðjungur af
leigutekjum Eikar koma frá bygg-
ingavörufyrirtækinu. Þrátt fyrir að
fasteignafélagið hafi veitt tíma-
bundna leigulækkun árið 2009 sem
að hluta til var tengd árangri Húsa-
smiðjunnar á næstu árum er talið að
leigan sé enn of há. Umræddir leigu-
samningar gætu komið í veg fyrir
áhuga fjárfesta á að kaupa Húsa-
smiðjuna.
E
ftir tæplega fjögurra mán-
aða frí kom þing aftur sam-
an á fimmtudaginn, eða
þann 1. september. Dag-
inn eftir tilkynnti Þórunn
Sveinbjarnardóttir félögum sínum
í þingflokki Samfylkingarinnar að
hún ætlaði að láta af störfum sem
þingmaður og fara í nám.
Þórunn fór fyrst á þing árið 1999
og var umhverfisráðherra 2007–
2009. Líkt og lög gera ráð fyrir verð-
ur Þórunn á fullum launum út
mánuðinn. Frá og með 1. október
mun Þórunn svo fá biðlaun í sex
mánuði, jafnhá þingfararkaupi eða
520.000 krónur á mánuði, þar sem
hún hefur setið lengur en tvö kjör-
tímabil. Aðrir fráfarandi þingmenn
fá biðlaun í þrjá mánuði.
Einnig eiga þeir ráðherrar sem
hafa starfað samfellt í eitt ár eða
lengur rétt á biðlaunum jafnháum
ráðherralaunum í sex mánuði láti
þeir af störfum.
Á kafi í nefndarstörfum
Nefndarstörfum Alþingis lauk 26.
maí en eldhúsumræður voru þann
8. júní samkvæmt áætlun og mörk-
uðu upphaf sumarsins fyrir flesta
þingmenn. Helgi Bernódusson seg-
ir það hins vegar útbreiddan mis-
skilning að starf þingmanna fari
aðeins fram í þingsölum og efast
um að Þórunn hafi fengið langt frí
í sumar. „Hún er búin að vera á kafi
í nefndarstörfum og skipulagningu
þinghalds frá því í byrjun ágúst.
Hún kom einnig að frágangi þing-
mála í sumar og var aðalmanneskj-
an í sambandi við þingsköpin,“ seg-
ir Helgi.
Þórunn var í félags- og trygg-
ingamálanefnd, kjörbréfanefnd,
heilbrigðisnefnd og þingskapa-
nefnd auk þess sem hún var í Ís-
landsdeild þingmannaráðstefn-
unnar um norðurskautsmál. Hún
var einnig þingflokksformaður
Samfylkingarinnar og fékk fyrir það
fimmtán prósenta álag á þingfarar-
kaupið, en slíkar greiðslur falla nið-
ur nú þegar hún lætur af störfum.
Endanleg ákvörðun
Líklegast hefur Þórunn vitað það í
talsverðan tíma að hún væri á leið
í nám, þar sem umsóknarfrestur í
Háskóla Íslands rann út þann 15.
apríl fyrir framhaldsnám. Þórunn
er stjórnmálafræðingur að mennt
og lauk námi við Háskóla Íslands
árið 1989 og Johns Hopkins Univer-
sity, Paul H. Nitze School of Adv-
anced International Studies 1990.
Hún fer nú í siðfræði.
Þórunn vildi ekki tjá sig um mál-
ið er blaðamaður ræddi við hana
á sunnudagskvöld en játti því að
hún ætlaði sér að þiggja biðlaun
og sagði að aðrir yrðu að meta
það hvort heppilegra hefði verið
að hætta fyrir frí. „Ég ætla ekki að
svara þessum spurningum. Hvern-
ig ég ráðstafa mínu einkalífi er mitt
einkamál,“ sagði Þórunn um leið og
hún baðst undan viðtali.
Vísaði hún í yfirlýsingu sem hún
sendi frá sér á föstudag þar sem
segir meðal annars: „Ég held áfram
pólitísku starfi í þágu kvenfrels-
is, umhverfisverndar og jafnaðar-
stefnu innan Samfylkingarinnar en
ákvörðun mín um að láta af þing-
mennsku eftir hafa fjórum sinnum
hlotið kosningu er endanleg og tek-
in eftir vandlega íhugun.“
Tekur sér laun
í siðfræðinámi
n Þórunn Sveinbjarnardóttir heldur launum frá ríkinu næstu sjö mánuðina
n Hún kveður stjórnmálin með hálfa milljón á mánuði í siðfræðinámi
Getur unað sátt við sitt Þórunn
Sveinbjarnardóttir lætur af störfum eftir
áralangan stjórnmálaferil og fær full laun
næstu sex mánuði.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Ef Þórunn væri
á námslánum
Þá hefði hún mun minna á milli handanna en
sem fyrrverandi alþingismaður.
Á heimasíðu Lánasjóðs íslenskra náms-
manna er hægt að reikna út hversu há lán
hægt er að fá ef til stendur að hefja nám. Ef
miðað er við að Þórunn hafi starfað síðustu
tólf mánuði á þeim launum sem hún fékk
á þingi, eða 520.000 krónum á mánuði, sé
einstæð með eitt barn og ætli sér í fullt nám
gæti hún fengið námslán upp á 1.683.660 kr.
Það gerir 841.830 krónur á önn, eða 210.457
kr. á mánuði. Að auki gæti hún líka fengið
bókastyrk upp á 48.000 krónur á ári, eða um
24.000 krónur á önn.
En þar sem hún er þingmaður fær hún
biðlaun frá Alþingi sem samsvara þingfarar-
kaupi eða 520.000 kr. á mánuði. Og af því að
hún hefur starfað lengur en í tvö kjörtímabil
fær hún biðlaun í sex mánuði.