Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Síða 6
6 | Fréttir 5. september 2011 Mánudagur
Frístundakor t
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is
og í síma 846 8888
Haustönn hefst 12. september
Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is
Píanó eftir eyranu
Djasspíanó (kennari Agnar Már Magnússon)
Ukulele (kennari Svavar Knútur)
Kassagítar/partýgítar (kennari Svavar Knútur)
Rafmagnsgítar (kennari Tóti í Agent Fresco)
Hjá Tónheimum er boðið upp á
tónlistarnám fyrir alla aldurshópa
sniðið að þörfum og áhugasviði
hvers og eins.
Láttu drauminn rætast og lærðu
að spila þín uppáhaldslög eftir
eyranu.
Allir velkomnir!
Tónlistarnám fyrir þig
blús djass sönglögpopp
H
ann keypti upp jarðirnar
og þar með veiðiréttind-
in og fékk því yfirráð yfir
þeim,“ segir Gunnar Jak-
ob Óskarsson, formaður
Stangaveiðifélags Keflavíkur og vís-
ar þar til svissneska auðkýfingsins
Rudolfs Lamprecht. „Veiðiréttindin
sem við vorum með á leigu, fóru út
um gluggann því þegar hann eign-
aðist þau þá vildi hann ekki endur-
nýja samninginn við okkur.“ Árið
2003 keypti Lamprecht allar jarð-
irnar sem liggja að Heiðarvatni
í Mýrdal og silungs- og laxveiði-
ánni Vatnsá sem rennur úr vatn-
inu í Kerlingadalsá. Árið 2009 bætti
hann svo um betur og keypti tvær
jarðir í Geithellnadal í Álftafirði fyr-
ir austan.
Húsið flutt af jörðinni
Stangaveiðifélag Keflavíkur átti
stórt veiðihús á jörðinni Stóru Heiði
við Heiðarvatn um árabil og leigði
félagið veiðiréttindi af þeim land-
eigendum sem áttu jörðina á und-
an Lamprecht. Veiðihús stanga-
veiðifélagsins hefur staðið ónotað á
jörðinni frá árinu 2003. „Þá var okk-
ar veru lokið þarna og okkar veiði.
Þá var hann kominn með þetta allt
saman,“ segir Gunnar. Stangaveiði-
félagið stendur nú í stórræðum við
að flytja húsið af jörðinni alla leið
norður að Vestur-Hóp en Gunn-
ar segir þó fullkomna sátt ríkja um
flutningana.
Getur lokað Heiðardalnum
DV fjallaði um kaup Lamprecht á
landsvæðunum árið 2009 og kom
þá fram að margir óttuðust að hann
væri að kaupa upp íslenskar nátt-
úruperlur og ætlaði sér að gera þær
óaðgengilegar fyrir Íslendinga. En
lögum samkvæmt er honum heim-
ilt að gera það. „Hann gæti nátt-
úrulega ef hann langaði til í gríni
sett hlið á vegina þarna og það færi
enginn inn í Heiðardalinn, hann á
hann,“ segir Gunnar kankvís. Fram
kom í umfjöllun DV um málið árið
2009 að samkvæmt heimildum
blaðsins hefði Lamprecht greitt um
hálfan milljarð íslenskra króna fyrir
jarðirnar í Heiðardalnum.
Margir uggandi
Það er ef til vill eðlilegt að marg-
ir hafi verið uggandi vegna mikilla
umsvifa Lamprechts en hann lok-
aði fyrir alla veiði í Heiðarvatni og
Vatnsá þegar hann keypti jarðirnar
árið 2003. Gunnar segist vita til að
sumir hafi orðið hræddir um hvað
myndi gerast í framhaldinu. Lamp-
recht opnaði þó aftur fyrir veiði
bæði í vatninu og ánni árið 2009.
Gunnar telur þó að heimamönnum
upp til hópa standi enn ekki á sama
um þennan ráðahag.
Lamprecht er umsvifamik-
ill í fiskeldi víða um heim og hef-
ur hann sleppt seiðum og ræktað
fiskistofna bæði í Heiðarvatni og
Vatnsá.
Kauptilboð Kínverjans
Eðlilegt er að setja bindandi kaup-
tilboð kínverska auðkýfingsins
Huangs Nubo á 72,19 prósenta hlut
í jörðinni á Grímsstöðum á Fjöll-
um í samhengi við kaup Rudolfs
Lamprecht á jörðunum á Austur-
landi. Nubo vill reisa fimm stjörnu
glæsihótel með átján holu golfvelli
og hestabúgarði á Grímsstöðum og
mikið hefur verið verið fjallað um
áhuga hans á svæðinu, bæði hér á
landi og erlendis. Nubo er tilbúinn
að greiða einn milljarð íslenskra
króna fyrir jörðina en kauptilboð
hans er háð samþykki íslenskra og
kínverskra yfirvalda.
Afsalar sér vatnsréttindum
Margir hafa verið uggandi yfir áætl-
unum Nubos líkt og yfir kaupum
Lamprechts á jörðunum á Austur-
og Suðausturlandi á sínum tíma.
Nubo sjálfur hefur þó viljað taka
af öll tvímæli um að hann ásæl-
ist auðlindir Íslendinga með því
að bjóða stjórnvöldum samstarfs-
samning þar sem hann afsalar
sér öllum vatnsréttindum á svæð-
inu. Þá hefur hann einnig boðist
til að friðlýsa hluta af Grímsstöð-
um. Hann hefur jafnframt lýst því
yfir að hann vilji vinna verkefnið
í sátt og í samstarfi við stjórnvöld
og sveitarstjórnina á svæðinu.
Hann hefur nú þegar skrifað undir
viljayfirlýsingu ásamt Bergi Elíasi
Ágústssyni, sveitarstjóra í Norður-
þingi, um samstarf.
Auðkýfingur frá Sviss
lokaði ám og vötnum
n Rudolf Lamprecht keypti upp fjölda jarða á Austurlandi n Á allan Heiðardalinn
n Margir uggandi yfir hugsanlegum kaupum Kínverja á Grímsstöðum á Fjöllum
„Hann gæti nátt-
úrulega ef hann
langaði til í gríni sett hlið
á vegina þarna og það
færi enginn inn í Heiðar-
dalinn, hann á hann.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Vík í Mýrdal Rudolf Lamprecht keypti árið 2003 allar jarðirnar sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og lokaði á tímabili fyrir veiði í vatninu.
Seiðarannsóknir Rudolf sést hér við
seiðarannsóknir í Vatnsá. SKjÁSKot AF AnGLinG.iS.
Garðurinn
brast
Vaxið hefur svo mikið í Múlakvísl að
áin náði á laugardaginn að brjóta sig
í gegnum varnargarð við ána. Raf-
magnsmastur í garðinum féll í ána
þegar garðurinn brast en Rafmagns-
veita ríkisins (Rarik) tók rafmagnið
af línunni áður en þetta gerðist. Því
urðu engar rafmagnstruflanir vegna
þessa. Vegagerðarmenn fylgdust
grannt með Múlakvísl þar sem mikil
úrkoma hefur verið á Suður- og Suð-
austurlandi um helgina. Þegar það
þótti ljóst að garðurinn mundi bresta
var rafmagnið tekið af línunni.
Rafmagnslínan yfir Múlakvísl fór
þegar brúin yfir Múlakvísl eyðilagðist
í sumar og í kjölfarið setti Rarik upp
bráðabirgðalínu, byggða á mastri
sem var sett upp í varnargarð við ána.
Sá garður brast um helgina.
Eftir að varnargarðurinn brast hóf
áin að renna til vesturs í átt að veg-
inum eins og hún gerði fyrir eyðilegg-
ingu brúarinnar.
Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsa-
vík hefur samþykkt að óska eftir við-
ræðum við Kínverjann Huang Nubo.
Eins og fjallað hefur verið um ætlar
Kínverjinn að byggja fimm stjörnu
lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum
og bíður eftir að fá leyfi til að kaupa
jörðina, sem þekur 0,3 prósent af
flatarmáli Íslands.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundi verkalýðsfélagsins í gær eru
stjórnvöld hvött til að vinna þétt og
styðja við þá aðila sem vinna að því
að efla atvinnu- og mannlíf í Þing-
eyjarsýslum. Aðalsteinn Baldursson,
formaður félagsins sagði eftir fund-
inn að óskað verði eftir kynningar-
fundi með Kínverjunum til þess að
sjá hvað þeir ætla sér að gera. Hann
telur jákvætt að fá þessa fjárfestingu
í héraðið.
„Í Þingeyjarsýslum er geysifögur
náttúra, gott framtakssamt fólk og
gnægð annarra auðlinda. Mikil und-
irbúningsvinna í atvinnumálum hef-
ur staðið yfir á svæðinu á vettvangi
heimamanna, stjórnvalda, sveitarfé-
laga og fyrirtækja sem nú virðist ætla
að skila tilætluðum árangri.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Framsýnar – stéttarfélags fagnar já-
kvæðum fréttum um áhuga fram-
takssamra aðila á að auka umsvif á
svæðinu og nýta til þess umhverfi,
hugvit og auðlindir svæðisins í sátt
við umhverfið,“ segir meðal annars
í ályktuninni sem fundurinn sam-
þykkti.
Framsýn á Húsavík fagnar hugmyndum um hótel:
Vilja ræða við Huang Nubo
Fagnar hugmyndunum
Aðalsteinn segir jákvætt að fá
fjárfestingu í héraðið.
Mynd SiGtRyGGuR ARi
Landsdómur
kemur saman
Á mánudag kemur Landsdómur
saman í Þjóðmenningarhúsinu.
Fjallað verður um kröfu lögmanns
Geirs H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, um að málinu gegn
honum verði vísað frá. Landsdóm-
ur hefur áður hafnað frávísunar-
kröfu Geirs, sem byggði á því að
Landsdómur hefði ekki verið rétt
skipaður. Á morgun mun Lands-
dómur þó hlýða á munnlegan mál-
flutning og á sjónarmið saksóknara
Alþingis sem vill að málið fái efnis-
lega umfjöllun. Tæpt ár er liðið frá
því að Alþingi samþykkti tillögu
um að ákæra Geir H. Haarde með
33 atkvæðum gegn 30 en efnis-
legur málflutningur hefur ekki enn
farið fram og alls óvíst hvenær nið-
urstaða málsins mun liggja fyrir.