Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Side 9
Fréttir | 9Mánudagur 5. september 2011
kosningabaráttan er hafin
É
g hef drukkið marga kaffibolla
með mörgu fólki,“ segir Guð
mundur Steingrímsson, sem
vinnur um þessar mundir að
stofnun nýs stjórnmálaflokks
á miðju stjórnmálanna. Ástæðuna
fyrir stofnun nýs flokks hefur hann
sagt vera óánægju sína og hóps sem
telur sig tilheyra frjálslyndari armi
flokksins.
Nokkrar deilur hafa verið innan
Framsóknarflokksins undanfarið
og hefur Sigmundur Davíð Gunn
laugsson formaður verið gagn
rýndur af eigin flokksmönnum fyrir
að leiða flokkinn í átt til einangr
unar og þjóðernishyggju. Af þess
um ástæðum hafa nokkrir sagt sig
úr flokknum, þeirra á meðal Andr
és Pétursson, varaformaður Fram
sóknarfélagsins í Kópavogi og for
maður Evrópusamtakanna, Gestur
Guðjónsson og Heiðar Lind Hans
son, sem hefur starfað með unglið
um.
Vill ekki nefna nein nöfn
Við hverja hefur Guðmundur rætt
og er það rétt að hann hafi rætt
við aðila úr stjórnlagaráði? „Ég hef
rætt við margt fólk, bæði sem ég
hef verið í samstarfi við og þá líka
hópa og einstaklinga sem ég vona
að eigi samleið hver með öðrum. Ég
ætla ekki að nefna nein nöfn en jú,
á meðal þeirra sem ég hef rætt við
er fólk úr stjórnlagaráði. Það fólk
sem kemur til með að vera með á
það sameiginlegt að hafa löngun til
að gera eitthvað uppbyggilegt. Það
verður bara gaman að tilkynna það
þegar það gerist hverjir munu end
anlega standa að þessu, en ég ætla
ekki nefna nein nöfn umfram önn
ur.“
En er eitthvert nafn komið á
flokkinn?
„Nei, það er ekkert nafn komið
enn,“ segir Guðmundur. „Tja, við
eigum engan verkamannaflokk,
en það virðist ekki ganga í íslensk
um kúltúr. Ég myndi gjarnan vilja
tengja við frjálslyndishugsjónir sem
mér finnst ekki eiga sér málsvara á
Alþingi. Þar er íhaldsstefnan ráð
andi.“
kristjana@dv.is
Ræðir við fulltrúa
stjórnlagaráðs
Vill ekki nefna nein nöfn Guðmundur Steingrímsson segist hafa rætt við mikinn fjölda
fólks en vill ekki nefna nein nöfn. Hann hefur meðal annars rætt við fulltrúa stjórnlagaráðs.
F
ramboð Besta flokksins var
yfirlýst grínframboð og það
kom mörgum á óvart þeg
ar fylgi hans tók kipp eftir að
skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis var birt. Besti flokkurinn
sótti fylgi sitt til ráðvilltra kjósenda
og flestir túlka úrslitin á þann veg að
kjósendur hafi hegnt fjórflokknum
svonefnda.
Heiða Kristín Helgadóttir fram
kvæmdastjóri Besta flokksins seg
ir kominn tíma til þess að besta Al
þingi.
Þörf á róttækum breytingum
„Við höfum rætt við alls konar fólk.
Það er fullt af vel gefnu fólki á þessu
landi sem vantar vettvang til að geta
orðið að liði,“ segir Heiða Kristín
sem segir þetta sama fólk ekki vilja
tengjast fjórflokknum.
„Við höfum verið að ræða þetta
okkar á milli og okkur finnst þetta
vera eitthvað sem við viljum stefna
að. Það er þörf á róttækum breyting
um á því hvernig við tölum saman
og komumst að niðurstöðu í stjórn
málum og ef okkar kraftar geta nýst
í eitthvað uppbyggilegt og gott þá
erum við alveg til í það.“
Umbótastarf hefur mistekist
Heiða Kristín telur flokkunum öll
um hafa mistekist í umbótastarfi
og endurnýjun. „Þeim hefur alger
lega mistekist og það hefur ekkert
breyst í vinnulagi og hvernig stjórn
málamenn nálgast þennan leik. Það
er ennþá verið að spila hann eftir
gömlu leikreglunum. Ég sé líka að
margir sem komu nýir á vettvang
stjórnmála líta út fyrir að vera að gef
ast upp.“
Heiða Kristín segir meðlimi fjór
flokksins ætla að humma af sér kröfu
fólks um breytingar. „Mér finnst þeir
allir halda áfram eins og ekkert hafi í
skorist og þeirra taktík er að leiða hjá
sér allt annað. Þeir líta fram hjá okk
ur af ásettu ráði og þeir vona að við
gefumst upp. Þetta allt saman lít ég
á sem ákveðið samkomulag þeirra
á milli sem hefur þann tilgang að
halda hlutunum óbreyttum. En það
hefur enginn gefist upp hjá okkur og
það er mikið afrek út af fyrir sig.“
Barátta um völd
„Á endanum snýst þetta um völd
og við erum með völd sem þá lang
ar rosalega mikið að hafa. Það er
til dæmis taktík að koma því að, að
við höfum ekki stjórn á fjármálum.
Sjálfstæðisflokknum hefur til dæm
is kerfisbundið tekist mjög vel upp
að telja fólki hér trú um að hann sé
eini flokkurinn sem getur stýrt ein
hvers konar efnahagskerfi. Þetta er
rangt.
Við vorum að skila árshluta
reikningi fyrir stuttu síðan sem
kom vel út og skuldabréfaútboð
fyrir tveimur vikum kom vel út fyr
ir Reykjavíkurborg og við fengum
betri vexti og kjör en ríkið. Þetta er
örugg og ábyrg fjármálastjórnun en
þeir eyða miklum tíma í að búa til
aðra mynd fyrir borgarbúa byggða
á ótta.
Um ábyrgð
Og nú ræðir Heiða Kristín um það
sem hún telur óábyrga fjármála
stjórnun. Það er óábyrgt að reka
hagsmunabaráttu í borginni með
því að lofa endalaust nýjum bygg
ingum. Það hefur kostað okkur rosa
lega mikið og einmitt vegna þessara
loforða er uppbygging í miðbænum
í algjörum ólestri. Því það er búið
að lofa ofsalegu byggingarmagni.
Reykjavíkurborg er búin að samn
ingsbinda sig um marga milljarða
uppbyggingu sem enginn getur
staðið við. Annaðhvort þarf að fara
í þessa uppbyggingu, sem fáir ráða
við, eða segja nei og þá þarf Reykja
víkurborg að reiða fram bætur.“
Heiða Kristín segir Besta flokk
inn langa til að halda sýningu um
húsin sem aldrei urðu. „Kannski sér
þá fólk hvað það er sem er óábyrgt.
Hverju hefur verið lofað sem ekki er
hægt að framkvæma og hvað það
kostar.“ kristjana@dv.is
Þeir vona að við gefumst upp
Ætla á þing Heiða
Kristín Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Besta
flokksins, segir undir-
búning fyrir framboð í
markvissum farvegi.