Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Qupperneq 10
10 | Fréttir 5. september 2011 Mánudagur Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun S kuldatryggingaálag ríkis­ sjóðs Íslands stendur í 273 stigum og er það einu stigi betra en meðaltal flestra Evrópuríkja, atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra síðan fyrri hluta ársins 2008 og vöruskipta­ jöfnuður er jákvæður. Meiri hag­ vöxtur verður á Íslandi á þessu ári en á evrusvæðinu og fjárlagahallinn minni. Þessir mælikvarðar gefa vís­ bendingar um að Ísland sé á upp­ leið efnahagslega en þó skal minnt á að fjárfestingar eru minnstar á Ís­ landi þegar horft er til ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Álagið lækkar Skuldatryggingaálag Íslands hef­ ur lækkað mikið frá hruni og er staða ríkissjóðs talsvert sterkari en í mörgum Evrópuríkjum. Skulda­ tryggingaálag ríkissjóðs Íslands stendur nú í 273 stigum. Verst er staðan í Grikklandi en skuldatrygg­ ingaálag gríska ríkissjóðsins stend­ ur í 2.247 stigum. Það er rúmlega 1.200 stigum verra en ríkissjóður Portúgals sem stendur næstverst af þeim Evrópuríkjum sem DV kann­ aði skuldatryggingaálagið hjá. Ásgeir Jónsson hagfræðingur segir þetta gefa til kynna að búið sé að gera hrunið upp að mörgu leyti hér á landi. „Það er eiginlega búið að gera upp málin á Íslandi,“ segir hann. „Á Íslandi er þetta þannig að kreppan er komin, við lentum í gíf­ urlegum samdrætti en það er búið að afskrifa tapið.“ Ásgeir segir að lægra skulda­ tryggingaálag gæfi til kynna að þetta væri að minnsta kosti álit fjár­ festa á mörkuðum. Betra en meðaltal Evrópu DV kannaði skuldatryggingaálag 23 Evrópuríkja um mánaðamótin síðustu. Þar kom í ljós að Svíþjóð stendur best en skuldatrygginga­ álag sænska ríkissjóðsins stendur í 43 stigum sem er 11 stigum betra en ríkissjóður Finnlands. Þýska­ land kemur svo í þriðja sæti. Ís­ land er í 14. sæti yfir þau ríki á list­ anum sem standa best með tilliti til skuldatryggingaálags. Skuldatrygg­ ingaálag ríkissjóðs Íslands var til samanburðar um 1.400 stig strax eftir hrunið haustið 2008. Daginn sem formlegu samstarfi íslenska ríkisins við Alþjóðagjald­ eyrissjóðinn lauk, 26. september síðastliðinn, stóð skuldatrygginga­ álag ríkisins í 278 stigum. Sama dag var meðaltal Evrópusambandsríkj­ anna 345 stig. Eins og gefur að skilja dregur skuldatryggingaálag Portú­ gals og Grikklands meðaltalið tals­ vert niður. Atvinnuleysi minnkar Ísland stendur betur að vígi á fleiri stöðum. Þannig hefur atvinnuleysi ekki mælst lægra síðan fyrri hluta ársins 2008. Atvinnuleysi mælist nú 6,6 prósent samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, en það sam­ svarar 12.363 einstaklingum. Til samanburðar er atvinnuleysi innan ESB um 10 prósent. Líf hefur einnig fæst í fasteignamarkaðinn á síðustu vikum og mánuðum en hann er þó langt frá því að komast í þær hæð­ ir sem hann var í á árunum 2005, 2006 og 2007. Viðskiptajöfnuður er þó enn neikvæður um 58,4 millj­ arða króna en vöruskiptajöfnuður er jákvæður um 32 milljarða króna. Meiri hagvöxtur Í Morgunblaðinu var á föstudaginn fjallað um fjárfestingar á Íslandi en Ísland situr í næstneðsta sæti hvað varðar fjárfestingar samanborið við önnur lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tölurnar vísa til ársins í fyrra en svipuð staða var uppi á teningnum árið 2009 en þá var Ísland í neðsta sæti á listan­ um. Írland var eina landið neðar en Ísland á listanum árið 2010. Á Íslandi námu fjárfestingarnar 10,3 prósent af vergri landsframleiðslu en meðaltal innan ESB var 15,9 prósent. Fleira má tína til. Fréttaveitan Bloomberg greindi frá því á dögun­ um að útlit sé fyrir 2,9 prósent hag­ vexti á Íslandi á þessu ári og fjár­ lagahalla upp á 1,4 prósent af vergri landsframleiðslu. Á evrusvæðinu verði hagvöxturinn aðeins 2 pró­ sent og meðalfjárlagahalli verði 3 prósent. Ísland stendur því betur að vígi efnahagslega en fjölmargar Evrópuþjóðir, ef miðað er við þessa mælikvarða. n Skuldatryggingaálag ríkissjóðs betra en meðaltal Evrópusambandsríkjanna n Atvinnuleysi hefur dregist saman n Fjárfesting enn með því lægsta sem gerist innan EES Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Úttekt Skuldatryggingaálag Ísland: 273 stig Meðaltal Evrópu: 364 stig Atvinnuleysi 2011 Ísland: 6,6% ESB: Um það bil 10% Fjárfestingar 2010 Ísland: 10,3% Meðaltal ESB: 15,9% Hagvöxtur 2011 Ísland: 2,9% Evrusvæðið: 2,0% Fjárlagahalli Ísland: 1,4% Evrusvæðið: 3,0% Vöruskiptajöfnuður + 32 milljarðar Viðskiptajöfnuður - 58,4 milljarðar Ísland á uppleið Svíþjóð 53 stig Finnland 64 stig Þýskaland 75 stig Holland 82 stig Frakkland 154 stig Ísland 273 stig Austurríki 118 stig Slóvakía 162 stig Búlgaría 279 stig Slóvenía 191 stig Rússland 206 stig Pólland 231 stig Belgía 233 stig Bretland 84 stig Danmörk 99 stig Rúmenía 320 stig Ítalía 360 stig Spánn 375 stig Úkraína 555 stig Ungverjaland 416 stig Grikkland 2247 stigPortúgal 1.020 stig Írland 769 stig HEiMild: BlooMBErg, dEutScHE BAnk, cMA og EFnAHAgS- og ViðSkiptArÁðunEytið. Skuldatryggingaálag í Evrópu Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur batnað um 1.200 stig frá hruni. Hvað er skulda- tryggingaálag? Skuldatryggingaálag er álag sem leggst ofan á grunnvexti skuldabréfs. Tilgangurinn er að mæla hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátrygg- ingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbinding- ar sínar. Miðað við skulda- tryggingaálag ríkissjóðs í dag þurfa fjárfestar því að reiða fram um 2,7 prósent af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda bréfsins fyrir greiðslufalli á næstu 5 árum. Ísland í tölum Spánn Grikkland Írland Slóvakía Eistland Portúgal Ísland Frakkland Slóvenía Ítalía Finnland Kýpur Belgía Malta Danmörk Lúxemborg Holland Austurríki Evrusvæðið (17) ESB (27) 21,2 15,0 14,5 13,4 12,8 12,3 10,3 9,9 8,4 8,0 7,9 7,5 7,5 6,3 6,1 4,6 4,3 3,7 10,0 9,5 Atvinnuleysi á Evrusvæðinu Staðan betri Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur batnað um 1.200 stig frá bankahruninu 2008. Mynd StEFÁn kArlSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.