Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Qupperneq 12
12 | Erlent 5. september 2011 Mánudagur U ngur brimbrettamaður um tvítugt lést eftir að hvíthákarl réðst á hann á fjölsóttri strönd nálægt Cape Natural iste í Vestur-Ástralíu á sunnudag. Hákarlinn réðst á manninn aftan frá, og reif hann í tvennt. Áður en árásin átti sér stað var maðurinn að skemmta sér í sjónum með fimm vinum sínum á hinni vinsælu strönd Bunkers Beach. Maðurinn var frá austurhluta Ástralíu og var í fríi. Kurt Morris var að snæða hádeg- ismat með fjölskyldu sinni á Bunker Bay-kaffihúsinu þegar hákarlinn gerði árás. Vinir mannsins greindu Morr- is frá því að hann hefði verið rifinn í sundur. „Þeir sögðu að þeir hefðu ver- ið í tveggja metra fjarlægð frá mannin- um. Það var allt farið fyrir neðan mitti.“ sagði Morris og bætti við að þeir sem drógu manninn á land hafi verið mjög skelkaðir. Gerðist um 50 metra frá landi „Brimbrettafólk keyrði til stranda í ná- grenninu og gerði fólki viðvart um há- karlinn.“ segir Hamish McLeay, sem á Bunkers Beach-kaffihúsið. „Þetta gerðist um 50 metra frá landi. Eng- inn ætlar aftur í sjóinn.“ Jafnframt seg- ir hann að aragrúi af fólki hafi verið í vatninu þegar árásin átti sér stað: „Það voru að minnsta kosti tuttugu manns í vatninu en það virðist sem svo að eng- inn hafi tekið eftir hákarlinum.“ „Það er stórt búsvæði sela í nágrenninu og hákarlinn gæti hafa haldið að ungi maðurinn væri selur – það hefur gerst áður.“ bætir hann við. Talsmaður lögreglu Graham Clif- ford sagði að lögreglan teldi sig vita hvert fórnarlambið væri en ekki hef- ur verið greint frá því hvort líkið hafi fundist. Vinir fórnarlambsins sögðu lögreglu að maðurinn hefði dvalist í hinu vinsæla vínhéraði Margaret Ri- ver. Andrúmsloftið þrungið alvöru Enrique Hillman, eigandi brimbretta- búðar á svæðinu, segir andrúmsloftið hafa verið þrungið alvöru eftir slys- ið. „Allur bærinn varð allt í einu mjög þögull,“ sagði hann. „Allir eru að tala um þetta. Þetta er hræðilegur atburð- ur sem maður getur ekki náð úr huga sér, þetta heltekur allt og alla.“ Hann taldi einnig að hákarlinn hafi farið inn á svæðið til að veiða sel. „Það er búsvæði sela við hliðina á vitanum, þar er sund þar sem selirnir dveljast,“ sagði hann og bætti við að það væri undarlegt að hákarlinn hafi gert árás um miðjan dag þar sem hákarlaárásir eiga sér vanalega stað á morgnana eða í ljósaskiptunum. Fólk í nágrenninu sagði að þetta væri fyrsta hákarlaárásið sem það myndi eftir, en svæðið er vinsæll stað- ur fyrir brimbretti og veiði. Þó sagði fólk einnig að það væri þekkt að há- karlar væru á þessu svæði og að svæð- ið væri einnig hættulegt vegna sterks útsogs. Hvíthákarla má vanalega finna nálægt búsvæðum sela, en þeir eru helsta bráð hvíthákarlsins. Hvíthákarl- inn borðar einnig höfrunga og stærri fiska. Vegna stærðar líkama og kjafts hákarlsins draga árásir hans menn oft til dauða. Stundum eru fórnarlömbin étin í heilu lagi. n Brimbrettamaður rifinn í sundur n Átti sér stað á fjölmennri strönd í Ástralíu n Að minnsta kosti tuttugu manns í sjónum Bitinn í tvennt af hvíthákarli Þórður Ingi Jónsson ritstjórn@dv.is Ástralía „Ég hélt um höfuð hans, þreif í hönd hans og þrýsti henni upp að bringu minni. „Þetta verður allt í lagi, við munum sjá um þig. Það verður í lagi,“ sagði ég við hann. Mig minnir að ég hafi sagt honum að ég elskaði hann. Ég vona það allavega,“ sagði Gemma Redmond, eiginkona Ians Redmond sem varð fyrir hákarlaárás við Seychelles-eyjar í ágúst. DV greindi frá málinu. Maðurinn hennar hafði verið að snorka við strönd eyjunnar Praslin í brúðkaupsferð þeirra hjóna. Þau höfðu verið gift í tíu daga þegar hákarl, sem talinn er vera nautháfur, réðst á hann og veitti honum alvarlega áverka. Hann lést af sárum sínum. Hákarlaárás í brúðkaupsferð „Enginn ætlar aftur í sjóinn. Hákarlar Hér má sjá dreifingu hvíthá- karla í heiminum. Mynd AniMAlfActGuide.coM Hvítháfur Það er óvanalegt að hvíthákarlar ráðist á fólk um miðjan dag. Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán–fim 8.00–18.00 föst 8.00–18.30 ÞVOTTAHÚS Ein elsta starfandi efnalaug hér á landi Obama heimsækir hamfara- svæðin Obama Bandaríkjaforseti heim- sótti hamfarasvæðin í New Jersey á sunnudaginn en fellibylurinn Írena hefur valdið mikilli eyðileggingu þar. Obama, sem ferðaðist á milli ham- farasvæða í þyrlu, hét því að senda aðstoð. Verstar voru aðstæðurnar í bæjum svo sem Paterson og Wayne, þar sem ár höfðu flætt yfir bakka sína. Þaðan höfðu hundruð manna neyðst til að flýja. „Þið vitið að þetta hefði getað verið verra,“ sagði Obama við íbúa Wayne. „En við ætt- um ekki að vanmeta harm fólksins á þessum svæðum, en þetta hefur haft áhrif á mjög margar fjölskyldur.“ Í liðinni viku lýsti Obama yfir neyðar- ástandi í ríkinu. Fann 17 milljónir í bakgarðinum Wayne Sabaj, atvinnulaus trésmið- ur í Illinois í Bandaríkjunum, fann í bakgarðinum sínum tvær töskur með peningum í og nam upphæð- in 150.000 bandaríkjadölum sem jafngildir um 17 milljónum króna. Sabaj var hræddur um að féð gæti hafa komið úr bankaráni og gerði hann því lögreglunni viðvart. Sabaj, sem er 49 ára, gæti fengið að eiga peningana ef enginn vitjar þeirra innan árs, en þó segist hann ekki ætla að gera sér neinar væntingar. „Ég held ekki einu sinni að ég muni fá peningana, og jafnvel þótt ég fái þá mun ríkisstjórnin hvort sem er taka einn þriðja,“ sagði hann. „Þetta gæti verið aleiga einhvers, skilurðu? Það væri ekki réttlátt ef ég tæki þá.“ bætti Sabaj við, en hann á um þessar mundir í erfiðleikum með að finna sér vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.