Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 14
Mjög gott viðmót n Lofið fær dekkjaverkstæðið hjá Bíla- búð Benna. „Ég keypti hjá þeim dekk undir sendibílinn minn og fékk þau á nokkuð góðu verði. Það þurfti einnig að skipta um ventla sem reyndist mjög erfitt verk og seinlegt. Ég var ekkert rukkaður um þetta auka verk og þeir á dekkjaverkstæð- inu voru ekkert annað en vilj- inn til að hjálpa mér í þessu máli. Þess vegna vil ég lofa þá og þeirra vinnu og framtak og mjög gott viðmót sem ég fékk hjá þeim,“ segir ánægður viðskiptavinur. Eldgamall grautur n Lastið að þessu sinni fær Bónus í Holtagörðum fyrir að selja útrunninn hafragraut. „Ég fór þangað fyrir örfá- um dögum og keypti Heimilsgrjóna- graut frá MS sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann rann út um miðjan júlí. Hann hefur því legið í búðinni í á ann- an mánuð. Það sem er jafnvel verra er að kon- an mín borðaði hluta af honum áður en við tókum eftir þessu og hún fann ekki fyrir aldri hans á bragðinu,“ segir viðskipta- vinur Bónus. 14 | Neytendur 5. september 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 236,7 kr. 236,7 kr. Algengt verð 236,4 kr. 236,4 kr. Höfuðborgarsv. 236,2 kr. 236,2 kr. Algengt verð 236,0 kr. 236,5 kr. Algengt verð 238,4 kr. 236,7 kr. Melabraut 236,5 kr. 236,5 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Náttúruleg rotvarnarefni Grænmeti og ávextir svo sem ban- anar, avókadó og eggaldin verða oft fljótt óaðlaðandi og ólystug eftir að heim er komið. Nú er komið ráð við því en á matarkarfan.is er bent á að auðvelt sé að búa til sitt eigið rot- varnarefni. Svarið er C-víta mínduft. Þar segir að C-vítamín sé fyrirtaks andoxunarefni og hægt sé að strá vítamíninu yfir banana og pakka þeim inn í filmu og þá geymist þeir mun lengur. Einnig að gott sé að prófa sig áfram með magnið en til að mynda sé hægt að blanda hálfri teskeið af vítamíninu út í einn bolla af vatni og geyma eplin í því. n Sparakstur hefur jákvæð áhrif á budduna n Með því að vera meðvituð um aksturslagið getum við sparað tölu- verðan pening n DV birtir hér nokkur ráð um sparakstur Þ að er í rauninni frekar auð- velt og ef við viljum tala um einhverja heimspeki í þessu sambandi þá má segja að við það að stíga á bremsuna er maður að sóa orku,“ segir Stefán Ásgrímsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. DV leit- aði til hans eftir upplýsingum um sparakstur eða þá tækni sem hægt er að nota við akstur til að minnka bensíneyðsluna. Aldrei að ofbjóða vélinni DV hefur áður fjallað um hinar ýmsu leiðir til að spara bensín með því að huga að útbúnaði bílsins en hér lýsir Stefán nokkrum atriðum sem vert er að hafa í huga við akst- urinn sjálfan sem draga úr elds- neytiseyðslu. „Þetta er spurning um að nýta dropann sem allra best og í rauninni á maður aldrei að of- bjóða vélinni. Það þarf ekki endilega að vera að maður keyri hægar fyrir vikið. Að minnsta kosti ekki í innan- bæjarakstri“ segir Stefán. Nýta grænar ljósbylgjur Í fyrsta lagi nefnir Stefán að öku- menn eigi að reyna, eftir því sem hægt er, að nýta allar grænar ljós- bylgjur. Með því á hann við að reyna að lenda á grænu ljósi. „Maður á að reyna að komast hjá því að lenda á rauðu og reyna heldur að sigla í gegnum þetta. Ekki gefa allt í botn þegar græna ljósið kemur til þess eins að þurfa að hægja á sér eða stoppa á næstu ljósum. Það er þó orðið mjög erfitt að spæna af stað hér í borginni vegna mikillar um- ferðar en því fylgir eldsneytiskostn- aður og mengun.“ Mest nýting þegar vélunum líður vel Til að vélin eyði aldrei meira elds- neyti en hún þarf má hún ekki snú- ast mjög hratt og Stefán segir að vél- unum líði oftast best í 1.500 til 1.800 snúningum. „Sérstaklega díselvél- arnar. Það er voðalega notalegur snúningur fyrir þær og á þessu bili koma allar kúrfurnar saman og nýt- ingin er best. Þetta gildir einnig um bensínvélarnar en þar má miða við 1.500 til 2.000 snúninga.“ Látum vélina halda við Hægt er að spara bensín þegar keyrt er niður brekkur en þá skal ekki sett í hlutlausan og bíllinn látinn renna. Betra er að setja hann í eins háan gír og hægt er þannig að vélin haldi við. „Þegar vélarhemlun er í gangi þá lokast fyrir allt eldsneyti til vél- arinnar. Ef maður lætur hann frí- hjóla í hlutlausum þá brennir vélin alltaf smá eldsneyti til að halda sér í gangi,“ segir hann. Aðspurður hvort Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is Sparakstur Þ etta er móðgun við íslenska neytendur. Við erum búin að bíða eftir þessu í átta ár en reglugerðin tók gildi 2003 í Evrópusambandin. Hagsmuna- aðilar hafa bara náð að stoppa þetta eina ferðina enn,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi framkvæmdanefndar Samtaka líf- rænna neytenda. Þann 1. septem- ber átti að taka gildi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfða- breyttum matvælum og fóðri en sama dag gaf Jón Bjarnason sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra út reglugerð þar sem gildistökunni er frestað til 1. janúar 2012. Þessu mótmæla Samtök líf- rænna neytenda og Slow Food Reykjavík en í sameiginlegri til- kynningu frá þeim segir að með þessu sé ráðuneytið greinilega að verja hagsmuni örfárra fyrirtækja sem flytji inn matvæli frá landi þar sem neytendavernd sé fórnað fyr- ir hagsmuni fjölþjóðafyrirtækja og hunsi hagsmuni íslenskra neyt- enda. „Þetta er blaut tuska í andlit neytenda og við förum fram á að fá ítarlegan rökstuðning ráðuneytis- ins fyrir frestun gerðarinnar,“ segir þar jafnframt. Neytendasamtökin höfðu fagn- að væntanlegri gildistöku reglu- gerðarinnar á heimasíðu sinni en lýstu síðar vonbrigðum sínum með frestun hennar. „Samtökin hafa um árabil barist fyrir því að skylt verði að merkja erfðabreytt matvæli. Slík merking er skylda í öllum Evrópu- löndum en ekki í Bandaríkjunum. Ísland hefur til þessa verið eina landið í Evrópu sem ekki skyldar framleiðendur til að upplýsa hvort matvæli eru öll eða að hluta erfða- breytt,“ segir á heimasíðu samtak- anna. Oddný segir að Ísland sé það land í Evrópu sem stendur sig hvað verst í að upplýsa neytendur um innihald matvæla. „Við vitum ekk- ert hvað við erum borða og eina leiðin til að vera viss núna er að velja lífrænt ræktað. Þetta er því mjög mikið hagsmunamál fyrir ís- lenska neytendur, að hafa val,“ seg- ir Oddný. gunnhildur@dv.is „Blaut tuska í andlit neytenda“ n Samtök lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík gagnrýna ákvörðun ráðherra Oddný Anna Björnsdóttir Segir þetta vera mikið hagsmuna- mál fyrir íslenska neytendur. Svona sparar þú bensínið 1. Vertu á góðum dekkjum Hafðu í huga að hægt er að fá hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu vegar. Minni núningsmótstaða, minni bensín- eyðsla. 2. Hafðu réttan loftþrýsting í hjólbörðum Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum sem næst því hámarki sem framleiðandi gefur upp. Það dregur úr bensíneyðslu og eykur endingu hjólbarðanna. Loftþrýstingstöflu finnur þú undir bensínlokinu. 3. Ekki vera með aukaþunga í bílnum Aktu ekki með óþarfa hluti sem auka þyngd bílsins. Hvert aukakíló í bílnum þýð- ir aukna bensínnotkun. Forðastu að aka um með tóma farangursgrind eða opna glugga, það eykur verulega loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu og mengun. Ef sumarfríið er búið skaltu taka niður tóma farangursgrind eða „tengdamömmubox“ og ekki aka með opna glugga nema þörf krefji. Slíkt eykur loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu og mengun. 4. Rafdrifinn búnaður Notaðu rafdrifinn búnað í bílnum aldrei meira en þörf krefur. Hiti í afturrúðum, miðstöðvar og sætahitarar í framsætum taka mjög mikinn straum. Talið er að miðað við 100 kílómetra akstur geti mikil notkun á rafbúnaði aukið eyðsluna um lítra eða jafnvel meira. 5. Notaðu bílinn rétt Skipuleggðu útréttingar. Betra er að stoppa nokkrum sinnum í einni ferð en fara margar stuttar ferðir. Það styttir ekna vegalengd og eykur virkni hreinsikúta (katalísatora). Bíllinn notar eldsneytið best þegar hann er heitur. 6. Hafðu bílinn rétt stilltan Mjög mikilvægt er að stilla gang bílsins. Sá kostnaður sem því kann að fylgja skilar sér fljótt aftur með minni bensíneyðslu og auðvitað heilnæmara umhverfi. 7. Haltu bílnum við Skiptu reglulega um olíu, loft- og olíusíu í samræmi við ráðleggingar framleiðanda. Vélin gengur léttar og slitnar minna. Þjónustaðu bílinn í samræmi við ráð- leggingar í eigendahandbókinni. Það er mikilvægt til þess að halda mengun frá bílnum í lágmarki. 8. Notaðu strætó ef mögulegt er Minni mengun fylgir fullnýttum strætis- vagni en ferð farþeganna sömu leið í einkabílum – og hálftómur eða tómur strætisvagn mengar meira en einkabíll! 9. Ekki kaupa stærri bíl en þú þarft (ef þú ert að skipta) Stærri bílar eyða meira eldsneyti. Veldu frekar bíl sem er sparneytinn. Allt sem gert er til að draga úr bensíneyðslu sparar peninga og dregur úr mengun. 10. Deildu bíl með vinnufélögunum Það er í raun afleit hugmynd að ferðast alltaf einn í bíl til og frá vinnu. Ef vinnu- félagarnir sameinast í því að keyra til skiptis í vinnu og deila þar með bensín- kostnaði er hægt að spara umtalsverðar upphæðir. 10 ráð til að spara bensín „Þetta er spurning um að nýta drop- ann sem allra best og í rauninni á maður aldrei að ofbjóða vélinni. Það þarf ekki endilega að vera að maður keyri hægar fyr- ir vikið. Að minnsta kosti ekki í innanbæjarakstri. þetta gangi í sjálfskiptum bílum seg- ir Stefán að svo sé. Bæði séu vélar í dag orðnar þannig að þær haldi við en einnig sé hægt að setja í fastan gír. „Maður notar það sem áður hét high eða low en er nú einn, tveir eða þrír í sjálfskiptum bílum. Þá velur mað- ur einfaldlega einn af þeim eftir því hvernig brekkan er,“ útskýrir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.