Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Mánudagur 5. september 2011
Svona sparar þú bensínið
Eyðslan minnkaði um 35%
Sólveig og Sigurður mæla með sparakstri:
„Við höfum aldrei farið svona niður í
bensíneyðslu fyrr en við fórum að velta
þessu fyrir okkur,“ segja hjónin Sólveig
Eyjólfsdóttir og Sigurður Þorkelsson en
þau hafa undanfarið reynt að tileinka
sér sparakstur. Þau segjast í rauninni
ekki hafa velt þessu fyrir sér fyrr en þau
keyrðu austur á Neskaupstað en þá
stóð bíllinn í 17,6 á hundraði.
„Okkur fannst það ansi mikið. Ég hafði
heyrt talað um að gott væri að halda
bílnum undir 2.000 snúningum og þar
sem við vorum ekki á hraðferð ákváðum við að prófa. Við höfðum ekkert hugsað út í
þetta en einhvern tíma hafði ég heyrt að það væri gott að halda honum undir 2.000 og
við ákváðum að prófa það,“ segir Sólveig.
Þegar þau hafi svo komið austur á land var eyðslan komin niður í um 13 á hundraði. Þau
héldu ferðalaginu áfram til Akureyrar og þegar þangað var komið voru þau orðin svo
sjóuð í akstrinum að eyðslan var komin niður í 11,4 lítra á hundraði. Sólveig bætir við að
þau hafi þó aldrei verið til trafala í umferðinni og alltaf haldið löglegum hraða.
Aðspurð um innanbæjarakstur segir Sólveig að þar hækki eyðslan eðlilega. „Hún er í
um 15,5 lítrum á hundraði en það er þó heilmikill munur frá 17,6 lítrum. Við erum hins
vegar orðin meira meðvituð og okkur finnst þetta líka gaman því það er spennandi að
sjá hversu mikið þú nærð að spara með því að hugsa aðeins um hvernig þú ekur. Ég tala
nú ekki um í langkeyrslu eins og austur á land. Þá munar þetta heilmiklu og er í rauninni
allt annað reikningsdæmi.“
Þau hjónin mæla eindregið með að fólk hugsi um þessa hluti því það sé mjög auðvelt
að lækka bensínkostnaðinn með þessu.
Skipta fljótt um gír
Að lokum nefnir Stefán að mikil
vægt sé að huga að því hvernig tekið
sé af stað. Taka skuli rólega af stað
og skipta fljótt upp í næsta gír og án
þess að vélin erfiði. „Maður finn
ur það nokkurn veginn og ef það er
aksturstölva í bílnum þá getur mað
ur stillt hana þannig að maður geti
séð hvað bíllinn eyðir á hundraði
miðað við aksturslag hverju sinni.“
Allir þurfa að keyra í takt
Aðspurður hvort hann telji að spar
akstur hafi áhrif á umferð segir hann
svo ekki vera; hann ætti ekki að
skapa umferðarteppu eða hættu í
umferðinni. Það eina sem geti reynst
fólki erfitt er að ná þessari grænu
bylgju sem rætt er um hér að ofan.
Stundum geti reynst erfitt að keyra
á jöfnum hraða. Ástæðan fyrir því er
að það eru alltaf einhverjir sem aki of
hægt eða of hratt og rugli því taktinn.
„Þetta er eins og í góðu rokkbandi.
Hljómsveitin þarf að spila í takt og
þannig á umferðin líka að vera.“
K
annanirnar sendi neytend
um villandi skilaboð. Sér
staklega eru forsvarsmenn
Kosts ósáttir við framsetn
ingu á niðurstöðum í fréttatilkynn
ingum sem ASÍ sendir frá sér. Þegar
verið er að gera verðkönnun er ekki
tekið tillit til gæða varanna og þar af
leiðandi er í flestum tilfellum ekki
um sambærilega vöru að ræða. Við
skorum á neytendur að gera sína
eigin verðkönnun og þá kemur í ljós
hvar er ódýrast og best að versla,“
segir í Facebookathugasemdum
Jóns Geralds Sullenberger, eiganda
Kosts, á DV.is.
Greint var frá því í síðasta blaði
DV að verðlagseftirlit ASÍ hefði
gert sína reglulegu verðkönnun á
matarkörfum í nokkrum verslun
um í síðustu viku. Athygli vakti að
Kostur vildi ekki vera með í könn
uninni frekar en áður. Í athuga
semdakerfi DV.is við fréttina setti
Jón Gerald fram þessar skýringar
um ástæðurnar að baki því að Kost
ur vildi ekki vera með. Hann segir
að ákvörðun þessi sé tekin í mót
mælaskyni því forsvarsmenn Kosts
telji sig ekki hafa notið sannmælis í
verðkönnunum ASÍ fram til þessa.
Hann tekur fram að fyrir þessa
vinnu fái ASÍ greiddar 30 milljónir
úr ríkissjóði.
Eins og áður hefur komið fram
þá var Krónan að þessu sinni með
lægsta verð á matarkörfunni en
ekki Bónus eins og oftast áður. Bón
us sendi frá sér tilkynningu vegna
þess og gagnrýndi könnunina. Rætt
var við framkvæmdastjóra Bónuss í
síðasta blaði DV, sem sagði að ekki
hefði verið rétt staðið að könnun
inni en forsvarsmenn Krónunnar
vildu ekki tjá sig um málið þegar
blaðamaður leitaði til þeirra.
n Jón Gerald Sullenberger tjáir sig um verðkannanir ASÍ
„Senda neytendum villandi skilaboð“
Kostur Versl-
unin tók ekki þátt í
verðkönnun ASÍ.
Banna glærar
perur
„Neytenda
stofa vill vekja
athygli á að
frá og með
1. september
er ekki lengur
heimilt að selja
og markaðssetja
glærar 60 W gló
perur. Ástæða þess
er gildistaka á nýj
um visthönnunarkröf
um fyrir ljósaperur, en markmiðið er
að spara raforku í ríkjum EES.“ Frá
þessu er greint á heimasíðu Neyt
endastofu en hún hefur eftirlit með
ljósaperum. Verslanir mega þó selja
þær perur sem fluttar hafa verið til
Íslands fyrir 1. september. Eftir eitt
ár verða 15, 25 og 40 watta glóperur
bannaðar en orkusparandi perur
eins og LED og halógen eco eiga að
leysa þær gömlu af hólmi.