Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 19. september 2011 Mánudagur
V
ið erum 30 sem erum með
lögfræðing í þessu og erum
að fara í mál við skólann,“
segir fyrrverandi nemandi
í flugþjónustunámi Keilis
sem er ósáttur við námið. Hún ásamt
29 öðrum fyrrverandi nemendum á
flugþjónustubrautinni undirbúa nú
málsókn á hendur skólanum, en þau
vilja meina að námið sé í raun einsk-
is virði og þau sitji nú uppi með dýr
námslán.
„Það stóð á heimasíðu náms-
ins að þetta ættu að vera 40 eining-
ar upp í kjörsvið í framhaldsskóla en
það er bull. Þú getur kannski notað
þetta sem val og ekki einu sinni alls
staðar. Þetta átti að vera í samstarfi
við Icelandair og Iceland Express, en
við erum búnar að fá það staðfest að
það er ekki rétt.“
Ein ráðin af 130
Konan segir að á meðan á nám-
inu hafi staðið hafi nemendum ver-
ið sagt að þeir yrðu í forgangi þegar
ráðið yrði í störf flugfreyja og -þjóna.
Aðeins einn nemandi af um 130 hef-
ur fengið vinnu hérlendis samkvæmt
konunni.
„Við sóttum allar um vinnu hjá
Iceland Express og engin af okkur
var ráðin. Það kom kennurum og
stjórnendum Keilis voða mikið á
óvart. Síðan héldu þeir áfram að tala
um að við fengum pottþétt vinnu hjá
Icelandair. Það voru þrjár sem kom-
ust í viðtöl og ein af þeim var ráðin.
Það var síðan sagt við þessar þrjár
sem komust í viðtal hjá Icelandair
að við værum ekki í neinum forgangi
og að þetta nám myndi ekki nýtast
okkur neitt. Við þyrftum að sitja allt
grunnnámskeiðið eins og allir hinir.
Átta vikna launalaust námskeið sem
var búið að segja við okkur allan tím-
ann að við þyrftum ekki að sitja ef við
fengjum vinnu. Þetta kostar í raun-
inni tvær milljónir fyrir fólk þegar
það er að borga 400.000 fyrir námið
og taka námslán og fleira. Og þetta
gildir hvergi.“
„Enn verið að plata fólk“
Aðspurð hver tilgangur málsóknar-
innar sé segir hún að hópurinn vilji
að námið verði fellt úr gildi. „Þeir eru
ennþá að taka inn nýja nemendur,
sem er bara fáránlegt. Það er ennþá
verið að plata fólk þarna. Eins og
ástandið er í þjóðfélaginu þá er al-
gjört bull að vera að plata fólk í svona
nám sem nýtist manni ekki neitt. LÍN
lánar fólki ekki til að taka stúdents-
próf en lánar fyrir þessu námi þegar
maður getur ekkert gert nema bara
skeint sér á pappírnum.“
Engin loforð um vinnu
Hjálmar Árnason, skólameistari
Keilis, hafði ekki heyrt af væntanleg-
um málaferlum á hendur skólanum
þegar blaðamaður DV innti hann
eftir viðbrögðum. Hann segir starfs-
menn flugþjónustubrautarinn-
ar hafa margskýrt fyrir nemendum
brautarinnar að þetta væri nám eins
og hvert annað og væri lagt upp eins
og hver önnur námsbraut. „Það er
mjög skýrt tekið fram að þetta sé ekki
atvinnumiðlun. Þetta er ekki trygg-
ing fyrir neinni vinnu.“
Hjálmar segir forsöguna vera þá
að þegar námsbrautin var að byrja
hafi skólinn verið í miklu samstarfi
við Icelandair. Sem dæmi hafi nám-
inu lokið með að nemendur hafi far-
ið „eina alvöruferð, með alvörufar-
þega með vélum Icelandair.“ Hann
segir Icelandair aftur á móti hafa
breytt um stefnu og segir skólann
engu hafa ráðið um það. Hann bend-
ir á að námið sé viðurkennt af Flug-
málastjórn og það sé það sem námið
gangi út á.
„Það sem gerist er að fólk sem
sækir um og fær höfnun verður auð-
vitað sárt. En við höfum lagt á það
mikla áherslu að gefa engin loforð
um atvinnu enda getum við það ekki
frekar en aðrir skólar.“
Engar skuldbindingar
gagnvart Keili
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir Icelandair
ekki vera með neinar skuldbinding-
ar gagnvart nemendum Keilis. Hann
segir þó augljóst að sá misskilningur
hafi verið uppi.
„Þegar við vorum að ráða í stöð-
ur í vor voru umsækjendur gríðar-
lega margir um tiltölulega fáar stöð-
ur, þannig að við höfðum úr mörgum
að velja og við reyndum að velja hæf-
asta fólkið. Það þreyttu á annað þús-
und manns inntökupróf hjá okkur og
um 400 manns voru teknir í viðtöl
og hæfnispróf. Þarna voru á meðal
umsækjenda hópar af hámenntuðu
fólki og má þar nefna hagfræðinga,
lögfræðinga og hjúkrunarfræðinga.
Við völdum eftir því og náðum okkur
í úrvalshóp af fólki.“
n 30 fyrrverandi nemendur á flugþjónustubraut Keilis ætla í mál við skólann
n Segja nemendur blekkta n Engin atvinnumiðlun, segir framkvæmdastjóri Keilis
Nemendur undirbúa
málsókn gegn Keili
„LÍN lánar fólki
ekki til að taka
stúdentspróf en lánar
fyrir þessu námi þegar
maður getur ekkert gert
nema bara skeint sér á
pappírnum.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Keilir Fyrrverandi nem-
endur á flugþjónustubraut
Keilis eru ósáttir við námið
og undirbúa málsókn.
Engin loforð gefin Hjálmar Árnason, skóla-
meistari Keilis, segir Icelandair hafa breytt um
stefnu og að skólinn hafi engu ráðið um það.
„Ég kom ekki að þessu sjálfur, en
þetta er búið að gerast á mánaðar-
tímabili,“ segir Sigurþór Gíslason,
bóndi á Meðalfelli í Kjós. Hestaníð-
ingar hafa þrívegis á skömmum tíma
farið inn í beitarland sem tilheyrir
Meðalfelli og beitt hross í hagagöngu
svívirðilegu kynferðislegu ofbeldi. Í
öll skiptin hafa hross í eigu fjölskyldu
frá Reykjavík orðið fyrir barðinu á
níðingunum. „Þegar þær fara með
þriðju hryssuna á dýraspítala, þá
sem er mest særð, bólgin og skorin,
þá segja þeir á dýraspítalanum að
þetta sé eitthvað ankannalegt,“ segir
Sigurþór.
Parturinn þar sem hestarnir eru
í hagagöngu yfir sumarið er ekki ná-
lægt bæjum eða vegum, en það sést
í staðinn frá mörgum bæjum í sveit-
inni. Sigurþór telur líklegt að dýra-
níðið hafi átt sér stað að næturlagi og
að fleiri en einn hafi verið að verki.
Menn velti fyrir sér hvernig menn
vinni svona verk, en ljóst sé að þæg-
ustu hrossin í stóðinu hafi verið
valin. Ýmislegt hljóti hins vegar að
ganga á með jafnstóra skepnu. „Hún
lætur ekki gera svona við sig einn,
tveir og tíu án þess að berjast á móti.“
Aðspurður hvort íbúar í Kjós hafi
einhvern grunaðan um verknaðinn,
svarar Sigurþór: „Nei menn hafa
ekki grænan grun. Maður einhvern
veginn trúir því aldrei að þetta sé
einhver sem maður umgengst eða
þekkir enda held ég að þá hefði þetta
komið upp fyrr.“
Sigurþór segir að íbúar í Kjós hafi
uppi viðbúnað eftir að upp komst
um dýraníðið. „Nú eru allir grun-
samlegir sem keyra um og nú fylgjast
allir með,“ segir hann og tekur fram
að nú athugi fólk oftar með hross í
hagagöngu. „Menn eru meira á ferð-
inni, það er ekki hægt að neita því. Ég
sé þetta ekki frá mínum bæ en núna
vita allir af þessu og þá fara menn
að fylgjast með. Sumir vita á hvaða
bíl hver er og í hvaða hólfi. Þegar
menn fara að sjá grunsamlegar ferðir
þá skrifa þeir hjá sér bílnúmer, þótt
maður geti ekki farið að ásaka neinn
frekar en annan.“
Sigurþór er gagnrýninn á lögregl-
una sem vildi ekki taka við mynd-
um af hryssunni eða rannsaka mál-
ið. Yfirdýralæknir hefur hins vegar
krafist þess að þetta verði rannsak-
að. „Ég ætla ekki að segja að lög-
reglan myndi finna sökudólginn, en
ef hún safnar engum upplýsingum
þá veit hún ekki neitt. Ef lögreglan
myndi þyggja myndirnar sem henni
hafa verið boðnar og fara á staðinn
og eiga það inni ef þetta skyldi gerast
aftur gæti hún hugsanlega rakið það
saman. Það minnsta sem lögreglan
getur gert er að rannsaka málið, líka
fólksins vegna.“ valgeir@dv.is
Svívirðilegt kynferðislegt ofbeldi gegn hryssum í hagagöngu í Kjós:
Réðust á þægustu hryssurnar
Svívirt Í þrígang hafa hestaníðingar farið inn á beitarland í Kjós og svívirt hryssur. Mynd úr safni.
M
y
n
d
d
av
íð
Þ
ó
R
G
u
ð
la
u
GS
So
n
Samstaða
með Lárusi
Samtök hernaðarandstæðinga ætla
á hálftíma fresti í dag, mánudag að
standa með skilti fyrir utan sendi-
ráð Bandaríkjanna til að mótmæla
dómsmáli gegn Lárusi Páli Birgis-
syni. Tilefnið er að í dag verður tekin
fyrir frávísunarkrafa í máli Lárus-
ar, en hann var handtekinn fyrir að
standa einn með skilti á gangstétt-
inni fyrir framan bandaríska sendi-
ráðið.
Á heimasíðunni friður.is stend-
ur: „Öll málaferlin eru hneyksli og
alvarleg aðför að mótmælafrelsi í
landinu. Samtök hernaðarandstæð-
inga hvetja áhugafólk um mannrétt-
indi til að mæta og sýna Lárusi sam-
stöðu.“
Stefán Pálsson sagnfræðingur og
formaður Samtaka hernaðarand-
stæðinga segir að mótmælin séu
fyrst og fremst hugsuð sem sam-
staða með Lárusi, en einnig til þess
að vekja athygli á fáránleika málsins.
En búast þeir ekki við því að verða
handteknir líkt og Lárus var?
„Já, það verður þá að koma í ljós.
Ef menn eru sjálfum sér samkvæmir
í þessu þá er viðbúið að þeir þurfi
að handtaka ellefu manns á morgun
með tilheyrandi pappírsvinnu og
fyrirhöfn, fyrir utan mannafla. Ég las
það um helgina að lögreglan segist
ekki hafa mannafla til að eltast við
dýraníðinga af því að hún sé fáliðuð
og blönk. Þeir hafa samt engu að
síður nennt að elta ólar við þessi
mál hans Lárusar, þannig að þetta
verður að koma í ljós,“ segir Stefán.
Símar vakta
fanga
Fangar geta lokið afplánun utan
fangelsa undir rafrænu eftir-
liti, samkvæmt nýjum lögum
sem samþykkt voru á Alþingi á
föstudag. Fangar geta samkvæmt
lögunum afplánað átta síðustu
mánuðina með þeim hætti en
eftirlitið felst í því að staðsetning-
artæki er komið fyrir í farsímum
fanganna. Verða þeir að vera á
dvalarstað sínum á ákveðnum
tímum sólarhrings og mega ekki
neyta áfengis eða fíkniefna. Ger-
ist þeir brotlegir verða þeir læstir
á bak við lás og slá, að því er fram
kom á vef Ríkisútvarpsins.