Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 19. september 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
F
immtíu og fimm ára grísk-
ur karlmaður hellti yfir sig
bensíni og bar eld að sér
eftir að banki neitaði að
semja við hann um lán á
húsnæði hans og fyrirtæki. Mað-
urinn sagðist ekki geta greitt af
láninu áður en hann bar eld að sér
fyrir framan bankann á föstudag í
Þessalóníku, í Norður-Grikklandi.
Lögreglunni tókst að slökkva eld-
inn í tæka tíð og var maðurinn
fluttur á sjúkrahús með bruna-
áverka.
Yfirvöld í Grikklandi hafa ekki
gefið upp nafn mannsins. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem hann tekur
upp á því að kveikja í sjálfum sér.
Fyrir fimmtán mánuðum gerði
hann slíkt hið sama. Þá kvartaði
hann yfir því að geta ekki greitt af
lánum vegna fyrirtækjareksturs
sem hann lagði í.
Óánægðir Grikkir
Mikil óánægja er í Grikklandi
vegna efnahagsástandsins þar í
landi. Fyrr í þessum mánuði komu
um tuttugu og fimm þúsund
manns saman í höfuðborg Grikk-
lands, Aþenu, til að mótmæla nið-
urskurði í ríkisfjármálum.
Forsætisráðherra Grikklands,
George Papandreou, sagði ekki
möguleika á að hvika frá niður-
skurðinum vegna stöðunnar á
evrusvæðinu. Í júlí tilkynntu leið-
togar evruríkjanna að Grikkir
fengju aðstoð upp á 159 milljarða
evra til viðbótar við þá aðstoð sem
þeir fengu í fyrra. Dregið verður
úr umsvifum ríkisins ásamt því að
ríkisfyrirtæki verða seld og breyt-
ingar verða gerðar á vinnumark-
aði í landinu.
Ávaxtasalinn frá Túnis
Ekki er annað hægt en að hugsa
til Mohameds Bouazizi, 26 ára
ávaxtasala í Túnis, sem brá á það
ráð að kveikja í sér eftir að hafa
verið niðurlægður af embættis-
konu í desember á síðasta ári.
Ávextirnir voru teknir af Bouazizi
í borginni Sidi Bouzid að morgni
17. desembers síðastliðins. Þegar
hann heimtaði þá aftur sló emb-
ættiskonan hann utan undir. Nið-
urlægður fór hann fram á það við
yfirmenn hennar að ávöxtunum
yrði skilað en honum var neitað
um þá og hann barinn. Hann fór
þá til ríkisstjórans sem neitaði
honum um áheyrn. Um hádegis-
bilið fór hann að skrifstofu ríkis-
stjórans, hellti yfir sig málningar-
þynni, og bar að eld að sér.
Níutíu prósent af líkama hans
voru hulin brunasárum. Hann
lést á sjúkrahúsi 4. janúar síðast-
liðinn en þá hafði þjóðin feng-
ið nóg og mótmælti yfirvöldum í
Túnis. 14. janúar flúði forsetinn,
Zine el-Abidine Ben Ali, landið og
lauk þar með 23 ára valdatíð hans
í landinu.
n Bankinn neitaði að semja við hann um lán n Kveikti í sér til að mótmæla bankanum
Kveikti í sér öðru sinni
til að mótmæla banka
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Grikkland
„Níutíu prósent af
líkama hans voru
hulin brunasárum.
Óhugnanlegt Ljósmyndari náði myndum af því þegar grískur maður hellti yfir sig bensíni og kveikti í sér svo hann varð alelda á skammri stundu. Lögreglumaður slökkti svo eldinn. Myndir reuTers
1 2
3 4