Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Blaðsíða 21
M anchester Unit­ ed er eitt á toppi ensku úrvalsdeild­ arinnar eftir sigur á Chelsea, 3­1, á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Englands­ meistararnir fengu drauma­ byrjun þegar Chris Smalling skoraði á áttundu mínútu með skalla eftir góða aukaspyrnu Ashleys Young. Spurning er þó hvort Smalling hafi verið rang­ stæður. Chelsea fékk algjört draumafæri til að jafna leikinn en David de Gea varði vel frá Ramires af stuttu færi. Meist­ ararnir refsuðu með tveimur mörkum frá Nani og Rooney en í báðum mörkum var varn­ arleikur Chelsea ansi losara­ legur. Fernando Torres skor­ aði eins og alltaf á Old Trafford eftir þrjátíu sekúndur í seinni hálfleik en þar við stóð, 3­1. Torres hefði þó vægast sagt auðveldlega getað bætt við fleiri mörkum. Eftir sigurinn er United eitt á toppnum með 15 stig, City hefur 13 og Chelsea er í þriðja með tíu stig. Góði og slæmi Torres Á meðan Wayne Rooney hefur fundið sitt fyrra form og nú skor­ að níu mörk í fyrstu fimm leikj­ um deildarinnar sem er met á Fernando Torres í miklum vand­ ræðum. Hann skoraði þó gott mark á Old Trafford og sýndi í raun oft ágætis takta. En það er ljóst að það er eitthvað mikið að í huga Spánverjans því hann er að mörgu leyti ekki svipur hjá sjón. Það sást best þegar hann hefði getað komið Chelsea betur inn í leikinn á 82. mínútu. Torres fékk þá fallega send­ ingu inn fyrir vörnina, sólaði De Gea í markinu, en tókst svo að skjóta boltanum fram hjá, einn gegn opnu marki. „Ég trúði ekki öðru en hann myndi skora. Þetta var hræðilegt klúð­ ur því hann fékk svo mikinn tíma. Þetta minnti mig á það þegar Diego Forlan klúðraði svipuðu færi fyrir okkur gegn Juventus einu sinni í æfinga­ leik,“ sagði Sir Alex Ferg uson, stjóri United, eftir leikinn. Ruglaður leikur Nani átti flottan leik fyr­ ir Manchester United, skor­ aði fallegt mark og fiskaði víti. Wayne Rooney ætlaði þá að bæta enn einu markinu í sarp­ inn en rann á vítapunktinum, skaut boltanum í annan fót­ inn á sér og langt framhjá. Sem betur fer fyrir Rooney hafði það engin áhrif á úrslit leiksins. Nani fór oft illa með varnar­ menn Chelsea og var ánægð­ ur í leikslok. „Þetta var sann­ gjarn sigur. Við spiluðum bara betur,“ sagði hann og var beð­ inn um að útskýra þessa bestu byrjun United í fjölda ára. „Við erum bara að spila vel. Látum boltann fljóta á milli manna í fáum snertingum og skorum mikið af mörkum. Það er sjálfs­ traust í liðinu,“ sagði Nani. Andre Villas­Boas, stjóri Chelsea, var níu ára gamall þegar Sir Alex Ferguson tók við Manchester United. Ferguson hefur stýrt United í tæplega 2.000 leikjum en Villas­Boas Chelsea í níu. Hans fyrsta til­ raun til að skáka meistaranum heppnaðist ekki en hann var þó ekki sáttur við úrslitin. „Þetta var klikkaður leik­ ur. Úrslit leiksins sýna samt ekki hvað gerðist í honum. Við fengum virkilega góð færi en það féll ekkert með okkur í dag,“ sagði Villas Boas. City missteig sig Sergio Agüero heldur áfram að slá í gegn í ensku úrvals­ deildinni en hann skoraði tvö mörk fyrir City gegn Fulham á Craven Cottage á sunnudag­ inn. Það dugði þó ekki til sig­ urs því Fulham sýndi magn­ aðan karkater, kom til baka og jafnaði leikinn í seinni hálf­ leik með mörkum frá Bobby Zamora og Danny Murphy. Tapaði City því sínum fyrstu stigum í úrvalsdeildinni og eru nágrannar þess í United því einir á toppi deildarinnar. „Þetta er ótrúlegt, við töp­ uðum tveimur stigum eft­ ir að hafa skorað tvö mörk og vera með leikinn algjör­ lega undir okkar stjórn,“  sagði reiður Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, eftir leikinn. „Þetta verður lexía fyrir okkur. Þegar við fáum færi verðum við að skora.“ V andræði Arsenal eru svo sannarlega ekki úr sögunni þrátt fyr­ ir að liðið hafi keypt fimm leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans og unn­ ið sinn fyrsta sigur í úrvals­ deildinni í síðustu umferð gegn Swansea. Um helgina tapaði Arsenal gegn botnliði Blackburn á útivelli, 4­3, en Arsenal­menn skoruðu þar tvö sjálfsmörk og spiluðu ekki góðan varnarleik. „Þetta er hræðilegt, ein­ faldlega ekki nægilega gott,“ sagði Arsene Wenger, sótillur. „Auðvitað erum við pirraðir. Andinn í liðinu er til staðar en ef þið skoðið hvað við erum að fá á okkur mörg mörk sér hver maður að þetta er ekki nægilega gott. Það á ekki að standa til boða að koma hing­ að og fá á sig fjögur mörk.“ Tapið vakti enn einu sinni upp spurningar um hvort tími sé kominn á Wenger og að hann hætti störfum. „All­ ar svoleiðis vangaveltur eru hluti af nútímafótbolta, hvað á ég að geta gert í því? Fram­ tíð mín snýst núna um að gera hlutina vel og það þýðir að ég legg mig allan fram fyrir þetta félag eins og ég hef alltaf gert. Ég get engu um það ráðið hvað einhverjir menn úti í bæ segja eða skrifa,“ sagði Wenger sem ætlar sér ekki að fara neitt. Frakkinn gat þó tekið fyrir nokkra jákvæða punkta. „Það er ekki allt neikvætt í dag og það er í raun svolítið svekkj­ andi af því að við töpuðum. Eins og staðan er þurfum við að einbeita okkur betur að varnarleiknum. Það er mik­ ilvægt að vera ekki að gefa svona aulaleg mörk eins og í dag.“ tomas@dv.is Sport | 21Mánudagur 19. september 2011 „Þetta er hræðilegt“ n Wenger brjálaður eftir 4-3 tap gegn Blackburn Bálreiður Wenger var ósáttur við varnarleikinn. Mynd ReuTeRs United-lestin á fUllri ferð n englandsmeistararnir taplausir eftir 3-1 sigur á Chelsea n Fernando Torres sýndi góðu og slæmu hliðarnar n united eitt á toppnum Mistókst Fyrsta tilraun Villas- Boas að sigri á Ferguson og United heppnaðist ekki. MyndiR ReuTeRs Góður Nani átti góðan leik og skoraði fallegt mark. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Úrslit Enska úrvalsdeildin Blackburn - Arsenal 4-3 0-1 Gervinho (10.), 1-1 Yakubu (25.), 1-2 Mikel Arteta (34.), 2-2 Alexandre Song (50. sm), 3-2 Yakubu (59.), 4-2 Laurent Koscielny (69. sm), 4-3 Marouane Chamakh (85,), Swansea - WBA 3-0 1-0 Scott Sinclair (14. víti), 2-0 Leroy Lita (24.), 3-0 Nathan Dyer (49.). Wolves - QPR 0-3 0-1 Joey Barton (8.), 0-2 Alejando Faurlin (10.), 0-3 DJ Campbell (87.). Bolton - Norwich 1-2 0-1 Tuncay Sanli (37. sm), 0-2 Bradley Johnson (42.), 1-2 Martin Petrov (64. víti). n Ivan Klasnic, Bolton (45.). Everton - Wigan 3-1 0-1 Franco Di Santo (31.), 1-1 Phil Jagielka (33.), 2-1 Apostolos Vellios (84.), 3-1 Royston Drenthe (90.). Aston Villa - Newcastle 1-1 1-0 Gabriel Agbonlahor (13.), 1-1 Leon Best (57.). Tottenham - Liverpool 4-0 1-0 Luka Modric, (7.), 2-0 Jermain Defoe (66.), 3-0 Emmanuel Adebayor (68.), 4-0 Emmanuel Adebayor (90.). n Charlie Adam, Liverpool (28.) n Martin Skrtel, Liverpool (63.). Fulham - Man. City 2-2 0-1 Sergio Agüero (18.), 0-2 Sergio Agüero (46.), 1-2 Bobby Zamora (56.), 2-2 Danny Murphy (75.). Sunderland - Stoke 4-0 1-0 Titus Bramble (5.), 2-0 Jonathan Woodgate (11. sm), 3-0 Craig Gardner (28.), 4-0 Sebastian Larsson (59.). Man. United - Chelsea 3-1 1-0 Chris Smalling (8.), 2-0 Nani (37.), 3-0 Wayne Rooney (44.), 3-1 Fernando Torres (46.). Staðan 1. Man.Utd 5 5 0 0 21:4 15 2. Man.City 5 4 1 0 17:5 13 3. Chelsea 5 3 1 1 8:6 10 4. Newcastle 5 2 3 0 4:2 9 5. Stoke 5 2 2 1 3:5 8 6. Aston Villa 5 1 4 0 6:4 7 7. Everton 4 2 1 1 6:4 7 8. Liverpool 5 2 1 2 6:7 7 9. QPR 5 2 1 2 4:6 7 10. Wolves 5 2 1 2 4:6 7 11. Tottenham 4 2 0 2 7:8 6 12. Sunderland 5 1 2 2 6:4 5 13. Norwich 5 1 2 2 5:7 5 14. Swansea 5 1 2 2 3:5 5 15. Wigan 5 1 2 2 4:7 5 16. Blackburn 5 1 1 3 7:10 4 17. Arsenal 5 1 1 3 6:14 4 18. Fulham 5 0 3 2 4:7 3 19. Bolton 5 1 0 4 8:13 3 20. WBA 5 1 0 4 3:8 3 Pepsi-deild karla Valur - Þór 2-1 1-0 (10.) Kolbeinn Kárason. 1-1 (69.) Sveinn Elías Jónsson. 2-1 (91.) Rúnar Már Sigurjónsson. Staðan 1. KR 18 11 6 1 37:17 39 2. ÍBV 19 12 3 4 34:20 39 3. FH 19 10 5 4 36:25 35 4. Valur 20 10 5 5 28:18 35 5. Stjarnan 19 8 7 4 40:29 31 6. Fylkir 19 7 4 8 27:33 25 7. Keflavík 18 6 3 9 22:25 21 8. Breiðablik 19 5 6 8 26:32 21 9. Þór 20 6 3 11 26:37 21 10. Grindavík 19 4 8 7 22:32 20 11. Fram 19 3 6 10 15:26 15 12. Víkingur R. 19 1 6 12 15:34 9 Enska B-deildin Millwall - West Ham 0-0 Nott. Forest - Derby 1-2 Barnsley - Watford 1-1 Blackpool - Cardiff 1-1 Crystal Palace - Middlesbrough 0-1 Hull - Portsmouth 1-0 Leeds - Bristol City 2-1 Leicester - Brighton 1-0 Peterborough - Burnley 2-1 Reading - Doncaster 2-0 Staðan 1. Southampton 7 6 0 1 19:9 18 2. Middlesbrough 7 5 2 0 13:5 17 3. Brighton 7 5 1 1 11:5 16 4. Derby 7 5 0 2 10:6 15 5. West Ham 7 4 2 1 15:7 14 6. Cardiff 7 3 3 1 10:7 12 7. Blackpool 7 3 3 1 9:6 12 8. Hull 7 4 0 3 5:6 12 9. Leicester 7 3 2 2 9:9 11 10. Peterborough 7 3 1 3 14:10 10 11. Leeds 7 3 1 3 13:12 10 12. Cr.Palace 7 3 1 3 9:8 10 13. Reading 7 2 1 4 7:8 7 14. Birmingham 6 2 1 3 9:11 7 15. Millwall 7 1 4 2 6:8 7 16. Barnsley 7 1 4 2 5:7 7 17. Watford 7 1 4 2 7:10 7 18. Portsmouth 7 1 3 3 7:9 6 19. Ipswich 6 2 0 4 8:16 6 20. Coventry 6 1 2 3 4:5 5 21. Burnley 6 1 2 3 6:10 5 22. Nottingham F. 7 1 2 4 7:13 5 23. Bristol City 7 1 2 4 5:11 5 24. Doncaster 7 0 1 6 2:12 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.