Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 19. september 2011 Mánudagur F lutningafyrirtæki Ólafs Ólafs- sonar fjárfestis, Samskip, og dótturfélög þess skulduðu rúm- lega 44 milljónir evra, tæplega 6,8 milljarða króna, í lok árs 2010. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Félagið skilaði hagnaði upp á rúmlega 6,2 milljónir evra, rúmlega 950 milljónir króna, árið 2010. Árið áður, 2009, nam tap Sam- skipa aftur á móti rúmlega 2 milljón- um evra. Skuldir félagsins lækkuðu um rúmlega 11 milljónir evra, nærri 1.700 milljónir króna, á milli áranna 2009 og 2010. Í byrjun árs 2010 sömdu Ólafur Ólafsson og nokkrir af lykilstjórnend- um Samskipa við lánardrottna félags- ins, belgíska bankann Fortis og Arion banka, um að þeir myndu fá að halda félaginu gegn því að reiða fram um 700 milljónir króna auk þess sem lengt yrði í lánum samstæðunnar. Í umfjöll- un fjölmiðla á þeim tíma kom fram að ekkert yrði afskrifað af skuldum félags- ins. Ársreikningurinn fyrir síðasta ár staðfestir þetta: Ekki er að sjá að skuld- ir félagsins hafi verið afskrifaðar. Hagstæðir samningar Tekið skal fram að Fortis var í betri stöðu í samningagerðinni við núver- andi eigendur Samskipa þar sem hol- lenski bankinn átti betri veð en Arion banki, arftaki Kaupþings, í eignum skipafélagsins, samkvæmt heimildum DV. Ástæðan fyrir þessu er væntanlega sú að Ólafur Ólafsson var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrun og sat í stjórn bankans. Ólafur fékk rúmlega 140 milljarða króna lán frá bankan- um á þessum tíma og var einn stærsti skuldari bankans. Svo virðist sem lána- samningarnir sem Kaupþing gerði við Ólaf hafi verið nokkuð hagstæðir fyrir hann. Þessi tíðindi sýna enn frekar hvers eðlis mörg af viðskiptum íslensku bankanna við hluthafa sína voru fyrir hrun: Íslensku bankarnir gerðu lána- samninga við hluthafa sína sem voru ekki mjög hagstæðir fjármálafyrir- tækjunum á meðan erlendir bankar tryggðu hagsmuni sína betur með hag- stæðari samningum. Fært yfir í hollenskt félag Fram að þessari fjárhagslegu endur- skipulagningu hafði Samskip verið í eigu fjárfestingarfélags Ólafs, Kjalars. Eftir endurskipulagninguna færðist eignarhaldið hins vegar yfir í hollenska félagið Samskip Management Team (SMT). Ólafur er stærsti eigandi þess í dag. Ólafur nær því að halda fyrirtæk- inu sem hann er kenndur við þrátt fyr- ir skuldsetningu þess og íslenska efna- hagshrunið. Þegar umsvif Ólafs hér á landi eru skoðuð almennt séð kemur hann merkilega vel undan hruninu þeg- ar litið er til þess að hann var annar stærsti hluthafi Kaupþings á eftir Ex- ista og sat í stjórn bankans. Ólafur er með umdeildari fjárfestum landsins, meðal annars út af aðkomu sinni að einkavæðingu Búnaðarbankans, sem síðar var endurnefndur Kaupþing, árið 2003. Ólafur eignaðist hlut í bankanum í þessari einkavæðingu og sat á honum fram að hruni. Meðal þeirra mála sem Ólafur hefur tengst eru kaup sjeiksins Al-Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fyrir um 25 milljarða króna rétt fyrir hrunið 2008. Þau viðskipti hafa verið til rannsóknar hjá embætti Ólafs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara íslenska efnahagshrunsins, vegna gruns um að tilgangur þeirra hafi verið að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til ranga mynd af stöðu bankans út á við. Enginn ársreikningur frá 2007 Samskip skilað ekki ársreikningi fyrir árið 2007 þar til í lok júlí á þessu ári. Þá skilaði félagið ársreikningum fyrir 2007, 2008 og 2009. Í ágúst skilaði fé- lagið svo ársreikningi fyrir árið 2011. Ástæðan fyrir þessu var líklega sú að staða félagsins var ekki ýkja góð á þess- um tíma og forsvarsmenn fyrirtækisins vildu líklega ljúka við fjárhagslega end- urskipulagningu þess áður en skulda- staða félagsins yrði gerð opinber. Afar sjaldgæft er að fyrirtæki skili fjórum ársreikningum um svipað leyti. Eignir Samskips, samkvæmt árs- reikningum, nema rúmlega 52,5 millj- ónum evra, eða rúmum 8 milljörðum króna. Stofninn í bókfærðum eignum Samskipa eru haldbærar, efnislegar eignir eins og fasteignir, viðskiptakröf- ur og reiðufé. Einungis lítill hluti, tæp- lega 3,9 milljónir evra, um sex hundr- uð milljónir króna, af þessum eignum eru óefnislegar eignir. Eiginfjárhlut- fall félagsins er 40 prósent. Samkvæmt þessu stendur Samskip því traustum fótum þrátt fyrir skuldsetninguna. Tekið skal fram að ekkert í árs- reikningunum bendir til að arður hafi verið tekinn út úr Samskipum á liðn- um árum og er þess getið sérstaklega í þeim. Missir líklega hlutinn í HB Granda Þó svo að Ólafur haldi Samskipum mun hann þó að öllum líkindum missa þriðjungshlut sinn í útgerðarfyr- irtækinu HB Granda. Fyrirtækið er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins og það kvótahæsta – heldur utan um rúm 10 prósent af heildarkvóta lands- ins. Arion banki á veð í hlut Ólafs, sem hann á í gegnum eignarhaldsfélagið Kjalar. Eignir HB Granda eru metnar á tæplega 47 milljarða króna í ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2010 en þar vega aflaheimildir þyngst – bókfært verðmæti þeirra er í kringum 20 millj- arðar króna. Hagnaður félagsins í fyrra var tæplega 8 milljónir evra, um 1.200 milljónir króna, og greiddi félagið út arð til hluthafa sinna upp á tæplega 340 milljónir. Verðmæti eignarhlutar Ólafs í HB Granda hleypur því á mörg- um milljörðum króna. Í ársreikningi Kjalars fyrir 2009 er hluturinn verð- metinn á fimm milljarða. Líklegt má telja að arður Kjalars vegna eignarhlut- arins í HB Granda hafi runnið beint til Arion banka upp í skuldir Kjalars. Selur sig út úr tveimur félögum Arion banki hefur nú farið þá leið að setja starfsmann úr bankanum inn í stjórn HB Granda til að gæta hags- muna bankans í félaginu á með- an komist er að lausn um framtíðar- eignarhald á hlutnum. Kjalar, eigandi hlutarins, skuldar um 150 milljarða króna, og á eignir á móti sem hugs- anlega eru 50 milljarða króna virði – eignastaða Kjalars veltur á deilu um gjaldmiðlaskiptasamning sem nú er fyrir dómstólum. Hægri hönd Ólafs, Hjörleifur Jakobsson, situr enn í stjórn HB Granda um þessar mundir en ætla má að hann gangi úr stjórninni eft- ir væntanlega yfirtöku Arion banka á hlut Kjalars í útgerðarfélaginu. Þá verður Ólafur búinn að missa eina af verðmætustu eignum sínum. Auk þess ber að nefna að í ársbyrj- un 2010 seldi Ólafur rúmlega 73 pró- senta hlut sinn í sjávarafurðafram- leiðslufyrirtækinu Iceland Seafood til Bretans Marks Holyoake. Hluturinn var metinn á 1.800 milljónir króna í ársreikningi Kjalars fyrir árið 2009. Þá hefur Ólafur einnig selt 40 prósenta hlut sinn í matvælafyrirtækinu Alf- esca til franska samvinnufélagsins Lur Berri. Sú sala hefur ekki enn gengið í gegn en gerir það líklega síðar á árinu. Ólafur á Öskju Af öðrum eignum Ólafs hér á landi má nefna að hann á fasteignafélagið Fest- ingu ehf. Félagið á meðal annars fast- eignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa á Íslandi í Kjalarvogi, skrifstofuhús- næði kennt við Olís á Suðurlandsbraut 18 og höfuðstöðvar bifreiðaumboðsins Öskju á Krókhálsi, sem meðal annars sér um innflutning og sölu á Mercedes Benz-bifreiðum. Heildarverðmæti fasteigna Festingar nemur 6,6 milljörð- um króna samkvæmt fasteignamati en í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 kemur fram að bókfært verð þeirra sé tæplega 11,4 milljarðar króna. Festing er einnig í eigu SMT í Hollandi, líkt og Samskip, en var áður í eigu Kjalars. Festing skilaði hagnaði upp á rúm- an milljarð króna árið 2010 og eru eignir félagsins verðmetnar á meira en 16 milljarða króna. Skuldir félags- ins nema nærri 16,5 milljörðum króna og eru skuldirnar meiri en eignirnar, sé tekið mið af fasteignamati eigna Fest- ingar en ekki bókfærðu virði þeirra. Athygli vekur einnig að rekstrar- félag Öskju, Top ehf., er í meirihluta- eigu Ólafs og náins viðskiptafélaga hans, Kristins Hallgrímssonar lög- manns. Samanlagt ráða þeir yfir 54 prósentum af hlutafé Öskju, meiri- hluta hlutafjárins. Ólafur á umtalsverðar eignir Af þessu sést að Ólafur Ólafsson, sem er búsettur í Sviss, á enn um- talsverðar eignir á Íslandi þó svo að hann hafi einnig selt hluta af þeim og missi líklega traustar eignir eins og hlutinn í HB Granda upp í skuld- ir. Ekki er vitað hvaða eignir Ólaf- ur á erlendis, aðrar en þær sem eru hluti af samstæðu Samskipa. Sömu- leiðis liggur ekki fyrir – eðlilega – hversu mikla fjármuni Ólafur á, hér á landi eða erlendis, sem ekki tengj- ast rekstri félaga sem skila ársreikn- ingum. Þó er vitað að Ólafur fékk að minnsta kosti um 2,5 milljarða króna arð út úr Kaupþingi á árunum fyrir hrunið og runnu þessir fjármunir til eignarhaldsfélags hans, Eglu Invest B.V. í Hollandi. Ólafur heldur því velli og er staða hans sterkari en margra annarra þekktra fjárfesta sem voru eignamiklir hér á landi á árunum fyrir hrunið. n Samskip skilar ársreikningum fyrir síðustu fjögur ár n Sýna erfiða skuldastöðu n Ólafur missir líklega eignarhlutinn í HB Granda n Á umtalsverðar eignir á Íslandi Hélt Samskipum þrátt fyrir 7 milljarða skuldir Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Úttekt n Samskip n Bifreiðaumboðið Askja n Fasteignafélagið Festing n Þriðjungshlutur í HB Granda n Límtré Vírnet í Borgarnesi n Hefur selt hluti í Alfesca og Iceland Seafood Helstu eignir á Íslandi Samskip er alhliða flutningafyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningum á sjó, landi og í lofti. Fyrirtækið er með flutninga- starfsemi til og frá Íslandi en einnig í Evrópu og víðar um lönd. Mikilvægasta starfsstöð félagsins er í hafnarborginni Rotterdam í Hollandi. Samskip rekur 44 skrifstofur í 23 löndum og fer stærsti hlutinn af starfsemi félagsins fram á erlendri grundu. Um 430 starfsmenn vinna hjá Samskipum og dótturfélögum þess víða um lönd. Dótturfélög Eimskipa á Íslandi eru meðal annars Jónar transport ehf., Air Express ehf. og Landsflutningar ehf. Samskip Eignamikill þrátt fyrir hrun Ólafur Ólafsson á miklar eignir á Íslandi þrátt fyrir efnahagshrun- ið 2008. Hann heldur eignarhlut sínum í flutningafyrirtækinu Samskipum þrátt fyrir milljarða króna skuldsetningu. Hverfur úr stjórn HB Granda Hjörleifur Jakobsson, einn nánasti samverkamaður Ólafs Ólafssonar til margra ára, mun hverfa úr stjórn HB Granda þegar Arion banki yfir- tekur hlut auðmannsins í útgerðarfélaginu. „Þó svo að Ólafur haldi Samskipum mun hann þó að öllum líkindum missa þriðjungshlut sinn í útgerðarfyrirtæk- inu HB Granda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.