Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 28. september 2011 Miðvikudagur H ún sá vinkonu sína gleðjast yfir brúðkaupi bróður síns og hlustaði á hana tala um hversu æðislegur hann væri. Hann var sjúkraflutninga- maður og var að fara að giftast dásam- legri konu. Og börnin, þvílík yndi. En hún gat ekki glaðst með vinkonu sinni. Til þess þekkti hún bróður hennar of vel. Hann var vanur að kaupa af henni vændi. Var reyndar algjör hrotti. Konan sem um ræðir er fjörutíu og þriggja ára gömul, fráskilin, tveggja barna móðir. Heimakær kona sem er nýbúin að stinga brauði í ofninn þeg- ar blaðamaður ræðir við hana. „Hér bökum við brauð,“ segir hún og brosir. Á yfirborðinu er ekkert sem bendir til þess að hún hafi lifað tvöföldu lífi um árabil. Saga hennar er týpísk saga konu sem endar í vændi. Hún var misnotuð í æsku og henni var nauðgað á ung- lingsárunum. „Það hafði þau áhrif að mér hefur aldrei fundist ég nógu góð, hvorki fyrir foreldra mína, manninn minn, börnin mín né neinn annan. Ég upplifði mig sem annars flokks mann- eskju. Eins hjálpaði þessi reynsla mér í vændinu því þegar ég var misnot- uð lærði ég að fara annað í huganum og útiloka aðstæðurnar. Ég gerði það sama í vændinu og gerði það svo vel að þeir menn sem voru ekki hrottar eða eftirminnilegir vegna annarra þátta eru horfnir úr minninu,“ segir hún og tekur dæmi af manni sem hún rakst reglulega á nýlega. Sá var alltaf að gjóa á hana augunum og hún skildi ekkert í því fyrr en löngu seinna. Þegar það rifjaðist upp fyrir henni að hann hafði verið kúnni hjá henni. Grét þegar hún fékk gjöf Bakland hennar er veikt, sjálfsvirðing- in engin og á sínum yngri árum gekk hún á milli manna. Segir að þeir hafi ekki þurft annað en að nikka til hennar og þá væri hún dottin úr brókinni. Hún kunni ekki að setja sér og öðrum mörk og þekkti ekkert annað en að þurfa að gjalda greiða með greiða. „Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk í fyrsta sinn gjöf frá karlmanni sem krafðist einsk- is í staðinn. Þetta var góður vinur minn en ég grét því ég hélt að þar með væri vináttu okkar lokið. Á endanum gekk hann á mig og þegar ég sagði honum hvað ég var að hugsa kom hann af fjöll- um. Ég hafði bara aldrei kynnst þessu áður.“ Hún leitaði til Stígamóta en fannst það of erfitt og hætti. Byrjaði svo aftur þar árið 2008 og gerði það þá af fullri alvöru. „Þá var auðvitað mikið búið að ganga á.“ Þótti mataraðstoðin niður- lægjandi Eftir skilnaðinn lenti hún í miklum fjárhagsvanda. Skuldir fylgdu henni úr hjónabandinu, hún stóð ein eftir með tvö börn á sinni framfærslu og var í lág- launavinnu sem rétt dugði fyrir húsa- leigunni. Hún reyndi að leita til féló en fékk þá að heyra að íbúðin sem hún bjó í væri bara allt of dýr þó að hún svæfi í holinu, og að skuldirnar væru hennar vandi sem kæmi þeim ekki við. Hún fór þá til kirkjunnar og fékk mataraðstoð en leið eins og þurfalingi. „Þetta var mesta niðurlæging lífs míns. Ég hef alltaf verið staðráðin í því að standa mig svo ég sé ekki byrði á nein- um. Þar af leiðandi hef ég átt erfitt með að biðja um og þiggja hjálp. Ég á enn erfitt með það.“ Einn veturinn bað hún föður barnanna að hlaupa undir bagga með því að borga matinn í skólanum en þar sem hann hafði talið henni trú um það á meðan þau voru gift að hún myndi aldrei verða fær um að sjá um sig sjálf fannst henni of sárt að leita til hans til að halda því áfram. Hún vildi held- ur ekki að hann ætti eitthvað inni hjá henni. Fékk fyrsta kúnnann frá vinkonu „Síðan fór ég að vinna með konu sem var í vændi. Hún var alltaf að hrósa sér af þessu og í raun held ég að hún hafi verið að leita að einhverri sem gæti unnið með henni.“ Enn syrti í álinn, konan varð veik og fór í aðgerð sem hún var lengi að jafna sig á. Bæturnar dugðu ekki til og stað- an varð verri en nokkru sinni. „Sam- starfskona mín hélt áfram að tala um þetta og var meira að segja farin að koma hingað heim til þess að hvetja mig áfram, sagði að þetta væri ekkert mál, það væri enginn munur á þessu og að hitta einhvern á balli og fara heim með honum. Mér fannst reynd- ar vera svolítill munur þar á en kannski ekki svo mikill svo á endanum ákvað ég að slá til.“ Fyrsti kúnninn var fastakúnni sam- starfskonunnar sem hafði óskað eftir tilbreytingu. Þegar svo er bregða þær stundum á það ráð að senda þá til vin- kvenna sinna til að tryggja að kúnnarn- ir haldi áfram að koma til þeirra þó að þeir vilji tilbreytingu annað slagið. „Ég byrjaði þannig,“ útskýrir hún. Fyrsta skiptið Fyrsta skiptinu gleymir hún aldrei. „Mér leið alveg hroðalega. Ég var hryllilega stressuð en hann kom hing- að heim og var sem betur fer mjög al- mennilegur. Engu að síður brotnaði ég niður þegar hann var farinn og grét lengi. Mér fannst það svo skelfilegt að taka peninga úr hendi manns og gefa honum eitthvað í staðinn fyrir það. Samt hef ég alveg verið á balli, daðrað og farið heim með manni þó að það sé reyndar rosalega langt síðan og ég ætli ekki að mæla með því. En þetta er tvennt ólíkt, það er ekki hægt að líkja þessu saman. Þarna var ég búin að gefa honum vald yfir mér. Mig langaði mest að öskra: Út með þig, ég er hætt við! En ég gat það ekki.“ Vinurinn hló Þetta var ófríður og óframfærinn sveitastrákur en það skipti hana engu máli hvernig kúnnarnir litu út. „Aðal- atriðið væri að þeir væru hreinir.“ Nokkrir mánuðir liðu. Maðurinn hafði aftur samband og hún sagði: „Nei, því miður. Þú varst sá fyrsti og sá síðasti. Ég get þetta ekki.“ Hann tók því vel og var afskaplega ljúfur í viðmóti. Hún var blönk, henni leið illa og upplifði sig eina í heiminum. „Ég gat ekki talað um þetta við neinn. Ég nefndi þetta við vin minn sem hló og sagði mér að láta ekki svona, það væri ekkert að því að gera þetta, ég væri góð í þessu, hefði gaman af því og svo fram- vegis. Honum fannst þetta bara flott og hann hvatti mig áfram,“ segir hún. Að lokum lét hún undan og tók aft- ur við kúnna frá þessari samstarfskonu sinni. Í kjölfarið vatt þetta upp á sig, fleiri komu og hún setti inn auglýsingu á einkamal.is: „Venjuleg húsmóðir á í erfiðleikum með leiguna.“ „Mér finnst þetta æðislegt!“ Í nokkur ár hélt hún áfram, reyndar með hléum, þar til hún var búin með sjálfa sig, eins og hún orðar það. „Ég var alveg búin á því andlega. Allt var litað af þessu. Heimili mitt, svefnher- bergið, eldhúsið, sófinn inni í stofu, baðherbergið og allt sem þeir höfðu snert. Þannig að þegar ég hætti tók ég íbúðina í gegn, málaði hana í hólf og gólf, henti rúminu og sófasettinu og byrjaði upp á nýtt. Ég hélt að þetta yrði ekkert mál því ég væri svo mikill töffari að ég gæti brynjað mig fyrir þessu. Þetta myndi ekki hafa áhrif á mig þar sem ég væri nagli. Þannig að ég setti upp skjöld sem ekkert beit á en á endanum kom að því að ég gat það ekki lengur og eitt- hvað gaf sig. Þetta kemur alltaf aftan að manni. Það höndlar engin sál svona til lengdar. Við sem erum í vændi fáum allar þessar spurningar varðandi það hvort okkur þyki leiðinlegt að gera þetta. Svarið er alltaf það sama. „Leiðinlegt!? Nei, ég væri ekki í þessu ef mér þætti þetta leiðinlegt. Mér finnst þetta æðis- legt!“ Jafnvel þótt einhver hefði gengið á mig hefði ég þvertekið fyrir það að mér þætti þetta óþægilegt. Þetta er bara leikrit. Á meðan ég brosti vonaði ég að þeir yrðu sem fljótastir að ljúka sér af. Oft stoppuðu þeir mig af því þeir vildu ekki klára þetta á fimm mínútum þegar þeir voru búnir að greiða fyrir klukku- tíma. Og þegar þetta var afstaðið von- aðist ég til þess að þeir drifu sig sem fyrst út.“ Borga fyrir lygar „Þess vegna halda þeir að hamingju- sama hóran sé til,“ segir hún og er mik- ið niðri fyrir. „Af því að á meðan mað- ur er í þessum sporum myndi maður aldrei viðurkenna annað, aldrei. Maður er að reyna að lifa af og við- urkennir þetta varla fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum og alls ekki kúnnum. Ekki vildi ég gefa þeim meira vald í hendurnar. Þeir höfðu nógu mikið vald yfir mér fyrir þó að ég færi ekki að segja þeim hversu ömurlegt mér þótti þetta, í raun ógeðslegt. Ég hélt andlitinu. Þannig að þegar ég heyri menn tala um það að kona hafi sagt að henni n Vinkona hvatti hana áfram í vændið n Fékk verstu kúnna vinkonunnar n Seldi sig fyrir börnin n Hélt að þetta yrði ekkert mál n Einangraðist, varð þunglynd og upplifði djúpa skömm Var heltekin af Vændinu Vændi Konan seldi sig til að geta keypt mat og aðrar nauðsynjar fyrir börnin. Engu að síður er þetta mesta skömmin í lífi hennar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Ég hélt að þetta yrði ekkert mál því ég væri svo mikill töffari að ég gæti brynjað mig fyrir þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.