Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 28. september 2011 Miðvikudagur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Gæða glersteinn – ótal lausnir D agbjartur Heiðar Arnarsson er nafn drengsins sem svipti sig lífi í Sandgerði á föstudag, ellefu ára að aldri. Hann bjó í Sandgerði ásamt foreldrum sínum og fjórum systkinum á aldrinum fjögurra til tólf ára. Hann hafði búið við einelti frá því að hann hóf skólagöngu sex ára. Búið var að boða hann á fund með helstu gerendum í eineltinu og foreldrum í síðustu viku en fundinum var frestað til þriðjudags. Hann glímdi við þunglyndi og einhverfueinkenni, var viðkvæmur fyrir og þoldi illa breyt- ingar og áreiti. Hann hafði áður reynt að svipta sig lífi. „Skemmtilegur strákur“ Helgi Karl Hafdal, sem er náinn vinur foreldra Dagbjarts, hefur nú sett af stað söfnun til styrktar þeim. Hann segir að Dagbjartur Heiðar hafi verið „ljúfur drengur og góður. Þetta var skemmti- legur strákur sem átti það til að vera ör- lítið stríðinn. Hann var viðkvæmari en aðrir og var lagður í einelti frá því að hann byrj- aði í skóla. Börn eru misgrimm, sum gerðu ekkert, hjálpuðu hvorki honum né gerendunum. Ég hugsa að það sé erfiðast hjá þeim núna.“ Fjölskyldan þarf hjálp Helgi Karl segir að ástæðan fyrir söfn- uninni sé einföld. „Faðir hans er gröf- umaður og mamma hans er heima- vinnandi húsmóðir en hefur verið í sjálfboðavinnu við dýrahjálpina. Þau eiga fjögur börn og fjárhags- staða þeirra mætti vera betri. Það var þungur róður hjá þeim áður en nú leggst það ofan á að faðirinn er heima og tekjulaus. Við erum ekki að tala um að gera þau rík heldur að hjálpa þeim yfir erf- iðasta hjallann. Að jarða ættingja er alltaf kostnaðarsamt ef sæmilega á að standa að því.“ Komið gott Helgi Karl segir að Dagbjartur hafi lengi átt erfitt og foreldrar hans sömu- leiðis. „Ég hef þekkt Dagbjart Heiðar frá fæðingu og verð að segja að allt brást í kerfinu sem átti að hjálpa hon- um. Smæð samfélagsins gerði okkur erfiðara fyrir og þeir sem vita að þeir brugðust eiga um sárt að binda, líkt og aðrir. Skólastjórinn er niðurbrotinn og rúmlega það. Kennarar og starfsfólk skólans líka en það reyndi mikið til að hjálpa honum. Þeir sitja eftir með þessar spurningar – hvað ef og hvað ef ekki?“ Foreldrar hans hafa staðið með honum og gert allt sem þeir gátu til að vernda barnið sitt en það dugði ekki til. Baráttan hefur verið löng, skóla- samfélagið og samfélagið í heild sinni hefði þurft að sameinast í þessari bar- áttu. Við berum öll ábyrgð og þolend- urnir eru ekki vandamálið. Einelti er dauðans alvara sem hefur nú þegar kostað nokkur mannslíf. Ég slapp en ég var sjálfur þolandi eineltis sem sneri síðan vörn í sókn og lagði aðra í einelti. Mér finnst þetta orðið gott.“ Börn komu færandi hendi Eins og fram hefur komið glímdi Dag- bjartur Heiðar við geðraskanir en Helgi Karl vill síður nota það orð „Þá er eins og það sé ástæðan fyrir því að hann svipti sig lífi. En það er aldrei eðlilegt að ellefu ára gamalt barn svipti sig lífi. Þunglyndið var tilkomið út af einelt- inu. Það er engin spurning. Ekkert barn verður þunglynt ef allt er í lagi.“ Hann segir að það sé þó huggun í harmi að sjá hvernig börnin bregðast við núna. „Þau koma til systkina hans færandi hendi með styttur í sellófani og krossa. Einn af þeim sem tók þátt í eineltinu bjó til alveg ofboðslega falleg- an bréfkross ásamt fleirum. Meiningin var svo falleg, í raun voru þau að biðjast fyrirgefningar.“ Gríðarleg sorg Helgi Karl segir að sorgin sé gríðarleg. „Það eru fjögur börn á heimilinu sem eru smám saman að gera sér grein fyr- ir því sem gerðist. Dagbjartur Heiðar var næstelstur af fimm systkinum – og stóri bróðir þeirra er ekki að koma aft- ur. Þetta er skelfilegt ástand. Meira að segja ég veit að þó að ég sé viðræðuhæfur núna þá verður það ekki svo eftir korter. Drengurinn er dá- inn, hann á að jarða og ekkert er hægt að taka til baka.“ Að lokum hvetur Helgi Karl alla sem vettlingi geta valdið til að styðja við fjölskylduna, með einum eða öðrum hætti. Jafnvel frjálsum framlögum en reikningsnúmerið má sjá hér fyrir ofan. Sorg samfélagsins „Samfélagið er enn í sorg,“ segir Sigurð- ur Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, og bætir því við að samfélagið þurfi sinn tíma til að vinna úr öllum tilfinningunum sem komi upp þegar svona gerist. Margir fagaðil- ar koma að og eru bæði samfélaginu og einstaklingum til halds og trausts eftir því sem við á. Þar á meðal er starfsfólk heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu, skólans og kirkju. „Allt þetta fólk er að vinna í því að þjónusta fólk í tengslum við þetta áfall. Á bænastundinni á sunnudag og samverustundum í skól- anum á mánudag höfum við reynt að vekja athygli fólks á því og hvatt það til að vera óhrætt við að leita ráðgjafar og aðstoðar hjá fagaðilum.“ Rætt við nemendur Samverustundirnar voru liður í sam- félagslegri áfallahjálp þar sem að hluta til var um svipaða athöfn að ræða og á bænastundinni í safnaðarheimilinu á sunnudag. „Flestir höfðu verið þar líka. Farið var yfir staðreyndir málsins og fagfólk var til staðar eftir stundina. Umsjónarkennari Dagbjarts Heiðars ávarpaði hópana og hvatti til sam- stöðu og aukins samstarfs foreldra.“ Í gær voru svo bekkjarfundir í hverjum bekk með umsjónarkennara og gengu prestur og skólastjóri í flestar stofur og áttu stutt samtöl við einstaka bekki. „Nálgunin var auðvitað mis- munandi eftir því hvað börnin voru gömul og hversu nálægt þau stóðu honum Dagbjarti Heiðari. En hér ríkir mikil samúð. Skiln- ingur barnanna er auðvitað mismun- andi eftir aldri þeirra. Börn þurfa líka oft langan tíma til að átta sig á því sem hefur gerst. Þau vinna úr sorg með allt öðrum hætti en foreldrar þeirra.“ Sum eiga erfitt með svefn „Ef maður horfir á hóp í frímínútum þá getur maður eina mínútuna ekki ímyndað sér að harmleikur hafi átt sér stað en aðra stundina sér maður að það ríkir mikil sorg. Þá má eng- inn skilja það sem svo að börnunum standi á sama, þau vinna bara svona úr sorginni, það er eins og þau getið hólfað lífið niður og eigi auðveldara með að skipta um gír. Þegar það koma frímínútur fara þau bara að leika sér. Flest leika sér eins og þau hafa venjulega gert. Önnur eru daprari og með meiri hugsanir. Maður heyrir það á mörgum að það hefur verið erfitt að sofa og sumir hafa átt erfitt með að borða. Það eru eðlileg sorgarviðbrögð, eðlileg viðbrögð við óeðlilegum að- stæðum.“ Leitað leiða til að hjálpa gerendum Eins og komið hefur fram var Dag- bjartur lagður í einelti og aðspurður segir Sigurður Grétar að sum börn- in átti sig á afleiðingum þess. „Mér er kunnugt um að mörgum líður illa og sumir hafa samviskubit og sekt- arkennd af því að þeir gera sér grein fyrir því að þeir hafa verið leiðinlegir við hann. Það er eitt af því sem verð- ur unnið með. Nú er verið að reyna að kortleggja það hvernig hægt er að vanda allan stuðning og þjónustu við þessi börn. Það má ekki skilja það þannig að nú eigi allir að vorkenna þeim en það þarf að hjálpa langvar- andi gerendum eineltis til þess að horfast í augu við það sem gerst hef- ur og vinna úr því svo þeir geti haldið áfram og lagt af ákveðna hegðun. Það er eining um það að vinna hratt og örugglega að því.“ Draumsýn barnsins: „Að það væri aldrei neinn að stríða“ Hann segir að það sé haft að leiðar- ljósi að hér sé enginn feluleikur. „Hér er reynt að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og reynt að takast á við þetta af æðruleysi og kærleika. Við erum staðráðin í því að láta þetta böl snúast til blessunar, það finnur maður á foreldrum hans líka. Það var ágætis- athugasemd sem kom frá einu barni, þessi draumsýn: „Ég vildi að það væri aldrei neinn að stríða.“ Það væri frábært markmið að skól- inn væri stríðnislaus og það er mark- mið sem verðugt er að stefna að, ein- eltislaus skóli. Ég hef séð hversu mikil vinna það er að standa vel að þessum málum. Það eru ákveðnir verkferlar sem skólinn fylgir og það eru heilu teymin í skólanum og mjög margir virkjaðir og sannarlega hefur það skil- að árangri víða. En svo þurfum við enn að leita leiða til að uppræta þetta alveg og þá þurfum við kannski nýjar hug- myndir og ný verkfæri.“ Fjölskyldan finnur fyrir samúð Í raun upplifir hann gríðarlega sam- kennd í skólanum og metnað til að vanda til verka. „Ég held að svona mál hristi upp í öllum skólum. Þrátt fyrir allt upplifi ég ágætan brag. Það er alltaf gleði og kæti í litlu börnun- um en margir eru meyrir og börnin munu örugglega sveiflast upp og nið- ur á næstu vikum. Mörg þeirra teikn- uðu fallegar myndir og minntust hans þannig. Það stendur til að hengja það upp. Svo hafa börn verið að koma á heimili Dagbjarts Heiðars með gjafir, sum hafa búið til kross sjálf. Þannig að fjölskyldan hefur fundið fyrir mikilli samúð.“ var ljúfur drengur n Dagbjartur Heiðar Arnarsson glímdi við einelti n Vinur setur af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem á um sárt að binda n „Við berum öll ábyrgð“ n Enn mikil sorg í Sandgerði n Börn færa fjölskyldunni krossa sem þau hafa búið til sjálf„Við erum staðráðin í því að láta þetta böl snúast til blessunar, það finnur maður á for- eldrum hans líka. Það var ágætisathugasemd sem kom frá einu barni, þessi draumsýn: Ég vildi að það væri aldrei neinn að stríða. Getur þú lagt fjölskyldunni lið? Reikningsnúmer: 0147-05-173 Kennitala: 010874-3789 Dagbjartur Heiðar Arnarsson fæddur 15. febrúar 2000 – dáinn 23. september 2011 Dagbjartur Heiðar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Úttekt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.