Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Qupperneq 13
Erlent | 13Miðvikudagur 28. september 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
B
reskir hermenn í Camp
Bastion-herstöðinni í Af-
ganistan eru látnir horfa á
myndbönd af svívirðilegum
morðum á talibönum.
Myndböndunum er ætlað að bæta
móralinn meðal hermanna. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í nýrri
heimildaþáttaröð, Fighting on the
Frontline, en fyrsti þátturinn var
sýndur á bresku Channel 4-sjón-
varpsstöðinni á mánudagskvöld.
Uppljóstrunin hefur vakið margar
spurningar um framgöngu breskra
hermanna í Afganistan og mikla for-
dæmingu á meðal friðarsinna.
Niðurlægjandi ummæli
Camp Bastion-herstöðin er stað-
sett í Helmand-héraði og er mið-
stöð breska hersins í Afganistan. Þar
eru um 21 þúsund hermenn. Blaða-
menn breska blaðsins Independent
hafa séð brot úr þáttaröðinni, en á
þeim má sjá hermenn koma sam-
an á það sem á íslensku mætti kalla
drápskvöld (e. Kill TV Night). Herfor-
ingi að nafni Andy Farmer brýnir fyr-
ir hermönnum áður en myndbandið
er sýnt að tala ekki um það sem þeir
sjá. „Það sem þið sjáið er ekki til um-
ræðu fyrir utan þetta herbergi. Það
er ekki vegna þess að við höfum gert
eitthvað vitlaust, heldur vegna þess
að við gætum hafa gert eitthvað vit-
laust.“ Og á sjálfum myndböndunum
sjást afganskir ríkisborgarar verða
fyrir loftskeytaárásum Apache-her-
þyrlna, þar á meðal konu sem flug-
menn kalla „snák með brjóst.“
Þeir gleðjast líka
Í þáttaröðinni er einnig viðtal við
herforingjann og ver hann sýn-
inguna á myndböndunum. „Fólk
horfir á þetta og hugsar með sér að
þarna séu ungir menn að skemmta
sér yfir dauða óvinarins. En ég veit
ekki hvort talibanarnir geri eitt-
hvað svipað, en ég er viss um að
þeir gleðjast þegar þeir drepa einn
af okkur,“ segir hann. Ekki stendur á
svarinu þegar hann er spurður hvað
hann haldi að fari um huga upp-
reisnarmanna talibana þegar þeir
sjá Apache-þyrlu nálgast: „Vonandi
30 millímetra byssukúla.“ Hann er
vígreifur þegar hann er spurður út í
veru breska hersins í Afganistan. „Við
erum hér til að sinna ákveðnu verk-
efni. Mér er alveg sama hvort þeim
[talibönum] finnist við vera ósann-
gjarnir. Ef þeir vilja vígbúast og berj-
ast við okkur, þá óska ég þeim góðs
gengis.“
Misheppnuð vera hersins
Andrew Burgin hjá samtökunum
Stop the War fordæmir sýninguna
á myndböndunum. „Það, að bresk-
ir hermenn séu látnir horfa á það
sem kalla mætti „snuff“-myndir,
sýnir fullkomlega hversu misheppn-
uð vera hersins í Afganistan er.“ In-
dependent greinir frá því að sýning
þáttaraðarinnar muni gera það að
verkum að aðgengi utanaðkomandi
aðila, eins og heimildamyndagerð-
armanna, að hermönnum í Afganist-
an verði takmarkað héðan í frá.
n Breskir hermenn í Afganistan horfa á myndbönd af morðum til að
bæta móralinn n Smán breska hersins fullkomnuð, segir friðarsinni„Ef þeir vilja vígbú-
ast og berjast við
okkur, þá óska ég þeim
góðs gengis.
Misheppnað stríð Andrew Burgin gagnrýnir sýningu myndbandanna harðlega.
Skemmta sér yfir
myndum af morðum
Apache-her-
þyrla Á mynd-
böndunum sjást
sams konar þyrlur
og á myndinni hér
að ofan skjóta
talibana til bana.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Afganistan
Fangar vilja
meiri fótbolta
Hópur fanga sem situr á bak við
lás og slá í fangelsi í Suður-Wales á
Bretlandseyjum hefur lagt inn form-
lega kvörtun til fangelsisyfirvalda.
Ástæðan er sú að þeir fá einungis að
horfa á eina fótboltastöð, Sky Sports
1, en vilja einnig fá aðgang að Sky
Sports 2 og 3.
Sú ákvörðun fanganna að kvarta
formlega var tekin eftir að þeir
misstu af leik Brighton og Liverpool
í enska deildabikarnum í síðustu
viku, en kornið sem fyllti mælinn var
þegar þeir misstu af leik Manchester
City og Everton í ensku úrvalsdeild-
inni á laugardag.
David Davies, þingmaður á svæð-
inu, segir í samtali við breska blaðið
Telegraph að hann eigi erfitt með að
vorkenna föngunum vegna meints
knattspyrnuleysis og bendir á að
fjölmargir hafi ekki einu sinni efni á
að kaupa sér áskrift að stöðvunum.
Samkvæmt frétt Telegraph er afar
ólíklegt að föngunum verði að ósk
sinni um fleiri fótboltastöðvar.
Tíu svipuhögg
fyrir að aka bíl
Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt
konu til að þola tíu svipuhögg fyrir
að aka bifreið. Konan, sem kölluð er
Shama, var handtekin í júlí í sumar
í borginni Jeddah, en samkvæmt
lögum í landinu mega konur ekki
aka bifreiðum. Samkvæmt frétt BBC
hefur Shama áfrýjað dómnum. Ekki
alls fyrir löngu voru stofnuð samtök í
landinu, Women2drive, en þau berj-
ast fyrir því að konur fái að taka bíl-
próf. Dómur yfir konunni féll aðeins
tveimur dögum eftir að Abdullah
konungur tilkynnti að konur fengju
að kjósa í fyrsta skipti árið 2015.