Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 28. september 2011 Miðvikudagur
Tillaga Sóleyjar Tómasdóttur:
Borgin inn-
leiðir kynjaða
hagstjórn
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
auglýsa eftir sérfræðingi í kynjaðri
hagstjórn og fjárhagsáætlunar gerð.
Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs
á fimmtudaginn. Sóley Tómasdótt-
ir, fulltrúi Vinstri grænna í borgar-
ráði, bar upp tillögu um að ráðið
yrði í stöðuna til eins árs í fyrstu, en
borgarráð samþykkti með 5 atkvæð-
um að ráða í stöðuna til sex mán-
aða með möguleika á endurskoðun
starfsins og hugsanlega framleng-
ingu. Kynjuð hagstjórn hafði áður
verið innleidd í fjármálaráðuneyt-
inu, fyrst með einu stöðugildi sem
nú er orðin tvö.
Í greinargerð Sóleyjar sem hún
lagði fram í borgarráði þegar hún
bar upp tillöguna segir: „Kynjuð
fjárhagsáætlunargerð snýst um að
greina áhrif fjárútláta á aðstæður og
möguleika beggja kynja og tryggja
að forgangsröðunin nýtist bæði körl-
um og konum til lengri og skemmri
tíma.“
Þá segir Sóley að kynjuð fjárhags-
áætlunargerð hafi haft afar jákvæð
áhrif á stöðu kynjanna þar sem hún
hefur verið innleidd, auk þess sem
hún hafi skilað stórbættri nýtingu
fjármagns. „Innleiðing kynjaðra
áherslna krefst sérþekkingar og tals-
verðrar greiningarvinnu. Til að hægt
sé að fylgja eftir skýrslu Bryndísar
Jóhannsdóttur um þessa vinnu sem
kynnt var í borgarráði á haustmán-
uðum 2010 er mikilvægt að sér-
stakur starfsmaður verði ráðinn til
starfa.“
Sóley segir í samtali við DV að
það sé ekki síður mikilvægt að
borgin ráðist í þetta verkefni en allir
aðrir opinberir aðilar og helst einka-
fyrirtæki. „Það hefur sýnt sig að þar
sem kynjuð fjárhagsáætlunargerð
er viðhöfð og gætt að sjónarmiðum
beggja kynja hefur nýting fjármagns
stórbatnað. Við sjáum þetta í lönd-
um sem hafa innleitt þetta og eru
komin lengra,“ segir hún og nefnir
meðal annars Finnland og Noreg.
„Þetta bætir hagstjórnina bæði
fyrir karla og konur. Almannafé er
betur varið þegar gætt er að þessum
sjónarmiðum. Með þessu er ekki átt
við að 50 prósent fari í karla og 50
prósent fari í konur heldur að áhrif
ákvarðana séu metin svo það sé
tryggt að þær gagnist öllu samfé-
laginu.“
Aðspurð um dæmi við kynjaða
fjárhagsáætlunargerð segir Sóley:
„Uppbygging á ákveðinni fram-
kvæmd kann að virðast vera karl-
læg vegna þess að það eru karlarn-
ir sem koma til með að byggja og
standa í framkvæmdinni sjálfri, en
kemur byggingin þegar hún er risin
til með að nýtast á annan hátt? Það
þarf að taka það inn í myndina líka.
Þetta varðar til dæmis byggingu
Landspítala háskólasjúkrahúss og
byggingu á leikskólum.“
Það hlýtur að vera mjög stórt
og umfangsmikið verkefni fyrir
eina manneskju að ætla að fara
ofan í saumana á allri fjárhags-
ætlunargerð. Sóley segir hins vegar
að kynjuð hagstjórn sé mjög ný
hugsun og hún verði ekki innleidd
á skömmum tíma. „Við ráðum ekki
30 manns til að breyta því hvernig
við vinnum fjárhagsáætlun. Þetta
er verkefni sem þarf að taka í smá-
um skrefum. Starfsmaðurinn byrjar
með ákveðin afmörkuð verkefni og
síðan verður haldið áfram.“
valgeir@dv.is
Á
tök brutust út á Hólmavík
á mánudag þegar félags-
málayfirvöld gerðu tilraun
til að fjarlægja fjögur börn
af heimili sínu. Félags-
málastjóri fór ásamt starfsmanni
barnaverndar í skóla og leikskóla
og fjarlægði börnin að öðrum börn
ásjáandi. Börnin fjögur eru á aldr-
inum fimm til fjórtán ára, en grun-
ur vaknaði hjá lögreglumanni sem
vann í afleysingum á staðnum í
sumar um að faðir barnanna beitti
þau líkamlegu ofbeldi þegar hann
skammaði yngstu dóttir sína að
honum ásjáandi.
Ók í veg fyrir fulltrúa
Elsta barnið, fjórtán ára stúlka,
slapp frá starfsmönnum barna-
verndar og hljóp heim til sín, þar
sem hún tilkynnti föður sínum að
taka ætti þau systkinin af heim-
ilinu. Faðirinn segist hafa átt erfitt
með að greina orðaskil vegna ekka-
soga dóttur sinnar sem var í miklu
uppnámi.
„Hún sagði mér að þau hefðu
verið tekin úr skólanum og það
hefði átt að fara með þau eitthvert
í burtu. Ég keyrði af stað upp í skóla
og mætti konunni. Það voru eng-
in börn í bílnum hjá henni en hún
keyrði í burtu með offorsi og lát-
um. Svo miklum látum að hún var
næstum því búin að keyra framan
á annan bíl. Dóttir mín sagði mér
þá að systir hennar væri í öðrum bíl
sem var fyrir aftan bifreið fulltrú-
ans. Ég náði að aka í veg fyrir hana
og stoppa hana. Ég tók fimm ára og
níu ára dætur mínar út úr bílnum
og fór með þær heim. Konan sem
var með börnin í bílnum kom á eftir
okkur,“ segir faðirinn. Eftir að heim
var komið mættu tveir lögreglubílar
á staðinn ásamt barnaverndarfull-
trúa. Fjölskyldufaðirinn hringdi þá
í lögmann sem stöðvaði aðgerðina.
Börnin fengu áfallahjálp
Móðir barnanna segir þau vera í
áfalli. „Bæði yngsta stelpan og sú
elsta köstuðu upp þegar þær komu
heim, þær voru í svo miklu upp-
námi. Þær titruðu og skulfu. Son-
ur minn hafði verið í leyfi frá skóla
þann daginn en hann var í ferðalagi
með vini sínum og fjölslyldu hans.
Þegar hann kom heim brotnaði
hann saman þegar hann sá ástand-
ið á systrum sínum. Við erum búin
að vera í sjokki eftir þetta og erum
að fara með börnin í áfallahjálp á
eftir.“
Félagsmálastjóri á Ströndum og
í Reykhólahreppi er Hildur Jakob-
ína Gísladóttir, en hún tók við starf-
inu fyrir rúmu hálfu ári. Hún er með
BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum
í Utrecht í Hollandi og Háskóla Ís-
lands, auk þess sem hún hefur
meistaragráðu í viðskiptastjórnun
frá Háskólanum í Reykjavík. Hún
er því ekki félagsráðgjafi að mennt
þó að hún hafi unnið talsvert á sviði
barnaverndar. Foreldrar barnanna
gagnrýna vinnubrögð Hildar Jakob-
ínu og segja aðförina vera harka-
lega og í engu samræmi við ástand
mála.
„Hún bara hlustaði ekki“
Það var síðasta sumar sem lög-
reglumaður sem vann á Hólmavík
í afleysingum tilkynnti um meint
ofbeldi föðurins gegn yngstu dótt-
ur sinni. „Dóttir mín hafði verið
óþekk og ég skammaði hana. Hún
hélt á grjóti í hendinni og gerði sig
líklega til að kasta því í átt að syst-
ur sinni. Ég tók í höndina á henni
og hún lét sig detta. Lögreglu-
maðurinn sá þetta og tilkynnti til
barnaverndar. Það fór eitthvert
ferli í gang en við heyrðum ekkert
í einhverjar vikur.“ Þau fengu síðan
símhringingu frá Hildi Jakobínu
sem boðaði móðurina á fund og
tilkynnti henni að upp væri kom-
ið nýtt mál. Að faðirinn hefði lagt
hendur á fjórtán ára dóttur þeirra.
„Hún sagði mér hvenær þetta atvik
átti að hafa átt sér stað. Ég sagði
henni að það gæti ekki staðist því
það kvöld var dóttir mín ásamt
nokkrum vinum að undirbúa af-
mælisveislu fyrir vin þeirra. Hún
var í félagsskap vina og það eru
bæði foreldrar barnanna og vinir
hennar sem eru til vitnis um það.
En hún hlustaði ekki á mig. Þeg-
ar ég var búin að segja henni að
það væri enginn fótur fyrir því að
maðurinn minn legði hendur á
börnin sín, spurði hún mig hvort
hann beitti mig ofbeldi og hvort
ég væri hamingjusöm. Ég sagði
henni að ég væri ekki beitt ofbeldi
og ég vissi ekki betur en ég væri
hamingjusöm. Hún lét mig svara
spurningalista, en sagði í lokin
á samtalinu að annaðhvort yrð-
um við að fara út af heimilinu eða
maðurinn minn ef hann leitaði sér
ekki sálfræðiaðstoðar. Hún bara
hlustaði ekki.“
Börnin fengu áfall
n Fjölskylda á Hólmavík sakar félagsmálastjóra um
að hafa gengið fram með offorsi í starfi n Börnin
fjarlægð úr leikskóla og skóla n Fengu áfallahjálp
Hanna Ólafsdóttir
hanna@dv.is
Úttekt
Lögreglan Fylgdist með
aðgerðum barnaverndarfulltrúa.
Myndin er frá mánudeginum.