Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 24. október 2011 Mánudagur
Þ
ær kalla sig Gribburnar. Kon-
ur sem hafa átt börn í Gerða-
skóla sem hafa orðið fyrir
einelti sem allar segjast hafa
lent ávegg þegar þær leit-
uðu til skólans vegna vanda barna
þeirra. Eftir að hafa barist hver í sínu
horni ákváðu þær að stofna grúppu
í von um að raddir þeirra heyrðust
betur og erfiðara væri fyrir skólann
að þagga niður í þeim. Þær áttu ekki
erindi sem erfiði og allar hafa tekið
börn sín úr skólanum. Börnunum
líður öllum betur þar sem þau eru í
dag en Gribburnar eru hvergi af baki
dottnar og vilja sjá alvöruúrbætur í
Gerðaskóla.
Kenndi börnum sínum
sjálfsvörn
„Þegar maður hefur á tilfinningunni
að maður sé að senda barnið sitt í
stríð en ekki í skólann, þá er eitthvað
að,“ segir móðir sem hefur átt tvö
börn í skólanum. Konan sem er afar
lítil og smágerð, var sjálf lögð í ein-
elti í skólanum. Hún kenndi börn-
um sínum sjálfsvörn eftir að þau
komu ítrekað heim marin og blá eft-
ir skólafélagana. Hún vill ekki koma
fram undir nafni en við köllum
hana Önnu. „Ég kenndi börnunum
mínum sjálfsvörn og sagði þeim að
lemja frá sér ef ráðist væri á þau.“
Skólayfirvöld voru ekki ánægð með
uppátækið en langþreytt á aðgerð-
arleysi svaraði hún fullum hálsi.
„Ég sagði þeim að þau gerðu ekk-
ert í málinu og börnin mín þyrftu að
geta varið sig fyrir þessum stöðugu
árásum. Mér finnst alveg hrikalegt
að þurfa segja barninu þetta, en mér
fannst ég ekki eiga annarra kosta
völ,“ segir Anna.
Fékk ekki að fara í lesblindupróf
Dóttir Önnu er með mikla lesblindu
og þrátt fyrir að Anna hafi margoft
beðið skólann um að gera á henni
lesblindupróf var það ekki gert. „Mig
minnir að ég hafi fyrst talað um það
við kennarann þegar hún var átta ára.
Þá var hún á eftir jafnöldrum sínum í
námi og mig grunaði að um lesblindu
gæti verið að ræða. Það var aldrei
gert og hún dróst alltaf enn meira á
eftir í námi. Sjálfstraust hennar var
orðið að engu og hún varð fyrir miklu
aðkasti frá skólafélögum. Þegar hún
var í níunda bekk fékk ég í gegn að
hún færi í skóla í Njarðvík. Þegar hún
byrjaði þar gerði sér enginn von um
að hún myndi ná samræmdu próf-
unum. En hún var sett í próf og þar
kom í ljós að hún var með mikla les-
blindu. Hún fékk stuðning þar og al-
gjörlega blómstraði. Hún náði síðan
öllum samræmdu prófunum með
glans,“ segir hún brosandi. Hún bæt-
ir þó við að ef dóttir hennar hefði
fengið viðeigandi stuðning fyrr, hefði
margt getað farið öðruvísi, en dóttir
hennar glímir enn við lágt sjálfsmat
og afleiðingar eineltis.
Hryllilegt að senda
barnið í skólann
Við sitjum á heimili einnar Gribb-
unnar í Garðinum. Þær eru fjórar
saman komnar, ólíkar, en sam-
taka í baráttunni fyrir bættum hag
barnanna. Þær nefna að fjölskyldur
hafi hreinlega gefist upp á ástand-
inu og flutt í burtu til að hlífa börn-
um sínum við frekara einelti. Þær
eru reiðar yfir óréttlætinu sem felst
í því. „Af hverju eigum við að flytja?
Gerendurnir sitja alltaf eftir og svo
er bara næsta fórnarlamb og næsta
fórnarlamb. Hvar er réttlætið í því,“
spyrja þær.
„Það eru margar fjölskyldur bún-
ar að flytja héðan bara út af skólan-
um. Ég segi við fólk: „Ef þið ætlið að
flytja í Garðinn, þá er allt í lagi að
búa hérna en ef þið eruð með börn
á grunnskólaaldri, gleymið því.“
Svo mælir Ragnheiður Ragnars-
dóttir, móðir stúlku sem var nem-
andi í Gerðaskóla í þrjá vetur.
Ragnheiður flutti í Garðinn
2006, þegar dóttir hennar var
tólf ára. „Það byrjaði strax
að ganga illa, en hún þrauk-
aði veturinn. Næsta vetur var
þetta mjög erfitt fyrir hana og
hún lenti í mjög slæmu ein-
elti, bæði frá nemendum og
kennurum. 2008 var þetta orð-
ið skelfilegt.“ Ragnheiður seg-
ir hryllilegt að senda barnið
í skólann og ekki leið sá dag-
ur að hún kom ekki grátandi
heim. „Við ákváðum að flytja
til Danmerkur árið 2009 og hún
hætti í skólanum mánuði áður
en við fórum út. Hún gat ekki meir
og ég ekki heldur. Hún gekk til sál-
fræðings úti í Danmörku og hann
sagði mér að hún væri mjög illa far-
in eftir eineltið.“
Fegin að losna við hana
Fjölskyldan bjó í eitt ár í Danmörku
og áður en þau fluttu heim sótti
Ragnheiður um skóla fyrir hana í
Njarðvík. „Ég sótti um skólann áður
en við fluttum heim svo það væri
öruggt að hún kæmist að þar af því
að hér færi hún aldrei aftur í skóla.“
Dóttir Ragnheiðar er með greining-
ar og þarf mikinn stuðning. „Hún
fékk ekki þá aðstoð sem hún þurfti
á að halda. Ég fór niður í skólann
með blað frá konu sem tók hana í
einhverfupróf á Greiningarstöðinni
og sagði að dóttir mín hefði greinst
á einhverfuprófi. Einu viðbrögðin
sem ég fékk voru á þann veg að dóttir
mín ætti þá væntanlega ekki heima í
þessum skóla. Þau voru síðan dauð-
fegin að losna við hana úr skólanum.
Núna fær hún alla þá aðstoð sem
hún þarf á að halda og bæði kenn-
arar og starfsfólk í Njarðvíkurskóla er
frábært.“
„Ef börnin eru brotin, er
heimilið brotið“
Við förum hringinn og næsta Gribba
segir frá reynslu sinni. Hún heitir
Unnur Grétarsdóttir og er nýbúin að
ganga í gegnum krabbameinsmeð-
ferð. Hárið er byrjað að vaxa aftur
sem og þrótturinn. Sonur hennar er
einn af eineltisþolendum skólans.
„Hann sagði aldrei orð, en þegar
hann kom heim úr skólanum þá var
hann alltaf reiður. Hann fór að kvarta
ítrekað undan magaverkjum og ég
fór með hann til læknis. Þar opnaði
hann sig og sagði frá eineltinu. Þegar
ég fór niður í skóla og ætlaði að ræða
þetta gekk ég bara á vegg. Ég fékk
þau viðbrögð að það væri bara eitt-
hvað að heima fyrir. Það væri ekkert
einelti í skólanum.“
Margrét Hallgrímsdóttir, fjórða
Gribban á fundinum, er hæglát kona
með blíða rödd. Dóttir hennar sem
nú er orðin átján ára gömul greind-
ist með Tourette-heilkenni og á auk
þess við margs konar erfiðleika að
stríða. Áður en hún greindist leitaði
Margrét ítrekað til skólans og óskaði
eftir stuðningi fyrir dóttur sína, sem
ofan á námserfiðleikana lenti líka
í einelti. „Það var erfitt að mæta á
fund þegar það sátu kannski nokkrir
á móti þér og þú fannst að þeir væru
ekki með þér í liði. Það var erfitt, því
ef börnin eru brotin, þá er heimilið
brotið og þar af leiðandi er máttur
heimilisins í rúst. Öll orkan fer í að
hlúa að börnunum og fjölskyldunni.
Að þurfa eiga við skólann í ofanálag,
það er rosalega erfitt.“
Skömmuð af kennaranum
Margrét fór ítrekað grátandi af þess-
um fundum í skólanum. „Einn kenn-
ari dóttur minnar mátti ekki sjá mig
á ganginum í skólanum án þess að
fara að húðskamma mig fyrir að gera
ekki hitt og þetta fyrir stelpuna. Að
ég væri bara löt við að hjálpa dóttur
minni með heimanámið. En ég var
búin að reyna og reyna. Hún kom
heim úr skólanum klukkan eitt og
ég gafst upp kannski klukkan tólf um
kvöldið. Svo næsta haust þegar skól-
inn kom saman þá var fundur með
sálfræðingnum hennar og kenn-
urum og fleiri starfsmönnum skól-
ans og þá kom í ljós að hún á við svo
mikla námsörðugleika að stríða að
ég hefði aldrei getað kennt henni.
Sem betur fer var kennarinn þá hætt-
ur en hann eyðilagði ansi mikið. Svo
greindist hún með Tourette-heil-
kennið og allan pakkann sem fylgir
því nema Asperger-heilkennið.“
Dóttir Margrétar er núna orðin
átján ára og er búin að læra að lifa
með fötlun sinni, en glímir enn við
erfiðleika og hræðslu við gömlu skóla-
félagana. „Í fyrra þurfti ég að sækja
hana til Sandgerðis, en þá var hún
hágrátandi eftir samskipti við krakk-
ana í rútunni sem gengur hérna á
milli. Ég hef stundum spurt sjálfa mig
hvers vegna við fluttum ekki í burtu,
en hvað átti maður að gera? Hérna er
vinnan. Það er ekkert hlaupið að því
að fara eitthvert annað. “
Fermdust einar
„Dætur okkar beggja fermdust ein-
ar,“ segir Ragnheiður og á þá við
dóttur sína og dóttur Önnu. „Bara út
af einelti. Það er ekki auðvelt að vera
foreldri og horfa upp á barnið sitt
fermast eitt út af því það er hrætt um
að verða fyrir einelti af hálfu hinna
krakkanna í kirkjunni. Stelpan mín
fermdist reyndar í Danmörku og þó
svo að krakkarnir þar hafi ekki verið
að gera henni neitt, þá var hún bara
orðin svo hvekkt. Hún var hætt að
treysta jafnöldrum sínum. Hún hefði
líka fermst ein hefði hún verið hér.“
Aðspurðar af hverju svo mikið
einelti sé í skólanum og hvers vegna
það sé látið líðast segja þær erfitt að
svara því en benda á að mikil tengsl
séu á milli kennara og stjórnenda
skólans. „Þetta er pólitík og það
eru mikil tengsl kennara sín á milli.
Þetta er frændur, frænkur og makar
og í sumum tilfellum eru þetta börn
kennara sem eru að leggja í einelti.“
„Þegur maður hefur
á tilfinningunni að
maður sé að senda barn-
ið sitt í stríð en ekki í skól-
ann, þá er eitthvað að.
Gribburnar í Garðinum
berjast gegn eineltinu
n Mæður eineltisþolenda í Gerðaskóla
stofnuðu félag sem kallast Gribburnar
n Ein móðir kenndi börnum sínum sjálfs-
vörn til að verjast einelti í skólanum
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
10 | Fréttir
12. október 2011 Miðvikudagur
Fréttir | 11
Miðvikudagur 12. október 2011
S
igríður Eydís Gísladóttir
var aðeins 11 ára gömul
þegar hún gafst upp á líf-
inu. Eftir margra ára ein-
elti hafði hún fengið nóg. Í
stað þess að leika sér áhyggjulaus
á skólalóðinni með hinum krökk-
unum varð hún fyrir stöðugu að-
kasti skólafélaga, sem sögðu henni
meðal annars að hún væri feit og
ljót og það væri vond lykt af henni.
Þau notuðu ekki bara orð til að
særa og meiða, heldur beittu hana
ítrekað líkamlegu ofbeldi.
Breytinga þörf
Hún safnaði saman og tók inn
verkjatöflur sem hún fann heima
hjá sér í þeim tilgangi að losna við
sársaukann sem hún hafði lifað við
síðan hún flutti sjö ára í litla sam-
félagið í Garðinum. Sem betur fer
vaknaði Sigríður Eydís, sem nú er
tólf ára, af lyfjamókinu en Margrét
Eysteinsdóttir móðir hennar spyr
hversu lengi ástandið í grunnskólan-
um í Garði eigi að viðgangast. Það sé
kominn tími til að skipta um kenn-
ara og stjórnendur í grunnskólanum.
„Að fá fólk sem er tilbúið að takast á
við það sem skiptir mestu máli í líf-
inu. Að koma börnunum í gegnum
skólann án þess að þau skaðist alvar-
lega á sálinni eða jafnvel sálgi sér.“
Eineltið sem dóttir hennar varð
fyrir var alvarlegt. Margrét sem sjálf
varð fyrir einelti í æsku segir hræði-
legt að horfa upp á börnin sín ganga
í gegnum sömu reynslu.
Flytja til að flýja eineltið
Sonur Margrétar, sem nú er 17 ára,
var einnig lagður í einelti í grunn-
skólanum en að mati skólanefndar
Gerðaskóla í Garði eru eineltismál
og líðan nemenda með öllu óviðun-
andi. 13,3 prósent nemenda segjast
verða fyrir einelti oftar en tvisvar til
þrisvar í mánuði sem er um helmingi
hærri tala en á landsvísu. Undanfar-
ið hafa nokkrar fjölskyldur ekki séð
sér annan kosta fært en að flytjast
með burt með börn sín „til að forða
þeim frá áralöngu einelti og í sam-
tölum sínum við bæjaryfirvöld lýst
sárum vonbrigðum yfir viðbrögðum
og aðkomu skólayfirvalda að þeim
vanda sem börn þeirra voru stödd í,
“ eins og segir orðrétt í bókun D-lista
í fundargerð.
Gerðu lífið óbærilegt
Í bréfi sem Margrét skrifaði til skóla-
nefndar lýsir hún reynslu sinni af
skólanum og vonbrigðum sínum
með hvernig skólinn tók á eineltis-
málum barnanna sinna tveggja: „Ég
flutti hingað með fjölskyldu mína
haustið 2006, og var þá með tvö börn
á grunnskólaaldri, sjö og tólf ára.
Mér leist ágætlega á skólann þegar
ég sótti um skólavist fyrir börn-
in mín. Uppi á veggjum héngu alls
kyns merkingar varðandi virðingu,
ábyrgð, réttlæti, góða umgengni og
fleira. Mér virtist sem aðbúnaður
væri góður, og taldi að vel yrði fylgst
með börnunum mínum. Tekið yrði
á þeim málum sem upp kynnu að
koma hverju sinni af réttlæti og virð-
ingu.
Mikið skjátlaðist mér þar. Ég gerði
umsjónarkennara drengsins míns
grein fyrir því að hann væri í áhættu-
hópi varðandi það að lenda í einelti.
Hann var jú búinn að fá greiningu
þess eðlis að hann væri ofvirkur með
athyglisbrest, og allt hans lundarfar
var með þeim hætti að auðvelt væri
að gera hann að skotspæni skóla-
félaganna.
Þáverandi kennari hans fylgdist
vel með honum og hjálpaði honum
töluvert. En þegar að því kom að
annar kennari tók við bekknum
Reyndi að svipta sig
lífi í kjölfaR eineltis
n Móðir segir skólastjóra og kennara þagga niður eine
lti n Dóttir hennar
ítrekað orðið fyrir aðkasti og verið barin n Fær martra
ðir og vaknar grátandi
hans var allt annað uppá teningn-
um. Bekkjar félagar hans og ýmsir
aðrir skólafélagar tóku til óspilltra
málanna og gerðu honum lífið allt
að því óbærilegt, bæði í skólanum
sem og utan hans. Gekk þetta svo
langt að þáverandi umsjónarmaður
félagsmiðstöðvarinnar hér hringdi í
mig til að fá mig í viðtal vegna upp-
ákomu sem átt hafði sér stað þar inn-
an veggja.“
Sonurinn þraukaði
Uppákoman var sú að nokkrir dreng-
ir í félagsmiðstöðinni höfðu gert
sér að leik að espa son hennar upp
svo hann varð frávita af reiði. Þeir
tóku reiðikastið upp á myndband
með síma eins þeirra og settu á
internetið.
„Þá talaði ég við lögregluna. Þeir
vísuðu mér á barnaverndarnefnd,
en ég ákvað að fara ekki þá leið því
sonur minn vildi það ekki. Ég mátti
ekkert gera, því hann var hræddur
um að ástandið myndi versna. Ég
varð við beiðni hans með þetta sem
ég hefði eftir á að hyggja ekki átt að
gera, því engum á að líðast að koma
svo illa fram við nokkurn mann
eins og gert var gagnvart honum.
Og skipti engu máli þó ég talaði við
viðkomandi foreldra, börnin þeirra
gerðu ekkert svona.
Hann kláraði skólann hérna,
þraukaði það, enn hann verður alla
tíð með ör á sálinni. Það sem hjálp-
aði honum er að hann hefur alla tíð
náð að ræða málin mjög opinskátt
við mig. Hann kemur alveg þokka-
legur út úr þessu, en hann er vina-
fár. Hann fer mjög lítið út fyrir húss-
ins dyr því hann kærir sig ekkert um
að mæta þessu fólki.“
Hrikalegt ofbeldi
Lýsingar á ofbeldinu sem dóttir
hennar, Sigríður Eydís, varð fyrir í
skólanum eru hrikalegar. Stöðugar
aðfinnslur varðandi útlit og klæða-
burð. Hún væri feit og hún væri ljót,
hún væri hóra.
„Það var hræðilegt orðbragð á
þeim og það gekk svo langt í hitteð-
fyrrasumar að einn bekkjarfélagi
hennar réðst á hana og veitti henni
það mikla áverka að ég fór og fékk
áverkavottorð fyrir hana. Síðasta
veturinn sem hún var í skólanum
var hún slegin niður í frímínútum
á skólalóðinni og var sparkað án af-
láts í magann á henni og bringspal-
irnar. Ég var kölluð úr vinnu til að
sækja hana og fara með hana niður
á slysavarðstofu.
Skólastjórinn og kennarinn
hennar stóðu fyrir mér í fimm mín-
útur og báðu mig um að gera sem
minnst úr þessu. Hvers konar fólk
er það sem vinnur í þessum skóla
og heldur hlífiskildi yfir þeim sem
að ganga fram með svona ofbeldi
gagnvart öðrum nemendum? Ég
vil meina að þetta fólk sé ekki starfi
sínu vaxið og eigi að vinna annars
konar vinnu.“
Margrét nefnir fleiri dæmi um
líkamlegt ofbeldi: „Það var ráðist
á hana utan skóla svo svakalega af
bekkjarbróður hennar að ég þurfti
að fara með hana til læknis. Hún
var með mikla og ljóta áverka á hálsi
eftir kyrkingartak, tognuð og mar-
in á bringubeinum og baki. Ég tal-
aði við móður drengsins sem réðst á
hana og hún sagði dóttur mína hafa
byrjað. Það eitt skipti konuna máli;
hver byrjaði en ekki alvarleiki árás-
arinnar.“
Þunglynd með sjálfsvígshugs-
anir
Að lokum var ástandið orðið þann-
ig að hún sá sér ekki fært að hafa
stúlkuna í skólanum lengur. „Við
fórum af stað í að reyna að fá hana
flutta um skóla í byrjun skólaárs í
fyrra. Við vorum beðin um að bíða
aðeins, að það yrði tekið á þessu
máli. Það yrði fylgst með og ein-
eltisteymið yrði sett í gang með
Olweusar-áætlunina. Það ætti að
halda bekkjarfundi og fræðslu-
fundi í bekknum um einelti, en það
var ekkert gert. Ekki neitt.
Þegar steininn tók loksins úr
sendi ég samhljóðandi tölvu-
póst bæði á skólastjórann og Ás-
mund Friðriksson, bæjarstjóra í
Garði, og hótaði að fara með málið
„Það var ráðist á
hana utan skóla
svo svakalega af bekkj-
arbróður hennar að ég
þurfti að fara með hana
til læknis.
Hanna Ólafsdóttir
hanna@dv.is
Viðtal
„Hún var orðin mjög
þunglynd og kom-
in með sjálfsvígshugs-
anir sem reyndar höfðu
gengið svo langt að hún
gleypti töluvert af verkja-
lyfjum til þess að reyna
að enda líf sitt, af því að
enginn virtist vilja hjálpa
henni.
Berjast gegn einelti Margrét Eysteins-
dóttir og Sigríður Eydís Gísladóttir segja
ástandið í Gerðaskóla í Garðinum ólíðandi.
N
ei, við verðum ekki vör við
það,“ segir Pétur Brynj-
arsson, skólastjóri Gerða-
skóla, aðspurður hvort
hann sé meðvitaður um
eineltisvandamál í skólanum. Pét-
ur segir skólann þátttakanda í Ol-
weusar-verkefninu og vinni öflugt
starf í tengslum við það.
Þarf að skýra hugtakið einelti
betur
„Það verður Olweus-könnun í
nóvember og niðurstöður úr henni
verða sendar út. Við höfum í gegn-
um tíðina verið að mælast með frá
átta til þrettán prósent.“ Þar á Pétur
við að það hlutfall barna í 4. til 10.
bekk sem segist upplifa einelti oftar
en tvisvar til þrisvar í mánuði. Fram
hefur komið í fjölmiðlum að það
hlutfall sé næstum helmingi hærra
en það sem mælist á landsvísu. Að-
spurður hver sé skýringin á því að
hlutfallið mælist hærra þar en ann-
ars staðar segir hann: „Við teljum að
það sé margt sem bendi til þess að
við þurfum að skýra hugtakið betur
og kalla einelti það sem það er og
við höfum verið að vinna í því. Það
var foreldradagur um daginn og þá
lögðum við könnun fyrir foreldra og
nemendur. Við spurðum hvert ein-
asta foreldri og hvert einasta barn í
einstaklingsviðtölum hvort að við-
komandi yrði fyrir einelti eða hvort
það vissi um einhvern sem hefur
orðið fyrir einelti. Við erum ekki
búin að taka saman heildarniður-
stöðuna en erum að vinna í því í
dag. Okkur sýnist svona fljótt á litið
að það séu mjög fáir sem svara því
játandi. Við munum kanna öll þau
tilvik sem tilkynnt hafa verið en það
er ljóst að við höfum unnið áfanga-
sigur og við munum ekki unna okk-
ur hvíldar fyrr en en við höfum upp-
rætt vandamálið.“
Einelti ekki vandamál
Pétur segir töluna ekki gefa gefa
rétta mynd af ástandinu í skólan-
um. „Þetta er allt of há tala, en það
er erfitt að segja að hún sé ekki
sönn. Þetta er það sem kemur út
úr viðurkenndri könnun.“
Hann segir einelti því ekki vera
vandamál í skólanum. „Alls ekki.
En eitt tilfelli er auðvitað einu til-
felli of mikið, en miðað við þá
miklu vinnu sem lögð er í þessi
mál hér í skólanum þá finnst mér
þetta óviðunandi tala og það sem
við erum að vonast eftir að sjá í
næstu könnun er að við séum að
vinna á þessum málum. Ef þessi
prósenta verður á svipuðum slóð-
um þá er eitthvað að þessum
verkferlum og þá þurfum við að
taka málið til skoðunar alveg frá
grunni, því eins og ég segi þá er
unnið alveg gífurlega öflugt starf
í þessum málum. Þess má geta
að í sjálfsmatskönnun sem unnin
var í mars í fyrra sögðust 95 pró-
sent nemenda í 6. til 10. bekk allt-
af eða oftast líða vel í skólanum.
Okkur finnst skólabragurinn góð-
ur svona almennt séð.“
Segir einelti ekki
vera vandamál
n Segir niðurstöðu úr eineltiskönnun ekki
gefa rétta mynd n Segir skólabrag góðan„Við teljum að það
sé margt sem
bendi til þess að við þurf-
um að skýra hugtakið
betur og kalla einelti það
sem það er og við höfum
verið að vinna í því.
í fjölmiðla. Þá var kallaður saman
fundur með Ásmundi, skólastjóra,
umsjónarkennara og einum öðr-
um.
Þau höfðu ekkert gert gert í mál-
inu fram að því. Ekkert. Nema að
barninu mínu leið stöðugt verr og
verr. Hún var orðin mjög þunglynd
og komin með sjálfsvígshugsanir
sem reyndar höfðu gengið svo langt
að hún gleypti töluvert af verkjalyfj-
um til þess að reyna að enda líf sitt,
af því að enginn virtist vilja hjálpa
henni. Ekki fyrr en þessi fundur var
haldinn með bæjarstjóranum, að
hans frumkvæði. Ásmundur barði
í borðið og sagði hingað og ekki
lengra og við fengum hana flutta í
skóla í Keflavík.“
Margrét segir Ásmund með því
hafa bjargað dóttur hennar úr helj-
argreipum eineltis og er honum
ævinlega þakklát. „Ef það hefði ekki
verið fyrir hann þá veit ég hreinlega
ekki hvort hún væri á lífi í dag.“
Vaknar um nætur og grætur
Dóttir Margrétar sem nú er tólf ára
gömul blómstrar í nýja skólanum.
Hún er farin að brosa á ný, fær ekki
jafnmiklar martraðir líður ögn bet-
ur með sjálfa sig.
Í nýja skólanum fær hún ekki að
heyra að hún sé ljót, feit hóra, eða
að hún sé ógeðslega lyktandi og
það sem meira er það er ekki geng-
ið í skrokk á henni. Hún er þó enn
að kljást við afleiðingar eineltisins.
„Það er mikil reiði og sársauki í
henni. Ég er búin að biðja um sál-
fræðiaðstoð fyrir hana því hún þarf
aðstoð við að vinna úr þessu. Það
koma nætur þar sem hún vaknar
og grætur. Það koma kvöld þar sem
hún getur ekki sofið af því henni
líður svo illa. Þá fer hún að hugsa
til baka. Ef að hún sér þessa krakka,
þá hrekkur hún í baklás. Þetta er
ekkert auðvelt. Ég veit ekki hvort
að hún eigi eftir að bera þess fylli-
lega bætur að hafa verið í þessum
skóla.“
Sömu krakkarnir ennþá að
Þrátt fyrir að Sigríði Eydísi sé vel
tekið í nýja skólanum er vanda-
málið ennþá til staðar í Garðinum.
Sömu krakkarnir veitast að henni
þegar þeir sjá hana úti fyrir í bæn-
um og fyrir stuttu gengu skilaboð
þeirra á milli á Facebook um að
safnast ætti saman og lemja hana
fyrir utan gamla skólann hennar.
„Í dag eru þessi sömu börn og
áreittu dóttur mín hér í skólanum
enn að kvelja hana. Ef dóttir mín
fer hér í sund og eitthvað af þeim
eru í sundi er hún áreitt. Ef dóttir
mín fer á skólalóðina að leika sér
og eitthvað af þessum börnum er
þar er hún áreitt. Hún kom óða-
mála heim um daginn og sagði mér
að þrjár stelpur, sem höfðu mikið
verið að atast í henni í skólanum,
hefðu komið, tekið utan um hana
og og beðið hana afsökunar á því
hversu leiðinlegar þær hefðu verið
við hana.
Daginn eftir fékk hún skilaboð á
Facebook frá einni þeirra, sem bað
hana um að koma niður í skóla til
að ræða málin. Hún var hjá vin-
konu sinni en fór niður í skóla til
að hitta þær. Þetta var um kvöld-
matarleytið og ég hringdi í vinkonu
hennar sem sagði mér að hún hefði
farið niður í skóla.
Það var eitthvað sem sagði mér
að fara af stað og leita að henni.
Þegar ég kom niður í skóla sá ég
bara þrjár stelpur svo ég keyrði
hring í kringum skólann. Þá sá ég
heilan hóp af krökkum standa við
íþróttahúsið og dóttur mína koma
hjólandi. Ég fór út úr bílnum og
hóaði í hana og hún sagði mér að
þarna væru tíu manneskjur og það
ætti að fara að lemja hana.
Þá var málið það að það átti að
espa hana upp í slagsmál og lúskra
síðan á henni. Þau voru búin að láta
boð ganga á Facebook og í gegnum
SMS að hittast þarna því núna ætti
að taka hana í gegn. Það vildi bara
svo ótrúlega vel til að ég kom að
þeim og gat stöðvað það sem var í
uppsiglingu.“
Agaleysi og foreldravandamál
Hún vill kalla þetta foreldravanda-
mál því hegðun barnanna endur-
speglar það sem fyrir þeim er haft.
„Ég vil kalla þetta foreldravanda-
mál. Börn eru auðvitað inni á sín-
um heimilum og hlusta á foreldra
sína tala um annað fólk og önnur
börn.
Ef foreldrar tala um annað fólk
og önnur börn á þann hátt að ein-
hver sé ekki nógu fínt klæddur, eigi
ekki nógu fínt hús, flott föt, nógu
flottan bíl eða guð má vita hvað,
þá fara börnin með þetta með sér
þangað sem þau eru að fara, hvort
sem það er skólinn eða annað. Ég
held að börn séu almennt séð ekki
nógu vel upp alin. Þau eru dóna-
leg og ókurteis og þeim finnst þetta
bara allt í lagi.“
Fleiri börn lögð í einelti
Fjölskyldan hefur íhugað að flytja í
burtu en eins og staðan er í húsnæð-
ismálum eru þau hálfföst að sögn
Margrétar. Hún fær enn fréttir af
börnum sem líður illa vegna einelt-
is í Gerðaskóla og vill sjá breytingu.
„Ég myndi vilja sjá nánast skipt
um alla kennara og skólastjóra
hérna í skólanum. Mér finnst að hér
þurfi að moka út og setja allt nýtt
inn. Ég vil þó taka fram að í skólan-
um eru góðir kennarar inni á milli
en þeir líta undan og staðhæfa það
að þeir verði aldrei varir við neitt.
En eins allflestir vita er einelti, sama
hvort það er á vinnustað eða í skóla,
svo mikið falið fyrir þeim sem á að
fylgjast með.
Í staðinn fyrir að þræta fyrir að
svona sé í gangi, þá ættu þeir að láta
barnið njóta vafans og standa með
barninu. Fólk ætti að horfa í spegil
og spyrja sig hvort það sé virkilega
orðið svo dofið á sálinni að börn
skipti það engu máli, þó að það séu
annarra manna börn.“
Gerðaskóli Pétur Brynjarsson, skólastjóri Gerðaskóla í Garði, s
egir skólann vinna ötult starf í baráttu við einelti.
12. október sl.