Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Page 3
Fréttir | 3Mánudagur 24. október 2011 n Þingmaður Sjóræningjaflokksins kynnir framúrstefnulegt lýðræði fyrir borgarstjóra n Skrifa undir „yfirlýsingu um ekkert“ í Höfða C hristopher Lauer var í síðasta mánuði kjörinn á þing Berl­ ínarborgar fyrir Sjóræningja­ flokkinn – Pirate Party, sem kom öllum á óvart og fékk 8,9% atkvæða í kosningunum. Það tryggði flokknum 15 þingmenn á þingi Berl­ ínar. Sjóræningjaflokkurinn hefur vaxið gríðarlega síðustu mánuði og skiptir fjöldi meðlima hans tugum þúsunda. Flokkurinn á uppruna sinn á netinu og barðist í upphafi fyrir upp­ lýsingafrelsi og frelsi til að deila höf­ undarréttarvörðu efni á netinu. Hann hefur hins vegar þróast út í að berjast fyrir framúrstefnulegum hugmynd­ um um lýðræði í gegnum netið. Christopher var hér á landi um helgina til þess meðal annars að hitta Jón Gnarr borgarstjóra og á föstu­ daginn undirrituðu þeir „yfirlýsingu um ekkert“ í Höfða. „Þetta er yfirlýs­ ing um ekkert og við erum að ögra því hvernig stjórnmálamenn skrifa undir stórar yfirlýsingar við hátíðleg tilefni sem síðan er stungið ofan í skúffu og fimm árum síðar rifja menn þær upp og segja: Manstu hvað við ætluðum að gera þarna?“ Christopher segir að það sé einfaldlega heiðarlegra að standa svona að málum. Margt líkt og í Besta flokknum „Ég er 27 ára og hef búið í Berlín síðan 2005. Ég var að læra sagnfræði með áherslu á vísindi og menningu. Ég vann sem vörustjóri hjá hugbúnað­ arfyrirtæki og hjá Sjóræningjaflokkn­ um síðan 2009. Þegar ég var í Kína í eitt ár kviknaði áhugi minn á því að stofna Sjóræningjaflokkinn. Þar ertu með einræðisþjóðfélag, en þar get­ urðu keypt allt það sama og á Vestur­ löndum en margir hlutir eru bann­ aðir. Í Þýskalandi búum við ekki við fullt upplýsingafrelsi, sumar netsíður eru lokaðar og umræður um þessi mál urðu kveikjan að flokknum,“ segir Christopher. Það er margt líkt með Besta flokknum í Reykjavík og Sjóræningja­ flokknum í Berlín. „Fólk hélt oft að við værum bara grínframboð en kosn­ ingabaráttan var ekki mjög skemmti­ leg. Við reyndum samt að brjóta upp staðalímyndir stjórnmálamanna. Baráttumál okkar hafa fengið fólk til þess að trúa því að við munum ná fram raunverulegum breytingum á þinginu. Ástandið í Þýskalandi er ekki eins slæmt og hér Íslandi, en ég er viss um að það muni versna. Fólk vill breytingar á stjórnmálum og hvern­ ig stjórnmálamenn koma fram hver við annan. Til dæmis var einn fram­ bjóðandi okkar spurður um skulda­ stöðu Berlínar. Ég held að hún sé um 63 milljarðar evra – svo við erum eig­ inlega á hausnum – en frambjóðand­ inn svaraði því að hún væri örugglega ekki nema nokkrar milljónir evra! Venjulega hefði frambjóðandi verið tekinn í bakaríið fyrir svona málflutn­ ing. En við sögðum alltaf að ef við vissum ekki eitthvað þá myndum við bara gúggla það,“ segir Christopher og bætir við: „Það er margt líkt með okk­ ar herferð og herferð Besta flokksins án þess að við höfum verið að reyna að herma eftir honum.“ Hugsuðu til Jóns Christopher og hinir þingmennirnir hittu Jón Gnarr borgarstjóra í tvígang á meðan þeir voru hér á landi. Hann segist hafa hugsað til Besta flokksins og árangurs hans þegar hann stóð í kosningabaráttunni í Berlín í sumar. „Einhver sagði mér að ég yrði að hitta Jón og ég er svo hvatvís að ég hringdi beint í Heiðu Kristínu Helgadóttur og hún bauð okkur að koma í október. Það fyndna við þetta er að hún sagði mér að Jón væri einnig að hugsa til Sjóræningjaflokksins og að hann væri virkilega ánægður með árangur okkar í kosningunum. Hann vildi líka hitta okkur.“ Sem fyrr segir stendur Sjóræn­ ingjaflokkurinn ekki bara fyrir hug­ myndum um að allir megi hlaða nið­ ur höfundarréttarvörðu efni af netinu án þess að borga fyrir það. Flokkurinn hefur hannað framúrstefnulegt lýð­ ræðiskerfi á netinu, sem er blanda af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Þeir komu einmitt hingað til lands í tilefni af því að Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum samráðsvefnum betri­ reykjavik.is, þar sem íbúar geta kosið um tillögur sem fara síðan inn á borð borgarfulltrúanna. Kerfi Þjóðverjanna heitir á ensku „Liquid feedback“. „Við sýndum þeim sem standa fyrir betrireykjavik.is okkar hugmyndir og þeir voru mjög áhugasamir,“ segir Christopher. Framúrstefnulegt lýðræði Þingmaðurinn ungi segir að í ein­ földu máli geri Liquid feedback fólki kleift að blanda saman beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Hið síðarnefnda sé orðið býsna úrelt og hafi raunar lítið breyst frá því kjörnir fulltrúar riðu á hestum til höfuðborganna og settust á þing. „Með tilkomu internetsins höf­ um við tækifæri til að leyfa öllum sem vilja að taka þátt í stjórnmálum. Við höfum flatan strúktúr í flokknum okk­ ar. Það er engin forysta í flokknum og því notum við þetta fyrirkomulag. Við komum af internetinu og við notum strúktur netsins.“ Allir meðlimir flokksins fá aðgang að vefnum og síðan getur ákvarðana­ takan orðið bæði einföld og flókin. Meðlimir koma með tillögur um allt frá því hvar þeir borði næstu mál­ tíð til flóknari hluta. „Fólk setur það sem það vill helst gera í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Síðan fækkar hug­ myndunum og aðeins þær vinsæl­ ustu komast áfram. Á endanum met­ ur kerfið þá tillögu sem fær mestan stuðning.“ Hann bendir á að til þess að svona kerfi fari ekki úr böndunum sé aðeins uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni leyfð. Umræða á netinu eigi það til að vera mjög upphrópunarkennd þar sem sem margir vilji bara æsa aðra upp. „Við útilokum slíka umræðu og gefum þeim ekki athygli sem vilja vera með leiðindi.“ Framselja atkvæði Þegar flokkurinn fundar setja flokks­ menn allar hugmyndir sínar fyrst inn á vefinn. Á nokkrum dögum þró­ ast umræðan um málefnin og þeg­ ar kemur að fundinum er ljóst hvaða málefni eru vinsælust meðal flokks­ manna. Kerfi þessa byltingarkennda stjórnmálaflokks býður líka upp á hefðbundið fulltrúalýðræði. Treysti flokksmenn sér ekki til þess að taka málefnalega afstöðu til ýmissa mála, svo sem flókinna viðfangsefna á borð við efnahagsmál, geta þeir framselt atkvæði sitt til þeirra sem hafa meiri þekkingu á málaflokknum. „Fólk er valið út frá verðleikum en ekki af því að það á mikla peninga,“ segir hann. Christopher telur að Íslendingar hafi stórt tækifæri til þess að innleiða slíkar hugmyndir vegna fámennis. „Íslendingar hafa frábært tækifæri til að innleiða svona beint lýðæði. Þátttakan er lykilatriði og að stjórn­ völd taki þetta alvarlega. Hugmyndin gengur út á að búa til sterkt kerfi gegn eiginhagsmunum og leggja frekar áherslu á hagsmuni fjöldans.“ Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Íslendingar hafa frábært tækifæri“ Christopher Lauer „Fólk vill breytingar á stjórnmálum og því hvernig stjórnmálamenn koma fram hver við annan.“ Mynd EyÞór ÁrnaSon Valdir foreldrar tóku könnun Margrét vill meina að taka þurfi starfsfólk skólans til gagngerrar endur skoðunar „Til þess að skóla­ starf hérna gangi eins og hjá al­ mennilegu fólki og börn geti mætt í skólann án þess að vera hreinlega á kvíðastillandi lyfjum þarf að hreinsa út úr skólanum frá a til ö. Bæði starfs­ fólk og kennara. Fyrr gengur þetta ekki. Maður veltir fyrir sér hversu mörg börn hérna í Garðinum séu komin á kvíðastillandi lyf bara til að geta mætt í skólann.“ Vandamálið er rótgróið að þeirra mati og þrátt fyrir að nýir og vel­ meinandi kennarar taki til starfa í skólanum, hrökklist þeir oftar en ekki í burtu. „Það koma nýir kenn­ arar hingað, með góðan vilja en þeir hrökklast í burtu. Þeir þola ekki álag­ ið og gefast upp fyrir kennurum og starfsfólki sem hafna alfarið að eitt­ hvað sé að í skólanum.“ „Svo flagga þau alltaf þessari Olw­ eusaráætlun en vita ekkert út á hvað hún gengur.“ Anna segir niðurstöð­ ur nýjustu eineltiskönnunarinnar ekki marktækar, en þá könnun hef­ ur skólann vitnað í til að sýna fram á að vandamálið sé ekki eins mikið og fyrri kannanir hafa sýnt. „Síðasta ein­ eltiskönnun fór þannig fram að það voru valdir foreldrar sem voru spurð­ ir hvort börnin þeirra væru lögð í einelti og kennarinn krossaði við á einhverju blaði hjá sér. Þannig fór sú könnun fram,“ segir Anna og það er augljóst að hún er ekki hrifin af vinnubrögðum skólans. Ein bætir við að hún hafi fengið þær fréttir úr skól­ anum að deildarstjóri sem er í ein­ eltisráði skólans hafi upplýst krakk­ ana um að sögurnar og þessi viðtöl sem birtust í fjölmiðlum um eineltið í skólanum væri bara lygi og upp­ spuni. „Þannig að þau skyldu ekkert vera að hafa áhyggjur af þessu. Það á að þagga þetta niður eins og allt ann­ að í skólanum.“ Funduðu saman Mæðurnar segja að talað hafi ver­ ið niður til þeirra og þær ekki tekn­ ar trúanlegar þegar þær leituðu til skólans. Þess vegna hópuðu þær sig saman í von um það myndi að styrkja málstað þeirra. Þær hittust fyrst í desember 2007 en þá höfðu þær allar fengið nóg af samskiptum sínum við skólann. Margrét rifjar upp aðdraganda þess að Gribburnar voru stofnaðar. „Það komu heim til mín mæður sem voru búnar að heyra af okkar löngu baráttu við skólann og spurðu mig og manninn minn hvort við vild­ um gera eitthvað, efla samstöðu á meðal foreldra. Á innan við viku var þessi hópur kominn. Við erum upp undir tíu í hópnum en margir er fluttir annað. Við hittumst og sögð­ um okkar sögur. Við fórum síðan heim í áfalli. Hópurinn ákvað að fara á fund í Skólamálaskrifstofu í Keflavík og segja sína sögu þar. Fulltrúi skrif­ stofunnar talaði við skólann og í framhaldi af því voru þær boðaðar á fund í Gerðaskóla þar sem átti að ræða við þær allar, hverja í sínu lagi. Hópurinn ákvað hins vegar að mæta saman á fundinn. Tilgangurinn ekki stríð „Við mættum á fyrsta fundinn öll saman ásamt tveimur feðrum. Því var tekið eins og við ætluðum að fara í stríð við skólann, en það var aldrei tilgangurinn. Eina krafa okkar var sú að börnin okkar fengu þá aðstoð og annað sem þau þurftu. Það sem þau eiga rétt á,“ segir Margrét. Síðan þá hefur ekki mikið þokast fram á við. Frá því Gribburnar stofn­ uðu hópinn hefur nýr skólastjóri tekið við en þær segja ástandið það sama. Pétur Brynjarsson, núverandi skólastjóri Gerðaskóla, sagði í sam­ tali við DV á dögunum að hann teldi einelti ekki vera vandamál í skólan­ um og að kannanir sem sýna óvenju­ hátt hlutfall eineltis ekki vera réttar. „Við höfum einu sinni farið sem hópur og talað við Pétur skóla­ stjóra en við fengum litlar undir­ tektir. Hann og aðstoðarskólastjór­ inn töluðu til okkar af fyrirlitningu að okkur fannst og við fengum þau skilaboð að það yrði engin samvinna með þessum hópi. Við skyldum fara þessar leiðir sem eru boðaðar, það er, í gegnum bekkjafulltrúa, foreldraráð og annað í þeim dúr.“ Þá leið segjast þær ekki geta farið þar sem oft væru þeir aðilar foreldrar gerenda einelt­ is og ættu því erfitt með að setja sig í spor foreldra þolenda. „En við ætl­ um ekki að gefast upp,“ segir Mar­ grét. „Börnin eiga betra skilið.“ Gribburnar í Garðinum berjast gegn eineltinu Gribburnar Þær Unnur Grétarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Margrét Hall- grímsdóttir eru hluti af Gribbunum sem eru hópur mæðra eineltisþolenda í Gerðaskóla. Mynd SiGTryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.