Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2011, Side 6
6 | Fréttir 24. október 2011 Mánudagur
K
ristinn Aðalsteinsson fjár-
festir, sem er sonur Aðal-
steins Jónssonar eða Alla
ríka eins og hann var gjarn-
an kallaður, hefur fjárfest í
nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem
seld hafa verið eftir hrunið árið 2008.
Meðal þeirra eru MP banki, Securitas
og Límtré Vírnet í Borgarnesi. Krist-
inn auðgaðist um í kringum 2 millj-
arða króna árið 2007 þegar hann seldi
hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Eskju
á Eskifirði.
Eskja er í grunninn útgerðarfyrir-
tæki sem Aðalsteinn faðir Kristins
lagði hornstein að árið 1960 þegar
hann eignaðist meirihlutann í Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar. Fyrirtækið hef-
ur æ síðan verið í eigu fjölskyldu Að-
alsteins að öllu leyti eða að hluta.
Samkvæmt opinberum upplýsing-
um um stærstu kvótaeigendur lands-
ins er Eskja þar í átjánda sæti með
1,33 prósent af heildarkvóta landsins.
Aðalsteinn Jónsson lést í apríl 2008,
86 ára að aldri. Dóttir Aðalsteins,
Björk, og maður hennar, Þorsteinn
Kristjánsson, eru í eigendahópi Eskju
í dag ásamt olíufélaginu Skeljungi og
Tryggingamiðstöðinni.
Til London og aftur heim
Dramatískar hræringar voru í eig-
endahópi Eskju á árunum fyrir ís-
lenska efnahagshrunið þegar Krist-
inn og sonur Bjarkar, Elfar, sem Alli
ríki ættleiddi, seldu sig út úr útgerðar-
félaginu fyrir samtals á fjórða milljarð
króna. Báðir héldu þeir til Lundúna í
kjölfarið.
Upphaflega stóð til að Guðmundur
Kristjánsson í Brimi keypti hlut Krist-
ins í Eskju en skyldmennum Kristins
leist ekki á það. Guðmundur hafði
stundað það áður en þessi staða kom
upp að kaupa útgerðarfélög á lands-
byggðinni, meðal annars Básafell á
Vestfjörðum, og færa aflaheimildirnar
yfir í önnur fyrirtæki í öðrum byggð-
arlögum. Úr varð að systir Kristins,
Björk, og maður hennar, Þorsteinn,
keyptu hlut Kristins í Eskju ásamt
Tryggingamiðstöðinni og Skeljungi í
gegnum eignarhaldsfélagið Bleiksá.
Kristinn hefur búið í Lundún-
um síðan þetta gerðist og er skráð-
ur til heimilis þar í landi samkvæmt
Þjóðskrá. Frá árinu 2007 hefur hann
stundað ýmiss konar fjárfestingar,
meðal annars með bresk skuldabréf.
Hann hefur hins vegar aukið umsvif
sín hér á landi allverulega eftir banka-
hrunið 2008.
Einn nánasti samstarfsmað-
ur Kristins í fjárfestingum hans er
dóttir hans Guðbjörg Kristbjörg
Kristins dóttir sem er menntaður við-
skiptafræðingur. Hún er til dæmis
varamaður í stjórn MP banka. Stærsti
hluthafi MP banka eftir nýlegar eig-
endabreytingar á bankanum er Skúli
Mogensen en fjárfestingafélag hans,
Títan, á nærri 17,5 prósenta eignar-
hlut í bankanum.
Fjárfestir með Ólafi og Skúla
Kristinn á meðal annars fjárfest-
ingarfélagið Stekk ehf. sem heldur
utan um eignarhluti hans í nokkrum
þeirra félaga sem hann hefur fjár-
fest í, meðal annars nærri 2 prósenta
hlut Kristins í MP banka og 45 pró-
senta hlut í Límtré Vírneti í Borgar-
nesi. Guðbjörg er framkvæmdastjóri
Stekks.
Límtré Vírnet er iðnfyrirtæki sem
framleiðir alls kyns byggingarvörur.
Kaupverð félagsins var 720 milljónir
króna þegar félagið var selt út úr
Landsbankanum í fyrra. Aðrir hlut-
hafar í félaginu eru meðal annars
eignarhaldsfélagið Bingo ehf., sem
er í eigu Hjörleifs Jakobssonar, ná-
ins viðskiptafélaga Ólafs Ólafssonar
í Samskipum. Bingó á 35 prósenta
hlut í Límtré Vírneti.
Á vormánuðum í fyrra var greint
frá því að fjárfestahópur sem Krist-
inn var hluti af, ásamt meðal ann-
arra fjárfestingarfélagi Skúla Mo-
gensen og fjárfestingarfélagi í eigu
Auðar Capital, hefði keypt örygg-
isfyrirtækið Securitas af þrotabúi
fjárfestingarfélagsins Fons sem
áður var í eigu Pálma Haraldsson-
ar. Guðbjörg, dóttir Kristins, sit-
ur í stjórn Securitas og er Kristinn
varamaður í stjórn þess. Kristinn
og Skúli Mogensen eru því með-
fjárfestar í að minnsta kosti tveimur
félögum sem þeir hafa fjárfest í eftir
hrunið 2008.
Þá er hermt að Kristinn renni
hýru auga til ritfangaverslunarinnar
Pennans sem er í eigu Arion banka.
Söluferlið á Pennanum mun að öll-
um líkindum hefjast í byrjun næsta
árs samkvæmt heimildum DV.
n Seldi Eskju og fór til London með tæpa 2 milljarða n Fjárfestir með Skúla
Mogensen og Ólafi Ólafssyni n Er hluthafi í MP banka, Securitas og Límtré Vírneti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Sonur AllA
ríkA kAupir
gjAldþrotA
fyrirtæki
Haslar sér völl
Kristinn Aðalsteinsson,
sonur Alla ríka, hefur
haslað sér völl í íslensku
viðskiptalífi eftir hrunið
2008. Meðal þeirra
fyrirtækja sem hann
hefur keypt eru MP banki,
Securitas og Límtré Vírnet.
„Kristinn og Skúli
Mogensen eru
því meðfjárfestar í að
minnsta kosti tveimur fé-
lögum sem þeir hafa fjár-
fest í eftir hrunið 2008.
Einn þekktasti útgerðarmaðurinn
Aðalsteinn Jónsson stýrði Eskju í rúm
40 ár, frá 1960 til ársins 2000, og var á
þessum tíma einn þekktasti útgerðarmaður
landsins.
Dópaður ók
á ljósastaur
Maður ók á ljósastaur í Sandvík
í Borgarnesi á fjórða tímanum í
fyrrinótt. Grunur leikur á að hann
hafi verið undir áhrifum lyfja eða
fíkniefna. Ökumaðurinn var einn í
bílnum og var fluttur á sjúkrahús á
Akranesi til rannsóknar. Bifreiðin
skemmdist mikið.
Þrír sluppu með minni háttar
meiðsl þegar bifreið sem þeir voru í
valt í Hveradalabrekkunni við Hellis-
heiði um helgina. Bíllinn skemmdist
mikið enda fór hann nokkrar veltur.
Fólkið var flutt á Landspítalann
í Fossvogi til aðhlynningar. Mikil
hálka var á veginum þegar óhappið
varð og því rann bíllinn út af vegin-
um með fyrrgreindum afleiðingum.
Missti stjórnina
og braut rúðu
Maður missti stjórn á sér á skemmti-
staðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt
sunnudags og braut rúðu. Hann var í
kjölfarið færður í fangageymslur lög-
reglunnar þar sem hann eyddi nótt-
inni að eigin ósk. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu verður rætt við
manninn þegar hann hefur sofið úr
sér. Að öðru leyti var helgin róleg hjá
lögreglunni fyrir norðan.
Rústasveit
í viðbragðs-
stöðu
Íslenska alþjóðabjörgunarsveit
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
hefur verið sett á vöktunarstig eftir
að sterkur jarðskjálfti reið yfir Van
Province í Tyrklandi í gærmorgun.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Landsbjörg. Stjórnendur
sveitarinnar fylgjast með ástandinu
í gegnum upplýsingaveitur Sam-
einuðu þjóðanna og fréttir í fjöl-
miðlum. Fimmtán til tuttugu alþjóð-
legar rústabjörgunarsveitir eru nú á
vöktunarstigi eins og sú íslenska en
ekki hefur komið formleg beiðni um
aðstoð þeirra frá Tyrklandi. Íslenska
alþjóðabjörgunarsveitin er skipuð
björgunarsveitamönnum, læknum
frá Landspítala háskólasjúkrahúsi og
bráðatæknum frá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins.
Óléttar konur sífellt þyngri
n Formaður Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna
O
fþyngd meðal óléttra
kvenna hefur aukist á und-
anförnum árum og dæmi
eru um að konur sem koma
á fæðingardeildina séu um
180 kíló.
Ofþyngdin er áhyggjuefni þar
sem henni fylgja kvillar á meðgöngu
og erfiðleikar við fæðingu. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag-
inn. Rætt var við Huldu Hjartardótt-
ur, formann Félags íslenskra fæð-
ingar- og kvensjúkdómalækna, sem
sagði að konur séu sífellt að verða
þyngri þegar þær koma til að fæða
börnin sín. Áður fyrr hafi það þótt
mikið þegar konur væru yfir 100 kíló
en nú sé það daglegur viðburður að
konur séu komnar yfir 120 eða 130
kíló. Það sé einnig nokkuð oft á ári
sem inn komi konur sem séu 140 til
150 kíló en þær þyngstu séu í kring-
um 180 kíló.
Hulda nefndi sem dæmi að áður
fyrr hafi verið miðað við að rúm á
sjúkra- og fæðingardeildum þyrftu
að þola allt að 120 kíló. Með auk-
inni tíðni offitu hafi þurft að panta
rúm sem þola 150 kíló. Nú sé hins
vegar svo komið að ekki séu pönt-
uð rúm sem þola minna en 190 kíló
en Íslendingar eru nú í öðru sæti yfir
feitustu þjóðir Vesturlanda á eftir
Bandaríkjunum.
Hulda sagði að of feitum konum
gangi almennt verr að fæða en þeim
sem eru léttari. Starfsmönnum fæð-
ingardeilda hér á landi hafi þó geng-
ið vel að hjálpa þeim konum sem eru
of þungar og jafnvel hafi konur í allra
þyngsta flokkinum getað fætt eðlilega.
gunnhildur@dv.is Meðganga Ofþyngd getur haft kvilla á meðgöngu og erfiðleika við fæðingu í för með sér.