Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Side 22
Sænskir strákar meiri teprur
n Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver fær fyrirsætutilboð
É
g hef svo oft fengið
svona undarlega pósta.
Það er að minnsta kosti
til nóg af óheiðarlegu
fólki sem maður getur ekki
vitað hvað ætlar sér,“ segir
íslenski tónlistarmaður
inn Daníel Óliver sem býr í
Svíþjóð. Daníel Óliver fékk
einkar undarlegan tölvupóst
frá sextugum karlmanni sem
bauð honum peninga gegn
því að sitja fyrir í sænskum
gallabuxum. „Ég veit ekkert
hvort þessi maður sé að segja
satt en ég ætla ekki að svara
þessu. Það hafa nokkrir fjöl
miðlar hér í Svíþjóð skrifað
aðeins um mig svo það getur
vel verið að þessum manni
sé alvara. En ég fæ nóg af
bullpósti og tek yfirleitt ekki
mark á svona löguðu,“ segir
Daníel en bætir við að hann
hafi hitt mann úr módel
bransanum í Stokkhólmi um
daginn sem hafi boðið hon
um hjálp við að koma sér á
framfæri innan þess geira.
„Ég er bara á fullu í tónlist
inni minni og hef ekki tíma
fyrir neitt annað. Annars
efast ég líka um að komast í
sænskar gallabuxur. Það eru
allir svo þvengmjóir hérna,“
segir hann hlæjandi.
Daníel flutti til Svíþjóðar í
haust til að vera nær kærast
anum sínum en nýlega slitn
aði upp úr sambandi þeirra.
„Við Simon vorum að hætta
saman, því miður, en það var
allt í góðu. Ég er samt rosa
lega ánægður hér í Svíþjóð.
Svíar taka mér mjög vel.“
Aðspurður segir hann að
sér líki vel við sænska stráka.
„Sænskir strákar eru al
mennilegir og oft kurteisari
en þeir íslensku en í kjölfarið
geta þeir verið meiri teprur
og það getur líka verið þreyt
andi.“
22 Fólk 18. janúar 2012 Miðvikudagur
Minnast
Sjonna
Brink
Vinir og ástvinir Sjonna
Brink heitins hittust á veit
ingastaðnum B5 og minntust
hans með tónlist og sam
veru. Sá ástsæli tónlistar
maður lést þann 17. janúar
2011 vegna heilablóðfalls
og hefur verið syrgður af
fjölskyldu sinni sem hefur
notað árið til að þjappa sér
saman og styðja hvert annað
í sorginni. „Árið hefur liðið
svo hratt og það er undarleg
tilfinning að horfa til baka
og átta sig á að það hefur
liðið án hans,“ segir Rakel
Garðars dóttir í Vesturporti,
einn aðstandenda.
Ánægð með
Jónínu
„Ég hef tvisvar verið í með
ferð hjá Jónínu Ben sem
hefur skilað góðum árangri,“
segir söngvarinn Bergþór
Pálsson inni á heimasíðunni
nordichealth.com um Jónínu
Benediktsdóttur sem er að
fara af stað með nýtt heilsu
verkefni. Verkefnið kallast Í
form á 40 dögum og heima
síðan er hluti af verkefninu.
Nokkrir hrósa þar aðferðum
Jónínu og er Bergþór þar
á meðal. „Hún hefur til að
bera þekkingu og dýrmæta
reynslu sem og einlægan
og smitandi eldmóð sem
þarf til að vekja fólk upp af
værum blundi og hvetja til
dáða.“ Fiðluleikarinn Sigrún
Eðvaldsdóttir er líka meðal
þeirra sem bera henni vel
söguna: „Með fyrirlestrum
og leiðsögn kenndi Jónína
mér að breyta mínum lífsstíl
algjörlega. Ég nýt góðs af því
á hverjum degi.“
Tónlistarmaður Daníel
Óliver segist ekki hafa tíma
til að sitja fyrir þar sem hann
sé á fullu í tónlistinni.
M
ér finnst þetta al
veg ótrúlega gam
an. Þetta er með
því skemmtileg
asta sem maður
hefur gert í þessu starfi,“ segir
Samúel Örn Erlingsson, fyrr
verandi íþróttaréttamaður á
RÚV, sem hefur verið kallað
ur aftur til starfa til að hjálpa
íþróttadeildinni að lýsa leikj
um á EM í handbolta. Það er
sannkölluð endurkomuveisla
hjá RÚV því ásamt Samúel
hefur einnig verið kallaður
til annar góðkunnur íþrótta
fréttamaður á RÚV til margra
ára og samstarfsfélagi Sam
úels, Geir Magnússon. Þá
hefur fréttamaðurinn Bald
vin Þór Bergsson stýrt EM
stofunni en hann hóf einnig
störf á RÚV á sínum tíma sem
íþróttafréttamaður og vann
þá með Samúel og Geir.
Lýsti síðast
handbolta 2008
Samúel lýsir leikjum annarra
liða en Íslands á mótinu og
gerir það úr stúdíói í Efsta
leiti. Hann er þó öllu van
ari að vera á staðnum. „Þetta
er mjög gaman þó að maður
geri lítið annað en að liggja
yfir pappírum hér heima á Ís
landi. Ég fór á sínum tíma á
mörg mót fyrir RÚV. Ég var á
höllum handboltamótum frá
1986–1997 og öllum ólympíu
leikum eftir það,“ segir Samú
el sem starfaði í 25 ár á RÚV.
Síðast lýsti hann handbolta
þegar silfurævintýrið gerðist
í Peking.
„Ég lýsti þar þó að ég hefði
verið formlega hættur á RÚV.
Við undirbjuggum það verk
efni, við Hrafnkell Kristjáns
son heitinn. Síðan þá hef ég
ekki lýst handbolta og skal
viðurkenna að maður var
ryðgaður í sumu. Þetta bar
tiltölulega brátt að og hafa því
sólarhringarnir verið nokk
uð langir þar sem ég er í fullu
starfi sem grunnskólakennari
í Lágafellsskóla,“ segir hann.
Gerir bara það sem honum
finnst skemmtilegt
Samúel kennir dönsku og smá
þýsku í dag og hefur gert und
anfarin fjögur ár. Margt hefur
drifið á daga hans frá því hann
kvaddi RÚV eftir áratugastarf.
„Ég var starfandi íþróttakenn
ari þegar ég datt inn á RÚV er
ég sótti um afleysingastarf árið
1982. Það var gleði og ánægja
allan tímann og ég fór afskap
lega glaður enda búinn að vera
þar í 25 ár í skemmtilegasta
starfi í heimi,“ segir Samúel
Örn sem fór meðal annars í
skóla eftir að hann kvaddi í
Efstaleitinu.
„Þó að ég hafi unnið lengi á
RÚV gerði ég fátt annað. Síðan
ég hætti 2007 hef ég verið að
gera þá hluti sem voru á list
anum og ég hafði ætlað mér að
gera frá því ég var ungur. Með
al annars ætlaði ég í háskóla
og gerði það. Ég lauk BSprófi í
íþrótta og heilsufræðum. Um
áramótin 2009 gerðist ég síðan
starfandi grunnskólakennari
og hef til hliðar verið í meist
aranámi í fjölmiðlanámi sem
er langt í hálfnað. Einnig hef ég
verið mikið í dagskrárgerð um
hesta og hestamennsku, afl
raunir og ferðamennsku. Sjálf
ur hef ég svo starfað við ferða
mennsku á sumrin þar sem ég
hef verið að fara upp um fjöll
og firnindi sem fararstjóri fyrir
Íshesta,“ segir Samúel Örn sem
reyndi einnig aðeins fyrir sér í
pólitík eins og frægt er orðið.
Syngur í karlakór
Auk alls þess sem á undan
er talið hefur hann stund
að hestamennskuna af meiri
krafti en áður. „Ég á nú orðið
svolítið af hestum,“ segir Samú
el sem er einnig farinn að nýta
sína landskunnu rödd í fleira
en að blaðra um íþróttir lon
og don. „Ég hef aðeins verið að
dufla við tónlistargyðjuna. Ég
gekk loksins í karlakór sem ég
hafði lengi ætlað að gera og er
búinn að syngja með Karlakór
Reykjavíkur undanfarin ár. Það
er afskaplega gaman að lifa og
núna, eins og áður, reyni ég að
gera bara það sem mér þykir
skemmtilegt þó að það sé að
eins fjölbreyttara í dag en það
var áður.
Hann segist sakna RÚV á
hverjum degi og er ánægður
með að fá þetta tækifæri núna
yfir EM. „Það er mikil gleði við
þessa endurfundi. Þetta er svo
afskaplega gaman. Það er nú
bara þannig að þegar maður
er búinn að vera í fjölmiðlum
meira en hálfa ævina er maður
að klippa á stóran hluta af sjálf
um sér þegar maður hættir. Ég
sakna RÚV á hverjum einsta
degi en það þýðir samt ekki að
maður sé ekki glaður og sæll í
því sem maður er að gera. Það
er svo margt spennandi í líf
inu,“ segir Samúel Örn.
Heimsklassa handbolti
„Mér líst vel á þá,“ segir Samúel
um strákana okkar og hann er
bjartsýnn þrátt fyrir tapið gegn
Króatíu. „Það vantaði að við
létum kné fylgja kviði í seinni
hálfleik til að ná meira forskoti.
Þeir voru bara með of góða og
sterka menn á lokasprettinum.
En nú er það bara nýr leikur og
ný orusta. Það sem ég sá í gær
segir mér að íslenska liðið hefur
burði til þess að vinna Noreg og
Slóveníu. En nú hef ég lýst þeim
og veit að það eru tvö frábær
lið. Okkur dugir ekkert minna
en góður leikur til að vinna þau.
En gegn Króatíu var Ísland að
spila heimsklassa handbolta
gegn heimsklassa andstæð
ingi,“ segir Samúel Örn Erlings
son. tomas@dv.is
Syngjandi Samúel
snýr aftur á RÚV
n Íþróttafréttamaðurinn Samúel Örn með endurkomu yfir EM
n Er grunnskólakennari í dag n Syngur með Karlakór Reykjavíkur
Kominn aftur
Samúel Örn hefur
ekki lýst hand-
bolta síðan 2008.
Fótbolta-
kappi gefur
út lag
Knattspyrnukappanum Kára
Árnasyni, leikmanni Aber
deen í Skotlandi, er greini
lega margt
til lista
lagt. Kári,
sem hefur
verið að
gera það
gott í Skot
landi að
undan
förnu, er
nú á leið í hljóðver ásamt
liðsfélaga sínum Rory Fall
on. „Það er rétt, okkar fyrsti
singull er á leiðinni,“ sagði
Kári í samtali við vefmiðlinn
fotbolti.net á þriðjudag. Kári
sagði að þeir félagar ættu nú
þegar sjö lög en þeir tækju
upp þrjú þeirra. Smáskífa er
svo væntanleg frá Kára og
Fallon, en hann sagði að um
væri að ræða ekta bílskúrs
rokk.