Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2012, Side 23
Vann bug á þunglyndi
n Nýtt líf söngkonunnar Írisar Hólm
J
á og nei. Þetta er svona
ómeðvitað en ég hef verið
að passa mig svolítið á því
hvað ég hef verið að setja
ofan í mig,“ segir söngkonan
Íris Hólm um nýtt útlit sitt. Íris
tók þátt í undankeppni Euro-
vision-keppninnar síðasta
laugardagskvöld þar sem hún
söng lagið Leyndarmál. Íris
geislaði á sviðinu enda hefur
hún breytt um lífsstíl og tekið
heilsuna föstum tökum. Hún
segist þó ekki hafa nákvæma
tölu á þeim kílóum sem hún
hefur misst. „Ég hef ekki stigið
á vigt og hef passað mig að vera
ekki að einblína á það,“ segir
Íris. Hún segist reyna að passa
upp á mataræðið. „Ég prófaði
Herbalife fyrir nokkru. Ég tek
það á morgnana og svo hef ég
líka verið að taka króm þannig
að mig langar ekki jafn mikið í
nammi.“
Íris þakkar þó ekki bara
breyttu mataræði góðan árang-
ur heldur líka breyttri andlegri
heilsu. „Ég er ekkert bara búin
að vera að pæla í mataræðinu,
ég er líka búin að vera að koma
mér upp úr veikindum og það
spilar stóran þátt líka,“ segir
Íris en hún hafði lengi glímt
við þunglyndi. „Í mörg ár var
tilfinning númer eitt, tvö og
þrjú hjá mér reiði. Ég var reið
yfir öllu. Fréttum, hvernig fólk
sagði hlutina og bara hvernig
það hreyfði sig. Ég var búin að
vera glíma við þetta þunglyndi
í mörg ár og svo nýlega fékk ég
greiningu út úr því að ég væri
með ADHD. Ég er búin að fá
réttu lyfin við því. Ég finn bara
fyrir því að þetta er að gera mér
alveg rosalega gott. Kemur
rútínu á lífið. Ég á auðveldara
með að vakna á morgnana og
fer fyrr að sofa á kvöldin.“
Íris segir fólk oft gleyma að
huga að andlegu hliðinni. „Þú
getur verið í ræktinni á fullu en
ekkert gerist því að fólk gleymir
að huga að sálarlífinu. Það þarf
að læra að þekkja tilfinningar
sínar og um leið og fólk nær að
láta sér líða betur með sjálft sig
þá fer því að líða betur líkam-
lega og andlega.“
Lífsstílbreyting Írisar hefur
haft margt jákvætt í för með sér
og meðal annars er hún sest
aftur á skólabekk, nokkuð sem
hún gat ekki með góðu móti
gert án lyfjanna. „Það geng-
ur rosalega vel hjá mér í skól-
anum og ég næ að fókusera
miklu betur en ég gerði áður.
Ég stefni á að fá mér stúdents-
próf. Síðan er ég að vinna í alls
konar verkefnum, er að vinna á
Flass, gera eigið efni og svo er
ég að stofna hljómsveit,“ segir
Íris og horfir björtum augum
til framtíðar.
Fólk 23Miðvikudagur 18. janúar 2012
Nýtt líf Íris tileinkaði sér nýjan lífsstíl, hefur unnið sig upp úr þunglyndi og
er sátt við árangurinn.
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1
110 Reykjavík - S: 580-8900
M.BENZ E320
03/2003, ekinn 105 Þ.km, bensín, sjálf-
skiptur, lúga CLS-felgur ofl. Verð 3.390.000.
Kíktu á raðnr 283963 á www.bilalind.is eða
komdu við því bíllinn er í salnum!
RENAULT TRAFIC MINIBUS
01/2007, ekinn 283 Þ.km, dísel, sjálf-
skiptur, 9 manna. Tilboðsverð 1.690.000
stgr. Kíktu á raðnr 350441 á www.bilalind.
is eða komdu við því bíllinn er á staðnum!
MMC MONTERO ANNIVERSARY 33“
Árgerð 2003, ekinn 106 Þ.km, sjálf-
skiptur. Verð 2.290.000. Kíktu á raðnr
320179 á www.bilalind.is eða komdu
við því jeppinn er á staðnum!
PORSCHE 944
Árgerð 1987, ekinn 147 Þ.km, sjálf-
skiptur GULLMOLI. Verð 1.490.000.
Kíktu á raðnr 283389 á www.bilalind.is
eða komdu við því bíllinn er í salnum!
SKODA OCTAVIA AMBIENTE
08/2004, ekinn 149 Þ.km, 5 gíra, ný
nagladekk! Verð 890.000. Kíktu á
raðnr 283904 á www.bilalind.is eða
komdu við því bíllinn er á staðnum!
DODGE DURANGO 4WD LIMITED
05/2005, ekinn aðeins 101 Þ.KM, sjálf-
skiptur ofl. Gott verð 2.890.000. Kíktu
á raðnr 283661 á www.bilalind.is eða
komdu við því jeppinn er á staðnum!
n Raflagnir
n Tölvulagnir
n Loftnetslagnir
og uppsetningar
n Gervihnatta-
móttakarar
n Ljósleiðaralagnir
og tengingar
n Raflagnateikningar
n Lýsingarhönnun
og ráðgjöf
n Þjónustusamningar
Pétur Halldórsson
löggiltur rafverktaki
petur@electropol.is, 8560090
Tek að mér
ýmis smærri verkefni.
Upplýsingar í síma 847-8704
eða á manninn@hotmail.com
Til sölu Honda CRV
Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar
55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi
og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000
kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum
heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla-
diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og
enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í
síma 891-9139.
G
óðir gestir heiðruðu listamennina
Ólaf Ólafsson og Libiu á opnun sýn-
ingarinnar Í afbyggingu í Listasafni
Íslands þann 14. janúar. Sýningin
kannar tilvistarlegar, ríkjandi efnahagslegar
og pólitískar áherslur á Íslandi og víðar, með
aðstoð myndbanda, gjörninga, skúlptúra,
hljóðs og tónlistar. Meðal góðra gesta sem
litu á opnun þeirra voru Ragnar Kjartansson,
Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Stein-
grímsson. Sýningin hefur þegar farið á 54.
Feneyjatvíæringinn og fékk þar mjög góðar
viðtökur.
Á Ellefunni var Boz Boorer sem er hvað
þekktastur fyrir að vera gítarleikari, með-
höfundur og tónlistarstjóri Morrissey en
margir segja hann eiga stóran þátt í að skapa
honum þann nýja hljóm sem færði honum
vinsældir á ný. Boorer var einnig gítarleikari
New-Wave Rockabilly grúppunnar The Pole-
cats. Áður en Boz steig á svið spilaði Smutty’s
302 og var Boz sveitinni innan handar.
Rokk í borg
Góðir gestir á opnun í Listasafni Ragnar
Kjartansson, Libia og Ólafur voru hæstánægð
með sýninguna í Listasafni Íslands.
Össur með nýtt tattú Össur Hafþórs-
son, annar eigenda húðflúrsstofunnar
Reykjavík Ink, er kominn með nýtt húðflúr,
stóra rós á barkakýlið.
Boz Boorer Tónlistar-
stjóri Morrissey spilaði fyrir
gesti Ellefunnar sem voru
ánægðir með kvöldið.
Smutty Smutty í Smutty’s 302 stigu á svið.
Björt framtíð og menningarmálaráðherra
Guðmundur Steingrímsson í stjórnmálahre
yf-
ingunni Bjartri framtíð og Katrín Jakobs-
dóttir menningarmálaráðherra mættu á op
nun
sýningarinnar Í afbyggingu.