Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 23. janúar 2012 Mánudagur S taða ríkisstjórnarinnar er líklega veikari en nokkru sinni fyrr eftir umræðu um fráhvarf frá ákæru á hend- ur fyrrverandi forsætisráð- herra á föstudag. Hópur þingmanna lagði fram dagskrártillögu þar sem þess var krafist að málinu yrði vísað frá og það færi ekki til nefndar. Dag- skrártillagan var felld og því er ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður gert að taka málið fyrir. Gríðarlegur hiti var á Alþingi þeg- ar málið var til umræðu og beindist reiði margra að Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, forseta Alþingis. Hún er sögð blanda eigin skoðun á ákæru í málið, hún er ekki sögð hafa kom- ið heiðarlega fram og gagnrýnt er að hún hafi hreinlega tekið málið á dag- skrá. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, sagði í Silfri Eg- ils að hún safnaði nú undirskriftum þar sem kallað væri eftir vantrausti á forseta þingsins. Birgitta hefur lít- ið viljað gefa upp um stöðu mála eða hverjir ætli sér að styðja málið. Þó má greina af samtölum blaðamanns við hóp þingmanna að söfnun undir- skrifta sé skammt á veg komin. Fæst- ir þingmanna höfðu heyrt af listan- um nema í fjölmiðlum. Reiði út í Ögmund Þá hafa þingmenn Vinstri-grænna sakað Ögmund Jónasson innanríkis- ráðherra um óeðlileg afskipti af mál- inu. Innan flokksins heyrast radd- ir um að Ögmundur eigi að víkja úr ráðherrastól. Þráinn Bertelsson, þingmaður flokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji að Ögmundur stígi til hliðar. Sama á við um Álfheiði Ingadóttur, þingkonu VG, sem sagði í þættinum Sprengisandi að henni þætti koma til greina að Ögmundur yrði látinn víkja úr embætti. Álfheiður dró svo seinna úr orðum sínum og sagði rangt haft eftir sér. „Það sem ég sagði var að Ögmundur hefði verið valinn að til- lögu formanns til að vera innanríkis- ráðherra og það kæmi til greina að ráðherraskipti ættu sér stað. Ég tala ekki fyrir hönd flokksins og er ein af mörgum í flokknum. Þess vegna má ekki taka það úr samhengi þegar ég segist telja mögulegt að það verði ráðherraskipti,“ sagði hún við Press- una á sunnudag. Björn Valur Gíslason, þingflokks- formaður VG, tekur undir gagnrýni á þátt Ögmundar í málinu. „Mér finnst það ekki eðlilegt að ráðherra, fagr- áðherra, í þessu tilviki dómsmála- ráðherra, sé að beita sé með þessum hætti. Nei, mér finnst það ekki,“ seg- ir Björn Valur í samtali við Vísi. „Ég styð ríkisstjórnina vegna þeirra mál- efna sem hún vinnur fyrir óháð því hverjir sitja í stólum ráðherra,“ segir Björn Valur aðspurður hvort hann telji að Ögmundur eigi að víkja úr ráðherrastól. Staða þingforseta styrkt Lögum um þingforseta var breytt í kjölfar efnahagshruns. Forseti er nú kjörinn til fjögurra ára en ekki í upp- hafi hvers þings eins og áður var. Breytingarnar styrkja stöðu forseta gagnvart duttlungum meirihlutans. Breytingin sem er hugsuð til styrk- ingar löggjafarvaldinu hefur þó þann ókost að forseti þarf ekki árlega að taka mælingu í formi kosningar frá þingheimi á eigin stuðning líkt og fyrri forsetar. Nefna má nöfn eins og Ólaf Garð- ar Einarsson, þingmann Sjálfstæðis- flokks, sem var forseti þingsins frá 1995 til 1999. Ólafur þótti standa sig mjög vel sem forseti og liðsstyrkur hans jókst með hverju þingi. Sömu sögu má segja um Salóme Þorkels- dóttur sem sinnti embættinu 1991 þar til Ólafur tók við. Halldór Blön- dal er hins vegar dæmi um þveröf- uga þróun en stuðningur þingheims við forsetasetu hans minnkaði með hverju þingi. Ásta Ragnheiður hlaut örugga kosningu til embættisins árið 2009. Hún hefur ekki þurft að sitja undir atkvæðagreiðslu síðan en óhætt er að fullyrða að stuðningur þingheims við störf hennar hefur dalað eitthvað. Hins vegar bendir fátt til að Ásta njóti ekki stuðnings meirihluta þing- manna. Þótt hún hafi ef til vill „tekið forsetann á þetta“, eins og það hefur verið kallað, og sæki nú styrk sinn í annan hóp en áður. Benda má á að atkvæðagreiðslan um hvort vísa ætti tillögu Bjarna Benediktssonar frá fór Ástu í hag. Sú atkvæðagreiðsla varp- ar því ljósi á stöðu hennar og hvaðan hún mun líklega sækja stuðning fyrir áframhaldandi setu. Forseti á að leita álits Það verður þó að segja störfum Ástu Ragnheiðar í kringum tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun landsdómsákæru til varnar, að sem forseti er henni heimilt og raun- ar ætlað að leita lagaálits komi upp álitamál um hvort að þingið geti tek- ið tillöguna fyrir. Það virðist hún hafa gert um leið og tillaga Bjarna kom upphaflega fram í desember. Raun- ar var lögfræðiálit lögmanns Alþing- is tilbúið svo fljótt að vaknað hafa spurningar um hvort Ásta Ragnheið- ur hafi verið meðal þeirra sem lögðu tillöguna fram. Þessu neitaði hún í samtali við DV í desember í fyrra. „Aðallögfræðingur var að líta á málið vegna þess að umfjöllun var um það í fjölmiðlum. Þar og víðar kom sú skoðun fram að ekki væri hægt að leggja málið fram. Þá fór lög- fræðingur að skoða málið,“ sagði hún og bætti við að hún hefði fyrst séð minnisblaðið um kvöld sama dag og það var lagt fram. Í áliti lögfræðings Alþingis er vitn- að í úrskurð landsdóms frá 3. október í fyrra. „Telji [saksóknari Alþingis] rétt að takmarka eða auka við ákæruatriðin, sem fram koma í þingsályktuninni, verður hann að beina því til Alþingis að samþykkja nýja þingsályktun með þeim breytingum, sem hann telur rétt að gera. Saksóknari Alþingis hef- ur því hvorki ákæruvald í málinu né hefur hann forræði á því hvers efnis ákæran er,“ segir í áliti lögfræðings og við er bætt: „Samkvæmt framan- sögðu er það Alþingi sem fer með saksóknarvaldið og er gengið út frá því að það sé í valdi þess að gera breytingar á ályktun þess um máls- höfðun á hendur ráðherra.“ Hvað með varamann Sigmundar? Ásta hefur að auki verið gagnrýnd fyrir viðbrögð vegna innköllunar varamanns Sigmundar Ernis Rún- arssonar á föstudag. Sigmundur var í Búrkína Fasó á vegum Alþingis og gat því ekki verið viðstaddur atkvæða- greiðsluna. Formlega er það svo að aðeins þingmaður sjálfur getur kall- að inn varamann. Í framkvæmd hef- ur það þó verið svo að þingflokks- formaður hefur séð um samskipti við forseta þings. Forseti hefur því ekki sett það fyrir sig að fá ekki stað- festingu þingmanns fyrir innköllun varmanns þar sem gengið hefur ver- ið út frá því að formaður þingflokks starfi í þjónustu sinna þingmanna. Þeir sem ekki bera mikið traust til Ástu Ragnheiðar hafa bent á að þótt þingsköp segi annað, þá hafi hingað til í verki verið farið eftir orð- um þingflokksformanns. Því skal þó haldið til haga að þingflokkar eru í strangasta skilningi fundarskapa ekki grunneiningar Alþingis. Þá má nefna að svo mikil óvissa ríkti um hvernig kosning um dagskrártillögu færi að innkoma varamanna gat breytt gríðarlega miklu. Því má vera að forseti hafi ákveðið að fylgja þing- sköpum til hins ýtrasta þegar kom að innköllun varamanna. Deilt um nefnd Þó vekur athygli að í tillögu Bjarna um að falla frá ákæru er gert ráð fyr- ir að saksóknarnefnd Alþingis taki málið fyrir. Slíkt er á skjön við þing- sköp Alþingis sem segir að aðeins sé hægt að vísa málum til fastanefndar eða sérnefnda líkt og þingmanna- nefndar þeirrar sem lagði fram til- lögu um hvaða ráðherrar skyldu ákærðir fyrir landsdómi. Mistök Bjarna, sem er frum- mælandi tillögunnar, verða að telj- Stjórnin aldrei veikari n Stjórnarliðar eru æfir út í Ástu Ragnheiði þingforseta n VG á suðupunkti n Reiði út í Ögmund Jónasson Hótanir og skoðanakúgun Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingkona VG, sagði hótanir viðhafðar í atkvæðagreiðslu um hvort falla skyldi frá ákæru á hendur Geir H. Haarde. Guðfríður vísaði til ráðherra sem setið hefði í ríkisstjórn fyrir hrun. Margt bendir til þess að Guðfríður eigi þar við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisrá- herra, þótt hún hafi ekki sagt það berum orðum, enda vitnar Guðfríður til þess að Jóhanna sem nú er forsætisráðherra hafi setið í ríkisstjórn Geirs. DV gerði tilraun til að leita álits hjá Jóhönnu Sigurðardóttur um hvort hún hefði haft í með hótunum gagnvart Guðfríði Lilju eða öðrum þingmönnum. Frá því hefur verið greint í fjölmiðlum að Jóhanna hafi gengið hart fram gagnvart Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta um að taka málið af dagskrá. Ekki náðist í Jóhönnu en þau svör fengust frá Hrannari Birni Arnarsyni að engin innistæða væri fyrir ummælum Guð- fríðar Lilju um hótanir. Þetta er Geir kærður fyrir Landsdómur hefur vísað frá tveimur ákæruliðum í ákæru gegn Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra. Eftir standa því þrír af fimm ákæruliðum. Í fyrri liðnum var Geir ákærður fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfs- skyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Honum er gert að hafa ekki beitt sér fyrir að- gerðum í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ákæruliðurinn fullnægði ekki kröfum sem gerðar eru í lögum um meðferð sakamála um að greina skuli svo glöggt sem verða megi hver sú háttsemi sé, sem ákært er fyrir. Landsdómur yrði að fallast á að Geir væri ekki kostur að undirbúa vörn sína gegn svo almennt orðuðum sökum. Í ákærulið 1.2. var Geir ákærður fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. Landsdómur sagði að þessi háttsemi gæti ekki án samhengis við önnur atriði talist refsiverð ein út af fyrir sig. Því hefði þurft að rökstyðja ákæru frekar til að ætla mætti að slík greining hefði nýst. Landsdómur hafnaði frávísun á málinu í heild sinni og rökum lögfræðinga Geirs um vanhæfi saksóknara Alþingis. Einn dómari, Ástríður Grímsdóttir, skilaði þó sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi í heild enda taldi hún saksóknara vanhæfa. n Hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. n Hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða að einhverjir þeirra flyttu höfuð- stöðvar sínar úr landi. n Hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélög og síðan leita leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Miðað við þá ákæruliði sem eftir standa er Geir því ákærður fyrir að: Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Magnús M. Nordal Varaþingmaður Sam- fylkingarinnar settist inn á þing fyrir Katrínu Júlíusdóttur.„Það verður þó að segja störfum Ástu Ragnheiðar í kring- um tillögu Bjarna Bene- diktssonar um fráhvarf frá landsdómsákæru til varnar að sem forseti er henni heimilt og raunar ætlað að leita lagaálits komi upp álitamál um þingtæki tillagna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.