Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Side 4
4 Fréttir 23. janúar 2012 Mánudagur Ráðgjafarstörf fyrir Logos n Róbert Spanó sinnir ráðgjafarstörfum fyrir lögmannsstofu R óbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Ís­ lands, sinnir ráðgjafarstörf­ um fyrir lögmannsstofuna Logos í um 20–25 klukkustundir á mánuði. Róbert segir að hann sinni þessum ráðgjafarstörfum á kvöldin og um helgar, utan vinnu sinnar hjá háskólanum. Samningur hans við Logos sé tveggja mánaða gamall og segir Róbert að hann hafi verið til­ kynntur og samþykktur af forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í samræmi við reglur HÍ um auka­ störf. Fram kom í síðasta helgar­ blaði að Róbert upplýsti jafnframt í bók sinni, Ne bis in idem, að hann hefði unnið ráðgjafarstörf fyrir verj­ anda Baldurs Guðlaugssonar, fyrr­ verandi ráðuneytisstjóra í fjármála­ ráðuneytinu, sem dæmdur var í fangelsi síðasta vor fyrir innherja­ svik. Hann hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar Íslands, sem tekur mál­ ið fyrir síðar í þessum mánuði. Þeg­ ar Róbert var spurður hvort hann hefði unnið sambærileg störf fyrir aðra aðila sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, benti Ró­ bert á ráðgjafarstörf sín fyrir Logos. Í sömu umfjöllun kom fram að Róbert hefði um tvær milljón­ ir króna í mánaðarlaun samkvæmt tekjublaði DV. Rétt er að taka fram að á árinu 2010 starfaði Róbert í hálft ár sem umboðsmaður Alþing­ is og taka tekjur hans mið af því. Á síðasta ári var hann formaður rann­ sóknarnefndar þjóðkirkjunnar um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum kvenna á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi. Róbert Spanó Vinnur ráðgjafarstörf fyrir lögmannsstofuna Logos. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is Forstjóri Iceland keypti brugghús n Magnús Arnar Arngrímsson nýr framkvæmdastjóri Catco vín ehf. M alcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland­mat­ vælakeðjunnar, er aðal­ fjárfestirinn að baki kaup­ um á Catco Vín ehf., félagi sem var í eigu Ölgerðarinnar og rek­ ur brugghús í Borgarnesi. Catco sér meðal annars um framleiðslu á hinum vinsæla Reyka­vodka. Kaup­ verðið fæst ekki gefið upp en að sögn Magnúsar Arnars Arngrímsson­ ar, viðskiptafræðings og nýs fram­ kvæmdastjóra félagsins, er stefnan sett á aukinn útflutning sterkra vína úr íslensku vatni, sérstaklega Mart­ in Miller­gini, sem hafi fallið í góðan jarðveg í Bretlandi. Hægt sé að búa til gott áfengi úr íslensku vatni og þar telji fjárfestarnir tækifærin liggja. „Niðurstaðan varð sú að þarna væri möguleiki að komast inn í ferlið og auka útflutninginn.“ Hann segir að eigendurnir, með Malcolm Walker í broddi fylkingar, hafi góð sambönd í Bretlandi og víð­ ar erlendis. „Félagið sem er að baki þessu heitir Strahan Ltd. og það á ýmsa bari og veitingastaði,“ segir hann. Að sögn forsvarsmanna Ölgerðar­ innar var einfaldlega ákveðið að selja Catco vegna þess að gott kauptilboð barst. Kaupendahópurinn saman­ standi af erlendum og íslenskum fjárfestum. Spurður hverjir þeir ís­ lensku séu segir Magnús að fjöl­ skylda sín hafi lagt pening til kaup­ anna. Gagnrýnir há áfengisgjöld Magnús er mjög gagnrýninn á ís­ lensk stjórnvöld og segir skatta­ hækkanir ríkisstjórnarinnar á áfengi hafa keyrt úr hófi. „Ég held það sé útilokað að ríkið innheimti meiri áfengisgjöld. Ég held að komandi ár verði tími hinnar ólöglegu starfsemi á þessu sviði,“ segir hann og bætir við að hugmyndafræðin sé vitlaus. „Menn vilja greinilega hafa starfsem­ ina ólöglega frekar en löglega og inn­ heimta gjald af því.“ Magnús mun sjálfur ekki starfa í verksmiðjunni en mun þó sinna dag­ legum rekstri. Hann segir sex eða sjö starfsmenn vinna hjá verksmiðj­ unni, eftir því hvaða tegundir verið sé að framleiða hverju sinni. Nokkr­ ir þeirra séu í hlutastarfi eða tíma­ bundnu starfi. „Þetta er bara lítið fyr­ irtæki sem ég er að vinna við og við ætlum að reyna að auka hróður ís­ lensks útflutnings.“ Magnús leggur áherslu á að í ís­ lenska vatninu felist tækifæri. Það ættu flestir Íslendingar að vita sem bragðað hafi Coka­Cola eða aðra drykki í mismunandi löndum. Drykkirnir hér heima séu mun betri. Sömu lögmál gildi um áfengið. Lárus Welding veitti ráðgjöf DV fékk ábendingu um að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefði komið að kaupun­ um en Magnús segir að hann hafi ekki lagt til fjármagn. Hann hafi hins vegar veitt Malcolm ráðgjöf við kaupin. Fram hefur komið að Magnús er einn besti vinur Lárusar Welding og komu þeir til starfa hjá Glitni á sama tíma. Magnús gegndi stöðu framkvæmdastjóra fjárfest­ ingarbankasviðs Glitnis og starfaði hjá Íslandsbanka eftir hrun. Magnús var einn þeirra sjö fram­ kvæmdastjóra Glitnis sem fengu samtals um fimm milljarða króna lán frá Glitni til kaupa í hlutabréf­ um bankans. Magnús fékk lið­ lega 800 milljóna króna kúlulán í maí 2008. Lánin voru afskrifuð. Magnús gerði auk þess 34 milljóna króna launakröfu í þrotabú Glitnis en fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis að hann hafi haft liðlega 11 milljónir króna í laun á mánuði 2007. Skilanefnd Glitnis höfðaði í apríl 2010 skaðabótamál á hendur Magnúsi ásamt Rósant Má Torfa­ syni og Guðnýju Sigurðardótt­ ur, sem voru starfsmenn bankans og sendi þau í ótímabundið leyfi. Þremenningunum Jóni Ásgeiri Jó­ hannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding var einnig stefnt. Skilanefndin krafðist sex milljarða króna í skaðabætur fyrir fall Glitn­ is. Nýjustu fregnir í málinu herma að slitastjórn Glitnis ætli að fallast á þá beiðni að aðalmeðferð máls­ ins verði frestað þar til sérstakur saksóknari hefur lokið við rannsókn þessa sama máls. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þetta er bara lítið fyrirtæki sem ég er að vinna við og við ætlum að reyna að auka hróður íslensks útflutnings. Hrifinn af Íslandi? Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur keypt lítið brugghús á Íslandi. Lítið fyrirtæki Magnús Arnar segir að fjölskylda hans hafi lagt pening í fyrirtækið. Liggja tækfæri þarna? Magnús segir Martin Miller-ginið vinsælt í Bretlandi. Vafasamt á Metro: „Very sexy“ í barnaboxi „Ég varð fyrir hálfgerðu sjokki í gær. Ég fór inn á hamborgarastað og ætlaði að gera vel við börnin mín og kaupa barnabox fyrir þau. Þau horfa nú aðallega eftir dótinu sem er í barnaboxinu. Í boxinu var arm­ band sem stóð á „very sexy“ og í hinu barnaboxinu stóð „true love“,“ sagði hlustandi sem hringdi inn á Rás 2 á sunnudagsmorgun. Um er að ræða hamborgarastaðinn Metro í Skeifunni og varð foreldrinu mjög brugðið að börn fengju armbönd með svona óviðeigandi áletrun. „Þetta eru væntanlega börn undir átta ára aldri sem eiga ekki einu sinni að þekkja hugtakið „sexy“. Þau eiga ekki að þekkja það. Þetta á ekki að vera til í þeirra bókum,“ sagði hlustandinn og bætti við: „Þetta er bara út í hött.“ Jón Garðar Ögmundsson hjá Metro segir að hamborgarastaður­ inn hafi keypt 3 þúsund bönd með mismunandi áletrunum. Hann full­ yrðir að tvö bönd hafi verið með þessum texta en þau hafi verið tek­ in út. Vera kunni að einhver bönd hafi óvart farið út með barnamál­ tíðunum. „Sjálfur er ég foreldri og maður hefur engan áhuga á ein­ hverju svona,“ segir hann. Icelandair sektað Bandarísk stjórnvöld hafa sektað flugfélagið Icelandair um 50 þúsund dali, jafnvirði 6,2 milljóna króna, fyrir að auglýsa flugfargjöld án allra aukagjalda. Telja stjórnvöld vestanhafs að með þessu hafi Icelandair blekkt neytendur. „Þegar neytendur bóka flug hafa þeir rétt á að vita hvað ferðin þeirra kostar í heild sinni,“ er haft eftir Ray LaHood, samgönguráðherra Bandaríkj­ anna, á vef ráðuneytisins vegna málsins. Flugfélagið auglýsti um tíma í fyrra fargjöld til Íslands og Evrópu fyrir 429 dali. Inni í þeirri tölu var hins vegar ekki gert ráð fyrir bókunarkostn­ aði og öðrum viðbótargjöld­ um. Það er ekki í samræmi við bandarísk lög sem kveða á um að ekki megi auglýsa fargjöld öðruvísi en að tiltaka allan þann kostnað sem farþegar þurfa raunverulega að greiða fyrir miðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.