Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Síða 8
8 Fréttir 23. janúar 2012 Mánudagur Réð sig í vinnu og reglum var breytt n Forseti bæjarstjórnar á Ísafirði beggja vegna borðs E iríkur Finnur Greipsson, for- seti bæjarstjórnar á Ísafirði, var ráðinn fjármálastjóri hjá Arc- tic Odda ehf. á Flateyri viku áður en bæjarstjórnin tók ákvörð- un um breytingar á reglum um út- hlutun byggðakvóta. Eiríkur Finnur vék sæti á meðan málið var til með- ferðar. Sjálfur segist hann ekki getað svarað fyrir hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun bæjarstjórnar að hann hafi verið ráðinn til starfa hjá fyrir- tækinu. Breytingar á reglunum hafa mikla þýðingu fyrir Arctic Odda en félagið hefur keypt eignir þrotabús Eyrar- odda. Meðal þeirra eigna er vélbát- urinn Stjáni Ebba ÍS sem var lítið á veiðum á síðastliðnu fiskveiðiári. Hefði reglunum ekki verið breytt hefði það haft í för með sér að lít- ill hluti úthlutaðs byggðakvóta félli í hlut útgerðarinnar. Reglunum var hins vegar breytt á þann veg að í stað þess að litið sé til veiðireynslu síð- ustu þriggja ára í stað síðasta eins árs þegar kemur að úthlutun kvótans. Það liggur fyrir að málið tók breytingum eftir að Eiríki Finni var boðin vinna hjá fyrirtækinu. „Mér var boðin í síðustu viku vinna hjá þessu fyrirtæki og fyrir þann tíma var bæjarráð búið að vinna drög að til- lögum sem breyttust allmikið í með- förum eftir að ég kunngerði mína breyttu hagi,“ segir Eiríkur. „Þannig að ég veit ekkert hvort það er vegna þess að ég er að vinna þarna sem það breyttist en það er alveg klárt að ég kom ekkert að málinu og það er öðruvísi en ég hafði verið að vinna að.“ Sjálfur segist Eiríkur Finnur ekki getað svarað fyrir ákvörðun annarra bæjarfulltrúa. „Þú verður að spyrja þá að því, ég er ekki að greiða at- kvæði. Ég get ekki svarað fyrir aðra. Ég tek bara ákvörðun út frá eigin sjónarmiðum og eigin skoðunum. Þú verður að spyrja þau að því,“ seg- ir Eiríkur Finnur aðspurður hvort hann telji tengsl sín við bæjarfull- trúa hafi haft áhrif á ákvörðunina. „Vinatengsl geta auðvitað haft áhrif en ég veit ekki hvort þetta ágæta fólk taki afstöðu til málanna á grundvelli þess.“ adalsteinn@dv.is Þ að eru þessir fáu svörtu sauð- ir sem gera þetta. Meginhluti manna hagar sér ekki svona,“ segir Tómas G. Gíslason, um- hverfisstjóri hjá Mosfellsbæ. Íbúi í Mosfellsbæ, sem leið átti um göngustíga Lágafells í vikunni, tók meðfylgjandi myndir á símann sinn. Eins og sést á myndunum hafa verið unnar miklar skemmdir á svæð- inu með utanvegaakstri. Íbúanum blöskraði aðkoman og sendi bæjar- fulltrúum póst þar sem hann hvetur til aðgerða til að sporna við ástand- inu. „Sem íbúi í þessu nágrenni horfi ég iðulega á krossara, hjól af öllum gerðum, auk vélsleða og jeppa spól- andi utan í Úlfarsfelli og Lágafelli, að því er virðist athugasemdalaust,“ skrifar hann meðal annars í bréfinu og kallar á aðgerðir. Eins og sést á myndunum er stíg- urinn illa farinn. Búið er að spóla hann í spað auk þess sem skemmdir hafa verið unnar á trjágróðri. Djúp- ir skurðir hafa myndast eftir dekk og það stórsér á svæðinu. Svo virðist sem jeppaeigandi hafi gert sér að leik að brjótast upp rennblautan slóðann með þeim afleiðingum að hann virð- ist ónýtur. „Eftir þessum stíg er óheft- ur aðgangur ökutækja sem hægur vandi væri að hefta með viðeigandi vegtálma. Þetta á við um marga aðra stíga í nágrenninu þar sem krossar- ar spóla nánast daglega óáreittir svo ætla mætti að um væri að ræða sér- stakt athvarf fyrir mótorkrosshjól,“ segir íbúinn. Hafa lokað slóðum Tómas segir að bærinn hafi frá árinu 2010 verið í átaki gegn utanvega- akstri. Unnið hafi verið að því að loka stígum fyrir umferð vélknúinna öku- tækja og vekja fólk til vitundar um vandamálið. Hann segir í samtali við DV að brot sem þessi séu oft erfið við að eiga. Lögreglan hafi lítinn mann- skap til að taka á brotunum og uppi sé ákveðin óvissa um hvað þeir geti gert í þessum málum. Enn fremur sé oft um að ræða óskráð fjórhjól eða mótorhjól sem erfitt sé að ná. „Við höfum verið í því að loka slóðum og setja upp skilti þar sem menn hafa farið um. Í þessu tiltekna máli fór- um við á staðinn og skoðuðum slóð- ann í Lágafelli. Þar komast menn upp en við ætlum að loka því betur,“ segir Tómas. Kortleggja alla slóða Hann segir utanvegaakstur í Mos- fellsbæ ekkert einsdæmi. Hann bendir á að utanvegaakstur hafi ver- ið vandamál í Úlfarsfelli sem sé að mestu leyti á landi Reykjavíkurborg- ar. Mosfellsbær hafi þó verið í sam- bandi við borgina vegna Úlfarsfells. „Við höfum í þessu átaki verið í sam- ráði við landeigendur og hagsmuna- aðila til að fyrirbyggja þetta,“ segir hann. Þess utan hafi vinna verið sett í gang við að kortleggja alla slóða í Mosfellsbæ. Það sé gert með hjálp hestamannafélagsins í bænum, Vél- hjólaklúbbsins Motomos og Slóða- vina, svo einhverjir séu nefndir. „Við viljum leysa úr óvissu með ákveðna slóða og kortleggja alla slóða. Þann- ig að fyrir liggi hvaða slóða má aka og hvar þetta skarast,“ segir Tómas. n Umhverfisspjöll í Mosfellsbæ n Göngustígar í Lágafelli stórskemmdir EyðilEgging í MosfEllsbæ „… svo ætla mætti að um væri að ræða sérstakt athvarf fyrir mótorkrosshjól. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Stígurinn ónýtur Óprúttnir aðilar, stundum á ómerktum ökutækjum, spóla þarna daglega að sögn íbúa. Ætla að loka stígnum Mos- fellsbær ætlar að bregðast við ástandinu með því að loka stígum. Ljót aðkoma Eins og sést hafa ódæðismennirnir ekki látið trjágróður hindra sig. Vék sjálfur sæti Eiríkur Finnur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Pallettu tjakkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.