Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Side 14
14 Neytendur 23. janúar 2012 Mánudagur n Fjöldi Íslendinga eru fluttir til Noregs eftir hrunið R úmlega 4.500 Íslending- ar hafa flutt til Noregs frá byrjun árs 2008 en tölur frá Hagstofu Íslands sýna að á síðasta ári fluttu þangað 1.530 manns. Noregur hefur verið helsti áfangastaður brottfluttra ís- lenskra ríkisborgara en flestir hafa farið vegna slæms ástands hér á landi í atvinnu- og húsnæðismál- um. DV hefur nú tekið saman upp- lýsingar um almennan daglegan kostnað, útgjöld og laun í löndun- um tveimur. Töluvert hærri laun Það er mikill munur á verði á ýms- um nauðsynjavörum og þjónustu á Íslandi og í Noregi en á móti kemur að laun eru töluvert hærri í Noregi en á Íslandi. Upplýsingar um laun í Noregi eru fengin af vef norsku hagstofunar, ssb.no, en upplýsing- ar um laun á Íslandi eru fengnar af síðum Hagstofu Íslands, fjármála- ráðuneytisins, BSRB og VR. Þau störf sem tilgreind eru á norsku síðunni eru ekki nákvæmlega þau sömu og á íslensku síðunum og því ekki um fullkominn samanburð að ræða. Þau er þó sambærileg og sett hér fram til að fólk geti glöggv- að sig á launamun. Upplýsingar um leikskólagjöld, barnabætur og skatta eru fengnar frá Íslendingum búsettum í Noregi. Hærri framfærslukostnaður Eins og annars staðar er húsnæð- isverð breytilegt eftir staðsetn- ingu. Hvort sem um ræðir kaup á húsnæði eða leigu er dýrara að búa í miðborginni en í úthverf- um. Eins er leikskólagjald mis- munandi eftir staðsetningu en Ís- lendingur búsettur í Ósló greiðir um 48.000 krónur á mánuði. Í Staf- angri greiðir fólk hins vegar allt upp undir 80.000 krónur. Auk þess eru einkareknir leikskólar dýrari. Barnabætur eru ekki tekjutengd- ar og eru rúmlega 20.000 á mán- uði fyrir hvert barn. Bensínlítrinn er auk þess töluvert dýrari í Noregi en nú í janúar er hann á 288 krón- ur á meðan við Íslendingar greið- um 240 krónur fyrir lítrann. Raf- magnið er einnig dýrara en þar eru margir þjónustuaðilar sem selja rafmagn og margar áskriftarleiðir á mismunandi verði. Laun í Noregi eru allt upp undir 50 prósentum hærri í Noregi en á Íslandi, sé stuðst við þær tölur sem hér eru birtar en þess má geta að um meðallaun er að ræða. Vöru- verð og verð á þjónustu er þó iðu- lega lægra hér á landi en launa- munurinn. Eins er íbúðarverð yfir 70 prósentum dýrara í Noregi og gjöld fyrir rafmagn, vatn og sorp- hirðu hátt í 80 prósentum hærra þar. Það eru þó ýmsir þættir sem þarf að taka tillit til þegar fram- færslukostnaður er reiknaður og borinn saman á milli landa og því hvers og eins að meta hvort það borgi sig að flytjast búferlum til Noregs. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Matvörur Noregur Ísland Munur í % Mjólk 1 l 282 kr. 117 kr. 58,5 1 1 stk franskbrauð 454 kr. 277 kr. 38,99 Egg 12 stk 566 kr. 347 kr. 38,69 Ostur 1 kg 1.742 kr. 1.381 kr. 20,72 Kjúklingabringur 2.315 kr. 2.049 kr. 11,49 Epli 1 kg 452 kr. 291 kr. 35,62 Appelsínur 1 kg 588 kr. 281 kr. 52,21 Kartöflur 1 kg 260 kr. 133 kr. 48,84 Vínflaska (0,5 l) 2.484 kr. 1.942 kr. 21,82 Bjór – innlendur 496 kr. 334 kr. 32,66 Bjór – erlendur 645 kr. 256 kr. 60,31 Samgöngur (innanbæjar) Stakt fargjald 606 kr. 350 kr. 42,24 Mánaðarkort 12.082 kr. 6.878 kr. 43,07 Leigubíll (startgjald) 1.167 kr. 546 kr. 53,21 Leiguverð Leiga (1 herbergi) í miðborginni 164.843 kr. 101.540 kr. 38,40 Leiga (1 herbergi) í úthverfi 122.447 kr. 72.750 kr. 40,59 Leiga (3 herbergi) í miðborginni 332.714 kr. 168.818 kr. 49,26 Leiga (3 herbergi) í úthverfi 247.575 kr. 119.671 kr. 51,66 Íbúðaverð Verð á fm2 í miðborginni 1.001.560 kr. 238.620 kr. 76,18 Verð á fm2 í úthverfi 736.170 kr. 215.870 kr. 70,68 Helstu útgjöld (rafmagn, vatn, sorphirða) 29.618 kr. 6.222 kr. 78,99 Framfærslukostnaður O kkur líst bara mjög vel á,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem er nýflutt til Óslóar í Nor- egi, ásamt kærasta sín- um, Davíð Sigurgeirssyni tónlist- armanni. Þau eru þó ekki að flýja land líkt og margar vegna krepp- unnar. Þau eru einfaldlega í leit að nýjum tækifærum á stærri markaði en Ísland býður upp á. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún er fegin að vera laus við á Íslandi segir Jóhanna ekki svo vera. „Auðvitað mun ég sakna Ís- lands alveg helling. Við fórum ekki út til að flýja neitt eða af því að okk- ur finnst ekki frábært að vera á Ís- landi.“ Fleiri tækifæri í Noregi Jóhanna Guðrún er með norsk- an umboðsmann, sem hún hefur þekkt í fjölda ára, og taldi vitur- legt að færa sig nær honum. Það er ein aðalástæðan fyrir því að parið ákvað að freista gæfunnar í Noregi. „Það eru tækifæri hér sem við ætl- um að prófa og sjá hvort það gangi vel. Þetta er svona prufukeyrsla hjá okkur,“ útskýrir hún. „Við erum ung og það eru fullt af möguleikum hér. Ef maður nýtir sér þá rétt getur ým- islegt gerst,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að mörg tækifæri bjóðist á Íslandi er það takmark- andi, að sögn Jóhönnu Guðrúnar. Hún bendir á að það sé mun auðveldara og ódýrara að ferðast frá Noregi til annarra landa en frá Íslandi. Ósló er hundavæn borg Það er einungis um vika síðan parið flutti búferlum svo það er ekki komin mikil reynsla á það hvernig því finnst að búa í Nor- egi. Það er þó einn stór kostur við að búa í Ósló sem Jóhanna Guð- rún hefur strax tekið eftir, og það er að hundahald er frjálsara en á Íslandi. Með þeim Jóhönnu Guð- rúnu og Davíð fluttist einmitt hvolpurinn Bjartur sem er þriggja mánaða og kann hann vel að meta frelsið. „Hundar mega ekki labba í taumi niður Laugaveginn,“ bend- ir hún á. „Hérna getum við ver- ið með litla nánast alls staðar.“ Jóhanna Guðrún segir hundana verða miklu stilltari fyrir vikið. Þeir venjist umhverfinu betur og þurfi ekki að vera eins mikið einir. „Annars elska ég landið mitt ofsa- lega mikið og finnst það eiginlega bara fullkomið.“ Þrátt fyrir að hafa einungis flutt fyrir viku til Noregs þekkir Jóhanna Guðrún ágætlega til landsins, en hún eyddi töluverðum tíma þar í landi eftir að hún tók þátt í Euro- vision fyrir Íslands hönd árið 2009. Hún náði öðru sæti í keppninni. „Noregur er ekkert ósvipaður Ís- landi finnst mér. Mér líður ekkert eins og ég sé langt í burtu.“ Hún segist þó koma til með að sakna mömmu sinnar. Tekur smátíma að læra norsku Parið er ekkert að tvínóna við hlut- ina og er byrjað að læra norsku, til að geta fótað sig betur í landinu. „Ég býst nú samt við að þetta taki smátíma, svona eftir að ég fór að skoða þetta betur,“ segir Jóhanna Guðrún hlæjandi. „Ég hélt að þetta yrði svo lítið mál.“ Hún segir Norð- menn vissulega tala góða ensku og því sé auðvelt að detta í enskuna. Þau ætla þó að reyna að vera dug- leg að spreyta sig á norskunni við hvert tækifæri. Jóhanna Guðrún er með mörg járn í eldinum í Noregi, en þau Davíð eru meðal annars að setja saman hljómsveit og vinna í nýrri plötu sem er væntanleg á þessu ári. „Svo er bara verið að bóka okkur í alls konar gigg og þetta lítur mjög vel út,“ segir Jóhanna Guðrún að lokum. n Söngkonan Jóhanna Guðrún er flutt til Noregs með kærastanum Í leit að nýjum tækifærum Hærri laun en dýrara að lifa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.