Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Síða 18
Clooney í tilvistarkreppu L ögfræðingurinn og stór- landeigandinn Matt King (Clooney) stendur frammi fyrir því að þurfa að endurheimta tengslin við dætur sínar á meðan eigin- kona hans liggur fyrir dauð- anum á sjúkrahúsi. Myndin hlaut þrenn verð- laun á Golden Globe-hátíð- inni á dögunum. Þetta er fyrsta mynd leik- stjórans Alexanders Payne síðan hann sendi frá sér hina frábæru Sideways árið 2004. Áður hafði hann vakið verð- skuldaða athygli fyrir Elec- tion og About Schmidt. Eins og í fyrri myndum Paynes er fókusinn hér á miðaldra karl- mann í tilvistarkreppu. Hann hefur fengið allt upp í hend- urnar í lífinu en kemst að því að hann er með allt niðrum sig þegar konan hans leggst í dá eftir hræðilegt sjóslys. George Clooney ljær karakternum sinn alkunna sjarma og kemst virkilega vel frá hlutverkinu. Tónn myndarinnar er léttur þrátt fyrir alvarleg efnistök og byggir myndin að mestu á uppbyggingu persóna í erfið- um kafla í lífi þeirra. Þó svo að tilfinningarík atriði megi finna í myndinni er aldrei gengið of langt í tilfinningaklámi. Leikaraliðið er í heild sinni mjög gott. Þar ber helst að nefna Shailene Woodley og Amara Miller, sem fara með hlutverk dætranna og standa sig með stakri prýði. The Descendants er frá- bær mynd sem á margt sam- eiginlegt með fyrri myndum Alexanders Payne. Óhætt er að mæla sterklega með henni. 18 Menning 23. janúar 2012 Mánudagur NO, Global Tour sýnd Kvikmyndin NO, Global Tour eftir Spánverjann Santiago Sierra verður sýnd í Bíó Para- dís þriðjudaginn 24. janúar. Myndin er sýnd í tengslum við sýningu á verkum lista- mannsins í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Í myndinni er rakin ferð hins gríðarstóra skúlptúrs NO sem lagði upp í sína fyrstu ferð frá Ítalíu árið 2009. Síð- an þá hefur hann ferðast um Evrópu, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu og Japan. Skúlptúr- inn hefur verið á ferðalagi um Reykjavík undanfarna daga en sá hluti myndarinn- ar verður sýndur síðar. Lista- maðurinn velur áfangastaði fyrir gjörninginn út frá því að þeir tengist ádeilu hans á kapítalískt markaðshagkerfi og mikilvægi þess að lýðræð- ið virki í raun og veru. Myriam með fyrirlestur Myndlistarkonan Myriam Bat-Yosef fjallar um eigin verk í hádegisfyrirlestri Opna Listaháskólans, mánudag- inn 23. janúar klukkan 12.30. Myriam, eða María Jóseps- dóttir eins og hún kallar sig á íslensku, hefur íslenskt ríkis- fang, en hún er fædd í Berlín árið 1931 og ólst upp í Ísrael. Myriam er fyrrverandi eigin- kona Errós. Í fyrirlestrinum fer hún yfir langan feril sinn, allt frá því hún stundaði nám í París og til dagsins í dag. Þann 28. janúar verður svo opnuð sýning með verkum Myriam og Jóhönnu Krist- bjargar Sigurðardóttur í Ný- listasafninu. KexJazz hefst Kvartett Jóles Pálssonar heldur tónleika á Kex þriðju- dagskvöldið 24. janúar. Tón- leikarnir eru liður í KexJazz 2012 sem samanstendur af sex tónleikum sem haldnir eru á Kex Hostel við Skúla- götu. Þessir fyrstu tónleikar í röðinni hefjast klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Ásamt Jóel eru í hljómsveit- inni Ómar Guðjónsson á gít- ar, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. T akið þetta ekki of hátíð- lega, „enjoy the ride“,“ sagði leikstjórinn Balt- asar Kormákur áður en frumsýning myndar- innar Contraband hófst hér á landi. Þetta voru vandlega valin orð því um er að ræða spennu- mynd í b-flokki kvikmynda og ekki er kafað djúpt. Contraband er klassísk spennumynd af gamla skólanum. Engin ný trix, ljótir og illir skúrkar, svikulir vinir, fagrar konur í lífshættu, eltingarleikir og byssur. Sumsé rokk og ról. Contraband er byggð á ís- lensku spennumyndinni Reykjavík-Rotterdam sem Ósk- ar Jónasson og Arnaldur Indr- iðason skrifuðu. Mark Wahlberg fer með hlutverk smyglarans Chris Farraday. Manns sem hefur sagt skilið við líf glæpa og misindis og fetar beinu braut- ina. Hann er fyrirmyndarfaðir og ástríkur eiginmaður. En lífið fer úr skorðum þegar ungur mágur hans (Caleb Landry Jones) er staðinn að smygli og því að fleygja verðmætum farmi (kókaíni) og upphefst þá at- burðarás þar sem aðalsöguhetj- an verður að fara aftur í skugga- veröld smyglarans. Það er sumsé ekki verið að smygla landa á einhverjum ryðguðum dalli í þessari millj- ón dollara mynd. Allt er stærra í sniðum en í upprunalegu myndinni. Engin kynlífssena Mark Wahlberg er þokkafullur leikari með hlýlega nærveru og ég hlakka til að sjá hvað þeir Baltasar Kormákur vinna að næst. Hann rennur í gegnum hlutverk sitt í öðrum gír. Án allrar áreynslu. Hann virðist óttalaus í aðstæðum sínum en hann er engu að síður trúverð- ugur og fer með hlutverk sitt af sóma. Áhorfandinn skynjar að hann hefur snúið baki við drykkju og glæpum í skipt- um fyrir ástina og fallegt fjöl- skyldulíf. Kate Beckinsale fer með hlutverk eiginkonu hans. Hún er engin stórleikkona en stórglæsileg og veldur sínu. Hún þykir reyndar afar lík Lilju Pálmadóttur hans Baltasars sem landanum þykir örugg- lega skondið. Samband þeirra er hlýtt og innilegt og það vakti athygli mína að í myndinni er engin kynlífssena. Lilja Nótt fór með sama hlutverk í myndinni Reykjavík-Rotterdam og þá var nú aðeins heitara í kolunum. Glæpamaðurinn Tim Briggs sem ógnar tilveru Chris Farra- day og fjölskyldu er leikinn af Giovanni Ribisi og það fjandi vel. Hann er ógnvænlegur og hlutverk hans er vel skrifað og útfært. Þau atriði þar sem hann er sóttur heim og sýndur í sínu rétta umhverfi, með varnar- lausri dóttur sinni í slömminu, eru virkilega góð. Þarna var kominn evrópskur hráleiki sem mér fannst hressandi. Eins og risavaxinn skógarbjörn Chris setur saman teymi og leggur á ráðin um að smygla varningi frá Panama til að bjarga lífi fjölskyldunnar. Í teyminu er okkar maður, Ólaf- ur Darri Ólafsson, og hvað get- ur maður sagt annað en eins og í boltanum: Áfram Ísland! Hann skilar sínu hlutverki virkilega vel. Kannski ónær- gætið af mér að nefna að hann er eins og risavaxinn skógar- björn á hvíta tjaldinu og djúp bassaröddin eykur á þá upp- lifun. Það er vandlega hugsað af Baltasar að halda stemn- ingunni á skipinu sveitalegri og svolítið kómískri. Þetta fundust mér einna skemmti- legustu senur myndarinnar. Þar er einnig vandlega hugsað um allar lykkjur handritsins. Sagan hefur þótt miðlungsgóð af krítíkerum ytra en mér þótti hún (nú og þá) verulega snjöll. Hún hefur fengið Hollywood- snyrtingu, allt er stærra, kóka- ín en ekki landi, risavaxið skip en ekki dallur, byssur og blóð og smyglvarningurinn margra milljóna virði. Diego Luna ógleymanlegur Vinur Chris Farraday er leik- inn af Ben Foster. Ingvar Sigurðsson fór með sama hlutverk forðum daga og var feykilega sterkur. Foster er hins vegar linur og breyskur og fyrirsjáanlegur. Hann gefur þó allt í leikinn í lok myndar- innar og kemur til skila hruni hins fallna. Caleb Landry Jones í hlut- verki Andy og Luke Haas í teymi Chris eru síðan tveir ungir leikarar sem vekja eftir- tekt og krydda myndina en maðurinn sem gæðir mynd- ina rokkelementi er Diego Luna (Y Tu Mama Tam- bien). Diego er ógleyman- legur, krafturinn og nærver- an er mögnuð og atriði með honum tekin í Panama halda áhorfandum límdum við skjáinn. Þessum leikara ætla ég að fylgjast með. Reyndar voru hlutverk aukaleikara í þessari mynd óvenju safarík. Aukaleikararnir fá eina heila stjörnu af þessari gjöf. En hinar þrjár fær Baltasar Kormákur fyrir iðnaðarrokk af bestu sort. Farið og sjáið þessa mynd. Iðnaðarrokk af bestu sort „Það er sumsé ekki verið að smygla landa á ein- hverjum ryðguðum dalli í þessari milljón dollara mynd. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bíómynd Contraband IMDb 6,9 RottenTomatoes 49% Metacritic 52 Leikstjóri: Baltasar Kormákur Handrit: Aaron Guzikowski og Arnaldur Indriðason Leikarar: Mark Wahlberg, Giovanni Ribisi, Kate Beckinsale, Ben Foster, Diego Luna, Caleb Landry Jones og Ólafur Darri Ólafsson 110 mínútur Diego Luna Kom skemmtilega á óvart í litlu hlutverki. Jón Ingi Stefánsson joningi@dv.is Bíómynd The Descendants IMDb 7,9 RottenTomatoes 89% Metacritic 84 Leikstjóri: Alexander Payne. Handrit: Alexander Payne, Nat Faxon og Jim Rash, byggt á bók Kaui Hart Hemmings. Leikarar: George Clooney, Shailene Woodley, Amara Miller, Nick Krause, Robert Forster. 115 mínútur The Descendants George Clooney stendur sig vel í hlutverki sínu ásamt þeim Shailene Woodley, Amara Miller og Nick Krause.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.