Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Page 20
Balotelli hetja en samt skúrkur n United vann risaslaginn á Emirates M unurinn á Manchesterlið- unum United og City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er áfram þrjú stig eftir ofur- sunnudaginn þar sem fjögur af fimm efstu liðunum mættust innbyrðis. Dagurinn hófst á leik Manchester City og Tottenham þar sem heima- menn höfðu sigur, 3–2, á drama- tískan hátt. Mario Balotelli skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 95. mín- útu eftir að Ledley King hafði brotið á honum innan teigs. Balotelli hefði ekki átt að vera inni á vellinum en fyrr í leiknum hafði hann traðkað á Scott Parker. Howard Webb ákvað þó að senda hann ekki í bað. „Balotelli sparkaði viljandi í höfuðið á Parker. Hann setti hælinn í höfuðið á honum. Ég veit ekki af hverju einhver vill gera þetta á vellin- um en það sáu þetta allir,“ segir Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Totten- ham er áfram í þriðja sæti, nú átta stigum á eftir City. Það var því mikilvægt fyrir United að leggja Arsenal á útivelli en þegar liðin mættust í byrjun tímabils vann United, 8–2. Antonio Valencia skor- aði fyrra markið og lagði upp það síðara fyrir Danny Welbeck í 2–1 sigri United. Robin van Persie skoraði mark Arsenal að sjálfsögðu. Arsene Wenger vann sér ekki inn nein prik hjá stuðningsmönnum Arsenal í leiknum því hann tók tán- inginn Alex Oxlade-Chamberlain af velli eftir að hann lagði upp jöfnunar- mark Arsenal. Inn kom Andrei Arsha- vin sem þurfti að þola mikið baul frá stuðningsmönnum liðsins. Hann gerði sig svo líka sekan um slæm varnarmistök í sigurmarki Manc- hester United. Skelfileg skipting hjá Wenger en Arsenal er nú fimm stig- um frá meistaradeildarsæti. 20 Sport 23. janúar 2012 Mánudagur Taka á kynþáttaníði Nokkrir stuðningsmenn Chelsea virðast hafa gert sig seka um að syngja söngva með kynþáttan- íði í lest á leið heim frá Norwich eftir markalausan leik liðanna um helgina. Forsvarsmenn Chelsea hafa lofað því að aðstoða hvað þeir geta við rannsóknina. „Við erum að aðstoða viðkomandi yfirvöld eins og við getum og komi á dag- inn að þessar ásakanir séu sannar munum við taka eins hart á því og við mögulega getum. Kynþáttaníð á ekki að líðast í dag,“ segir í yfirlýs- ingu frá Chelsea. Leikurinn sjálfur var ekkert augnakonfekt en hann endaði með markalausu jafntefli þar sem Fernando Torres skoraði ekki sautjánda leikinn í röð. Ekki fara í Floyd Breski hnefaleikakappinn Amir Khan sækist nú fast eftir því að fá bardaga við þann besta, Floyd May- weather Jr., en Khan tapaði bæði WBA- og IBF-heimsmeistaratitlun- um sínum í léttveltivigt á dögunum til Lamonts Peterson. Ricky Hatton segir í Daily Star að Khan eigi að bíða með að ráðast í bardaga við Mayweather. „Það er alltof snemmt fyrir Khan að fara í bardaga gegn Mayweather núna. Hann er með sært egó eftir tapið. Það væri óðs manns æði. Frekar ætti Khan að taka annan bardaga til að ná sér upp og fara svo að hugsa um May- weather,“ segir Hatton. Trúir Pepe Portúgalinn Pepe lét eins og fífl í bikarslag Real og Barcelona í síð- ustu viku og traðkaði þar meðal annars á hendi Lionels Messi. „Hann sagði að þetta hefði verið óviljaverk og ég trúi honum,“ sagði Mourinho um atvikið á blaða- mannafundi. „Ef einhver ykkar telur hann vera lygara, þá má sá sami bara segja það. Við skul- um ekki gera þetta að endalausu vandamáli.“ H andritið þekkja margir. Strákarnir okkar gjörsam- lega búnir að gera upp á bak á stórmóti, með bakið upp við vegg og þeirra bíður leik- ur gegn einu heitasta liði mótsins, í þetta skiptið Ungverjalandi. Aldrei er íslenska landsliðið hættulegra en nákvæmlega í þessari stöðu og það sannaðist enn og aftur á sunnudag- inn. Ísland valtaði þá yfir Ungverja- land, 27–21, í fyrsta leik sínum í milli- riðlum á EM í Serbíu og sýndi að liðið er ekki líkt þeirri hörmung sem sást gegn Slóveníu. Varnarleikurinn var loksins almennilegur, í raun frábær, og Björgvin góður í markinu. Ísland er mætt til leiks á EM en á erfiða leiki fram undan. Loksins vörn Riðill Íslands var spilaður í smá- bænum Vrsac en nú eru strákarnir komnir til næststærstu borgar Serb- íu, Novi Sad. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að þar var varnar- leikur Íslands geymdur og mættu strákarnir honum með bros á vör. Ungverska liðið átti ekki möguleika gegn hreyfanlegri og grjótharðri vörn Íslands þar sem allir voru til- búnir að hjálpa næsta manni. Björg- vin Páll, sem þarf ekki að skrifa neina afsökunarpistla núna, þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum í seinni hálfleik því vörnin sá mestmegnis um að verja boltana. Það er þessi vörn sem fleytti Ís- landi úr meðalmennskunni og í verðlaunasæti á ólympíuleikum og Evrópumóti og var því gaman að sjá hana aftur. Í sókninni gekk liðinu vel eins og alltaf. Arnór Atlason fór gjörsamlega hamförum í fyrri hálf- leik og tók þar leikinn í sínar hend- ur. Markaskorið dreifðist þó jafnt og lögðu allir sitt lóð á vogarskálarnar. Sérstaklega var gaman að sjá Guð- mund gefa þeim Ólafi Bjarka Ragn- arssyni og Rúnari Kárasyni tæki- færi. Ólafur spilaði töluvert meira og stýrði leiknum af mikilli prýði en Rúnar stimplaði sig inn með alvöru sleggju. Bamm! Sláin inn. Þar sem Ísland fór án stiga í milli- riðilinn er sæti í undanúrslitum nán- ast útilokað en strákarnir geta þó spil- að fyrir stoltið. Fram undan eru leikir gegn Frakklandi og Spáni og þarf ekk- ert minna en frammistöðuna gegn Ungverjum til að eiga möguleika þar. „Höfðum gaman af þessu“ „Þetta var mjög vel útfærður leikur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson hæstánægður í samtali við Einar Örn Jónsson á RÚV eftir leikinn. „Við spil- uðum frábæran sóknarleik á móti þessari frábæru vörn og það gekk allt upp sem við lögðum upp með. En ég verð líka að hrósa vörninni. Hún átti stórbrotinn leik. Við fengum ekki á okkur nema 21 mark og vörnin varði sjálf sex skot. Ungverjar náðu svo að- eins tveimur hraðaupphlaupsmörk- um. Björgvin varði líka fjórtán bolta og spilaði eins og við vitum að hann getur,“ sagði Guðmundur en hvern- ig undirbjó hann leikinn? „Það sem ég sýndi þeim fyrir þennan leik voru leikir þar sem við vorum að spila góða vörn. Þetta er það sem maður vill sjá,“ sagði hann. Björgvin Páll Gústavsson var eðli- lega í skýjunum með sigurinn enda spilaði hann sinn langbesta leik á mótinu. „Ég var farinn að titra, mig langaði svo mikið inn á völlinn. Þeg- ar vörnin stendur svona þá er ekki að spyrja að því. Við spiluðum frá- bærlega en samt var ró yfir þessu. Við elskum allir handbolta og nutum þess að spila þennan leik. Það skein alveg í gegn,“ sagði Björgvin Páll við RÚV. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti Vörnin fannst loks í Novi Sad n Strákarnir okkar völtuðu yfir Ungverja n Varnarleikurinn magnaður Kampakátur Björgvin fagnaði sigrinum vel. Mynd REUtERs Staðan Milliriðill 2 Lið L U J t skor stig 1. Spánn 3 2 1 0 77:72 5 2. Króatía 3 2 0 1 84:82 4 3. Ungverjaland 3 1 1 1 71:74 3 4. Frakkland 3 1 0 2 77:81 2 5. Slóvenía 3 1 0 2 89:91 2 6. Ísland 3 1 0 2 88:86 2 Næstu leikir Íslands Þriðjudag kl. 15:10 spánn – Ísland Miðvikudag kl. 15:10 Frakkland – Ísland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.