Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2012, Side 21
n „Hann þarf að berjast,“ segir Damon Hill H eimsmeistarinn í Formúlu 1 frá því 1996, Damon Hill, seg- ir að sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher verði að berjast eins og ljón á næsta tímabili ætli hann að fá samning árið 2013. Endurkoma Schumachers hefur valdið miklum vonbrigðum en hann hefur aldrei komist á pall og er alls óvíst að hann keyri áfram eftir árið í ár. „Það er ótrúlegt að hann sé enn að keppa. Það eru 12 ár síðan ég hætti sjálfur og við vorum að á sama tíma. Hann er ótrúlegur maður sem elskar að keyra og vill ekki hætta. En Formúlan er erfið og hann verður að berjast með kjafti og klóm ætli hann að fá samning 2013,“ segir Hill sem er nýjasti formúluspekúlant Breta eft- ir að Sky réð hann til starfa. En hvað er það þá sem Schumacher verð- ur að gera til að fá samning? „Fyrst og fremst verður hann að sanna að hann sé fljótari en liðsfélagi hans. Allt of oft var hann á eftir liðsfélaga sínum í fyrra og ef það heldur áfram verður honum bara skipt út,“ segir Damon Hill. Sport 21Mánudagur 23. janúar 2012 Þ etta var mjög ánægjulegt. Við þurftum virkilega á þess- um þremur stigum að halda,“ segir Grétar Rafn Steinsson, bakvörður enska úrvalsdeild- arliðsins Bolton, sem gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool á laugardag- inn, 3–1. Grétar skoraði þriðja markið með glæsilegu, viðstöðulausu skoti. Þökk sé sigrinum komst Bolton loks- ins upp úr fallsæti þar sem liðið hefur verið nær allt tímabilið. „Þetta er búið að vera lélegt tímabil hjá okkur og við þurftum að taka þessi stig. Við höfum líka verið að ná í stig í síðustu leikjum og því lítum við bara fram á veginn. Næst er það Arsenal á heimavelli og við erum alltaf góðir á móti þeim hér heima,“ segir Grétar Rafn. Mikil pressa í botnbaráttunni „Maður getur skorað á æfingum þannig að það hlýtur að vera hægt í leik líka,“ segir Grétar og hlær við þeg- ar hann er spurður um markið gullfal- lega. „Það var ekkert pláss þar sem ég var í teignum þannig að ég þurfti að fara utar. Sem betur fer datt boltinn fyrir mig þarna.“ Frá því Bolton vann fyrsta leik tímabilsins gegn QPR, 4–0, hefur liðið vermt eitt af þremur falls- ætunum, lengst af verið neðst í töfl- unni. Grétar segir það mikla pressu að vera svo neðarlega og því hafi ver- ið ánægjulegt að koma inn í klefa eft- ir leikinn og sjá liðið komið upp úr rauða svæðinu, þó ekki væri nema sæti ofar. „Það er svo rosaleg pressa að vera þarna. Það eru vissulega nokkrir leik- menn í liðinu sem hafa farið í gegn- um þetta áður en einnig eru margir sem þekkja ekkert svona baráttu. Það er mikið í húfi fyrir þetta félag þannig að við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Þessi sigur eykur líka á sjálfs- traustið hjá mönnum. Þó svo Liver- pool hafi ekkert verið að spila sér- staklega að undanförnu leyfðum við því einfaldlega ekki að spila vel. Svo var gott að vinna á heimavelli en það hefur reynst okkur erfitt í ár. Vanalega hefur heimavöllurinn verið okkar styrkur,“ segir Grétar Rafn. Nýju mennirnir ekki jafnsterkir Grétar segir Bolton allt of gott til að vera í fallbaráttunni, það eigi að vera um miðja deild. „Við erum bara að tapa of mörgum leikjum á móti lið- um eins og Norwich og Sunderland. Lið sem mér finnst við eiga að vinna. Svo erum við að spila svo mikinn borðtennisleik. Við bara vinnum eða töpum. Það eru jafntefli sem halda liðum í deildinni og við þurfum að ná í fleiri svoleiðis. En ég vona nú inni- lega að þetta fari að batna hjá okk- ur,“ segir Grétar og segir eina helstu ástæðu fyrir gengi liðsins að of marg- ir sterkir leikmenn hafi farið frá lið- inu. „Í fyrsta lagi er erfitt að missa Stuart Holden í langvarandi meiðsli og sama má segja um Chung-Young Lee. Svo misstum við líka Daniel Sturridge og Johan Elmander. Þetta er mikil blóð- taka og þeir leikmenn sem hafa verið keyptir í staðinn eru ekki í sama gæða- flokki. Fjárhagsleg staða klúbbsins er það erfið að ekki var hægt að leysa svona margar stöður. Það hefur verið erfitt fyrir þá að móta sig inn en þetta er allt að koma,“ segir Grétar Rafn. Alltaf til í ævintýri Grétar missti stöðu sína snemma á tímabilinu þegar illa gekk en hann kom aftur inn um jólin og hefur ekki litið um öxl. „Svona er þetta bara. Þegar liðinu gengur illa er breytt til. En ef maður sinnir bara sinni vinnu þá fær maður aftur tækifæri og verð- ur að nýta það. Síðan ég kom inn um jólin hefur gengið betur og vonandi heldur það áfram“ segir Grétar sem býst ekki við að vera áfram hjá Bol- ton eftir tímabilið. Lið mega nú þegar byrja ræða við hann og eru þreifingar í gangi. „Það eru alltaf einhverjar þreifing- ar og verið að skoða. En eins og staðan er núna er ég bara að spá í að hjálpa liðinu. Ég tel litlar sem engar líkur á að ég verði í Bolton áfram og nýt því bara hvers leiks. Svo er aldrei að vita hvað gerist. Ég er alltaf til í ævintýri þannig að ef maður finnur rétta klúbbinn og rétta þjálfarann með réttu hugmynd- ina er aldrei að vita hvað maður gerir. En nú einbeiti ég mér bara að Bolton. Ég vil ekki hafa það á ferilskránni að hafa fallið þannig að það er mikilvægt að halda sér uppi. Ef þetta er síðasta tímabilið mitt með Bolton vil ég skila liðinu þar sem það var þegar ég kom. Í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Grétar Rafn Steinsson. n Grétar Rafn skoraði glæsilegt mark gegn Liverpool n Líklega á förum „Ég er alltaf til í ævintýri“ Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Bang og mark! Grétar skorar gegn Liverpool. Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu notað vottað matvælasalt frá Saltkaupum í allar sínar vörur! Þessigamligóði virðing gæði Ískaldur Michael Schumacher var einu sinni besti ökuþór heims. Hann hefur ekkert getað eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 kappaksturinn. Schumi þarf að sanna sig www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík Úrslit Enska úrvalsdeildin Norwich - Chelsea 0-0 Sunderland - Swansea 2-0 1-0 Stephane Sessegnon (13.), 2-0 Craig Gardner (84.). Fulham - Newcastle 5-2 0-1 Danny Guthrie (42.), 1-1 Danny Murphy (51.), 2-1 Clint Dempsey (58.), 3-1 Clint Dempsey (64.), 4-1 Bobby Zamora (67.), 4-2 Hatem Ben Arfa (84.), 5-2 Clint Dempsey (88.). QPR - Wigan 3-1 1-0 Heiðar Helguson (32. víti), 2-0 Akos Buzsaky (44.), 2-1 Hugo Rodallega (65.), 3-1 Tommy Smith (80.). Everton - Blackburn 1-1 1-0 Tim Cahill (23.), 1-1 David Goodwillie (71.). Úlfarnir - Aston Villa 2-3 0-1 Darren Bent (10.), 1-1 Michael Kightly (20.), 2-1 David Edwards (30.), 2-2 Robbie Keane (50.), 2-3 Robbie Keane (84.). Stoke - WBA 1-2 0-1 James Morrison (34.), 1-1 Cameron Jerome (85.), 1-2 Graham Dorrans (90.). Man. City - Tottenham 3-2 1-0 Samir Nasri (56.), 2-0 Joleon Lescott (59.), 2-1 Jermaine Defoe (59.), 2-2 Gareth Bale (64.), 3-2 Mario Balotelli (90.+5 víti). Arsenal - Man. United 1-2 0-1 Antonio Valencia (45.), 1-1 Robin Van Persie (71.), 1-2 Danny Welbeck (81.). Staðan 1 Man. City 22 17 3 2 60:18 54 2 Man. Utd 22 16 3 3 54:21 51 3 Tottenham 22 14 4 4 41:24 46 4 Chelsea 22 12 5 5 40:25 41 5 Arsenal 22 11 3 8 39:33 36 6 Newcastle 22 10 6 6 32:30 36 7 Liverpool 22 9 8 5 25:21 35 8 Stoke 22 8 6 8 23:33 30 9 Norwich 22 7 8 7 32:36 29 10 Sunderland 22 7 6 9 29:24 27 11 Aston Villa 22 6 9 7 26:29 27 12 Fulham 22 6 8 8 28:31 26 13 Swansea 22 6 8 8 23:27 26 14 Everton 22 7 5 10 22:26 26 15 WBA 22 7 4 11 22:31 25 16 QPR 22 5 5 12 22:37 20 17 Bolton 22 6 1 15 28:47 19 18 Blackburn 22 4 6 12 33:45 18 19 Wolves 22 4 6 12 25:40 18 20 Wigan 22 3 6 13 19:45 15 Championship-deildin Barnsley - Millwall 1-3 Birmingham - Watford 3-0 Blackpool - Crystal Palace 2-1 Bristol C. - Doncaster 2-1 Burnley - Derby 0-0 Cardiff - Portsmouth 3-2 Coventry - Middlesbrough 3-1 Leeds - Ipswich 3-1 Peterborough - Brighton 1-2 Reading - Hull 0-1 West Ham - Nott. Forest 2-1 Staðan 1 West Ham 27 16 5 6 43:24 53 2 Southampton 26 15 5 6 50:28 50 3 Cardiff 27 13 10 4 44:29 49 4 Middlesbrough 27 12 9 6 31:28 45 5 Hull 27 14 3 10 28:25 45 6 Birmingham 26 12 7 7 42:26 43 7 Blackpool 27 11 9 7 43:34 42 8 Reading 27 12 6 9 34:27 42 9 Leeds 27 12 6 9 43:38 42 10 Brighton 27 12 5 10 30:29 41 11 Derby 27 12 5 10 31:33 41 12 Burnley 27 12 4 11 39:33 40 13 Cr.Palace 27 10 7 10 26:27 37 14 Barnsley 27 10 6 11 38:42 36 15 Leicester 26 9 8 9 34:30 35 16 Peterborough 27 9 6 12 45:44 33 17 Portsmouth 26 8 7 11 29:29 31 18 Watford 27 7 9 11 28:39 30 19 Bristol City 27 8 6 13 25:37 30 20 Millwall 27 7 8 12 27:35 29 21 Ipswich 27 8 4 15 38:54 28 22 Nottingham F. 27 7 3 17 22:44 24 23 Doncaster 27 6 5 16 23:45 23 24 Coventry 27 5 7 15 23:36 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.