Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 6
Stúlkurnar
bíða enn
eftir dómi
í tékklandi
6 Fréttir 27. febrúar 2013 Miðvikudagur
S
túlkurnar tvær sem teknar
voru fyrir fíkniefnasmygl á
Vaclav Havel-flugvellinum
í Tékklandi í nóvember síð-
astliðnum, bíða enn dóms í
Tékklandi. Samkvæmt heimildum DV
gætu liðið nokkrir mánuðir í viðbót
þar til dómur fellur í máli þeirra. Stúlk-
urnar voru úrskurðaðar í sjö mánaða
gæsluvarðhald stuttu eftir að þær
voru handteknar en enn er þess beðið
að dómur verði kveðinn upp í máli
þeirra. Ekki eru komnar nákvæmar
tölur um magn efnanna sem þær voru
teknar með eða hversu sterk þau voru.
Fyrstu fréttir að utan hermdu að magn
efnanna væri um átta kíló en seinna
var gefið út að líklega væri það minna,
nær þremur kílóum. Stúlknanna gæti
beðið fimm til átta ára fangelsi verði
þær fundnar sekar.
Ánetjuðust fíkniefnum ungar
Foreldrar annarrar stúlkunnar fóru
til Prag til þess að hitta hana í fang-
elsinu í byrjun mánaðarins. For-
eldrarnir þurftu að panta heimsókn
með fjórtán daga fyrirvara og fengu
að hitta dóttur sína tvisvar meðan
þeir voru úti, í einn og hálfan tíma
í senn, og töluðu við hana í gegn-
um gler. DV sagði frá því á dögun-
um að móðir hennar, Hanna Gréta
Jóhannesdóttir, hefði fengið hjarta-
áfall stuttu eftir heimkomuna og ótt-
ast væri um líf hennar. Móðirin er nú
vöknuð og komin úr öndunarvél og
batahorfur líta út fyrir að vera góðar
að sögn ættingja hennar.
Feður stúlknanna voru í viðtali við
Kastljós stuttu eftir handtöku þeirra
og sögðu þá frá því að þær hefðu
báðar ánetjast fíkniefnum ungar að
árum. Auglýst hafði verið eftir þeim
í fjölmiðlum þegar þær hurfu í lengri
tíma og báðar hafa þær farið í með-
ferð.
Þær dvelja hvor í sínu fangels-
inu í Prag, önnur er í Ruzyne- og
hin í Pankrác-fangelsinu. Önnur
þeirra dvelur á svokölluðum lækna-
gangi þar sem hún þjáist af erfiðum
astma. Hún fær lyfin send til sín en
þau eru henni lífsnauðsynleg. Fang-
elsið útvegar henni eina klósettrúllu
á mánuði en hitt þarf hún að kaupa
sjálf í fangelsisbúðinni og fær til þess
senda peninga frá foreldrum sínum.
Þóttu grunsamlegar
Stúlkurnar tvær, sem báðar eru átján
ára, fóru frá Íslandi í ágúst og sögðu
þá ættingjum sínum að þær væru á
leið í stutt frí. Þær ílengdust úti en
fyrst sögðust þær vera í Svíþjóð, síð-
an fréttist af þeim á Spáni og svo í
Brasilíu. Þegar þær voru komnar
þangað fór ættingja þeirra að gruna
að eitthvað misjafnt væri í gangi og
höfðu miklar áhyggjur af þeim. Þær
munu þó hafa fullvissað fjölskyldur
sínar um að um ekkert slíkt væri að
ræða. Raunin var hins vegar önn-
ur og eins og áður segir voru þær
síðan handteknar í Prag. Þá höfðu
þær flogið frá Sao Paulo í Brasilíu
til München í Þýskalandi. Þýsku
tollvörðunum þótti stúlkurnar grun-
samlegar en létu þær sleppa í gegn til
að komast að hvert þær væru að fara
og voru þær undir eftirliti. Þær voru
svo handteknar á flugvellinum en þá
beið þeirra bílstjóri fyrir utan. Kóka-
ín fannst vandlega falið í farangri
þeirra en ekki er vitað hvort þær hafi
ætlað að fara til Íslands með efnin.
Vegna þess hversu vel smyglið
var skipulagt eru þær ekki taldar
hafa staðið að því sjálfar heldur vera
burðardýr fyrir einhverja reyndari.
Hins vegar hafa ekki aðrir verið
handteknir í tengslum við smyglið en
þær hafa sagt að bandarískur mað-
ur sem hafi komið til Íslands síðasta
sumar sé að baki smyglinu.
Vonast til að þær fái að afplána
heima
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra sagði stuttu eftir handtöku
þeirra að utanríkisráðuneytið myndi
gera allt í sínu valdi til þess að hjálpa
stúlkunum og fá þær framseldar heim
til þess að afplána hér. Það er þó ekki
framsalssamningur í gildi milli land-
anna. „Þær eru fórnarlömb í þessu
máli, tvær kornungar stúlkur sem
lenda í klóm glæpamanna og við
munum gera allt sem við getum til að
ná þeim út,“ sagði Össur í samtali við
RÚV í nóvember. Utanríkisráðuneytið
getur þó ekkert aðhafst í málinu fyrr
en dómur hefur fallið.
Hart er tekið á fíkniefnamálum í
Tékklandi. Ættingjar stúlknanna hafa
sagt að þeir voni að tekið verði tillit til
ungs aldurs þeirra við dóminn en þær
eigi að sjálfsögðu að afplána sína refs-
ingu enda hafi þær framið glæp. „Þær
frömdu auðvitað glæp og þurfa að
gjalda fyrir það en við vonumst til að
þær fái að afplána hér,“ sagði amma
annarrar þeirra í viðtali við DV í síð-
ustu viku. n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Þær frömdu auð-
vitað glæp og
þurfa að gjalda fyrir það
en við vonumst til að þær
fái að afplána hér.
Pankrác Pankrác-fangelsið þar sem önnur stúlkan situr í varðhaldi.
Töskurnar Hér má sjá farangur stúlknanna. Fíkniefnin voru vandlega falin í töskun-
um.
Bíða enn dóms
Stúlkurnar bíða
þess enn að réttað
verði í máli þeirra
fyrir tékkneskum
dómstólum.
n Teknar fyrir dópsmygl í nóvember n Gætu fengið þungan dóm
Ölvaður velti bíl
Ölvaður ökumaður velti bifreið í
Keflavík um helgina. Þegar lög-
reglan á Suðurnesjum mætti á
vettvang kom í ljós að tveir karl-
menn voru í bifreiðinni, báðir
töluvert ölvaðir, en ekki sýnilega
slasaðir. Ökumaðurinn hafði tekið
beygju á talsverðum hraða og ók
utan í grjót í vegkanti, með þeim
afleiðingum af bifreiðin valt og
rann eina tíu metra á toppnum,
áður en hún staðnæmdist. Lög-
regla handtók mennina og voru
þeir í kjölfarið fluttir á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja til frekari
skoðunar.
Þeir voru svo yfirheyrðir á
mánudag, þegar þeir voru búnir
að sofa úr sér í fangaklefa og látnir
lausir að því loknu.
42 kynferðis-
brot tilkynnt
Lögreglunni bárust 42 tilkynn-
ingar um kynferðisbrot í jan-
úar. Þetta þykja óvenju mörg
mál miðað við þróun undan-
farinna ára. Líkur má leiða að
því að mikil umfjöllun fjölmiðla
um kynferðisbrot í mánuðinum,
sem hófst með umfjöllun Kast-
ljóss um brot Karl Vignis Þor-
steinssonar, hafi stuðlað að
þessum miklum fjölda tilkynn-
inga en fjölmargir hafa stigið
fram og sagt frá kynferðisbrot-
um undanfarnar vikur.
Þessar upplýsingar komu
fram í afbrotatíðindum ríkis-
lögreglustjóra. Árið 2012 var að
meðaltali tilkynnt um 10,4 slík
brot á mánuði og 9,5 árið 2011.
Tilkynningar í janúar eru því
fjórum sinnum fleiri en að með-
altali á mánuði síðustu tvö ár.
Setja upp
hjólaljós
Sérstök umferðarljós fyrir hjól-
reiðafólk verða gangsett í dag,
miðvikudag, á mótum Sæbraut-
ar og Súðarvogs. Alls verða sett
upp sex slík ljós á hjólaleiðinni
frá Hlemmi að Elliðaám. Við
gatnamótin hafa verið settir upp
skynjarar sem kalla eftir þörfum
á græna ljósið fyrir hjólreiðafólk
sem er á leið þvert yfir Sæbraut-
ina. Ljósin munu virka eins og
önnur umferðarljós en í útliti
skera þau sig úr þar sem efst
trónir hvítt reiðhjólamerki í bláu
gleri sem logar stöðugt í þeim
tilgangi að vekja athygli hjól-
reiðafólks.
Ljós við Engjaveg og
Katrínartún eru þegar komin
upp og hafa verið gangsett. Þá
verða umferðarljós fyrir reiðhjól
einnig sett upp þar sem hjóla-
stígurinn nýi þverar Nóatún,
Kringlumýrarbraut og Reykja-
veg, segir í tilkynningu.