Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 15
Við erum algjörlega
á öndverðum meiði
Þetta er stefna
sem gengur upp
Katrínu Jakobsdóttur þykir samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks ólíklegt. – DVBjarni Benediktsson segir lækkun skatta réttu leiðina. – DV
Dómstólar yfirstéttarinnar
Spurningin
„Ég er að fara að halda konukvöld
í kvöld, ég ætla að vera góður
kærasti. Ég hef lítið íhugað ná-
kvæmlega hvað ég ætla að gera
en þetta verður frá hjartanu en
ekki endalega frá seðlaveskinu.“
Þorsteinn Björnsson
24 ára háskólanemi
„Allir dagar eru konudagar fyrir
mér.“
María Elísabet Bragadóttir
19 ára nemi
„Já, ég gaf kærustunni minni
nammipoka.“
Þórður Páll Pálsson
21 árs háskólanemi
„Ég fékk blóm.“
Vala Björg Ómarsdóttir
33 ára vinnur í Landsbankanum
„Já, ég fékk köku.“
Rakel Grímsdóttir
20 ára nemi
Gerðir þú eitthvað
fyrir konudaginn
eða var gert eitt-
hvað fyrir þig?
1 Viðurkenndi að hafa orðið dóttur sinni að bana fyrir
rúmri hálfri öld 76 ára bandarísk
kona myrti sex mánaða dóttur sína árið
1957. Hún afplánar 45 daga fangelsis-
vist fyrir vikið.
2 Bjarni Ármannsson slapp með skrekkinn Rannsókn sérstaks
saksóknara á viðskiptum Bjarna,
þáverandi bankastjóra Íslandsbanka,
og Milestone, frá árinu 2005, var hætt
sökum þess að málið var fyrnt.
3 Þvinguð út af veginum af öku-níðingi Sigurður Sveinn Valgarðsson
komst í hann krappan við Bryggjuhverfi
í Reykjavík á mánudagskvöldið.
4 Stal stíl Beyoncé Taylor Swift sýndi kunnuglega takt á Brit-verð-
launahátíðinni í síðustu viku.
5 „Þú minnir mig á gamla kærustu“ Jack Nicholson daðraði
við Jennifer Lawrence þar sem hún var í
viðtali í tengslum við Óskarsverðlauna-
hátíðina á sunnudagskvöldið.
Mest lesið á DV.is
Megi Reykjavík dafna – illskunnar vegna
S
varthöfði kann vel við þá ný-
lendustefnu sem rekin er á Ís-
landi. Þegar Svarthöfði réð ríkjum
í keisaraveldinu forðum daga þá
lærði hann fljótt að það verður enginn
ríkur af því að vinna með höndunum.
Þú þarft að láta peningana vinna fyrir
þig. Nýlendustefnan er framkvæmd á
Íslandi á þann hátt að arður af auðlind-
um landsins rennur einungis eina leið,
suður til Reykjavíkur, þar sem háttsettir
embættismenn útdeila auðnum til Reyk-
víkinga.
Þetta er frábært fyrirkomulag sem
Reykvíkingar hafa komið sér upp. Nóg af
atvinnu fyrir alla við hið opinbera sem
fær mestu tekjurnar frá landsbyggðinni.
Af fiskveiðunum er tekin renta og eru
flestallar smábátaútgerðir reknar sem
einkahlutafélög sem skila allt að því öll-
um sínum tekjum suður til Reykjavíkur.
Nýtt veiðileyfagjald fer sömu leið, beint
til Reykjavíkur, þar sem öll umsýslan
með peningana fer fram og getur lands-
byggðin þakkað fyrir hvern þann brauð-
mola sem henni er réttur.
Á meðan eru Reykvíkingar með eina
ríkisstyrktu bæjarhátíðina á landinu,
Menningarnótt, ríkisstyrkt þjóðleikhús,
sinfóníuhljómsveit og dansflokk, þannig
að harðduglegir opinberir starfsmenn
geti nú lyft sér upp í Reykjavíkinni. Þegar
tíu milljónir renna hins vegar til menn-
ingarmála út á land þá er það um leið
dæmt sem kjördæmapot, þegar dýrasta
tónlistarhús sögunnar er reist í Reykjavík
– er það fyrir alla þjóðina.
Þegar smjörið draup af hverju strái í
Reykjavík í upphafi tíunda áratugar síð-
ustu aldar ákváðu yfirvöld í Reykjavík að
nú væri kominn tími til að dekra aðeins
við sig og reisa hina frábæru byggingu
Perluna. Síðan þá hefur Reykjavíkur-
borg þurft að dæla fleiri tugum milljóna
á ári hverju í Perluna svo hægt sé að reka
einn dýrasta myndbandamarkað og ís-
búð sem um getur. Hvað gerir Reykja-
víkurborg til að redda þessu? Tekur hún
til í rekstrinum? Selur hún Perluna hæst-
bjóðanda? Nei, hún ákveður að kaupa
Perluna af Orkuveitunni og leigja hana
síðan íslenska ríkinu. Og hver samþykkti
þessi ósköp? Þingmaður Reykvíkinga
sem gegnir stöðu mennta- og menn-
ingarmálaráðherra. Þetta góðæris-
plebbabrölt Reykjavíkurborgar þarf
landsbyggðin að borga fyrir en þetta
verður seint túlkað sem stærsta kjör-
dæmapot sögunnar, því þetta er eins og
allt þegar kemur að því að redda Reyk-
víkingum vinnu, fyrir alla þjóðina.
Reykjavík er að breytast í þá sóðaleg-
ustu Sódómu sem um getur á plánetu
okkar. Reykjavíkurborg er eins og blóm
sem étur eigin rætur og mun tor-
tíma sjálfri sér í eigin græðgi. Þetta vill
Svarthöfði sjá enda er hann vinur alls
sem er illt og úrkynjað. Megi Reykjavík
dafna illskunni til framdráttar.
H
æstiréttur hefur staðfest sam-
ráð olíufélaganna í nokkrum
dómum og dæmt þau til þess að
greiða sektir.
En hver braut samkeppnislögin,
fyrirtækin eða einstaklingarnir?
Augljóslega voru það einstak-
lingarnir, en Hæstiréttur sýknaði þá
hins vegar, þar á meðal eiginmann
dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins. Þeir bera engan skaða af því að
hafa af ásetningi og með skipulegum
hætti brotið á almenningi, þeir halda
öllu sínu og geta haldið þeirri iðju
áfram án þess að eiga á hættu að verða
sóttir til saka fyrir slík brot. Allir stjórn-
endurnir utan einn voru hættir að
starfa hjá olíufélögunum og búnir að
selja eignarhluti sína. Olíufélögin hafa
ekki farið fram á endurgreiðslur frá
þeim.
Sektunum er velt yfir á þá sem eru
saklausir af glæpnum, viðskiptavini
olíufélaganna.
Lægra settir hjá olíufélögunum eru
ekki svona heppnir, stöðvarstjóri Olís
á Reyðarfirði var dæmdur í 30 daga
skilorðsbundið fangelsi fyrir gáleysi,
óviljaverk sem leiddi til klórgasslyssins
í sundlaug Eskifjarðar.
Sjáið þið samhengið í þessu?
Fjórflokkurinn og kálfur hans eru
fyrir þá sem sætta sig við þetta, Dögun
er fyrir þá sem gera það ekki.
Litbrigði náttúrunnar Rauðhólar skörtuðu sína fegursta í fallegum birtuskilyrðum þegar ljósmyndari DV átti leið þar hjá á þriðjudag.
Mynd sigtryggur ariMyndin
Svarthöfði
Umræða 15Miðvikudagur 27. febrúar 2013
Þetta má bara
ekki líðast
Dóttir Hlédísar Sveinsdóttur varð fyrir miklum heilaskaða í fæðingu. – DV
Af blogginu
Jón Jósef Bjarnason