Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 11
„Ég er kölluð kanamella“
Fréttir 11Miðvikudagur 27. febrúar 2013
n Þriggja barna móðir fékk nóg af fordómum n Kynntist senegölskum eiginmanni á Spáni n Brotnaði niður eftir aðkast í matvöruverslun
Starfsmenn Krónunnar staðfestu að
umrætt atvik hefði átt sér stað í skólanum
í síðustu viku. Þá staðfesti Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir, skólastjóri í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, að Kristjana hefði
leitað til sín vegna ummæla sem kennari
lét falla um eiginmann hennar og að hún
hefði átt fund með kennaranum. „Ef að
kennari er dónalegur við nemanda þá tala
ég við viðkomandi kennara. Einkunnar-
orð skólans er virðing og ég held að við
leggjum okkur almennt fram um að sýna
öllum virðingu. Ef einhverjum verður á og
sýnir dónaskap þá er rætt við viðkomandi.
Þetta er mjög viðkvæmt og við reynum að
taka á slíku strax.“
„Þetta er mjög viðkvæmt“
ljótum orðum. Það gleymist alveg
í þessari umræðu hvað makarnir
þurfa að þola,“ segir Kristjana.
Það var áfall að upplifa þetta
þegar þau komu heim til Íslands.
„Þá vorum við að vinna á bar og á
leiðinni heim komum við stundum
við á bensínstöð þar sem við mætt-
um iðulega ölvuðu fólki. Þá fékk ég
alltaf að heyra það. Við drekkum ekki
og höfum aldrei gert þannig að það
var ekki eins og við værum að kalla
þetta yfir okkur með einhverjum
ólátum. Við vorum barna þarna.“
Tekinn af lögreglunni
Í annan stað þá var manninum henn-
ar kippt inn í lögreglubíl. „Lögreglan
reif hann inn í bílinn þar sem einhver
blóðugur strákur sat og sagði að ein-
hver svertingi hafði lamið sig. Strák-
urinn sagði strax að það hefði ekki
verið hann, enda er maðurinn minn
mjög rólegur og góður og aldrei með
nein læti. En af því að strákurinn
var laminn af svertingja þá var bara
næsti svarti maður tekinn. Honum
fannst það mjög óþægileg upplifun.
Enda förum við eiginlega aldrei
niður í bæ á kvöldin og í sannleika
sagt þá efast ég um að ég myndi
þora að ganga ein í gegnum bæinn
með honum eftir að hafa orðið fyr-
ir aðkasti. Ég myndi ekki þora það.
Mér líður ekki vel með að setja mig
í slíkar aðstæður þar sem ég veit að
ég er að bjóða hættunni heim og get
átt von á leiðindum eða árásum á
annað hvort mig eða hann.“
Ósvífin kona í Kringlunni
Árið 2004 eignuðust þau síðan son
og stelpu ári síðar. Það var svo árið
2007 sem Kristjana lenti í heldur
óskemmtilegu atviki í Kringlunni,
þá orðin ólétt að þriðja barninu. „Ég
sat þá á bekk með vinkonu minni og
börnin voru í tvíburakerru. Þá kom
fullorðin kona, komin vel yfir sextugt
og vel til höfð, í pels og með uppsett
hár, sem gekk beint að mér og öskr-
aði á mig að ég væri með djöfulsins
ógeðs negrakróga og annað álíka,
orð sem ég hafði aldrei heyrt áður.
Hún sagðist vona að ég myndi
ekki eignast fleiri börn og að ég ætti
að hypja mig úr landi. Sem betur fer
voru börnin svo lítil að þau skildu
ekki hvað hún var að segja. Þetta
var svo niðurlægjandi. Ég gat ekki
einu sinni svarað fyrir mig, ég vissi
ekki hvað ég ætti að segja auk þess
sem þetta var gömul kona og ég ber
virðingu fyrir gömlu fólki. En hún
var full af hatri og réðst beint að litl-
um börnum sem sátu þarna í kerru.
Auðvitað vakti þetta athygli og
fjölda fólks bar að til þess að fylgjast
með þessu en það var enginn sem
greip inn í. Fólk skiptir sér aldrei af,
kannski veit það ekki hvað það á að
gera þegar það verður vitni að svona.
Enda er þetta lítill minnihlutahópur
sem lætur svona og alltaf fólk sem ég
þekki ekki.“
Sonurinn uppnefndur
Af þremur börnum hefur aðeins eitt
orðið fyrir aðkasti vegna litarháttar-
ins. Stelpurnar hafa sloppið en strák-
urinn, sem er rólyndisdrengur, vinur
allra og mikill bókaormur að sögn
móður sinnar, hefur fengið að heyra
það. „Það eru nokkrir strákar sem
uppnefna hann og stundum á hverj-
um degi, segja að hann sé eins og kúk-
ur á litinn eða spyrja af hverju hann
sé svona skítugur á litinn. Það er verið
að vinna með þetta í skólanum en það
hefur ekki tekist að stöðva þetta.
Við eyðum miklum tíma með
börnunum okkar og ræðum mikið
við þau. Við segjum þeim að þau eigi
ekki að upplifa sig sem verri mann-
eskjur og reynum að nálgast þetta
af yfirvegun og æðruleysi. Við höf-
um lagt það til að hann gangi bara
í burtu og sé annars staðar en þess-
ir piltar. En það virðist ekki virka.
Þegar við vorum orðin uppiskroppa
með úrræði þá sögðum við honum
að svara bara fyrir sig en hann vildi
alls ekki vera vondur við aðra.
Ég er að vinna við snyrtingu og
á tímabili spurði ég alltaf alla sem
ég hitti og eiga blönduð börn hvort
þeir hafa upplifað þetta líka. Flestir
sem ég hef talað við hafa lent í þessu
líka og það virðist bara vera spurn-
ing hvort þau nái að stoppa þetta eða
hvort þetta haldi áfram. Eins virðast
sömu orðin alltaf vera notuð. Fyrir
okkur getur það virst léttvægt en
þetta ristir djúpt hjá þeim. Ég sé það
því þegar sonur minn er leiður yfir
einhverju þá fer hann alltaf að tala
um þetta. Þetta pirrar hann.“
Niðurlægjandi ummæli kennara
Sjálf hefur hún upplifað óþægindi í
skólakerfinu. Það var þegar hún fór
aftur í snyrtifræðina í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti sem hún kláraði
svo í fyrra. „Þar var kennari sem var
alltaf að spyrja fyrir framan bekkinn
spurninga á borð við: „ert þú ekki
gift afrískum negra?“ og „átt þú ekki
negrabörn?“ Ég bað hana að kalla
hann eitthvað annað, dökkan mann
ef hún þyrfti endilega að skilgreina
hann út frá litarhætti. Þetta gerð-
ist hins vegar ítrekað þannig að ég
fékk nóg og talaði við skólameistar-
ann því mér fannst þetta ekki í lagi.
Ef börnin mín koma í skólann líka,
ætlar hún þá að kalla þau negra líka?
Kennarinn var þá tekinn fyrir á
fundi með mér þar sem hún gaf þær
skýringar að hún ætti vin sem væri
frá Tékklandi og væri dökkur yfir-
litum. Hvað kom það málinu við að
hún ætti vin frá Tékklandi, gaf það
henni leyfi til þess að kalla manninn
minn negra? Mér fannst þetta niður-
lægjandi.
Hún sagði líka að hún hefði alist
upp við það að nota orðið negri en
ég sagðist ætla að hætta í tímum ef
hún hætti þessu ekki. Þó að þetta orð
hafi verið notað í gamla daga þá þarf
svona klár kona ekki að nota það í
dag.
Fólk kemur alltaf með svona fá-
ránlegar útskýringar. Það hafa allir
heyrt frasa á borð við þennan: ég er
ekki með neinn rasisma en þetta fólk
má fara heim til sín.“
Fáfræði
Það stakk líka þegar hún átti að mæta
með módel og fékk vinkonu sína til
þess að sitja fyrir en sú er dökk yfir-
litum. „Þá gekk það ekki því það var
ekki til dökkt meik. Ég var svo hissa
því það var aldrei tekið fram að þetta
væri fyrir alla nema þá sem væru
með dökka húð. Ég fór því fram á að
það yrði keyptur dökkur farði.
Ég barðist fyrir þessu því ég hugs-
aði til þess að það gæti komið að því
að dætur mínar vildu fara í förðun á
snyrtistofu og þá vil ég ekki að þeim
sé vísað frá af því að það sé ekki til
dökkur farði. Það er bara fáránlegt.
En það er málið að fordómarnir
leynast alls staðar og stundum erum
við ekki meðvituð um þá fyrr en á
reynir. Stundum stafar þetta af því
að fólk hefur aldrei kynnst því góða
sem kemur með fólki frá öðrum
heimsálfum. Eins og gömul frænka
mín, sem er yndisleg kona, sagði; að
ég ætti að forða mér frá svona óþarfa
því Eva hefði falið skítugu börnin,
svertingjana. En það var ekki af
illsku heldur fáfræði sem hún sagði
það. Þegar hún kynntist svo David
þá var hún svo ánægð með hann
að hún hringdi reglulega til þess að
athuga hvort honum liði ekki vel.
Þetta hefur alltaf verið svona. Ég
reyni að gera lítið úr þessu, kippa
mér ekki upp við það þegar starað er
á okkur og pískrað eða þegar fólk tal-
ar alltaf ensku við hann þótt það hafi
kannski verið óþægilegt til að byrja
með. Núorðið tekst mér að hunsa
það en það eru stærri atvik sem
meiða, eins og þegar það er kallað
á eftir honum að hann eigi að fara
heim til sín og eitthvað þess háttar.
Enda sagði ég alltaf við sjálfa mig
að þetta væri bara fáfræði, nema hvað
nú eru liðin sextán ár og það er ekki
hægt að segja það endalaust. Þess
vegna verðum við að opna á um-
ræðuna og tala um þetta.“ n
„Þau hafa ekki
talað um annað
greyin en þennan vonda
mann og velta því fyrir sér
af hverju hann hati brúna.