Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 16
N
ýtt greiðsluþátttökukerfi
vegna kaupa á lyfjum mun
taka gildi þann 4. maí
2013 en Alþingi samþykkti
breytingar á lögum um
sjúkratryggingar og lyfjalögum þann
1. júní í fyrra og eru þær í fullum
undirbúningi.
Meginmarkmiðið með lögun-
um er að auka jöfnuð milli einstak-
linga óháð sjúkdómum og draga úr
útgjöldum þeirra sem mest þurfa á
lyfjum að halda.
En vegna breytinga á greiðslu-
þátttökukerfinu munu hópar sjúk-
linga sem ekki hafa áður tekið þátt í
lyfjakostnaði greiða fyrir lyf sín. Með-
al annars flogaveikir og sykursjúkir.
Dýr lyf
Brynhildur Arthúrsdóttir, f ormaður
LAUF, Landssamtaka áhugafólks um
flogaveiki, og Lilja Þorgeirsdóttir,
framkvæmdastjóri ÖBÍ, Öryrkja-
bandalags Íslands, hafa áhyggjur af
þessu. Brynhildur segir flogaveikilyf
mörgum lífsnauðsynleg og 10–15%
þeirra sem séu með flogaveiki standi
illa, bæði félagslega og fjárhagslega.
Þeir noti oft 2–4 dýr flogalyf og fleiri
lyf við aukaverkunum af flogalyfjun-
um sjálfum.
„Mér skilst að það verði þak á
lyfja kostnaði þar sem allir borga lág-
marksupphæð. Það getur komið sér
vel þegar fólk þarf að kaupa mikið af
lyfjum. Aftur á móti eru flogaveikilyf
afar dýr og þeir sem eru með erfiða
flogaveiki þurfa að taka 2–4 tegund-
ir af dýrum lyfjum, svo taka þeir
einnig önnur lyf við aukaverkunum.
Þeir myndu því þurfa að greiða háa
greiðslu í upphafi sem ég er ekki viss
um að þeir ráði við,“ segir Brynhildur.
„Við lítum það auðvitað alvarleg-
um augum að full niðurgreiðsla er
ekki lengur til staðar og ég trúi því
að þeir sjúklingar sem búa við lífs-
hættulega flogaveiki fái undanþágu.
Þessi lyf eru hreinlega svo dýr að ég
trúi því að það verði tekið á þessu af
skynsemi,“ segir Brynhildur og seg-
ist þekkja það í gegnum LAUF að
margir flogaveikir standi illa. „Þeir
sem fá erfið og hamlandi flog standa
margir illa,
Það er þessi hópur flogaveikra
sem er hvað veikastur sem ég hef
áhyggjur af.“
Eiga ekki fyrir fyrstu greiðslu
Lilja segist hafa áhyggjur af því að
fólk eigi ekki fyrir fyrstu greiðslunni.
Margir félagsmenn hjá aðildarfélög-
um Öryrkjabandalagsins séu ekki
með greiðslukort og geti því ekki
dreift greiðslum til að jafna álagið og
því fylgi aukinn kostnaður „Lagt hef-
ur verið til að fólk gæti skipt greiðsl-
unum og skipt lyfseðlinum í minni
skammta svo öruggt yrði að fólk
gæti tekið út lyf en því fylgir ákveðið
óhagræði bæði fyrir viðskiptavininn
og lyfsalann. Við höfum áhyggjur af
því hvernig fólk eigi að borga fyrstu
greiðsluna. Þótt mörgum virðist
upphæðin ekki há, þá verður fólk að
hafa í huga að það er af litlu að taka.
Og því var einnig lagt til að fólk gæti
skipt greiðslum og gæti skipt lyfseðl-
inum í minni skammta.“
Lilja leggur áherslu á að margir
muni njóta góðs af breyttu kerfi. Sér í
lagi þeir sem nota margar tegundir af
lyfjum. „Markmið með frumvarpinu
í heild, sem lagt var af stað með í
upphafi, var jákvætt, það er að koma
til móts við einstaklinga sem greiða
verulega háar upphæðir vegna lyfja.
Það sem veldur vonbrigðum er að
fólk með lífsógnandi sjúkdóma sem
notar lyf að staðaldri muni þurfa
að greiða meira fyrir lyf sín en áður.
Lyfjakostnaður mun því aukast hjá
fjölda fólks sem stendur illa fyrir,“
segir Lilja.
Fleiri borga meira
Hjá velferðarráðuneyti fengust þau
svör að ekkert sé því til fyrirstöðu
að sjúklingar leysi út lyfseðil í minni
skömmtum til að dreifa kostnaði.
„Auk þess verður komið til móts við
þá sem bera mikinn lyfjakostnað en
hafa lágar tekjur með uppfærslu á
reglugerð nr. 355/2005 sem heimilar
endurgreiðslur á miklum lyfjakostn-
aði. Uppfærsla reglugerðarinnar er í
vinnslu svo fjárhæðir liggja ekki fyrir.
En hversu margir munu greiða
minna í nýju kerfi og hversu margir
meira?
„Nákvæmar upplýsingar um þetta
liggja ekki fyrir, enda getur kostnað-
urinn verið töluvert breytilegur frá
ári til árs, meðal annars vegna mis-
munandi lyfjategunda og mismun-
andi verðs apóteka frá einum tíma til
annars. Árið 2010 var áætlað að með
breyttu greiðsluþátttökukerfi myndu
um 5.000 einstaklingar greiða minna
en að óbreyttu og kostnaður sumra
lækka verulega, jafnvel um hund-
ruð þúsunda. Af því sjálfu leiðir að
þeir sem lítið nota af lyfjum alla jafna
muni greiða meira en þeir hafa gert
hingað til og þeir eru mun fleiri en
þeir sem fá lækkun lyfjakostnaðar.
Þetta er einmitt markmið kerfisins
að auka jöfnuð og draga úr kostn-
aði þeirra sem vegna sjúkdóma hafa
mest þurft að greiða fyrir lyfin sín.“
Er gert ráð fyrir þaki?
Þegar tilteknum kostnaði er náð hjá
sjúklingi á einu ári er gert ráð fyrir
að læknir hans sæki um lyfjaskírteini
sem undanþiggur hann frá frekari
greiðslum.
Er aðeins heimildarákvæði fyrir
lyfjaskírteini? Hvaða reglur gilda þar
um?
Eins og áður hefur komið fram
var ákveðið að greiðslur sjúklings
féllu ekki niður sjálfkrafa við ákveðið
hámark heldur þyrfti lyfja skírteini.
Þetta er markvisst haft svona til að
geta spyrnt gegn fjöllyfjanotkun. n
16 Neytendur 27. febrúar 2013 Miðvikudagur
algengt verð 263,6 kr. 259,7 kr.
algengt verð 263,3 kr. 259,5 kr.
höfuðborgarsv. 263,2 kr. 259,4 kr.
algengt verð 263,6 kr. 259,7 kr.
algengt verð 266,9 kr. 259,7 kr.
Melabraut 263,4 kr. 259,5 kr.
Eldsneytisverð 26. feb
BEnsín Dísilolía
Góð þjónusta
í ZikZak í
Kringlunni
n Lesandi DV hafði samband
og vildi lofa þjónustu ZikZak í
Kringlunni. „Ég lofa
ZikZak í Kringlunni fyrir
afar góða þjónustu en
ég hafði farið í aðra
búð áður þar sem
þjónustan var
mjög léleg. Í
Kringlunni fékk
ég góða hjálp og
góðan afslátt og
vildi þakka fyrir.“
Mikill munur
á verði nikó-
tíntyggjós
n Við ritstjórn DV hafði samband
neytandi sem vildi benda á mik-
inn mun á verði á nikótíntyggjói.
Viðkomandi keypti stærstu pakkn-
ingu af Nicorette, 4 mg, með ávaxta
og mintubragði í Lyfjum og heilsu
í Austurveri. Þar kostaði pakkn-
ingin 7.761. Viku seinna var keypt
önnur pakkning, sömu gerðar en
á öðrum stað, í Apótekinu sem er
staðsett í Hagkaupum í Skeifunni.
Sú pakkning var töluvert ódýrari,
kostaði 6.551. „Það munaði 1.210
krónum sem mér finnst gróft og
ég vil benda notendum á að beina
viðskiptum sínum annað en til
Lyfja og heilsu í Austurveri,“ sagði
neytandinn.
Eysteinn Arason hjá Lyfjum og
heilsu varð fyrir svörum og sagði
verðmuninn helst fólginn í betri
þjónustu og lengri
opnunartíma ap-
óteksins. „Verð-
munurinn er eðli-
legur í ljósi þess
að opnunartími
hjá okkur er lengri.
Hann skýrist helst
af því. Það er verð munur
á milli Bónuss og Hag-
kaupa. Þetta er bara eðli-
legt.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
„Fólk með lífsógn-
andi sjúkdóma
sem notar lyf að staðaldri
mun þurfa að greiða
meira fyrir lyf sín en áður.
Eiga Ekki fyrir
fyrstu grEiðslu
Hvað er greitt fyrir lyf þegar nýtt
greiðsluþátttökukerfi tekur gildi?
Þrep Heildarlyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili Greiðsluhlutfall
almennt Ungmenni/lífeyrisþegar * Einstaklingar sjúkratryggingar
1 0–24.075 kr. 0–16.050 kr. 100% 0%
2 24.076 kr–96.300 kr. 16.051 kr–64.200 kr. 15% 85%
3 96.301 kr – 556.400 kr. 64.201 kr – 395.900 kr. 7,50% 92,50%
4 Umfram 556.400 kr. Umfram 395.900 kr. 0% 100% **
* Elli- og örorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára.
** SÍ greiða lyf að fullu skv. skilyrðum og umsókn frá lækni. Annars greiðir einstaklingur 7,5%. Skilyrði verða kynnt síðar.
Dæmi um greiðslur fyrir lyf – Eva og Jón
Eva greiðir almennt verð fyrir lyf
Dags. lyfjakaupa Heildarverð Eva greiðir skýringar
15. maí. 2013 19.000 kr. 19.000 kr. Greiðslutímabil hefst - Eva greiðir
100% samkvæmt þrepi 1.
3. jún. 2013 21.000 kr. 7.464 kr. Eva greiðir 15% fyrir mestan
hluta upphæðar samkvæmt þrepi 2.
20. júl. 2013 53.000 kr. 7.950 kr. Eva greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.
12. nóv. 2013 27.000 kr. 2.273 kr. Eva greiðir 7,5% fyrir mestan hluta
upphæðar samkvæmt þrepi 3.
25. feb. 2014 21.000 kr. 1.575 kr. Eva greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3.
alls á tímabili: 141.000 kr. 38.262 kr.
15. maí. 2014 21.000 kr. 21.000 kr. Nýtt timabil hefst - Eva greiðir 100%
samkvæmt þrepi 1.
Jón er; örorkulífeyrisþegi, ellilífeyrisþegi, barn
eða ungmenni 18–22 ára og greiðir minna fyrir lyf
Dags. lyfjakaupa Heildarverð Jón greiðir skýringar
15. maí. 2013 19.000 kr. 16.493 kr. Greiðslutímabil hefst - Jón greiðir
100% upp í þak á þrepi 1 og
hluta greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.
3. jún. 2013 21.000 kr. 3.150 kr. Jón greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.
20. júl. 2013 53.000 kr. 5.790 kr. Jón greiðir upp í þak á þrepi 2 og hluta
greiðir hann 7,5% samkvæmt þrepi 3.
12. nóv. 2013 27.000 kr. 2.025 kr. Jón greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3.
25. feb. 2014 21.000 kr. 1.575 kr. Jón greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3.
alls á tímabili: 141.000 kr. 29.033 kr.
15. maí. 2014 21.000 kr. 16.793 kr. Nýtt greiðslutímabil hefst - Jón greiðir
100% upp í þak á þrepi 1 og hluta
greiðir hann 15% samkvæmt þrepi 2.
n Flogaveikir og sykursjúkir fá ekki lengur fulla niðurgreiðslu
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Kostnaður stórra hópa eykst Þótt meiri jöfnuður felist í nýju kerfi til greiðsluþátttöku
vegna lyfja er fyrirsjáanlegt að kostnaður sérstakra hópa sjúklinga eykst, svo sem floga-
veikra og sykursjúkra og fólks með lífsógnandi sjúkdóma sem notar lyf að staðaldri.