Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 27. febrúar 2013 Miðvikudagur
Kaffibrúsakarl-
arnir snúa aftur
Aðdáendur Kaffibrúsakarlanna
geta glaðst á ný þar sem þeir fé
lagar Gísli Rúnar og Júlíus Brjáns
son ætla aftur í gervi þessara
skrautlegu karaktera á næstunni.
Nú eru liðin 40 ár síðan þeir
félagar slógu í gegn í sjónvarpi
íklæddir smekkbuxum með pott
lok og skiptust á fáránlegum
athugasemdum um ekki neitt.
Sýningin, sem haldin verður í
Austurbæ, er auglýst sem tveggja
stunda stanslaus steypa, stuð og
áhyggjulaus hlátur. Það er Gunn
ar Helgason sem leikstýrir en auk
Gísla Rúnars og Júlla munu Helga
Braga og Lalli töframaður koma
fram.
Svífðu með
Stórtónleikarnir Svífðu með verða
haldnir laugardaginn annan
mars þegar Karlakórinn Heimir
ásamt einsöngvurunum Guðrúnu
Gunnars, Óskari Péturssyni og Ara
Jóhanni Sigurðssyni kemur fram í
Langholtskirkju
Fyrir hlé mun karlakórinn
ásamt þeim Ara og Óskari vera
með hefðbundið karlakóra
prógramm. Eftir hlé mun færast
fjör í leikinn en þá ætla Guðrún og
Óskar ásamt hljóðfæraleikurum
að gera stemminguna ógleyman
lega.
Tvennir tónleikar verða þenn
an laugardag.
Colin Stetson
og Úlfur í Volta
Bandaríski saxófónleikarinn Col
in Stetson mun halda tónleika hér
á landi þann 17. mars. Tónlistar
maðurinn hefur starfað með
fjölmörgu heimsfrægu tónlistar
fólki og hljómsveitum, á borð við
Arcade Fire, Tom Waits, TV on the
Radio, Bon Iver, LCD Soundsy
stem, The National, David Byrne
og Feist síðustu árin samhliða því
að sinna sínum eigin sólóferli.
Um upphitun sér íslenski tón
listarmaðurinn Úlfur Hanson en
tónleikarnir fara fram á tónleika
staðnum Volta.
„Frelsandi“ stíll
H
ann er einn af þessum höf
undum sem hefur alveg
ótrúlega gott vald á þessum
stíl sem hann er búinn að
koma sér upp,“ segir rithöf
undurinn Eiríkur Guðmundsson um
spænska höfundinn Javier Marias en
bókaforlagið Bjartur gaf nýlega út
fyrstu íslensku þýðinguna á bók eftir
hann, Ástir (Los Enamoramientos),
sem kom út á Spáni árið 2002. Að
dáendur Mariasar hafa lengið beðið
eftir þýðingu á einni af bókum hans
og nú er ein slík komin á íslensku í
Neonseríu Bjarts.
Þýðandi bókarinnar er Sigrún
Ástríður Eiríksdóttir. Eiríkur telur
vert að hrósa þýðandanum sérstak
lega. „Já, ég var mjög ánægður með
þessa þýðingu. Það voru einhverjir
tveir staðir þar sem ég hnaut um
textann en annars fannst mér hún
gera þetta mjög vel,“ segir Eiríkur en
Sigrún Ástríður hefur áður þýtt til
dæmis þá Mario Vargas Llosa og José
Saramago.
Smitandi stíll
Eiríkur er mikill aðdáandi Mariasar
og neitar því ekki að hann hafi orðið
fyrir áhrifum frá Spánverjanum. „Tja,
hann er náttúrulega mjög smitandi.
Ég hugsa nú að hann hafi gert það,
þó maður reyni að hrista allt slíkt
af sér. Ég hef nú ekki reynt að stæla
hann; held ég myndi renna á rass
gatið ef ég reyndi það. En ég var al
veg gegnsósa af honum í dálítinn
tíma, sérstaklega þríleiknum hans
sem kom út á árunum 2002 til 2007.
Ég viðurkenni það,“ segir Eiríkur.
Þríleikurinn sem Eiríkur vísar
til er þriggja binda skáldaga á um
1.500 blaðsíðum sem heitir And
lit þitt á morgun. Marias lét hafa
það eftir sér árið 2007, eftir útgáfu
þríleiksins, að hann ætlaði að ein
beita sér að því að skrifa styttri
skáldskap en svo stóð hann ekki
við það. Fjórum árum seinna kom
Ástir út, stór og mikill 350 síðna
skáldsaga.
Bókin gerist í Madrid og segir
frá morði á manni, Miguel Des
verne, sem aðalsöguhetjan Maria
Dolz hefur fylgst með álengd
ar á kaffihúsi í nokkurn tíma
ásamt konu hans Luisu. Í kjölfar
morðsins kynnist aðalsöguhetjan
Luisu og fólkinu í kringum hana
og í kjölfarið sækja á ýmsar
spurningar um morðið á Miguel.
Bókin gerist að mestu, líkt og Eiríkur
nefnir, inni í höfðinu á Mariu sem
veltir fyrir sér morðinu og ástæðum
þess, spyr spurninga og reynir að átta
sig á því hvað gerðist. Ástir var valin
bók ársins af lesendum spænska
dagblaðsins El Pais árið 2011.
„Orðmargur“
Eitt af einkennum bóka Mariasar eru
langar málsgreinar sem yfirleitt eru
með mörgum innskotssetningum
með útúrdúrum og frekari útskýr
ingum á því sem sagt hefur verið.
Einn af íslenskum lesendum Marias
ar hefur sagt að það sé merkilegt
hvað spænski höfundurinn gefur sér
„mikinn tíma“ til að segja sögur sín
ar. „Hann gefur sér mikinn tíma já.
Það fer í taugarnar á sumum, sem
finnst að hann geti verið langdreg
inn,“ segir Eiríkur.
Eiríki finnst stíll Mariasar aftur
á móti vera frelsandi, sérstaklega í
samanburði við fyrirsjáanlegri bók
menntir. „Hann er orðmargur, skrifar
langar málsgreinar og teygir lopann
alveg endalaust. Það er ein sena í þrí
leiknum eftir hann, sem gerist inni
á klósetti, sem er tugir blaðsíðna.
Hann leyfir sér alls kyns tiktúrur og
útúrdúra sem manni finnst svolítið
frelsandi, sérstaklega í samanburði
við þessar straumlínulöguðu skáld
sögur – ensku skáldsöguna – þar sem
allt er klippt og skorið og pottþétt,“
segir Eiríkur aðspurður um stílinn á
bókum Mariasar.
Gagnrýnandi The Times Literary
Supplement, Martin Schifino, sagði
sömuleiðis um Ástir þegar hún kom
út í enskri þýðingu: „Jafnvel þegar
kemur að fjölda setninga er Marias
einn af maxímalistum nútímabók
mennta, hann staflar upp auka
setningum og skýtur inn innskotum
hvenær sem hann getur, og endur
tekur sömu hugmyndina í breyttum
myndum út heilu bækurnar.“
Dæmi um stílbrögð Mariasar má
sjá í boxi hér á síðunni. Um er að
ræða upphafið á skáldsögu Mariasar,
Corazón tan blanco eða Svo hreint
hjarta á íslensku. Þegar litið er á þetta
textabrot, sem er nokkuð lýsandi fyr
ir Marias, sést hversu erfitt verk það
er að þýða texta hans yfir á íslensku.
Einhver þýðandi gæti hafa brugðið
á það ráð að stytta setningarnar og
setja punkta til að gera textann ís
lenskulegri en Sigrún Ástríður
heldur setningaskipan Marias vel
í þýðingunni á Ástir. „Nei, það má
ekki breyta þessu því þá eyðileggur
maður flæðið í textanum,“ segir
Eiríkur um þennan eiginleika þýð
ingarinnar.
Huglægar bókmenntir
Bækur Mariasar eru yfirleitt nátúral
ískar eða realískar; þær eru lýsing á
raunveruleikanum, eða sýn þess sem
segir söguna á raunveruleikann, en
ekki súrrealískar eða ævintýralegar.
Oft og tíðum eru mjög nákvæmar
lýsingar á aðstæðum og manneskj
um, líkt og Eiríkur vísar til, án þess þó
að mikið gerist kannski í þeim. „Það
er þessi íhygli sem er í bókunum
hans. Eins og í þessari nýju bók þá er
þetta innra eintal. Það er ekki margt
sem gerist í bókinni, efniviðurinn
er smásögulegur þannig lagað séð.
En það eru þessar hugleiðingar um
möguleika: Ef þetta væri ekki svona
þá gæti þetta verið svona og svo
framvegis. Mér finnst þetta afskap
lega skemmtilegt.“
Eiríkur segir að Marias sé ein
hvers konar „huglægur realisti“: „Já,
en þetta er svona huglægur real
ismi. Það er svo rosalega margt sem
fram fer bara í hugsuninni. Það eru
kaflar hjá honum, sem eru býsna
ljóðrænir, þar sem hann súmmerar
upp það sem hann er að fjalla um.
Hvað er það hættulegasta í dag? Það
eru samskipti fólks. Hverju trúir þú
fólki fyrir? Hverju þér er trúað fyrir?
Hann er rosalega mikið að tala um
það hverju fólk hleypir inn í líf sitt. Ef
einhver kemur til þín og vill segja þér
sögu, en áttu að hlusta á hana? Ef þú
hlustar á söguna þá ertu kominn inn
í einhvern heim sem þú mögulega
sérð ekki fyrir endann á. Þetta er svo
lítið skemmtilegt þema. Á hvern þú
hlustar og hverjum þú gefur tímann
þinn,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segist öfunda þá sem ekki
hafa lesið verk Marias. „Ég eiginlega
öfunda þá sem ekki hafa lesið Marias
að kynnast þessum stíl hans.“ n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Javier Marias er eitt
stærsta nafnið í spænsk-
um bókmenntum. Út er
komin bókin Ástir, fyrsta
íslenska þýðingin á bók
eftir Marias.
„Hann er orðmarg-
ur, skrifar langar
málsgreinar og teygir
lopann alveg endalaust.
Maxímalisti
Gagnrýnandi Times
Literary Supplement
kallaði Javier Marias
„maxímalista“. Hann
skrifar langar og
flóknar setningar með
mörgum aukasetning-
um og innskotssetn-
ingum. Komin er út bók
eftir hann á íslensku.
Upphaf bókarinnar
Corazón tan blanco
„Ég vildi ekki vita það en ég veit að ein
af stúlkunum, þegar hún var reyndar
ekki lítil stúlka lengur og var nýkomin
úr brúðkaupsferðinni sinni, fór inn á
baðherbergið, stillti sér upp fyrir framan
spegilinn, hneppti frá peysunni sinni,
tók af sér brjóstahaldarann og miðaði
á hjartað með hlaupinu á skammbyssu
föður síns, sem var í borðstofunni með
hluta fjölskyldunnar og þremur gestum.
Þegar hann heyrði skothvellinn, ein-
hverjum fimm mínútum eftir að stúlkan
hafði staðið upp frá borðum, reis hann
ekki samstundis úr sætinu, heldur var
hann stjarfur í nokkrar sekúndur með
fullan munninn, án þess að taka áhættu
á að tyggja né renna niður og hvað þá
að skila munnfyllinni aftur á diskinn;
og þegar hann loks stóð upp og hljóp í
áttina að baðherberginu sáu þeir sem
fylgdu honum hvernig hann, þegar hann
sá blóðugan líkama dóttur sinnar, lagði
hendurnar á höfuðið og færði munnfyll-
ina af kjötinu frá einni hlið til annarrar
uppi í sér, án þess að vita ennþá hvað
hann ætti að gera við hana.“