Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 10. júlí 2013 „ER MEð ávERka víða á líkaManuM“ F orseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar ekki að vísa frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda til þjóðar atkvæðagreiðslu. Þetta tilkynnti Ólafur á blaðamannafundi á Bessastöðum síðdegis á þriðju- dag. Fjármálaráðuneytið áætlar að tekjutap ríkissjóðs af völdum lag- anna nemi um 10 milljörðum króna á þessu ári og því næsta. Skattamál ekki í þjóðaratkvæði Sagði hann að ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýt- ingu fiskveiðiauðlindarinnar heldur tímabundnar breytingar á greiðsl- um til ríkisins. „Lögin fela því ekki í sér grundvallarbreytingar á nýt- ingu auðlindarinnar en kveða á um tímabundnar breytingar á greiðsl- um til ríkisins, sköttum vegna nýt- ingar.“ Þá lýsti Ólafur þeirri skoðun sinni að lög er varða fjárhags- eða skattamál eigi ekki erindi í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víð- tækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagn- ingar, þjóðaratkvæðagreiðslur um hækkun eða lækkun á einstökum tekjuliðum ríkisins,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sinni og bætti við seinna á fundinum að „það myndi leiða okkur inn á algjörlega nýjar brautir í meðferð skattlagningar.“ Máli sínu til stuðnings vísaði Ólafur meðal annars í tillögur stjórn laga ráðs að nýrri stjórnarskrá. „Þegar stjórnlagaráð skilaði sín- um til lögum einhuga þá fólu þær tillögur í sér að almenningur hefði ekki rétt á því að óska eftir þjóðar- atkvæðagreiðslu um mál sem snerta fjárhagsmál ríkisins. Samkvæmt henni hefði almenningur ekki rétt til þess,“ sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt tillögur stjórnlagaráðs nokkuð harðlega, meðal annars í ávarpi sínu á nýársdag á þessu ári. Rétt er að taka fram að sam- kvæmt tillögum stjórnlagaráðs, sem finna má á vefnum, voru ekki lagð- ar hömlur við því að forseti gæti vís- að lögum er varða fjárhagsmál rík- isins til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það ákvæði átti aðeins við um þjóðar- atkvæðagreiðslur sem knúnar væru fram beint af 10 prósentum kjós- enda en ekki í gegnum forseta. „Alþingi fannst þetta mál ekki vera stórmál“ Á blaðamannafundinum var Ólaf- ur spurður að því hvort hann væri ekki ósamkvæmur sjálfum sér í ljósi þess að fleiri undirskriftir hefðu borist vegna lækkunar veiðigjalda en fjölmiðlafrumvarpsins sem for- setinn synjaði árið 2004. Ólafur seg- ir svo ekki vera. „Það gætir mikils misskilnings í umræðunni undan- farna daga og vikur að halda að mál- skotsréttur forseta sé eins konar sjálfvirkt tæki þar sem fjöldi undir- skrifta ræður úrslitum,“ sagði hann og bætti við að fleiri atriði en undir- skriftir hefðu jafnan komið til við ákvarðanir hans um beitingu mál- skotsréttarins. „Ég hef ávallt rökstutt allar þessar ákvarðanir með tilvísun til fjölda efnisatriða.“ Ein af þeim röksemdum sem Ólafur færði fyrir ákvörðun sinni vakti nokkra athygli. „Það er ljóst að Alþingi fannst þetta mál ekki vera stórmál,“ sagði hann um veiðigjalda- frumvarpið og vísaði þá til þess að þriðja umræða um frumvarpið á Al- þingi hefði verið mun styttri en til að mynda um fjölmiðlafrumvarpið og Icesave. Sagði fá mál betri í þjóðarat- kvæðagreiðslu Forseta bárust 35 þúsund áskor- anir um að vísa lækkun veiðigjalda til þjóðaratkvæðagreiðslu en það eru um 15 prósent atkvæðabærra Íslendinga. Þetta eru fleiri undir- skriftir en söfnuðust vegna fjöl- miðlafrumvarpsins sem forset- inn synjaði árið 2004 en þær voru 32 þúsund. Þegar forsetinn vísaði Icesave-samningunum til þjóðar- atkvæðagreiðslu í seinna skipt- ið söfnuðust litlu fleiri undirskriftir eða 37 þúsund. Í því samhengi hafa verið rifj- uð upp ummæli forsetans úr við- tali í Sprengisandi á Bylgjunni í fyrravor. Þar sagði forsetinn að eðli- legt væri að vísa til þjóðaratkvæða- greiðslu stórum málum á borð við þau er varða ráðstöfun á sameign- um þjóðarinnar. „Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæm- is forystumanna núverandi ríkis- stjórnar og reyndar stjórnarandstöð- uflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráð- stöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eig- andi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt,“ sagði forsetinn og bætti við: „Þannig að ég tel að eðli máls- ins sé þannig, að það séu tiltölu- lega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin.“ Hvetur stjórnvöld til að kappkosta við endurskoðun Um nokkra hríð hefur legið fyrir að gera þyrfti breytingar á gildandi lög- um um veiðigjöld. Skerpa þurfti á heimildum til nauðsynlegrar upp- lýsingaöflunar við útreikninga sér- staka veiðigjaldsins. Um þetta hefur ekki ríkt ágreiningur á meðal stjórn- málamanna. Ágreiningurinn hef- ur staðið um sjálfa lækkunina sem felst í lögunum og í nýlegri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins kom fram að um 70 prósent landsmanna væru andvíg fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda. Ólafur tók sérstaklega fram að ein af forsendum ákvörðunar sinn- ar væri að forsvarsmenn ríkisstjórn- arinnar hefðu greint frá því að frum- varpið væri lagt til bráðabirgða, á næsta vetri verði veiðigjöldin tek- in til endurskoðunar með það fyr- ir augum að ná sátt um gjaldtök- una. Hvatti hann ríkisstjórnina til að kappkosta við boðaða endurskoðun og ná víðtækri sátt um málið. „Ég hef þess vegna ákveðið að staðfesta lögin,“ sagði Ólafur og bætti við að hann vildi „árétta um leið hvatningu til stjórnvalda, Al- þingis og ríkisstjórnar, að kapp- kosta við boðaða endurskoðun að ná varan legri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslu til þjóðarinnar, enda sýnir fjöldi undir- skrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum.“ n n Forsetinn staðfesti lögin n Segir fjármál ríkisins óhentug í þjóðaratkvæðagreiðslu Fjöldi undirskrifta ræður ekki úrslitum Steinn var ákærður, og sakfelldur bæði í héraðsdómi og í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi og lík- amsárás. Ástæða þess að þetta mál er nefnt, frekar en eitthvað annað, er sú að það er um margt keim- líkt því sem hér er til umfjöllunar. Steinn var nánar tiltekið sakfelldur fyrir að hafa tekið mann kverkataki og dregið hann í átt að lögreglubíl sínum. Og fyrir að hafa, er hann átti skammt ófarið að bifreiðinni sleppt takinu á manninum, svo að andlit hans skall í götuna. Steinn var dæmdur í 3 mánaða skilorðs- bundið fangelsi, en þurfti aldrei að sitja inni. Í ljósi líkinda þessara tveggja mála, veitir þessi dómur ef til vill vísbendingu um hvers vænta má frá dómstólum, verði gefin út ákæra í málinu. Því næst má nefna mál lög- reglumannsins Garðars Helga Magnús sonar. Garðar var ákærð- ur fyrir tvö brot gegn manni við framkvæmd handtöku, en að- eins sakfelldur fyrir annað þeirra. Það brot, sem hann var sýknað- ur af líkist mjög þeim tilburð- um sem lögreglumaðurinn sýndi við framkvæmd hinnar umdeildu handtöku nú. Garðar var ákærður fyrir að hafa þrýst hné sínu á háls mannsins, í aftursæti lögreglubíls, þannig að hann fékk marbletti aft- an á hálsi. Ástæða þess að Garð- ar var sýknaður af þeim ákæru- lið var sú, að mati hæstaréttar, að í þrengslunum í lögreglubílnum átti hann fullt í fangi með að hemja „óðan mann“, sem braust um og sparkaði frá sér. Ljóst er að konan í mynd- bandinu liggur hreyfingarlaus á jörðinni svo lögreglumaður- inn getur væntanlega ekki haldið nefndri mótbáru á lofti í þessu máli. n Handtakan Þeir fáu sem ekki hafa séð myndband af handtök- unni geta horft á það á dv.is. Þar sést hvernig lögreglumaðurinn rýkur út úr bíl sínum, grípur um handlegg konunnar og hendir henni á bekk. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Staðfestir lögin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þrívegis synjað lagafrumvörpum staðfestingar og vísað þeim í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir 35 þúsund áskoranir um að gera slíkt hið sama varðandi veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur hann þó ákveðið að skrifa undir lögin. Fyrri undirskriftasafnanir 1. Icesave II: 56 þúsund Þann 25. nóvember árið 2009 hófst undirskriftasöfnun vegna Icesave II. Rúmum mánuði síðar voru forseta afhentar 56 þúsund undirskriftir þar sem skorað var á hann að synja lögum um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi vegna Icesave-reikning- anna svokölluðu. Lögunum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu skömmu síðar af 93 prósentum kjósenda. 2. Icesave III: 37 þúsund Önnur undirskriftasöfnun vegna ríkisábyrgðar á Icesave-reikningunum hófst þann 11. febrúar árið 2011. Viku síðar voru forseta afhentar 37 þúsund undirskriftir þar sem sömu áskorun var haldið fram og í fyrra skiptið. Að þessu sinni hafði þingheimur samþykkt samningana með miklu meirihluta, 44 greiddu atkvæði með þeim en aðeins 16 á móti. Aftur var samningunum hafnað, að þessu sinni með 60 prósentum atkvæða. 3. Lækkun veiðigjalda: 35 þúsund Nú þegar hafa 35 þúsund skrifað undir áskorun til Alþingis á vefsíðunni veidigjald. is þess efnis að horfið verði frá fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess hve skammur tími er liðinn frá því söfnun undirskrifta hófst. 4. EES-samningur: 34 þúsund Árið 1992 skoruðu rúmlega 34 þúsund manns á Alþingi að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samninginn svonefnda. Að söfnuninni stóðu meðal annars ASÍ og BSRB. Tillaga um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu var felld á þinginu með 31 atkvæði gegn 28 og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, kaus að nýta sér ekki málskotsréttinn. 5. Fjölmiðlalögin: 32 þúsund Árið 2004 skrifuðu 32 þúsund einstaklingar undir áskorun til forseta Íslands um að staðfesta ekki fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Forsetinn nýtti sér ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar í fyrsta skipti í lýðveldissögunni og vísaði frumvarpinu til þjóðaratkvæða- greiðslu. Hún fór þó aldrei fram þar sem ríkisstjórnin dró frumvarpið til baka. „Að vísa lögum af því tagi í þjóðar- atkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagningar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.