Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2013, Blaðsíða 26
L istakonan Sara Riel opnaði einka sýningu sína, Mem- ento Mori, í Listasafni Ís- lands á föstudag í síðustu viku. Ljósmyndari DV leit við á opnun sýningarinnar og fang- aði stemninguna. Á sýningunni má líta undraheim, uppstoppaða fugla, steinrunnar lífverur og veröld sem eitt sinn var lifandi. Nafn sýningar- innar Memento Mori eða minnstu þess að þú ert dauðlegur (minnstu þess að þú ert ekki eilífur) miðar að því að minna okkur dauðlega á að njóta tilverunnar meðan tími er til. n 26 Fólk 10. júlí 2013 Miðvikudagur Wiz Khalifa og Amber Rose gift B andaríski rapparinn Wiz Khalifa og unnusta hans, fyrirsætan Amber Rose, gengu í það heilaga á mánudaginn. Parið lét pússa sig saman í dómshúsi í Los Angeles en hyggst halda stóra athöfn og tilheyrandi veislu síðar á þessu ári. Þetta staðfesti parið stuttu eftir giftinguna á Twitter-síðum sínum og segjast þau vera yfir sig hamingjusöm með ráðahaginn. Khalifa og Rose hófu ástarsam- band í byrjun árs 2011 og aðeins um ári síðar höfðu þau sett upp trúlofunarhringa. Þann 21. febr- úar síðast liðinn eignuðust þau sitt fyrsta barn, soninn Sebastian Taylor Thomaz, en hann var tek- inn með keisaraskurði eftir erfið- leika við fæðinguna. Parið hefur ekki farið leynt með samband sitt, en bæði Khalifa og Rose hafa verið dugleg við að upplýsa aðdáendur sína um það sem er að gerast í þeirra lífi. Þau hafa iðulega lýst því yfir hve hamingjusöm þau séu saman og í apríl síðast liðnum komst til að mynda í heimsfréttirnar þegar Rose lét húðflúra andlit kær astans á upphandlegginn, til staðfestingar á stöðugleika sam- bandsins. Slakaði á án Victoriu n David Becham var slakur á mánudaginn þegar hann naut þess að eiga strákadag með gömlum félögum úr Manchest- er United. Félagarnir nutu þess að rifja upp gamla tíma og virtust skemmta sér þegar ljósmyndarar náðu myndum af þeim. Svona halda þær sér í fantaformi n Rachel Hunter, eiginkona söngv- arans Rod Stewart, stundar jóga af kappi. Hún er í fantaformi líkt og svo margar aðr- ar stjörnur sem eru með jóga í daglegri rútínu sinni. Vill ekki börn n Sjarmörinn George Clooney og  Stacy Keibler hafa slitið samvist- um eftir tveggja ára samband. Samkvæmt People Magazine, vildi George ekki eignast börn og því ákvað Stacy að slíta sam- bandinu. Vegur aðeins 43 kíló n Brad Pitt, hefur miklar áhyggj- ur af sinni heittelskuðu, Angelinu Jolie. Hún vegur aðeins um 43 kíló og telur Brad að hún muni ekki þola að gangast undir eggjastokk- anám sem hún á að fara í á næst- unni. Þessi aðgerð verður gerð í kjöl- farið á brjósta- námi Angelu á dögunum. Móð- ir hennar lést úr brjóstakrabba- meini fyrir skömmu og ákvað Angelina að láta fjarlægja bæði brjóst sín og eggjastokka í kjölfarið. Stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir Tilverunnar notið n Opnun listsýningar Söru Riel í Listasafni Íslands n Ætla að halda stóra brúðkaupsveislu síðar Ljósmyndun bönnuð Michella Bird & Marteinn Bjarnar Þórðarson standa hér við varnaðarorð í Listasafni Íslands. Litu við Gunnar Örn Gunnarsson & Pétur Thomsen ljósmyndari Fjögur saman Ragnar Kjartansson, Ingi- björg Sigurjónsdóttir, Lilja Birgisdóttir ásamt Halldóri Birni Runólfssyni, safnstjóra. Kuðungur Kuðungurinn var á stalli sínum og var skoðaður frá ýmsum sjón- arhornum af gestum. Félagar Sævar Markús & félagi mættu. Litskrúðugar Helga, Laufey, Ingibjörg, Anna Þórunn & Harpa mættu stórglæsilegar á opnunina. Lífleg Jökull Jónsson, Erla Þórarinsdóttir & Eina r Árnason voru mætt til að sjá herlegheitin. Listakonan Sara Riel opnar veg- lega sýningu um veröld sem eitt sinn var lifandi í Listasafni Íslands. Listagengi Anthony Bacigalupo „Wolfkiss“, Dag- ný Berglind Gísladóttir & Snorri Ásmundsson. Hamingjusöm Parið eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar á þessu ári. M y n D iR P R eS SP H o to S .B iz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.