Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Qupperneq 20
20 Lífsstíll 24. júlí 2013 Miðvikudagur
Svona getur maður grennst án fyrirhafnar
n Tíu kíló á ári með því að takmarka neyslu á mjólkurkaffi
D
rykkir geta innihaldið mikið
magn af hitaeiningum. Með
því að breyta drykkjarvenjum
getur maður takmarkað hita
einingainntöku dagsins og auðveld
að manni að losna við óvelkomin
auka kíló.
Einn lítri af sykruðum gosdrykk
getur innihaldið allt að þúsund hita
einingum og orkudrykkir eru kaloríu
bombur líkt og gosdrykkir.
Ávaxtasafar innihalda oft svipað
magn af hitaeiningum og gosdrykk
ir og er því ekki ráðlagt að drekka þá
í lítravís.
Kaffi er svo sannarlega ekki laust
við hitaeiningar þegar rjóma, sírópi
eða nýmjólk er bætt út í það, þá geta
hitaeiningar kaffibollans rokið upp
í allt að 500 eða meira. Áfengi er
einnig hitaeiningaríkt og geta rjóma
bættir kokteilar innihaldið svipað
magn af hitaeiningum og vel úti
látin máltíð. Booztdrykkir geta inni
haldið 200–400 hitaeiningar og ættu
þeir þá að koma í staðinn fyrir máltíð
en ekki notast sem millimáltíð.
Grænt te og vatn eru bestu kost
irnir þegar þorstinn kallar og hafa
báðir drykkirnir jákvæð áhrif á efna
skiptahraða líkamans og eru lausir
við hitaeiningar.
Tökum dæmi um hvernig hægt er
að léttast um 10 kíló á ári með lítilli
fyrirhöfn:
Einn hefðbundinn cappuccino
inni heldur rúmlega 100 hitaeiningar
og gefum okkur að drukknir séu tveir
bollar á dag af þessum vinsæla kaffi
drykk, en það gera samtals um 72
þúsund hitaeiningar á ári sem gera
um tíu kíló af fitu. Hvert kíló af fitu
inniheldur um sjö þúsund hitaein
ingar. Í hálfum lítra af sykruðum gos
drykk eru um 250 hitaeiningar og svo
mætti halda áfram endalaust. Þetta
er einfalt reikningsdæmi og hægt er
að bæta heilsuna til muna bara með
því að takmarka neyslu á óhollum
drykkjum. n
Epsom-salt getur
gert kraftaverk
V
insældir epsomsalts hafa
farið sívaxandi á síðustu
tveimur árum enda þyk
ir það eitt ódýrasta og öfl
ugasta fegrunarlyfið á
markaðnum. Saltið hefur einnig
verið notað til lækninga á ýmsum
smærri kvillum. Epsomsalt er í raun
magnesíum súlfat og hefur verið not
að til lækninga í nokkur hundruð ár.
Margir vilja ganga svo langt að segja
að slíkt salt ætti að vera til á hverju
heimili þar sem notagildi þess er svo
fjölbreytt, allt frá því að draga úr bjúg
til þess að endurnæra garðinn.
Þær Gwyenth Paltrow, Victoria
Beckham og Elle Macpherson hafa
lofað epsomsalt í hástert og er það
ekki síst þeim að þakka hve vinsældir
þess hafa aukist. Saltið fæst í flestum
heilsubúðum.
Hér eru nokkrar leiðir til að nota
epsomsalt:
Þynnkubani
Eftir fjörugt kvöld á barnum er snið
ugt að fara í heitt bað með epsom
salti. Saltið á að auðvelda líkam
anum að losa sig við eiturefnin í
áfenginu og koma þannig í veg fyr
ir hin klassísku þynnkueinkenni,
höfuð verk, þreytu og ógleði.
Auktu umfang hársins
Blandaðu handfylli af epsomsalti
saman við sjampóið þegar þú þværð
hárið og skolaðu úr eins og venju
lega. Saltið fjarlægir umfram olíu úr
hárinu og kemur í veg fyrir að hárið
verði feitt og klesst. Þá er einnig mælt
með því að blanda saltinu saman
við hárnæringu og leyfa blöndunni
að liggja í hárinu í tuttugu mínútur
áður en hún er skoluð úr. Eftir þessa
meðferð á hárið að virka þykkara og
meira um sig, en steinefnin í saltinu
endurnæra klofna enda og styrkja
hárið.
Húðhreinsun
Blandaðu hálfri teskeið af epsom
salti saman við hreinsimjólkina þína,
nuddaðu inn í húðina og hreinsaðu
svo af með vatni. Þetta á að endur
næra húðina og gefa henni fallegan
og heilbrigðan ljóma.
Dragðu úr bjúg og fótaþreytu
Eftir erfiðan dag í vinnu og amstri
dagsins er fátt betra en að fara í fóta
bað með epsomsalti. Hálfur bolli af
salti út í fótabaðið á að gera krafta
verk fyrir þreytta og bólgna fætur.
Saltið hefur ekki bara þann eigin
leika að draga úr verkjum heldur
dregur líka úr bólgum og bjúg. Tá
fýlan hverfur líka eins og dögg fyrir
sólu og fæturnir verða silkimjúkir.
Læknaðu flugþreytu
Líkaminn er oft aumur og eftir sig að
loknum löngum flugferðum. Þá er
gott að geta gripið til epsomsaltsins
og setja slatta af því út í heitt bað.
Saltið slakar á vöðvunum og auð
veldar svefn í kjölfarið. Þá er einnig
gott baða sig upp úr epsomsalti eft
ir erfiðar æfingar og fyrir mikil átök.
Komdu meltingunni á hreyfingu
Epsomsalt hefur þann eiginleika að
koma lélegu meltingarkerfi á hreyf
ingu. Magnesíum súlfatið hefur lax
erandi áhrif og auðveldar meltingu.
Best er að taka saltið inn með vatni
á morgnana, áður en þú borðar
morgunmat. Gott er þó að hafa í
huga að saltið getur haft aukaverk
anir á borð við niðurgang, ógleði og
uppköst svo best er að ráðfæra sig
við lækni áður það er tekið inn. n
Út í baðið Epsom salt þykir
góður þynnkubani og dregur úr
flugþreytu og bjúg.
Fegrunarlyf Saltið er not-
að í ýmsum tilgangi, meðal
annars til að auka umfang
hársins og endurnýja húðina.
n Frábært og ódýrt fegrunarlyf n Læknar ýmsa kvilla
Nú er það
svart
Það getur gert ótrúlega mik
ið fyrir útlit heimilisins að mála
einn eða fleiri veggi í svörtum
lit. Við erum að tala um kolsvart
og þá skiptir engu hvaða gljá
stig er notað. Gylltir og silfraðir
rammar á dökkum vegg er mjög
smart og myndi það útlit flokk
ast undir dýrari týpuna í innan
hússhönnun. Sumir vilja meina
að lítil rými þoli ekki dökka líti
því það láti flötinn virðast minni
en hann er í raun. Sannleikurinn
er sá að svart minnkar hvorki
líkamsstærð né fermetrafjölda,
þetta er allt í kollinum á okkur og
um að gera að lífga upp á heimil
ið með einum svörtum vegg.
Krítarveggur Krítarveggur fyrir skila-
boð og listaverk fjölskyldunnar.
Háglans Háglans í litlu rými er
mjög smart.
Tími fyrir kerti
Föndur með fjölskyldu og vinum
getur verið skemmtilegt og fæð
ast oft nýjar hugmyndir á þannig
stundum.
Það er auðvelt að búa til falleg
kerti úr því sem er að finna í eld
hússkápunum. Prófaðu að raða
negulstöngum eða þurrkuðum
smámaísstönglum utan um kerti
og notaðu band eða jafnvel gras
lauk til þess að binda með. Hér
ræður hugmyndaflugið útkom
unni og allir eru listamenn.