Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Side 22
22 Menning 24. júlí 2013 Miðvikudagur
Ógnvaldurinn að austan
n Pacific Rim er vísitölu sumarhasar
Þ
egar Obama tók við sem
forseti Bandaríkjanna var
hann að mörgu leyti fyrsti
Kyrrahafsforsetinn, fædd-
ur á Hawaii og alinn upp í Indó-
nesíu. Fannst mörgum sem nýir
tímar væru hafnir. Það er jú hér sem
markaði framtíðarinnar er að finna,
en einnig hin nýju stórveldi sem
skorað geta Bandaríkin á hólm.
Skrímslamyndina Pacific Rim
má sjá sem lið í þessari þróun. Ógn-
in gegn Bandaríkjunum beinist ekki
gegn Hvíta húsinu eða stórhýs-
um New York borgar, heldur geng-
ur hún á land á vesturströndinni,
og má þannig túlka skrímslin sem
vísun í hin rísandi veldi Asíu. En
myndin sýnir einnig samvinnu
Kyrrahafsþjóða. Risavaxin vél-
menni eru sköpuð til að berjast
við sæskrímslin og er þeim stjórn-
að af helstu Kyrrahafsþjóðum;
Kína, Rússlandi, Japan, Ástralíu, og
Bandaríkjamönnum. Evrópa kemur
hér lítið við sögu, nema helst sem
markaður frygðarlyfja sem fram-
leidd eru úr leyfum skrímslanna.
Þar fyrir utan er fátt nýtt hér að
finna. Hetja okkar er, eins og alltaf,
treg til að fylgja skipunum og lemur
samstarfsmenn sína af minnsta til-
efni. Yfirmaðurinn er gömul kempa
sem neyðist til að klæðast gamla
búningnum eina ferðina enn.
Rússarnir og Kínverjarnir segja fátt
og deyja fljótt. Tölvugaurarnir eru
nördar með mikla samskiptaörð-
ugleika. Og skrímslin sjálf virðast
eiga erfitt með að ákveða hvort þau
fjölgi sér með einræktun eða hefð-
bundinni óléttu.
Manni finnst næstum eins og
allar geimverumyndir þessa dagana
séu endurgerðir á Independence
Day frá 1996, sem var hvorki frum-
leg né beinlínis góð. Og þó að vissu-
lega sé gaman að horfa á risavaxin
skrímsli og vélmenni slást nær það
ekki mjög langt þegar manni er al-
veg sama um allar persónur og jafn-
vel bardagaatriðin falla í skuggann
af ótal öðrum sumarmyndum sem
leggja einhverja stórborgina í rúst.
Maður bjóst við meiru frá Guill-
ermo del Toro, sem gerði hina stór-
góðu ævintýramynd Pan‘s Labyr-
inth og hina ágætu Hell Boy. Pacific
Rim er vísitölu sumarhasar og rétt
þjónar tilgangi sem slíkur, en lík-
lega verð ég þegar búinn að gleyma
henni þegar þetta er komið á prent.
Myndin er þó vafalaust fyrst og
síðast tilraun bandarískra fram-
leiðanda til að koma vörum sín-
um á Asíumarkað og sækir mjög í
japanskar skrímslamyndahefðir.
Þó er það hvíta fólkið hér, Banda-
ríkjamenn og Ástralar, sem á end-
anum bjarga heiminum. Spurning
er hve lengi sú heimsmynd muni
haldast. n
Spila á sveitaballi
n Láta gamlan draum rætast n Halda uppi stemningu á föstudagsböllum Hrafnistu
D
AS-bandið, hljómsveit
Hrafn istu í Hafnar firði, verð-
ur með dansleik á Gömlu
Borg í Grímsnesi laugar-
daginn 27. júlí. Hljómsveitin
spilar reglulega á böllum á Hrafnistu
en langar að láta drauminn rætast og
spila á alvöru sveitaballi.
,,Þetta byrjaði nú með því að ég
og félagi minn, Kristján Þorkels-
son harmonikkuleikari, fórum að
spila saman. Hann hafði spilað með
mörgum hljómsveitum á sínum
yngri árum og svo vatt þetta upp á
sig. Nú erum við orðin tíu sem hitt-
umst og spilum saman,“ segir Böðv-
ar Magnússon einn af meðlimum
DAS-bandsins.
Ball á föstudögum
Hljómsveitin samanstendur af
píanó leikara, trommara, söngv-
ara og gítarleikara en restin spilar
á harmonikkur. Söngvarinn, Guð-
mundur Ólafsson er 84 ára gamall
heimilismaður á Hrafnistu en Böðv-
ar, sem er hljómsveitarstjóri sveitar-
innar, er 73 ára gamall. Aðrir hljóm-
sveitarmeðlimir eru á áttræðis- og
níræðisaldri.
,,Já, það er alltaf ball frá hálf tvö
til hálf þrjú og þau eru vel sótt af
heimilismönnum og gestum sem
koma til að dansa. Það er eiginlega
einkennandi fyrir þá kynslóð sem
býr á elliheimilum í dag hve allir eru
viljugir og færir í að dansa og syngja.
Svo höfum við sem hefð á böllun-
um að í sirka tíu mínútur þá eru ein-
göngu þeir á gólfinu sem styðjast við
göngugrindur eða sitja í hjólastól.
Það er mjög vinsælt og böllin hafa
gengið vel og eru skemmtileg,“ seg-
ir Böðvar.
Draumur að rætast
,,Undanfarin ár höfum við líka spil-
að á sjómannadeginum á bryggju-
balli í Hafnarfirði en í ár spiluð-
um við út á Granda í Reykjavík. Svo
komum við fram í Ráðhúsi Reykja-
víkur og spiluðum þar. Þetta hefur
verið mjög skemmtilegt sumar.“
Hljómsveitin naut þess að spila
fyrir æ fleiri áhorfendur og á dögun-
um ákvað sveitin að láta gamlan
draum rætast – að spila á sveitaballi.
,,Okkur langaði bara að toppa
sumarið, ef svo má að orði komast,
og fara í sveitaballabransann. Við
getum alveg keppt við hin böndin
enda meðlimir í DAS-bandinu vanir
spilarar sem hafa komið fram í ýms-
um hljómsveitum,“ segir Böðvar og
hlær.
Spila af ástríðu
Hann segir að hljómsveitin myndi
ekki slá hendinni á móti útgáfu-
samningi ef útsendarar yrðu við-
staddir á sveitaballinu um helgina.
,,Þetta er þó allt gert fyrir gleðina.
Það er svo gaman að koma saman
og spila - sérstaklega þegar gestir
taka vel undir og dansa,“ segir Böðv-
ar og hvetur fólk til að mæta á ball
á Hrafnistu á föstudaginn þegar
hljómsveitin mun hita sig upp fyrir
sveitaballið á laugardaginn. n
Tónleikar
Símon Birgisson
simonb@dv.is
„Okkur langaði
bara að toppa
sumarið.
Glatt á hjalla
Innlit á æfingu DAS-bandsins.
Tónleikar í
sveitasælu
Miðvikudaginn 24. júlí munu
Tómas R. Einarsson og Gunn-
ar Gunnarsson leika fyrir gesti
sígild djasslög, norrænar vísur og
lög eftir Tómas R. á Hótel Eddu á
Laugum í Sælingsdal. Tónleikarn-
ir eru hluti af tónleikaröð á hótel-
inu. Þeir kollegarnir, Tómas og
Gunnar, hafa spilað saman í nær
tvo áratugi, bæði hér heima og er-
lendis. Í tilkynningu frá hótelinu
segir að Tómas R. hafi gefið mat-
reiðslumeistara hótelsins upp-
skrift að kúbverskum saltfiskrétti
sem gestir geta gætt sér á. Einnig
verða á boðstólum hinir lands-
þekktu Dalaostar.
Papatango
verðlaunin
afhent
Sigurvegari Papatango leiklistar-
verðlaunanna í ár heitir Luke
Owen. Hann er þrítugur breti.
Leikrit hans heitir Unscorched
og fjallar um líf þeirra sem starfa
við barnavernd á gáskafullan
og óforskammaðan hátt. Verkið
verður gefið út á bók og sett upp í
atvinnuleikhúsi í London. Papa-
tango leiklistarverðlaunin voru
fyrst afhent 2009 og njóta sífellt
meiri virðingar í leikhúsheimin-
um. Einn af verðlaunahöfundun-
um er leikskáldið Dawn King en
verk hans Foxfinder, sem hlaut
verðlaunin árið 2011, verður sett
upp í Borgarleikhúsinu í vetur.
Pacific Rim
IMDb 7,8 Metacritic 48
Leikstjóri: Guillermo del Toro.
Leikarar: Charlie Hunnam, Idris Elba, Rinko
Kikuchi.
Kvikmyndir
Valur
Gunnarsson