Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Blaðsíða 17
Neytendur 17Mánudagur 12. ágúst 2013
Uppskeran seint á ferð í ár
n Kartöflur lækka í verði þegar líður á ágúst
N
ýjar íslenskar kartöflur fara
ekki að lækka í verði fyrr
en um 20. ágúst. Þá verða
kartöflurnar fullsprottnar, þær
eru ekki nema hálfsprottnar núna,“
segir Bergvin Jóhannsson, formað-
ur Félags kartöflubænda. Premi-
er og gullauga eru komnar á mark-
að en það styttist í að rauðar komi í
verslanir. Svo eru nokkur erlend af-
brigði væntanleg á markað. „Menn
eru alltaf að gera tilraunir með ný af-
brigði og reyna að finna tegundir sem
þola íslenska veðráttu,“ segir Berg-
vin. Kartöfluuppskeran er seinna á
ferðinni í ár en mörg undanfarin ár
og ræður veðurfarið mestu. Útlit er
fyrir að kartöfluuppskeran norðan-
og sunnanlands verði í meðallagi en
betri en í meðalári á Suðausturlandi.
Samkvæmt lauslegri verðkönnun DV
nú fyrir helgi var algengt verð á nýj-
um kartöflum 300 til 400 krónur kíló-
ið. Verðið fór eftir því hvort þær voru
seldar í lausu eða í pokum. Bergvin
segir að það sé erfitt að geyma nýj-
ar kartöflur á þessum árstíma, þær
séu svo viðkvæmar. Til að varðveita
nýjabragðið af kartöflum sem lengst
sé best að geyma þær á dimmum og
fremur svölum stað. „ Nýuppteknar
kartöflur þola alveg að hitastigið í
geymslunni fari upp undir tíu stig,“
segir Bergvin. n
johanna@dv.is
Verjið fyrir
dragsúg
Rauðkál er best að geyma við 0 til
5 gráður. Ef gætt er að hitastiginu
geymist það vikum saman. Pakkið
því vel og verjið fyrir dragsúg. Það
þarf raka og gott að geyma það í
plasti. Ef það á að frysta rauðkál
þarf að skera kálið í mjóa strimla
og snöggsjóða í tvær til þrjár mín-
útur. Þegar það er orðið kalt er það
sett í plastpoka og í frysti.
Sellerí þarf raka
Sellerí geymist að minnsta kosti í
tvær til þrjár vikur við 0 til 2 gráð-
ur. Sellerí þornar auðveldlega og
því þarf að verja það fyrir þurrki.
Best er að geyma það í miklum
raka og því getur verið gott að
geyma það í plasti. Það er hægt að
frysta sellerí ef það er snöggsoðið
fyrir frystingu. Það er hins vegar
einungis nothæft í eldaðan mat
eftir frystingu.
Gulrætur
geymast vel
Gulrætur geymast vel. Best er að
geyma þær við 0 til 2 gráður og í
röku og dimmu umhverfi því þeim
hættir til að tapa vatni. Það þarf að
varast að raki þéttist utan á gulrót-
unum og því er ekki gott að geyma
þær í þéttum plastpokum. Það má
frysta gulrætur en þá þarf að sjóða
þær í þrjár til fjórar mínútur áður
en þær eru settar í frystinn.
Góður í
pottrétti
Það er best að geyma blaðlauk í
kæli við 0 til 2 gráður. Til að koma
í veg fyrir að hann þorni er gott að
pakka honum í plast. Blaðlaukur
er ein þeirra grænmetistegunda
sem henta vel til geymslu í lengri
tíma í frysti. Ef á að frysta hann er
best að skera hann langsum inn
að miðju, skola og brytja.
Frosinn blaðlauk er best að
nota í pottrétti, en það er hægt
að nota hann í salöt en þá þarf
að borða hann um leið og hann
þiðnar.
Bragðgóðar Til að varðveita
nýjabragðið af kartöflum sem
lengst sé best sé að geyma þær á
dimmum og fremur svölum stað.
F
ólk kemur til okkar til að fá
upplýsingar um forsjármál,
skilnaðarmál, erfðamál, fjár-
hagsmál og gallamál bæði
hvað varðar galla á fasteign-
um og lausamunum. Svo koma þeir
sem hafa lent röngum megin við lög-
in og hafa áhyggjur af því í hvern-
ig farið verði með mál þeirra. Þetta
er sitt litið af hverju,“ segir Ingimar
Ingason, framkvæmdastjóri Lög-
mannafélags Íslands.
Lögmannafélagið hefur undan-
farna tvo áratugi boðið upp á ókeypis
lögfræðiaðstoð fyrir almenning, frá
því í byrjun september og fram í júní.
Fólk þarf að hringja á skrifstofu félags-
ins og bóka tíma. Þeir sem búa á höf-
uðborgarsvæðinu koma á skrifstofu
félagsins en hringt er í íbúa á lands-
byggðinni. Fyrsti tíminn í haust verð-
ur 10. september og farið verður að
bóka í hann í lok mánaðarins. Lög-
menn skiptast á að standa vaktina,
yfirleitt eru einn til tveir á vakt hverju
sinni. Þeir sem telja sig þurfa á aðstoð
að halda fá 15 til 20 mínútur til að fara
yfir sín mál með lögmanni. Mikil að-
sókn hefur verið í þessa endurgjalds-
lausu þjónustu frá upphafi.
Fólk á öllum aldri
„Hingað leitar fólk á öllum aldri.
Þeir yngstu eru 17 til 18 ára og svo
kemur til okkar fólk sem komið er á
efri ár. Þeir lögmenn sem eru á vakt
hérna hverju sinni reyna að upp-
lýsa hvern og einn um rétt hans og
hvaða leiðir eru færar. Oft og tíðum
eru þetta mál sem fólk þarf að halda
áfram með í gegnum stjórnsýsluna.
Þá er því bent á eitthvert af ráðu-
neytunum, einhverja af stofnunum
ríkisins eða beint til umboðsmanns
Alþingis. Svo eru önnur mál sem
fólki er bent á að leita með beint til
dómstóla. Í nokkrum tilfellum er
hægt að ljúka málinu með samtal-
inu við lögfræðinginn. Fólk fær oft
ágæta mynd af því hvaða leiðir eru
færar með því að koma til okkar,“
segir Ingimar.
Tilgangurinn með því að veita
þessa þjónustu er að mæta þörf al-
mennings fyrir upplýsingar um rétt-
arstöðu sína í nútíma þjóðfélagi.
Hún er að nokkru leyti framlag lög-
mannastéttarinnar til skuldbindinga
íslenska ríkisins samkvæmt al-
þjóðasáttmálum.
Orator með símatíma
Það eru fleiri en Lögmannafélag-
ið sem veita fólki ókeypis lögfræði-
aðstoð. Má þar nefna Orator, félag
laganema við Háskóla Íslands. Yfir
vetrartímann hafa laganemar boðið
fólki að hringja nafnlaust inn og
bera upp spurningar um lögfræðileg
álitaefni. Fyrir svörum hafa verið
tveir til þrír laganemar í meistara-
námi og lögmaður þeim til aðstoðar.
Á heimasíðu Orators kemur fram að
mest hafi verið leitað aðstoðar á sviði
hjúskaparéttar og sifjaréttar. Margir
hafi líka spurningar um kröfurétt og
samningarétt.
Lögrétta, félag laganema við Há-
skólann í Reykjavík, hefur sömuleiðis
veitt svipaða þjónustu.
Flest stéttarfélög hafa lög-
fræðinga á sínum snærum og bjóða
mörg þeirra fólki upp á ókeypis að-
stoð. Það sem þarf að gera er að
hringja í það stéttarfélag sem fólk til-
heyrir og athuga hvað er í boði. Aðrir
sem hafa veitt aðstoð er Kvennaráð-
gjöfin, en þjónusta hennar einskorð-
ast við að aðstoða konur. Þá má
nefna Mannréttindaskrifstofu Ís-
lands sem hefur veitt innflytjendum
ókeypis aðstoð. n
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
blaðamaður skrifar johanna@dv.is
Yngstu kúnnarnir 17 ára
n Ókeypis lögfræðiaðstoð í boði n Skilnaðar- og forsjármál algeng
„Þeir yngstu
eru 17 til 18
ára og svo kemur
til okkar fólk sem
komið er á efri ár
Mikil aðsókn
„Frá og með 10.
september getur
fólk fengið fría
lögfræðiaðstoð
hjá lögmanna-
félaginu,“ segir
Ingimar Ingason.
Aðstoð í erfiðleikum Í tvo áratugi hefur Lögmannafélagið boðið upp á ókeypis lögfræði-
aðstoð fyrir almenning. Margir nýta sér það, meðal annars þeir sem eru að skilja.