Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Blaðsíða 19
E
ins og komið hefur í ljós
undanfarin ár og áratugi
fer því fjarri að allir íþrótta-
menn ráði við það með góðu
móti að ljúka ferlinum og
takast á við raunveruleikann í allri
sinni dýrð. Það á við um nánast all-
ar íþróttagreinar og hvarvetna má
finna hörmulegar sögur af frækn-
um köppum sem tókst vel upp í
sportinu en misstigu sig svo herfi-
lega á fjölum lífsins.
NBA engin undantekning
Körfuboltadeildin NBA er þar engin
undantekning. Þar fá margir eld-
skírnina afar ungir og eru orðn-
ir þjóð- og heimsþekktir mjög fljót-
lega ef þeir standa fyrir sínu eða
eru á mála hjá þekktum liðum.
Peningarnir streyma fljótt inn og
frægðin stígur mörgum til höfuðs á
skömmum tíma. Menn þurfa sterk
bein og vera kristalklárir í hausnum
til að gera sér grein fyrir að frægðin
og peningarnir eru tímabundin fró-
un.
Það er kannski ástæða þess að
Penny Hardaway hefur ekki náð að
fóta sig vel eftir feril sinn. Að því er
fram kemur hjá ESPN hefur hann
meira og minna lifað af peningum
sem hann fær reglulega frá Nike
vegna skósamnings sem hann gerði
á hátindi ferilsins. En hann hefur
reyndar nýtt hluta þeirra fjármuna
til góðra verka. Hinn mjög svo lit-
ríki Dennis Rodman hefur ekki gert
góða hluti eftir að ferli hans lauk.
Hann er alkóhólisti og hefur fátt gert
annað undanfarin ár en taka pen-
inga fyrir að láta sjá sig í veislum og
gefa eiginhandaráritanir. Svo skaut
honum upp í Norður-Kóreu fyrir
skömmu þar sem hann dásamaði
land og þjóð. Scottie Pippen hefur
tekist að halda ágætu yfirmanns-
starfi hjá sínu gamla liði Chicago
Bulls en mun meira fer fyrir fregnum
af hinu ljúfa lífi hans og átökum við
hina og þessa á stundum. Antoine
Walker er atvinnulaus og skuldug-
ur í smábæ í Idaho og búinn að selja
allt undan sér vegna fíknar. Larry
Johnson berst við að greiða meðlög
með sínum fimm börnum með fjór-
um konum og bætir víst reglulega
við. Shawn Kemp veit enginn neitt
um annað en hann er stórskuldugur
og eignalaus.
Hlutastörf hjá mörgum
Ótrúlegur fjöldi fyrrverandi stjörnu-
leikmanna NBA hefur þá einu at-
vinnu að lýsa körfuboltaleikjum
eða gefa sérfræðiálit á hinum ýmsu
leikjum. Það er kannski óvitlaust
enda lítil vinna og góðir peningar
og flestir vita þeir hvað þeir eru að
tala um. Meðal gamalla kempa sem
starfa við slíkt vestanhafs má nefna
Gary Payton, Clyde Drexel, Charles
Barkley og Reggie Miller.
Enn aðrir koma nálægt þjálf-
un eða eru í aðstoðarstarfi hjá ein-
hverjum af sínum gömlu liðum. Það
á við um Hakeem Olajuwon sem
þó er skráður til heimilis í Jórdaníu
og eyðir þar mestum tíma sínum.
Patrick Ewing reynir að koma liði
Charlotte á skrið og við hlið hans
er annar þekktur kappi frá síðustu
öld; Mark nokkur Price. Þá er hinn
eftirminnilegi Muggsy Bogues, sem
ávallt vakti aðdáun vegna getu sinn-
ar þrátt fyrir smæð að þjálfa há-
skólalið í Miðvestur ríkjunum.
Fáir standa upp úr
Auðvitað eru þó ýmsir sem kunna
fótum sínum forráð. Vart þarf að
minnast á Michael Jordan sem
ávaxtar peninga sína vel og ekki
gengur illa hjá Larry Bird né Magic
Johnson sem báðir reka fyrirtæki
sem ganga smurt. Karl Malone rakar
inn peningum á verktaka- og arki-
tektafyrirtæki sínu og sömuleiðis
hefur David Robinson komist í álnir
og fjárfest vel. n
Sport 19Mánudagur 12. ágúst 2013
Lífið eftir NBA ekki
alltaf dans á rósum
n Fjöldi gamalla stjarna í tjóni eftir farsælan feril í körfuboltanum
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Upprunalega Draumaliðið Lífið hefur farið afar misjafnlega með hinar gömlu stjörnur
NBA-körfuboltans.
Samkeppni
fyrir Aron
Einar
Harðjaxlinn Aron Einar Gunnars-
son hjá Cardiff fékk nokkuð
óvænt heljarmikla samkeppni
um stöðu sína í velska liðinu í
vikunni þegar stjóri liðsins gekk
frá samningi við Gary Medel.
Sá er nagli líka og hefur spilað
sömu stöðu og Aron Einar bæði
hjá sínu fyrra liði Sevilla á Spáni
og einnig með landsliði Chile
og farnast vel. Hann er ekki
eins fljótur eða teknískur og Ís-
lendingurinn en hann tekur stíf-
ar á mönnum á miðjunni sem oft
þykir kostur. Hvort þetta þýði að
Aron verði að berjast meira fyrir
sæti sínu eða hvort tilfæringar
innan liðsins séu á döfinni ligg-
ur ekki fyrir en kemur brátt í ljós
enda keppni í úrvalsdeildinni í
Englandi að hefjast.
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
HAGBLIKK ehf.
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
ild
ar
1
4
6
0
.2
4