Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2013, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 12. ágúst 2013 Mánudagur
n Samhentar systur fengu hugljómun í klaustri
S
ysturnar og Seltirningarnir
Guðrún og Jóhanna Krist
jánsdætur opnuðu nýverið
heilsuhofið Systrasamlagið
við hlið sundlaug Seltjarnar
ness í skúr sem áður hýsti sjoppuna
Skara.
Í versluninni er hægt að fá allt
frá lífrænu kaffi og heilsusamlegu
góðgæti til jógafatnaðar og lífrænna
snyrtivara og af sem áður var að sund
laugargestir ljúki hressandi sund
spretti með því að fá sér pylsu og kók.
Nú er það bragðgóður Chiagrautur
eða hressandi búst og girnileg súr
deigsbrauð sem verða fyrir valinu.
„Tími gömlu skyndibitasjoppanna er
að líða undir lok, fólk vill heilsusam
legra fæði. Fólk er mjög fegið því að
eiga kost á því,“ segir Jóhanna.
Starfaði hjá sama
fyrirtækinu í 23 ár
Þær systur eru aldar upp á Sel
tjarnarnesi og báðar hafa þær unnið
í heilsugeiranum. Jóhönnu þekkja
margir viðskiptavinir Heilsuhússins,
þar vann hún í 23 ár. „Ég útskrif
aðist úr menntaskóla og fór að vinna
í Heilsuhúsinu. Ég starfaði síðan
hjá því fyrirtæki samfleytt í 23 ár. Ég
eyddi í raun helmingi ævi minnar í
Heilsuhúsinu.“
Guðrún er stjórnmálafræðingur
að mennt, starfaði lengi sem blaða
maður og var kynningarstjóri hjá
Listahátíð. „Guðrún skrifaði mikið
um heilsu og sérhæfði sig í því. Hún
fór að horfa svolítið yfir öxlina á mér
og smitaðist af áhuga mínum.“
Lærðu hugleiðslu af
flóttamunkum
Þar sem þekking og áhugi þeirra
systra á heilsu og heilsuvörum er
mikil þá íhuguðu þær oft að opna
búð. „Ég er búin að vera með búð í
maganum í mörg ár. En svo var það
alltaf spurning, hvernig búð? Það er
orðið frábært úrval af lífrænni mat
vöru, þannig að okkur langaði ekk
ert að fara sérstaklega í hana. Við
ákváðum því að setja svolítið and
ann í efnið, koma fólki á sporið
með að bæta lífsstíl sinn og því selj
um við hér holla skyndibita, bæti
efni, te og ýmislegt tengt hugleiðslu
og jóga.
Hugljómunina fengu þær systur í
klaustri á Skotlandi. „Þar rann þetta
allt saman í eina góða hugmynd. Við
höfum stundað jóga og jógahug
leiðslu í mörg ár og fórum í klaustur
rétt fyrir utan Lockerby í Skotlandi.
Þar lærðum við hugleiðslu af flótta
munkum frá Tíbet. Okkur fannst
mjög viðeigandi að opna staðinn
nærri æskustöðvunum, í nágrenni
sem við þekkjum og þykir vænt um
og skúrinn vissum við að hafði stað
ið tómur í nærri því ár. Áður hafði ég
alltaf gengið fram hjá skúrnum og
hugsað með mér, af hverju gerir ekki
einhver eitthvað sniðugt hérna?“
Góðar viðtökur
Viðtökurnar hafa verið afar góðar
og viðskiptavinir streyma að og lofa
góðgætið. „Þetta fór allt að rúlla og
ljóst að við svöruðum eftirspurn sem
var til staðar. Það gengur svo vel hjá
okkur að okkur langar að opna fleiri
búðir. Mér skilst að það séu 200
laugar á Íslandi,“ segir hún og hlær.
Jóhanna og Guðrún gefa lesendum
DV uppskrift að góðum heilsudrykk
þar sem uppistaðan er hindber og
stjörnuanís sem er þekkt kínversk
lækningajurt.
„Stjörnuanís er þekkt kínversk
lækningajurt. Er talin frábær
gegn höfuðverk, magaveiki og
meltingarvandamálum, og ekki síst
andremmu. Eykur því umfram allt
gleði.“ n kristjana@dv.is
Gleðigjafi
Systrasamlagsins
Dugir í tvö stór glös eða þrjú minni
n500 ml lífrænn eplasafi
n1 lífrænt epli
n1/2 bolli hindber, fersk eða frosin
n1/2 stjörnuanís, lífrænn
(miklu bragðbetri)
nMynta til skreytingar
Drekkið strax og með gleði.
Skúr verður
að heilsuhofi
Gengu í klaustur
Guðrún og Jóhanna
fóru í klaustur í
Skotlandi í jógahug-
leiðslu og þar fengu
þær þá bráðsnjöllu
hugmynd að opna búð
fyrir framan sund-
laugina úti á Nesi.
MynDir: KriStinn MaGnúSSon
Heilsuhofið litla
Sundlaugargestir á Sel-
tjarnarnesi geta fengið
sér holla og góða næringu
í Systrasamlaginu.
notalegt og smart Þeim systrum hefur
tekist að útbúa notalega aðstöðu á mjög
litlu svæði.
Allir hjóla
– allir vinna
Gullhringurinn, árleg hjólreiða
keppni við Laugarvatn verður
haldin sunnudaginn 18. ágúst
næstkomandi. Í fyrra voru margir
af bestu hjólreiðamönnum lands
ins meðal þátttakenda en keppn
in er þó skipulögð þannig að bæði
byrjendur sem og reyndir hjól
reiðamenn geta skráð sig til leiks
og er yfirskrift mótsins „Allir hjóla
– allir vinna“. Það voru þau Helgi
Berg Friðþjófsson og María Ögn
Guðmundsdóttir sem unnu A riðil
inn í fyrra. Eins og nafnið gefur til
kynna er Gullhringurinn kenndur
við það sem erlendir ferðalangar á
Íslandi kalla „The Golden Circle.“
Hjólað er í fallegri náttúru upp
sveita Árnessýslu. Laugarvatn,
Geysir, Brekkuskógur, Skálholt,
Brúará, Búrfell, Írafoss, Sogið og
Þingvellir eru aðeins brot af því
sem ber fyrir augu keppenda.
Líkamsrækt gegn
tíðaverkjum
Líkamsrækt getur minnkað tíða
verki umtalsvert. Ef þú færð
mánaðarlega mikla verki, upp
þembu og magakrampa ættir
þú að skella þér í ræktina í stað
þess að hjúfra þig undir teppi.
Góður göngutúr eða jógaæfingu
mun bæta blóðflæði og minnka
krampa og verki, líka þá er tengj
ast meltingarvegi og algengt er að
konur finni fyrir þegar þær eru á
blæðingum.
Endorfínframleiðsla líkam
ans við æfingar getur líka bætt úr
höfuðverkjum, þreytu og minnk
að skapsveiflur. Að svitna og taka
á getur líka verið ágætismótstaða
gagnvart sætinda og óhollustu
þörfinni sem stundum grípur um
sig þessa eina viku mánaðarins.
Hugmyndir
á hlaupabrettið
Þeim sem nota hlaupabretti til að
ná upp þoli leiðist oft æfingin og
tekst illa að bæta árangur sinn.
Það er mun áhrifaríkara að hlaupa
úti en inni og því þarf að nota hug
myndaauðgina til að gera inni
æfingarnar skemmtilegar og ár
angursríkar.
Ef þú nennir að hlaupa, þá
skaltu stilla hallann á hlaupa
brettinu og klifra. Það getur reynst
verulega áhrifarík æfing. Ef að þú
treystir þér til, skaltu æfa þig að
hlaupa upp hæðir. Taktu risastór
skref og bættu í hraðann. Lengdu
vöðvann í hverri hreyfingu og þú
færð fallega, tónaða vöðva. Að lok
um, ekki hægja á þér í lok æfingar.
Ljúktu æfingunni á góðum spretti
og gefðu allt í botn. Síðustu sek
úndurnar skaltu samt hægja á þér
svo þú veltir ekki af brettinu.