Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2013, Side 3
Fékk hjartaáFall eFtir að
læknir sendi hana heim
Fréttir 3Miðvikudagur 14. ágúst 2013
167 milljóna afskrift
hjá félagi Engilberts
n Keypti jörð af Þorsteini Hjaltested til að byggja einbýlishús
L
andsbankinn hefur afskrifað
167 milljónir króna hjá
eignarhaldsfélagi í eigu
Engil berts Runólfssonar
athafnamanns sem keypti
lóð á Vatnsenda í Kópavogi af
Þorsteini Hjaltested fjárfesti. Frá
þessu er greint í Lögbirtingablað-
inu. Alls námu kröfurnar sem lýst
var í bú félagsins, sem heitir KB-
eignarhaldsfélag ehf., rúmum 180
milljónum króna. Rúmar 13 millj-
ónir króna greiddust upp í kröfurn-
ar en Landsbankinn leysti jörðina á
Vatnsenda upp í þessa rúmlega 180
milljóna króna skuld. Skiptastjóri
KB-eignarhaldsfélags, Guðbjarni
Eggerts son, segir að Landsbankinn
sé eini kröfuhafi félagsins.
Hann segir að Þorsteinn Hjalte-
sted hafi fengið kaupverð jarðar-
innar greitt til sín á sínum tíma en
að vinna við jörðina hafi strandað á
því að ekki fékkst leyfi frá Kópavogs-
bæ til að skipta jörðinni upp í fjór-
ar lóðir. Þorsteinn Hjaltested erfði
Vatnsendalandið eftir afa sinn og
hafa staðið yfir áralangar deilur um
landið á milli hans og skyldmenna
hans um erfðaréttinn á því. Fyrr á
árinu kvað Hæstiréttur Íslands upp
dóm í málinu þar sem komist var að
þeiri niðurstöðu að Þorsteinn væri
ekki réttmætur eigandi Vatnsenda-
landsins. Málið er flókið þar sem
Þorsteinn hefur selt stóran hluta
Vatnsendalandsins til Kópavogs-
bæjar, fyrirtækja og einstaklinga og
þarf væntanlega að vinda ofan af
þeim viðskiptum með einhverjum
hætti.
Ætlaði að byggja einbýlishús
Guðbjarni segir að Engilbert hafi
ráðgert að byggja fjögur einbýlis-
hús á lóðunum en að framkvæmd-
irnar hafi strandað áðurnefndu at-
riði. Þar sem ekki fékkst leyfi til að
skipta jörðinni upp í fjórar lóðir, líkt
og Engilbert hafði áætlað, fékkst
heldur ekki byggingaleyfi fyrir fram-
kvæmdunum. Því varð lendingin sú
að félag Engilberts gat ekkert gert
við lóðina. „Þetta er enn einn angi
þessa Vatnsendamáls,“ segir Guð-
bjarni. Engilbert var umsvifamikill
í fasteignaviðskiptum og verktaka-
starfsemi fyrir hrunið 2008 og keypti
meðal annars JB Byggingafélag fyr-
ir metfé árið 2007 með láni frá VBS-
fjárfestingarbanka.
Í ársreikningi KB-eignarhalds-
félags árið 2006 er helsta eign
félagsins bókfærð sem „verk í
vinnslu“ upp á rúmlega 90 millj-
ónir en á móti þessum eign-
um eru skuldir upp á 95 milljónir
króna. Þar af eru 80 milljónir við
lánastofnanir. Kaupverð jarðar-
innar hefur því numið um 80 millj-
ónum árið 2006. Orðrétt segir um
félagið í ársreikningnum: „Fé-
lagið hefur sett byggingafram-
kvæmdir sínar við Vatnsendablett
134, Kópavogi sem eru bókfærðar
á rúmar 80 millj. kr., að veði til
tryggingar skuldbindingum sínum.
Upphæð veðs nemur 80 millj. kr. í
árslok og er veitt viðskiptabanka
félagsins. Skuld við bankann nam
rúmum 80 millj. kr. í árslok.“
Telur búið eiga kröfu á Þorstein
Guðbjarni segir að vegna viðskipta
félagsins við Þorstein telji hann að
KB-eignarhaldsfélag eigi kröfu á
hendur Þorsteini. Hann segir þó
að ekki hafi verið vilji hjá kröfuhafa
félagsins til að reyna að sækja þá
kröfu til Þorsteins. „Það er ekkert
vitað hvernig staðan á honum er
og þetta hefði getað tekið mörg
ár.“ Inn í málið spilar auðvitað að
Hæstiréttur er búinn að kveða upp
dóm þess efnis að Þorsteinn sé
ekki réttmætur eigandi Vatnsenda-
landsins. Óvíst er hvaða afleiðingar
sá dómur hefur á eignastöðu Þor-
steins; hvort honum verði gert að
skila Vatnsendalandinu – eða því
sem hann á eftir af því – aftur til
réttmætra eigenda þess eða hvort
hann muni þurfa að endurgreiða
þeim söluverð einstakra hluta
landsins. „Búið er þó ekkert búið
að gefa eftir þá kröfu,“ segir Guð-
bjarni en af svari hans að dæma er
ekki loku fyrir það skotið að Þor-
steini verði gert að endurgreiða
söluverð lóðanna einhvern tímann
í framtíðinni. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Hann fékk þetta
allt greitt.
Ætlaði að byggja einbýlishús
Engilbert Runólfsson keypti jörðina og ætl-
aði að byggja fjögur einbýlis hús á henni.
Ekki réttmætur eigandi Þorsteinn
Hjaltested hefur selt lóðir og jörðir á svæð-
inu fyrir milljarða króna.
n Send heim af Læknavaktinni og fékk hjartaáfall um nóttina n Sagt að hún drykki of mikið kaffi
„Maður sér
brotalamirnar“
n Skortur á heildrænni heilsugæslu
V
ilhjálmur Ari Arason,
heimilislæknir og sér-
fræðingur á slysa- og
bráðamóttöku Landspít-
ala háskólasjúkrahúss, hefur á
bloggsíðu sinni skrifað mikið um
bága stöðu íslenska heilbrigð-
iskerfisins sem sé fyrir löngu kom-
ið yfir þolmörk á ýmsum sviðum.
„Það segir sig sjálft að þá er hætta
á mistökum,“ segir Vilhjálmur í
samtali við DV. „Auðvitað verð
ég var ýmislegt í mínu umhverfi.
Mér finnst það blasa við að þegar
við erum komin yfir þau þolmörk
sem við setjum okkur þá fara að
koma fram mistök.“
Hann segir læknamistök alltaf
mjög sorglega atburði sem yfir-
leitt hafi tvær hliðar og fari flest
málin til landlæknis. „En ég neita
því ekki að maður sér í kringum
sig ýmislegt sem orkar tvímælis.
Maður sér brotalamirnar, við
erum komin yfir þolmörkin.“
Engin eftirfylgni
Vilhjálmur hefur á ferli sínum
skoðað vinnulag lækna mikið.
„Ég hef rannsakað hvernig læknar
vinna undir álagi og þá er ávísað
meira af lyfjum. Það er skýrt dæmi
með sýklalyfin, þar sem við erum
að súpa seyðið af miklu ónæmi
sem bæði veldur aukinni hættu
og kostar ómælda peninga, dýrari
lyf á sjúkrahúsin og slíkt. Þetta er
þjóðfélagsleg afleiðing af því sem
við höfum látið viðgangast.“
Að sögn Vilhjálms er þetta
meðal annars afleiðing af því
svelti sem heilsugæslan hefur
mátt þola. Hún getur ekki lengur
sinnt verkefnum sem reglur
segja að eigi heima þar. Til að
mynda eftirfylgni með sjúkling-
um. „Í staðinn er málum vísað á
bráðamóttöku þar sem eru stutt-
ir kontaktar og engin eftirfylgni.“
Stjórnvöld hunsa viðvörunarljós
Að sögn Vilhjálms er þó erfitt að
leggja mat á ástandið út frá fjölda
læknamistaka, enda sé enginn vís-
indalegur mælikvarði til yfir þau.
Hann hefur hins vegar rannsak-
að ástandið út frá kvörðum um
sýkingarhættu barna. „Þar erum
við með vísindaleg rök fyrir því að
vinnulagið er að hafa alvarlegar
afleiðingar í þjóðfélagið. Þetta er
samfélagslegt vandamál og við
hefðum þurft að vera að búin að
laga hlutina miklu fyrr. Stjórn-
völd hafa hunsað öll viðvörunar-
ljós og telja að það sé bara nóg að
veita einhverja þjónustu. Ef fólk fái
þjónustu á Læknavakt eða bráða-
móttöku þá sé málið leyst.“
Glundroði í kerfinu
Vilhjálmur segir hlutina hins vegar
ekki virka þannig í heilbrigðiskerf-
inu. Það sé til að mynda mikil-
vægt að bjóða upp á heildræna
heilsugæslu líkt og vestrænar
þjóðir geri. Hann segir það aldrei
hafa verið klárað hér á landi að
koma á slíkri heildrænni þjónustu.
„Þetta hefur leitt til þess að það er
mjög mikill glundroði í öllu kerf-
inu. Núna þarf að stokka spilin
upp á nýtt og byrja á grunninum.
Passa að peningarnir fari í rétt-
an farveg.“ Að mati Vilhjálms eru
grunnstoðir heilbrigðiskerfisins
að hrynja og því ekki rétt að ausa
fjármagni í nýjan Landspítala, eins
og staðan er í dag. n
solrun@dv.is
mörgum læknum. Ég er hins vegar
afar ósáttur við heilbrigðiskerfið. Ég
lagði líf mitt í hendur þessa kerfis og
treysti því en það brást mér. Ég lenti
inni í heilbrigðiskerfi sem virkar ekki
fyrir alla. Hver læknir var að vinna á
sínu sérsviði og greindi meinið út frá
því sviði.“
Þá sagði Atli jafnframt: „Einstak-
lingur sem fer til læknis á að geta
treyst því að ef sá læknir finnur ekki
lausnir þá verði hann sendur til
annars læknis. En það virðist ekki
vera gert. Þegar fólk er komið yfir
átján ára aldur og glímir við alvar-
lega og illvíga sjúkdóma þá er ekki
lengur til staðar teymisvinna þar
sem sjúklingurinn er miðdepillinn
og kerfið starfar fyrir hann.“ n
solrun@dv.is