Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Blaðsíða 9
Inngangur.
Introduction.
I. Athugasemdir um tilhögun skýrslnanna.
Remarques préliminaires.
Skýrslueyðublöðin voru með sama sniði árið 1916 eins og árið
á undan, og er í Verslunarskýrslum 1914, bls. 7*, nokkuð skýrt frá,
hvernig þeim er háttað.
Eins og að undanförnu hefur útkoman úr hinum aðsendu
verslunarskýrslum, þar sem um tollvörur hefur verið að ræða, verið
borin saman, þar sem unt er, við vörumagn það, sem tollur hefur
verið greiddur af. Eins og áður hefur það víða komið í ljós, að
upphæðin verður minni eftir verslunarskýrslunum heldur en eftir
tollreikningunum. En þar sem það liggur í augum uppi, að ekki
hefur verið flutt inn eða út af tollvörum teljandi minna heldur en
tollreikningarnir segja til, þá hefur því, sem á vantar, verið bætt
við útkomuna úr verslunarskýrslunum þannig, að sama verð hefur
verið sett á það sem á vantaði eins og á því var, sem upp var
gefið, og er sú viðbót innifalin í töílunum, sem hjer eru prentaðar.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hverju bætt hefur verið við skýrslurnar
samkvæmt tollreikningunum, bæði vörumagn og áætlað verð, svo og
hve miklum hluta það nemur af öllum að- og útflutningi af
hverri vöru.
A. Aðflutt Vörumagn Áætlað verð
Ö1 ... 107 500 1 40 000 kr. 33°/o
Tóbak 20 000 — 6—
Vindlar og vindlingar 1 300 — 16 000 — 6—
Kaffi 5 200 — 6 600 — 1—
Kafíibætir 27 500 — 23 000 - 11-
Sykur og síróp 45 100 — 22 500 — 2-
Súkkulaði og kakaó 5 700 — 12500 — 6-
Brjóstsykur og konfekt 2 200 — 4 900 - 9-
Kornvörur og jarðepli ... 1 275 000 — 410 000 — 9—
Salt 9 100 t 523 000 — 19-
Kol og kóks 27 700 — 2136 000 — 43—