Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1919, Blaðsíða 17
20
Verslunarskýrslur 1916
15
gott tákn um bætt viðurværi og vaxandi velmegun. Sykurneyslan er
hjer komin upp í 28 kg á mann (1911 —15). Er það tiltölulega
mikið samanborið við önnur lönd. Árið 1914 var sykurneyslan í
Svíþjóð 23 kg á mann og i Noregi 22 kg og þaðan af minni í flest-
um löndum Norðurálfunnar, nema í Danmörku og Bretlandi. Þar
var hún miklu meiri, 41 og 43 kg á mann. I Bandaríkjum Norður-
Ameríku var hún líka 40 kg mann, og á Nýja-Sjálandi jafnvel 47
kg á mann.
Aðflutningur á kaffi hefur aukist töluvert síðan um 1890. 1886
—90 komu 4 kg á mann, en 6 kg 1911 —15 og jafnvel 7—8 kg árin
1915 —16. Kaffineysla mun vera hjer meiri en víðasthvar annars-
staðar. í Hollandi er hún þó meiri (8J/2 kg), enda er það eitthvert
mesta kaffidrykkjuland hjer í álfu.
Aðflutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum og
samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneyslan hjerumbil staðið í stað.
Innflutningur af öli var sáralítill fyrst eftir að áfengisbannlögin
komust á, en síðan hefur innflutningur á óáfengu öli aukist töluvert
og slagaði árið 1916 hátt upp í innflutninginn af öllu öli á undan
banninu.
Vefnaður, fatnaður o. fl. Af þeim vörum var flutt inn árið
1916 fyrir nál. 51/* milj. kr. og er það næstum tvöfalt á við árið á
undan. Stafar það bæði af auknum aðflutningum og hækkuðu verði.
t*ar af feliur á vefnað, tvinna og garn 3176 þús. kr., á fatnað 1705
þús. kr. og sápu, sóda, stívelsi og litunarefni 365 þús. kr. Helstu
vörur í þessum flokki eru þessar:
1915 191 G
Garn og tvinni 91 þús. kr. 143 þús. kr.
Silkivefnaður 110 ■ — — 235 — —
Ullarvefnaður 300 — — 644 — —
Baðmullarvefnaður 663 — — 1 163 — —
Jútevefnaður 138 — — 226 — —
Vefnaður úr hör, hampi o. 11. 219 — — 256 — —
Prjónavörur 182 — — 332 — —
Línvörur allskonar 87 — — 148 — —
Höfuðföt 66 — — 109 — —
Karlmannsfatnaður 154 — — 447 — —
Sjóklæði og olíufatnaður 122 — — 185 — —
Skófatnaður 295 — — 675 — —
Sápa 144 — — 238 — —
Heimilismunir. Vörur þær, sem þar til eru taldar, voru
fluttar inn fyrir nál. l‘/3 milj. kr. árið 1916. t þessum ílokki er
talið línoleum, vaxdúkur og madressur, hár, fiður, bein og horn,