Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Blaðsíða 12
10
Verslunarskýrslur 1924
varan notuð margvíslega og þá álitamál, hvar helst beri að telja hana.
Verður þá að skipa henni í þann flokk, sem ætla má að meiri hluti
hennar falli venjulega undir. A yfirlitinu má sjá nokkurn veginn hlut-
fallið milli neysluvara og framleiðsluvara. 4 fyrstu fiokkarnir svara nokk-
urnveginn til neysluvaranna, en hinir til framleiðsluvaranna. Að vísu er
þessi skifting ekki hrein. Einkum er V. fiokkurinn blandaður. Kol og
steinolía, sem þar eru talin, ganga að nokkru leyti til heimilisnotkunar
og falla að því leyti undir neysluvörur. En vörur þessar eru að meira
leyti notaðar til framleiðslu og gætir þessa æ meir eftir því sem stundir
líða. Hlutfallið milli neysluvara og framleiðsluvara verður þannig, ef þessi
skifting er látin nægja.
Neyslu- Framleiöslu- Neyslu- Framleiöslu
vörur vörur vörur vörur
1914 .... 49.5 °/o 50.5 % 1920 .... 45.6 % 54.4 °/o
1915 .... 45.3 - 54.7 - 1921 .... 52.7 - 47.3 —
1916 .... 38.9 - 61.i 1922 . . . . 52.5 — 47.5 —
1917 .... 54.2 - 45.8 — 1923 . . . . 50.7 - 49.3 —
1918 .... 48.9 51.1 - 1924 ... . 41.5 — 58.5
1919 .... 54.1 - 45.9 —
Samkvæmt þessu hefur venjulega hjerumbil helmingurinn af verð-
mæti innflutningsins gengið til neysluvara, en hinn helmingurinn til fram-
leiðsluvara. Árið 1924 er þó hlutfallið töluvert hærra fyrir framleiðslu-
vörurnar en lægra fyrir neysluvörurnar heldur en undanfarin ár. Það er
einkum innflutningurinn til sjávarútvegsins, sem aukist hefur mjög mikið
þetta ár.
/Aatvæli fluttust til landsins fyrir rúmlega 9V2 milj. kr. árið 1924.
Nemur það 15°/o af öllum innflutningnum það ár og hefur það hlutfall
aldrei verið eins lágt síðan fyrir stríð. I þessum innflutningi munar lang-
mest um kornvörurnar. Af helstu kornvörutegundum, sem falla undir
þennan flokk, hefur innflutningurinn verið þessi síðustu árin (í þús. kg).
192! 1922 1 923 1924
Ðaunir 151 172 133 183
Hafragrjón (valsaðir hafrar) . . 1 163 1 708 1 421 2 057
Hrísgrjón 640 650 612 729
Hveitimjöi 3 372 3 522 3 230 3 908
Rúgmjöl 3 829 4 938 4 649 5 840
Eftirfarandi yfirlit sýnir innfiutninginn á öllum kornvörum í heild
sinni þessi sömu ár. Er þá einnig talið með fóðurkorn (bygg, hafrar,
maís og maísmjöl), sem annars er ekki talið í matvælaflokknum heldur
sem innflutningur til landbúnaðar.