Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Blaðsíða 27
Verslunarskýrslur 1924
25
heldur en innflutningur þaðan, nema árið 1924, þá var innflutningurinn
ofurlítið hærri.
í töflu IV A og B (bls. 38—73) eru taldar upp allar helstu inn-
fluttar og útfluttar vörutegundir og sýnt hvernig inn- eða útflutningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. í III. töflu (bls. 34—37) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu V (bls. 74—88) taldar upp með magni og
verði helstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í út-
flutningnum til þess.
6. Viðskiftin við útlönd eftir kauptúnum.
L’échange extérieur par villes et places.
í 6. yfirliti (bls. 26*) er skifting á verðmagni verslunarviðskiftanna
við útlönd í heild sinni, svo og innflutnings og útflutnings sjerstaklega,
árin 1914—24 og sýnt, hve mikið kemur á Reykjavík, hina kaupstaðina
6 og á verslunarstaðina. Með hlutfallstölum er einnig sýnt, hve mikill
hluti viðskiftanna kemur á hvern stað öll árin. Á yfirlitinu sjest, að hluti
Reykjavíkur hækkaði mjög á stríðsárunum og komst jafnvel upp í 87°/o
árið 1918, en lækkar svo smátt og smátt aftur. Þó er hlutdeild Reykja-
víkur í útflufningnum aftur töluvert hærri 1924 heldur en undanfarin ár.
Hlutdeild annara kauptúna í versluninni við útlönd minkaði að sama skapi
á stríðstímunum, en hefur farið vaxandi síðan fram að árinu 1923. Var
þá hlutdeild kaupstaðanna orðin svipuð eins og fyrir stríðið, en verslun-
arstaðanna töluvert minni. Árið 1924 hækkar Reykjavík aftur, en önnur
kauptún lækka að sama skapi. Kemur þá á Reykjavík 54°/o af verslun-
arviðskiftunum við útlönd, en 28°/o á hina kaupstaðina 6 og 18°/o á
verslunarstaðina. Þó er Reykjavík meira yfirgnæfandi í innflutningnum
heldur en útflutningnum. Árið 1924 kom á hana 57% af innflutningnum,
en 51% af útflutningnum.
Tafla VI (bls. 89) sýnir, hvernig verðmagn verslunarviðskiftanna við
útlönd skiftist á hina einstöku kaupstaði og verslunarstaði árið 1924. I
eftirfarandi yfirliti eru talin upp þau kauptún, sem komið hefur á meira
en 1% af verslunarupphæðinni og er sýnt hve mikill hluti hennar fellur
á hvert þeirra.
Innflutt Útflutt Samtals
Reykjavík . . . . 57.2 % 50.9 o/o 53.6 o/o
Siglufjörður 6.9 - 5.8 — 6 3 —
Akureyri 6.o - 6.1 —
Vestmannaeyjar 4.1 — 6.8 — 5.6 —
Isafjörður 3.4 - 4.9 — 4.3 —