Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Blaðsíða 10
8*
Verslunarskýrslur 1924
Verövísitölur, Vöruraagn,
nombres-indices de prix nombr.-ind. de quantité
Innflutt, Útflutt, Innflutt, Útflutt,
import. export. import. export.
1921 .................... 270 203 90 117
1922 .................... 226 188 126 133
1923 .................... 242 176 115 163
1924 .................... 246 249 141 173
Tveir fremri dálkarnir sýna verðbreytingarnar. Bera þeir með sjer,
að framan af stríðsárunum var verðhækkun meiri á útflutningsvörunum
heldur en innflutningsvörunum, en frá 1917 og fram að 1924 er hlut-
fallið altaf öfugt, verðhækkunin miklu meiri á innflutningsvörunum. Árið
1924 er aftur á móti verðhækkunin meiri á útflutningsvörunum, en þó
aðeins örlitlu meiri heldur en á innflutningsvörunum, á báðum er verðið
tæpl. 21/2 falt á við það, sem það var 1913—14. Að verðmagn útflutn-
ingsins 1924 fór svo langt fram úr verðmagni innflutningsins stafar því
af því, að útflutningsmagnið var þá meira en nokkru sinni áður og að
sínu leyti langtum meira heldur en innflutningsmagnið, enda þótt það
væri líka óvenjulega mikið þetta ár. Á tveim síðari dálkunum í yfirlitinu
hjer að framan, er sýna breytingar inn- og útflutningsmagnsins frá ári til
árs, má sjá, að árið 1924 hefur innflutningsmagnið verið 41 o/o meira
heldur en fyrir stríð eða árið 1914, en útflutningsmagnið 73°/o meira.
Næsta ár á undan, 1923, var þó munurinn enn meiri á útflutnings- og
innflutningsmagninu, þar sem útflutningsmagnið var 63°/o hærra heldur
en 1914, en innflutningsmagnið ekki nema 15°/o meira. Ef verðið á út-
fluttu vörunum hefði verið jafnhátt þá eins og árið 1924, þá hefði mis-
munurinn á verðmagni útflutnings og innflutnings orðið miklu meiri það
ár heldur en 1924. En verðið á útfluttu vörunni var einmitt með allra
lægsta móti árið 1923, aðeins 76°/o hærra heldur en fyrir stríð. Að mis-
munurinn samt varð með meira móti, stafaði af hinu mikla útflutnings-
magni. Annars sjest það af yfirlitinu hjer að framan, að öll stríðsárin,
nema 1916, og næstu árin á eftir stríðinu, fram að 1922, er innflutn-
ingsmagnið sífelt minna heldur en fyrir stríðið, en aðeins í 2 ár, síðari
stríðsárin (1917 — 18) hefur útflutningsmagnið verið minna heldur en
fyrir stríðið.
3. Innfluttar vörutegundir.
Importation des marchandises.
Tafla II A (bls. 2—28) sýnir, hve mikið hefur flust til landsins af
hverri vörutegund árið 1924. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir efni og