Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1937, Blaðsíða 16
12'
Verslunarskýrslur 1935
önnur lönd. Árin 1932—34 var hún minni í flestum löndum Norðurálf-
unnar, nema Danmörku (50 kg), Svíþjóð (45 kg) og á Bretlandi (42 kg).
í Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi var hún líka meiri (44 og 45 kg).
Neysla af kaffi og kaffibæti hefur aukist töluvert síðan um 1890.
1886—90 komu ekki nema 4 kg á mann að meðaltali, en 1916—20 meira
en 7 kg. Síðan hefur neyslan verið nokkru minni tiltölulega, en kemst þó
aftur upp fyrir 7 kg árið 1935. Kaffiinnflutningur og innlend framleiðsla
á kaffibætir hefur verið svo sem hér segir árin 1931—35:
Kaffi óbrent Kaffi brent Kaffibætir innflutfur Kaffibætir framleiddur innaniands Samtals
1931 4 965 hdr. kg 254 hdr.kg 2 037 hdr.’kg 268 hdr. kg 7 574 hdr. kg
1932 4 363 144 255 1 820 6 582
1933 4 972 98 9 — 2 374 7 453
1934 4 316 57 17 2 441 6 831 —
1935 5 867 31 4 2 225 — 8 127
Innflutningur á kaffibæti hefur því nær horfið, en innlend fram-
leiðsla komið í staðinn. Lika hefur innlend kalfibrensla dregið úr inn-
flutningi á brendu kaffi.
Innflutningur á tóbaki hefur lílið vaxið á undanförnum árum og
samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneysla hérumbil staðið i slað.
Árið 1935 var tóbaksinnflutningur með minna móti.
Innflutningur á áfengu öli (með yfir 2%% af vínanda að rúmmáli)
befur verið bannaður síðan 1912, en framan af stríðsárunum gerðist inn-
flutningur á óáfengu öli allmikill og eins fyrstu árin eftir stríðslokin,
en síðan liefur hann farið minkandi og er nú alveg horfinn, en í stað-
inn komin innlend framleiðsla i þessari grein. I töflunni er innlenda
framleiðslan tekin með síðan 1919. Síðan 1932 er hér aðeins um innlenda
framleiðslu að ræða. Hefur hún þó þessi ár farið árlega minkandi.
Vínandi og vínföng eru einungis flutt inn af Áfengisverslun rikisins.
Var þessi innflutningur mjög lítill fyrst eftir að aðflutningsbannið komst
á, en síðan hefur hann aukist töluvert. Hækkun á vinfangainnflutningn-
um 1922 og árin þar á eftir stafar af undanþágunni, sem veitt var frá
bannlögunum fyrir létt vín (Spánarvín). Hinsvegar stafar hækkunin á
sterku vinunum árið 1935 frá afnámi bannlaganna frá byrjun þess árs, en
innflutningur léttra vína minkar þá aftur á móti mikið. Mengaður vín-
andi er ekki talinn hér heldur í V. flokki.
Vefnnður og fatnaður. Af þeim vörum, sem hér eru taldar, var flutt
inn 1935 fyrir 5.8 milj. kr. og er það næstum 13% af öllum innflutningi
það ár. Er það bæði að verðmagni og hlutfallslega ininna en næstu ár
á undan, en þó meira heldur en 1932. Helslu vörur, sem falla hér undir,
eru taldar hér á eftir, og sýnt, bve mikið hefur flust inn af þeim nokkur
síðustu árin (í þús. kg).
*) Oar með kaffibætir ij compris succédanés dn café.