Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1937, Blaðsíða 12
8'
Verslunarskýrslur 1935
framleiðslu «g gætir þess æ inéir eftir því sein stundir líða. Hlutfallið milli
neysluvara og framleiðsluvara verður þannig, ef þessi skifting er látin
UÆgja- Neyslu-^FramleiOslu- Neyslu- Framleiöslu-
vörur vörur vörur vörur
1916—20.... 46.8 °/o 53.2 °/o 1931 ...... 44.s °/o 55.2 °/o
1921—25 .... 47.9 — 52.i - 1932 ...... 38.i — 61.9 —
1926—30 .... 42.9— 57.2 — 1933 39.«— 60.e —
1931—35 .... 38.0 — 61.«— 1934 ...... 36.o — 64.o —
1935 ....... 34.8 — 65.2 —
Síðustu árin hefir hlutdeild framleiðsluvaranna aukist, en neyslu-
varanna lækkað, svo að neysluvörurnar nema nú siðast aðeins rúml. %
af innflutningnum, en framleiðsluvörurnar næstum %.
Flokkun eftir notkun varanna er töluverðum erfiðleikum bundin, þvi
að oft er sama varan notuð margvislega og þá álitamál, i hvaða flokk skuli
skipa henni, enda er líka slík flokkaskipun töluvert mismunandi í versl-
unarskýrslum ýmsra landa. Er það bagalegt, ef gera á samanburð landa
á milli, og því hefur Þjóðabandalagið í sambandi við hina alþjóðlegu vöru-
skrá sína gert fyrirmynd að töflu, þar sem vörurnar eru flokkaðar eftir
notkun og vinslustigi. Hagstofan hefur gert flokkun eftir þessari fyrir-
mynd fyrir árið 1935 og er hún í 2. yfirliti. Vörunu'm er þar skift eigi að-
eins eftir notkun, heldur einnig eftir vinslustigi, í hrávörur, lítt unnar
vörur og allunnar vörur. Hrávörurnar teljast afurðir af náttúrufram-
leiðslu (landbúnaði, skógrækt, fiskveiðuin, dýraveiðum og námugrefti),
sem ekki hafa fengið neina verulega aðvinslu, en geta þó suinar hverjar
verið hæfar til neyslu. Sama máli er að gegna um ýmsar lítt unnar vörur,
sem fengið hafa nokkra aðvinslu, þó að þær eins og hrávörurnar séu
einkum notaðar til framleiðslu. Samkvæmt yfirlitinu hefur rúml. helm-
ingur innfluttu varanna (að verðmæti) verið fullunnar vörur, rúml. %
lítt unnar vörur og tæpl. % hrávörur.
Eftir notkun er vörunum skift í 2. vfirliti i framleiðsluvörur, 7 flokka,
og neysluvörur, 3 flokka. (i fyrstu flokkarnir eru hreyfifé, sem hverf-
ur alveg í hinar framleiddu vörur, en hinn 7. er fastafé eða allskonar
tæki atvinnuveganna svo sem vélar, verkfæri og annar útbúnaður. ó. og (i.
flokkinn má að nokkru leyti telja til neysluvara og eru þeir þess vegna
aðgreindir frá þeim undanfarandi. Við samanburð á 1. og 2. yfirliti kemur
að suniu leyti í ljós töluvert ósamræmi. Þannig eru neysluvörurnar í 2.
yfirliti taldar aðeins 11% milj. kr., en í 1. ylirliti framundir lfi milj. Þetta
stafar af því, að fylgt er mismunandi reglum við skiftinguna. í eldra yfir-
litinu eru kornvörur (aðrar en fóðurkorn) taldar með matvælum, en i
yfirliti Þjóðabandalagsins eru þær taldar með efnivörum til framleiðslu.
Svo er og um alls konar álnavöru, sem í eldra yfirlitinu er talin með
neysluvörum (vefnaður og fatnaður).
2. yfirlit hefur aðeins verið gert fyrir árið 1935 og verður því ekki horið
saman við eldri ár. Hins vegar hefur 1. yfirlit verið gert um 20 ára skeið
og má því í því fá samanburð við fyrri ár. Verður því gengið út frá því