Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1938, Side 10
6‘
Verslunarskýrslur 1936
miðað við það sem var rétt fyrir heimsstríðið (verðið 1913—-14 = 100
og vörumagn 1914 = 100). Fram að 1935 var aðeins reiknað með úrvali
af veigamestu vörunum (sjá Verslunarskýrslur 1924 bls. 7*). En árið 1936
voru allar vörur, sem taldar eru í verslunarskýrslunum einnig reiknaðar
með verðinu fyrir árið á undan og þau hlutföll, sem fengust með því,
voru notuð til þess að tengja árið 1936 við vísitölu undanfarandi árs.
Verövísitölur Vörumagnsvísitölur
nombre-indices de prix nombre-indices du quantité
Innflutt Útflutt Innflutt Útflutt
import. export. import. export.
1914 100 104 100 100
1927 132 179 238
1928 154 182 232 217
1929 149 164 290 325
1930 143 299 209
1931 119 99 222 240
1932 115 93 181 257
1933 102 254 218
1934 106 109 264 252
1935 122 237 194
1936 109 119 220 207
Tveir fremri dálkarnir sýna verðbreytingar. Bera þeir með sér, að
1936 hefur verðið hækkað á innflutningsvörunum, en lækkað á útflutn-
ingsvörum. Hefur því hlutfallið milli útflutningsverðs og innflutnings-
verðs verið óhagstæðara heldur en árið á undan (1935), en þó hagstæðara
heldur en 5 næstu árin þar á undan (1930—34). Árið 1936 hefur verðið
á innflutningsvörunum verið tæpl. 10% hærra, en á útflutningsvörunum
tæpl. 20% hærra heldur en rétt á undan striðinu.
Reiknað með verðinn 1935 hefði innflutningurinn 1936 numið 42 203
þús. kr„ en útflutningurinn 51 078 þús. kr. En verðmagn innflutningsins
1936 varð 43 053 þús. kr. og útílutningsins 49 642 þús. kr. Frá 1935 til
1936 hefur því orðið 2.o% verðhækkun á innflutningnum, en 2.s% verð-
lækkun á útflutningnum.
Tveir aftari dálkarnir í yfirlitinu hér á undan sýna breytingarnar á
inn- og' útflutningsmagninu. Samkvæmt því hefur innflutningsmagnið
1936 verið minna, en útflutningsmagnið meira, heldur en næsta ár á undan.
Árið 1935 nam innflutningurinn 45 470 þús. kr. og útflutningurinn 47 772
þús. kr„ en með óhreyttu verði hefði innflutningurinn 1936 (eins og áður
segir) verið 42 208 þús. kr. og útflutningurinn 51 078 þús. kr. Þessi verð-
munur stafar því frá breyttu vörumagni, og hefur því innflutningsmagnið
lækkað um 7.2%, en úlflutningsmagnið hækkað um 6.»%.
Árið 1935 og 1936 hefur þijngd alls innflutnings og útflutnings
verið talin saman. Þyngdin er nettóþvngd. En þar eð ýmsar vörur hafa
ekki verið gefnar upp í þyngd heldur í stykkjatölu, fermetrum eða öðr-
um einingum, hefur orðið að brevta þessum einingum i þvngd eftir áætl-
uðum hlutföllum. Auk þess hefur þyngdin á ýmsum vörum oft verið
ótilgreind i skýrslum að nokkru eða öllu leyti, svo að orðið hefur að