Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1944, Page 28
26
Verzlunarskýrslur 1943
eða 1.7% af öllum innflutningnum (1942: 9.8 millj. kr. eða 4.o%, 1941: 4.i
millj. kr. eða 3.4%, 1940: 0.8 millj. kr. eða l.i%).
0. Tollarnir.
Droits de donane.
í byrjun febrúar 1940 gekk tollskráin í gildi. Var þá hætl að reikna með
tollflokkum þeim, sem gert hafði vcrið áður (vínfangatolli, tóbakstolli,
kaffi- og sykurtolli, le- og súkkulaðslolli og vörutolli, auk verðtolls),
og öllum tollunum aðeins skift í tvo aðalflokka, vörumagnstoll og verð-
toll, og er aðeins aðalupphæð þeirra hvors um sig tilfærð í ríkisreikn-
ingnum. Hins vegar er i tollskránni talinn upp aragrúi af einstökum
vörutegundum og tilgreint, hvaða tollgjald beri að greiða af hverri. Ef
vitað er um innflutningsmagnið og innflutningsverðið, má sjá, hve
mikill tollur fæst af hverri vörutegund. Innflutningsverðið sést í verzl-
unarskýrslunum, þvi að verðtollur samkvæmt tollskránni er miðaður
við innkaupsverð að viðbættum flutningskoslnaði til landsins. I>ó hefur
verið gerð sú hrevting, að síðan 16. apríl 1942 hefur ekki verið reiknaður
neinn verðtollur af farmgjahli á sykri, og 50% hækkun á farmgjöldum frá
Ameríku, sem var í gildi frá 8. maí 1943 lil 1. júlí 1944, var heldur ekki
tekin með við tollálagningu. Af gömlu tollvörunum (áfengi, tóbaki, kaffi
og sykri, tei og kakaó) er vörumagnstollurinn miðaður við nettómagn,
og má líka sjá það í verzlunarskýrslunum. Af öðrum vörum miðast vöru-
magnstollurinn aftur á móti við brúttómagn, og' sést það ekki í verzlunar-
skýrslunum. Verður því ekki unnt að reikna út eftir verzlunarskýrslun-
um og tollskránni, hve mikill vörumagnstollur fæst af þeim vörum, nema
með því að bæta fyrst við vörumagn verzlunarskýrslnanna áætlaðri upp-
hæð fyrir umbúðaþvngdinni.
I töflu VII (bls. 88—89) hefur verið reiknaður út þyngdartollurinn
árið 1943 af vörum gömlu tollflokkanna (áfengi, tóbaki, kaffi og sykri, tei
og kakaó) eftir innflulningsmagni þeirra í verzlunarskýrslunum. Má af
því fá samanburð við þessa tolla undanfarin ár. Slíkur samanburður er
í 9. yfirliti, sem nær vfir 5 síðustu árin og þrjú 5 ára tímabil. Er þar einnig
lekin heildarupphæð vörumagnstollsins af öðrum vörum og verðtollurinn.
Árið 1943 hefur vörumagnstollurinn alls lækkað um tæpl. V2 millj. kr. eða
5% frá árinu á undan, en verðtollurinn hefur lækkað um 5% millj. kr.
eða um 14%. Stafar það bæði af minni innflutningi og því, að tollur hefur
ekki verið reiknaður af nokkrum hluta farmgjaldsins. Alls hafa innflutn-
ingstollarnir lækkað úr 48.s millj. kr. árið 1942 niður i 42.» millj. kr. árið
1943 eða um 12%. Útflutningsgjaldið hefur líka lækkað töluvert úr 3524
þús. kr. árið 1942 niður í 3077 þús. kr. árið 1943 eða um 13%. Hér er’ aðeins
tekið með aðflutningsgjald, sem fellur til rikissjóðs.